Fréttablaðið - 16.02.2022, Qupperneq 17
Fyrsta plata djassgítaristans
Hróðmars Sigurðssonar kom
út síðasta haust og hlaut
góðar viðtökur. Fram undan
eru mörg spennandi verk-
efni með ólíkum aðilum auk
þess sem hann fer brátt að
huga að næstu plötu.
starri@frettabladid.is
Djassgítarleikarinn Hróðmar
Sigurðsson gaf út sína fyrstu plötu
síðasta haust við góðar undir-
tektir og er strax farinn að leggja
drög að þeirri næstu. Frumraun
hans er samnefnd honum og inni-
heldur átta lög. „Tónlistinni mætti
lýsa sem bræðingi af sálartónlist,
latin- og djassmúsík þar sem hljóð-
heimur hverfist um rafgítarinn og
haganlega samofnar brassútsetn-
ingar sem kallast á við kraumandi
takt hjá ryþmasveit og má heyra
innblástur frá hinum ýmsu tón-
listarstílum.“
Hróðmar starfar bæði sem tón-
listarmaður og tónlistarkennari og
er meðlimur í ýmsum verkefnum
og hljómsveitum ásamt því að
starfrækja sína eigin hljómsveit.
„Þar má meðal annars nefna
hljómsveit Ingibjargar Turchi,
Elvar Bragi Quintett, Fafla og Elísa-
betu Ormslev. Síðan hef ég verið að
leysa af í hljómsveitum í sýningum
í Borgarleikhúsinu eins og 9 líf,
Emil í Kattholti og Elly þegar hún
var í gangi. Það er ótrúlega gaman
að fá tækifæri til að starfa í svona
fjölbreyttum verkefnum og mjög
gefandi að fá að taka marga mis-
munandi vinkla á tónlistarflutn-
inginn, hvort sem það er í spuna-
tónlist, leiksýningum, popptónlist
eða bara hverju sem er.“
Blúsformið opnaði á spunann
Hann segist snemma hafa heillast
af gítarnum. „Þegar ég var ellefu
ára gamall fékk ég gítar í afmælis-
gjöf en hafði fyrir það lært aðeins á
blokkflautu og trompet. Ég er sjálf-
menntaður á gítarinn eða alveg
þar til ég hóf nám við Tónlistar-
skóla FÍH þegar ég var tvítugur.“
Það sem heillaði hann helst
við gítarinn á þeim tíma voru
gítarhetjur í hljómsveitum eins
og Led Zeppelin, Guns N' Roses,
Pink Floyd og AC/DC. „Ég var í
unglingahljómsveitum þar sem
við lékum lög aðallega eftir þessar
sveitir og höfðum mjög gaman
af. Þá var stefnan að sjálfsögðu
tekin á að verða eins og þessar
fyrirmyndir mínar í tónlistinni á
þeim tíma.“ Seinna stofnaði hann
blúshljómsveit með vinum sínum
þegar hann stundaði nám við
Menntaskólann að Laugarvatni.
„Ég sökkti mér í blústónlistar-
tungumálið og opnaði blúsformið
mikið á þá spunatónlist sem ég
fæst hvað mest við í dag.“
Djassinn á hug hans allan
Djassinum og spunamúsík kynnt-
ist hann svo fljótlega eftir að hann
hóf nám í Tónlistarskóla FÍH. „Sú
tónlist á hug minn allan þó ég taki
þátt í hinum ýmsu verkefnum sem
að falla ekki undir djasshattinn.
Tónlistarskóli FÍH hjálpaði mér að
öðlast tækni til að geta spilað hinar
ýmsu stefnur og einnig kynntist
ég mörgu góðu fólki sem ég vinn
með í dag. Svo hefur metnaður
minn farið meira í þá átt að skapa
tónlist sjálfur og hjálpa öðrum
með sín verkefni, frekar en að vera
í einhverjum forgrunni, og að því
einfaldlega að geta starfað við að
spila og búa til tónlist.“
Þaulreynt aðstoðarfólk
Gerð fyrstu plötunnar tók um eitt
og hálft ár. „Lögin samdi ég flest í
desember og janúar 2020 og flutti
á tónleikum í febrúar sama ár.
