Fréttablaðið - 16.02.2022, Page 15

Fréttablaðið - 16.02.2022, Page 15
KYNN INGARBLAÐ ALLT MIÐVIKUDAGUR 16. febrúar 2022 Það er hægt að eiga gott ástalíf þrátt fyrir breytingaskeiðið Náttúruvörurnar frá Purity Herbs hafa fengið góðar viðtökur hjá landsmönnum í tæp 30 ár. Ástarlínan frá fyrirtækinu nýtur sívaxandi vinsælda hér á landi. 2 Hjónin Ásta Sýrusdóttir, framkvæmdastjóri og stofnandi Purity Herbs, og Jón Þorsteinsson, sem er stjórnarformaður Purity Herbs. FRÉTTABLAÐIÐ/AUÐUNN jme@frettabladid.is Hvítkál er eitt vanmetnasta hráefni sem hugsast getur. Það er ýmist hrátt, stökkt og brakandi, lungamjúkt undir tönn eða hægeldað og brúnað eins og kara- mellíseraður laukur. Hér er upp- skrift að dásamlegu hvítkálssalati. Hráefnin njóta sín fersk og óelduð. Salat 1 lítill hvítkálshaus 1 stór gúrka 1 búnt af vorlauk ½ dl saxaður graslaukur Dressing 2 dl basilíka 2 dl spínat, ferskt 2 hvítlauksgeirar 1 skalottlaukur Safi úr 2 sítrónum ½ dl ólífuolía ½ dl hnetur (til dæmis kasjú- hnetur) 1 dl næringarger 1 tsk. salt 2 msk. hrísgrjónaedik Graslaukur ef vill Aðferð Fínsaxaðu hvítkál, gúrku, vorlauk og graslauk og settu í stóra skál. Einnig má saxa hvítkálið í litla bita í matvinnsluvél. Innihaldsefnin í dressinguna, að frátalinni olíunni, fara í blandara eða matvinnsluvél. Bættu olíu við smátt og smátt uns úr verður skærgræn sósa. Hrærðu saman salatið og sósuna. Tilvalið að bera fram sem ídýfu með tor- tillaflögum eða sem meðlæti. ■ Guðdómlegt grængyðjusalat Salatið er best ef þú saxar hvítkálið nógu smátt. FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY HEILBRIGÐ MELTING Góðgerlar, meltingarensím, jurtir og trefjar www.celsus.is / apótek, Hagkaup og víðar

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.