Fréttablaðið - 18.02.2022, Síða 42
n Halldór
n Frá degi til dags
ÚTGÁFUFÉLAG: Torg ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Helgi Magnússon FORSTJÓRI OG ÚTGEFANDI: Jón Þórisson RITSTJÓRI: Sigmundur Ernir Rúnarsson ser@frettabladid.is,
FRÉTTASTJÓRAR: Aðalheiður Ámundadóttir adalheidur@frettabladid.is Ari Brynjólfsson arib@frettabladid.is, Garðar Örn Úlfarsson gar@frettabladid.is VEFSTJÓRI: Einar Þór Sigurðsson einarthor@frettabladid.is
Fréttablaðið kemur út í 80.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslun um á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í
stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. ISSN 1670-3871 FRÉTTABLAÐIÐ Kalkofnsvegur 2, 101 Reykjavík Sími: 550 5000, ritstjorn@frettabladid.is HELGARBLAÐ: Björk Eiðsdóttir bjork@frettabladid.is MENNING: Kolbrún
Bergþórsdóttir kolbrunb@frettabladid.is ÍÞRÓTTIR: Hörður Snævar Jónsson hoddi@frettabladid.is LJÓSMYNDIR: Anton Brink anton@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Sæmundur Freyr Árnason sfa@frettabladid.is
Barátta
Sjálfstæðis-
flokksins
í borginni
mun verða
þung
og erfið.
Er það
kannski
þess
vegna sem
flokkurinn
veigrar
sér við að
hefja hana?
Staðreynd-
in er sú að
íslenzkir
blóma-
bændur
anna
alls ekki
eftirspurn
og inn-
flutningur
er nauð-
synlegur
til að mæta
stækkandi
markaði.
Kolbrún
Bergþórsdóttir
kolbrunb
@frettabladid.is
Fáir eru á þeirri skoðun að Sjálf-
stæðisflokkurinn taki við völdum í
Reykjavíkurborg eftir borgarstjórnar-
kosningar í vor. Ekki einu sinni Sjálf-
stæðismenn virðast trúaðir á sigur.
Einmitt það kann að stórum hluta að skýra
hið æpandi áhugaleysi f lokksins á að koma
saman framboðslista sem hægt sé með stolti
að kynna fyrir borgarbúum. Þótt baráttan við
Dag B. Eggertsson og félaga virðist fyrir fram
töpuð þá væri mannsbragur á því fyrir Sjálf-
stæðisflokkinn að bretta upp ermar og hella
sér galvaskur í slaginn. Sú augljósa leið hefur
af einhverjum ástæðum ekki verið valin og í
stað þess að drífa sig af stað hefur f lokkurinn
kosið að fara í hálfgerðar felur. Það er nánast
eins og hann telji sig ekki eiga neitt sérstakt
erindi við borgarbúa.
Það er stórfurðulegt að horfa upp á þetta
slen hjá stærsta stjórnmálaflokki landsins.
Vissulega kemur að því að Sjálfstæðisflokkur-
inn mun rumska og átta sig á því að borgar-
stjórnarkosningar eru á næsta leiti, en hugsan-
lega mun sú uppgötvun koma of seint. Það er
ekki líklegt að kjósendur taki undir sig stökk
og hlaupi fagnandi í faðm flokks sem virðist
hafa litla sem enga trú á sjálfum sér þegar
kemur að borgarmálum.
Fjögur ár enn með Degi B. Eggertssyni blasa
við. Það eru alls ekki vondar fréttir því borgar-
stjórinn hefur staðið sig vel og er auk þess
geðugur og hrokalaus – ólíkt sumum félögum
hans í Samfylkingunni. Geðvonska og kvabb
öfgafullra andstæðinga borgarstjórans breytir
því ekki að hann nýtur virðingar meðal
almennings. Sjálfstæðismenn þurfa að viður-
kenna þá staðreynd að þeir munu þurfa að
hafa mikið fyrir því að telja borgarbúum trú
um að borgarstjórnarmeirihlutinn hafi verið
á kolrangri leið. Sannarlega hefur meirihlut-
inn ekki gert allt rétt en í meginatriðum hefur
hann gengið hinn góða veg. Barátta Sjálf-
stæðisflokksins í borginni mun verða þung og
erfið. Er það kannski þess vegna sem flokkur-
inn veigrar sér við að hefja hana?
Áhugaleysi þessa stóra f lokks á kosninga-
baráttunni er stórmerkilegt. Það er reyndar
aldrei gaman að tapa – og tap blasir vissulega
við. En á meðan málstaðurinn er góður þá er
baráttan alltaf þess virði. Er það virkilega svo
að Sjálfstæðisflokkurinn komi ekki auga á
mikilvægan málstað sem er þess virði að fyrir
hann sé barist? Kannski er það þannig. Sjálf-
stæðismenn hafa þó fram að þessu sótt í völd.