Hljóðritanir fóru svo fram í lifandi
flutningi í júní og ágúst sama ár.
Síðan tók við eftirvinnsla og hljóð-
blöndun sem ég gaf mér góðan
tíma í til þess að geta melt aðeins
efnið og komið þessu frá mér
þannig að ég yrði sáttur.“
Mannskapurinn á plötunni er
ekki af verri endanum. „Utan mín
voru með mér þau Ingibjörg Elsa
Turchi á bassa, Magnús Jóhann
Ragnarsson á hammondorgel
og rhodes, Magnús Trygvason
Eliassen á trommur, Kristofer
Rodriguez Svönuson á slagverk,
Elvar Bragi Kristjónsson á trompet
og flugelhorn, Ingi Garðar Erlends-
son á básúnu, Tumi Árnason á
tenórsaxófón og svo Örn Eldjárn
á pedal steel-gítar í lokalaginu.
Þórdís Erla Zöega gerði síðan þetta
geggjaða plötuumslag.“
Hróðmar er þegar byrjaður að
semja og útsetja fyrir næstu plötu
sem kemur líklega út á næsta ári.
Fluguveiðin heillar
Það er fátt sem kemst að í lífi Hróð-
mars utan gítarinn og kennslan.
„Ég á mér þó áhugamál sem hefur
heltekið mig undanfarin ár og það
eru fluguveiðar. Það er eitthvað
svo stórkostlegt við það að vera í
íslenskri náttúru á sumrin og kasta
flugu fyrir fisk. Ég bíð því spenntur
eftir næsta veiðitímabili.“ n
Heillaðist snemma
af gítarnum
Hróðmar Sigurðsson gítarleikari. FRÉTTABLAÐIÐ/SIGTRYGGUR ARI
Frumraun Hróðmars Sigurðssonar
kom út í ágúst á síðasta ári.
Hrafnhildur hefur starfað
sem einkaþjálfari hjá World
Class í um 17 ár. Hún þjáðist
af ristilvandamálum og bak-
flæði í áratugi vegna með-
gönguógleði, sem orsakaði
sjö mánaða uppköst.
Fyrir þremur árum fór Hrafnhildur
Hákonardóttir í ristilspeglun vegna
óþæginda í ristli og meltingar-
vandamála. „Ristillinn hafði verið
til trafala í 25 ár frá því ég var ólétt.
Á meðgöngunni ældi ég daglega
í um sjö mánuði. Eins eðlilegur
hlutur og ólétta er fyrir kvenlíka-
mann eru sjö mánuðir af upp-
köstum ekkert grín fyrir líkams-
starfsemina. Ég hlaut af þessu
varanlegar skemmdir á vélinda
sem orsaka bakflæði. Einnig hafði
þetta slæm áhrif á ristilinn, sem
hafði þau áhrif að ég fór að finna
fyrir verkjum í baki og líkamanum
öllum. Ég hafði lengi tekið inn
ýmis magalyf og alltaf þurft að
passa hvað ég borðaði af hveiti- og
mjólkurvörum, en það tók mig
nokkur ár að átta mig á að þessar
matartegundir færu illa í mig.
Mér var ráðlagt að taka inn
magnesíum til þess að koma jafn-
vægi á meltinguna og róa ristilinn.
