Fréttablaðið - 18.02.2022, Side 50
Matur og matargerð er líf og
yndi Helgu Gabríelu Sig-
urðardóttur. Hún útskrifaðist
sem matreiðslumaður frá
VOX árið 2019 og vann eftir
sveinspróf sem yfirkokkur
á Klömbrum Bistró. Þessa
dagana nýtur hún þess að
vera í fæðingarorlofi.
sjofn@frettabladid.is
Helga Gabríela Sigurðardóttir segist
dásamlega vel gift Frosta Logasyni
og saman eiga þau tvo drengi.
„Þeir eru allir miklir nautna-
seggir og ég elska að elda hollan og
góðan mat fyrir þá. Ég stunda reglu-
lega líkamsrækt og er orðin algjör
prjónakerling eftir að ég eignaðist
strákana mína. Veit fátt betra en að
að setjast í sófann með hljóðbók,
kaffibolla og prjóna.“
Hvenær kviknaði áhuginn á
bakstri og matargerð?
„Ég hef alla tíð haft mikinn áhuga
á matargerð. Ég þvældist mikið í
eldhúsinu hjá ömmu og afa í Drápu-
hlíð og fékk alltaf að hjálpa til. Enda
kom engum á óvart þegar stefnan
var tekin á kokkinn um tvítugt. Ég
hef líka eldað mikið með mömmu
og er þakklát fyrir að hafa alist upp
við frábæra eldamennsku og fengið
að taka þátt. Þetta voru dýrmætar
fjölskyldustundir sem sitja í minn-
ingunni. Mér hefur líka alltaf fund-
ist gaman að baka en það var ekki
fyrr en á VOX sem ég fór að læra
master-eftirréttagerð og bakstur.
Áhuginn jókst svo með aukinni
getu eftir því sem ég varð betri og
flinkari,“ segir Helga Gabríela sem í
dag rekur Smakk sem sérhæfir sig í
veislukökum fyrir öll tækifæri.
Matur er mannsins megin
Hvaða matargerð heillar þig mest?
„Frönsk matargerð á hjarta mitt.
En ég elska að elda mexíkanskt eða
ítalskt fyrir fjölskylduna. Lífið væri
erfitt án tacos og pitsu.“
Hvar slær hjarta heimilisins?
„Eldhúsið er besti staðurinn,
enda er matur mannsins megin.“
Ómissandi eldhúsáhald?
„Góð panna og góður hnífur.“
Hvað áttu ávallt til í ísskápnum?
„Haframjólk, sódavatn, sítrónur,
súr, góðgerla og engiferskot.“
Áttu hlut sem þér þykir vænt um?
„Ætli það sé ekki ítalska La
Pavoni-espressovélin hans afa sem
ég er með í láni á meðan þau búa í
Portúgal. Hann hefur átt hana í 18
ár og hún virkar eins og draumur.“
Uppáhaldsmatarstellið?
„Iittala-matarstellið sem ég fékk
frá Helgu ömmu. Það er svo fínt að
ég nota það nánast bara á jólum.“
Matur sem minnir þig á æskuna?
„Það er klárlega eldrauður tando-
ori-kjúklingur og „thai fish cakes“
með sweet chili sósu, gúrkum og
salthnetum sem ég fékk hjá ömmu
og afa í Drápuhlíð.“
Hvað er skemmtilegast að baka?
„Klárlega eitthvað með súr; súr-
deigsbrauð, beyglur eða pitsu. Líka
góðar súkkulaðibitakökur. Er með
uppskrift að einni slíkri á Insta-
gram, @helgagabriela.“
Lumar þú á skemmtilegu matar-
kombói sem ekki margir þekkja?
„Fiskur í raspi og bananar. Hljóm-
ar furðulega, en hrikalega gott
með nýjum soðnum kartöflum,
mýktum lauk og remúlaði.“
Hvar sérðu þig eftir tíu ár?
„Hamingjusöm þriggja barna
móðir, í góðu formi og með eigin
rekstur í miklum blóma.“
Helga Gabríela gefur uppskrift að
sínum uppáhaldskjúklingarétti.
„Uppskriftin er frá afa mínum
sem er mikill matgæðingur. Ég hef
lært mikið af honum og hann gerir
alveg geggjaðan mat.“
Ómótstæðilegur
kjúklingaréttur afa
Kjúklingur (leggir og læri)
1-2 stk. sítrónur
Handfylli af ferskri basilíku
Góð ólífuolía
Hvítlauksrif fyrir hvern kjúklinga-
bita
Salt og pipar eftir smekk
Lykilatriði í þessum rétti er að nota
góð hráefni og láta kjúklinginn
standa við stofuhita í klukkustund
áður en hann er eldaður. Þá verður
hann lungamjúkur og safaríkur.
Það fyrsta sem ég geri er að nudda
kjúklinginn upp úr góðri ólífuolíu
og krydda vel með ferskum pipar og
smá Maldon-salti. Í lokin sting ég
hvítlauksrifi inn í eða undir hvern
bita.
Grillið kjúklinginn við 200°C í
ofni í um 25 mínútur, eða þar til
hann er gylltur og stökkur. Setjið
þá sítrónusneiðar og basilíku yfir
kjúklinginn. Ég nota basilíku frá
Vaxa, hún geymist vel í ísskáp og
bragðast dásamlega.
Í lokin er gott að hella örlitlu af
olíu yfir til að koma í veg fyrir að
sítrónan og basilíkan þorni upp.
Setjið kjúklinginn aftur í ofninn
og grillið í 5-10 mínútur. Þegar
kjúklingurinn er tilbúinn er tilvalið
að nota ólífuolíuna og gúmmulaðið
úr ofnbakkanum til að „drissla“
kjúklinginn. Sumum finnst gott að
setja soðið yfir taglia telle. Það er
gott að bera réttinn fram með gufu-
soðnum gulrótum og spergilkáli. n
Frönsk matargerð
á hjarta mitt
Helga Gabrí-
ela segir lífið
erfiðara án taco
og pitsu. MYNDIR/
MARGRÉT R. JÓN-
ASAR
Kjúklingaréttur afa Helgu Gabríelu
er í miklu dálæti enda undurgóður.
www.lysingoghonnun.is
4 kynningarblað 18. febrúar 2022 FÖSTUDAGURMATUR OG HEIMILI