Kannski hefur það líka breyst. n
Uppgjöf
Axel Sæland, umsvifamesti blómabóndi landsins,
hefur stundum haldið því fram að innflutningur á
blómum sé óþarfur; innlendir framleiðendur anni
vel eftirspurn á markaðnum. Það er ekki rétt. Félag
atvinnurekenda hefur ítrekað bent á að í kringum
stóru blómadagana í febrúar, Valentínusardag og
konudag, þarf að f lytja inn stóran hluta blómanna
af því að innlendir framleiðendur anna hvergi
nærri eftirspurn. Á innfluttu blómin leggjast engu
að síður himinháir tollar; á Valentínusarrósirnar
lagðist þannig á síðasta ári um það bil 88% tollur
að meðaltali. Með öðrum orðum tvöfalda tollar
hér um bil innkaupsverðið og hafa áhrif á útsölu-
verðið eftir því.
Í Fréttablaðinu á miðvikudaginn sagði Axel að
það væri reyndar rétt að íslenzkir blómabændur
önnuðu ekki eftirspurn fyrir stóru blómadagana í
febrúar, en þeir gerðu það „alla hina dagana“. Þetta
er alrangt eins og sést vel á tölum Hagstofunnar
um innflutning á rósum. Í febrúar í fyrra þurfti
að f lytja inn 2,7 tonn af rósum, um 32.000 stykki.
Allt árið 2021 voru hins vegar f lutt inn 7,9 tonn,
væntanlega um 93.000 rósir. Það þýðir að fyrir
„alla hina dagana“ þurfti að f lytja inn yfir 60.000
rósir. Staðreyndin er sú að íslenzkir blómabændur
anna alls ekki eftirspurn og innflutningur er
nauðsynlegur til að mæta stækkandi markaði.
Opinberar álögur á vörurnar verða að taka eitt-
hvert mið af því.
Axel segir réttilega í blaðinu að tollar á blómum
séu eingöngu til að vernda innlenda framleið-
endur fyrir samkeppni. En hann segir líka að nú í
febrúar, í kringum Valentínusardaginn, sé heims-
markaðsverðið á blómum svo hátt að innfluttu
blómin séu mun dýrari en þau íslenzku, jafnvel
án tollanna. Til hvers þurfa Axel og aðrir blóma-
bændur þá tollvernd á þessum tíma? Af hverju
taka þeir ekki undir tillögur FA um að stjórnvöld
gefi út tollfrjálsar innflutningsheimildir sem
blómaverzlunin gæti nýtt til að anna eftirspurn,
án þess að innkaupsverð blóma tvöfaldist? n
Rangfærslur um rósir
Ólafur
Stephensen
framkvæmdastjóri
Félags atvinnu-
rekenda
ser@frettabladid.is
Samskipti
Tjáningarmáti þjóðarinnar fer
óðara að komast í samt lag eftir á
að giska tveggja ára torveldi við að
umgangast annað fólk, en alþýða
manna hefur einkum átt í brösum
við nálægðarmörkin innan um
sína líka og hvernig almennri
kurteisi skuli vera háttað án allrar
snertingar og flírulegra vinaláta. Á
þann veg hefur mjúkt og innilegt
faðmlagið átt sérstaklega undir
högg að sækja, en jafnvel líka
lauslegt klapp á bakið, að ekki sé
talað um handabandið sem hefur
ekki verið samboðið aðstæðum
um missera skeið nema handhafar
hafi borið þykka lopavettlinga og
þaðan af þykkari öryggishanska.
Og snerting
Núna undir hækkandi sól er stóra
spurningin í mannlegum sam-
skiptum hvort hin mjög svo var-
færna og stundum vandræðalega
olnbogasnerting víki fyrir gamla
fimmfingralófanum sem klesstur
er á annan eins á lofti, en þar er
auðvitað ekki saman að jafna í
snertingu og samneyti líkamsvessa
og húðflaga. Hvað sem því líður
verður áhugavert að sjá landsmenn
tvístíga hver fyrir framan annan
á næstu mánuðum afléttinga og
takmarkaleysis með þá óræðu
spurningu í augum hvaða kveðja
hæfi stundu og stað; a) fjarlægt
nikk, b) snertilaust bugt, c) oln-
bogafipl, d) laust handaband, e)
hóflegt faðmlag eða f) þétt faðmlag
með kossi á kinn. n
Handgerðir íslenskir sófar
• Margar útfærslur í boði
• Mikið úrval áklæða
• Engin stærðartakmörk
• Sérsmíði eftir þínum óskum
Hvernig er
draumasófinn þinn?
Kíktu í heimsókn!
Opið virka daga kl. 10-18 Laugardaga 11-15
Bíldshöfða 18 - 110 Reykjavík - sími: 557 9510 - patti.is
Sjá nánar
á patti.is
SKOÐUN FRÉTTABLAÐIÐ 18. febrúar 2022 FÖSTUDAGUR