Ég prufaði nokkrar tegundir en þær
hentuðu mér ekki. Til allrar ham-
ingju var mér bent á magnesíum
með fjallagrösum frá ICEHERBS, en
fjallagrös eru mjög mýkjandi. Nú
hef ég tekið magnesíumblönduna
í þrjú ár og aldrei liðið betur. Ég
er komin með sléttan maga og
meltingin er komin í hið stakasta
lag. Með því að taka reglulega inn
magnesíum með fjallagrösum get
ég jafnvel leyft mér að svindla, því
ég veit fátt betra en að geta fengið
mér pasta og hvítlauksbrauð á
góðum degi. Við bakflæðinu
tek ég hóstamixtúru með fjalla-
grösum frá ICEHERBS. Mixtúran er
bragðgóð og mjúk í hálsi og hjálpar
mér að sofa eins og engill,“ segir
Hrafnhildur.
Einstök blanda
Magnesíumskortur er eitt stærsta
lýðheilsuvandamál sem við
glímum við í nútímanum. Magn-
esíum er eitt mikilvægasta stein-
efni í líkamanum og kemur við
sögu í yfir 300 efnaskiptum, allt frá
slökun vöðva- og taugakerfisins,
virkni hjarta- og æðakerfisins og
í upptöku steinefna. Magnesíum
blandan frá ICEHERBS er einstök á
heimsvísu og inniheldur magn-
esíum citrate og handtínd, íslensk
fjallagrös. Fjallagrösin og magn-
esíumið virkar saman á einstakan
hátt. Fjallagrösin mýkja melting-
una og magnesíum eykur upptöku
á steinefnum úr fjallagrösunum.
Magnesíum citrate er eitt fárra
bætiefna sem er gott að taka inn
að staðaldri, en það er mjög erfitt
að fá nægt magnesíum úr fæðunni.
Þá er mælt með að þeir sem stunda
líkamsrækt taki magnesíum reglu-
lega.
Áhrif magnesíums
Magnesíum stuðlar að eðlilegri
vöðvastarfsemi og er talið bæta
gæði svefns og draga úr fótapirr ingi
og sinadrætti. Þá stuðlar magn-
esíum að því að draga úr þreytu og
lúa.
Magnesíum er einnig notað í
meðhöndlun meltingarvandamála.
Það eykur vatnsinntöku í melt-
ingarkerfið sem auðveldar líkam-
anum að melta og losa hægðir. Þá
er magnesíum einnig hreinsandi
og hefur góð áhrif á ristilinn. Það
stuðlar líka að eðlilegri starfsemi
taugakerfisins.
Leyndarmál frá náttúrunni
Fjallagrösin hafa öldum saman
verið notuð sem náttúruleg
heilsujurt á Íslandi. Þau eru rík af
steinefnum og stuðla að heilbrigðri
þarmaflóru. Þá eru fjallagrös
vatnslosandi og minnka bjúg.
Fjallagrös innihalda einnig trefjar
sem mynda mýkjandi himnu á
slímhúð í maga sem bætir og mýkir
meltinguna.
Hrein náttúruafurð
Markmið ICEHERBS er að nýta
náttúruauðlindir sem tengjast
íslenskri hefð og sögu og vinna í
hreina neytendavæna vöru fyrir
viðskiptavini. „Við hjá ICEHERBS
leggjum áherslu á að framleiða
hrein og náttúruleg bætiefni sem
byggja á sjálfbærri nýtingu nátt-
úruauðlinda. Við viljum að vör-
urnar okkar nýtist viðskiptavinum
okkar, að virkni skili sér í réttum
blöndum og að eiginleikar efnanna
viðhaldi sér að fullu. Þá notum við
enn fremur engin óþörf fylliefni.“ n
ICEHERBS fæst í öllum betri mat-
vöruverslunum, apótekum og
heilsuvöruverslunum og í nýrri
Kemur ró á ristilinn
Magnesíum með fjallagrösum frá ICEHERBS hefur hjálpað Hrafnhildi
Hákonar dóttur mikið. FRÉTTABLAÐIÐ/SIGTRYGGUR ARI
Nánar á frettabladid.is
ALLT kynningarblað 3MIÐVIKUDAGUR 16. febrúar 2022