Fréttablaðið - 18.02.2022, Side 52

Fréttablaðið - 18.02.2022, Side 52
Sjöfn Þórðardóttir sjofn @frettabladid.is Ingunn Björk Vilhjálms- dóttir og Reynir Sævarsson gerðu upp fallegt og reisu- legt hús á Laugarásveginum sem hafði verið í eigu sömu fjölskyldunnar frá því að það var byggt árið 1956 eða þar til að þau keyptu það í ágúst í hittiðfyrra. Þetta er fyrsta eign þeirra saman en samtals eiga þau sex börn. Reynir á þrjá stráka, þar af einn uppkominn, og Ingunn á þrjár stelpur. Ingunn er ráðgjafi á sviði mannauðsmála hjá Attentus en Reynir er verkfræðingur hjá Eflu. Bæði hafa þau áhuga á að gera upp hús en hafa einnig gaman af garðyrkju og því að skapa. Reynir smíðar þá helst, en Ingunn gerir til dæmis kransa úr gróðrinum úr umhverfinu. Ingunn og Reynir eru afar hamingjusöm í húsinu og líður vel. „Þetta fallega hús hefur verið mjög gefandi og skemmtilegt verkefni. Reynir hefur alltaf átt sér draum um að byggja en ef maður vill búa í grónu hverfi er frekar erfitt að láta það rætast. Að gera svona gagngert upp kemst nokkuð nærri því að byggja. Við fluttum inn á Þorláksmessu í hittiðfyrra og höfum aðeins búið hér í rúmt ár. Við keyptum húsið í ágúst og fengum það afhent í byrjun október þannig að við höfðum aðeins um 80 daga til að klára ansi umfangsmiklar endurbætur en það tókst þar sem við höfðum alveg frábæra iðnaðarmenn með okkur,“ segir Ingunn. „Þetta er okkar fyrsta hús og við höfðum sett markið á að finna hús í Laugardalnum sem hentaði okkar stóru fjölskyldu. Fyrst þegar við sáum þetta hús vorum við rétt að hefja leitina og fannst það of stórt og líka of mikið verkefni. Einhver annar keypti það en síðan varð ekki af þeim kaupum og húsið fór aftur á sölu. Þá skoðuðum við það og féllum alveg fyrir því, því bæði var það sérstaklega fallegt og skemmtilega uppbyggt, og það rúmaði okkur öll vel án þess að vera eitthvað risastórt. Það var augljóslega hannað fyrir fjölskyldu Fagurt heimili fullt af hlýju og ást Ingunni og Reyni þykir mest um vert að heimilið sé umlukið hlýju og þar sé griðastaður fjöl- skyldunnar þar sem allir njóti þess að vera saman. FRÉTTABLAÐIÐ/ VALLI Heimilisstíll Ingunnar og Reynis er stílhreinn, fallegur og skandinavískur. í stofunni sem hún harðbannaði okkur að hrófla við, enda gullfal- legar. Markmiðið var að halda í stílinn og við tókum mikið mið af því hvernig eldhúsið hafði verið upprunalega. Síðan færðum við baðherbergið á efri hæðinni til að hafa það stærra og sameinuðum tvö rými í eitt vinnuherbergi. Það rými heitir á gömlu teikningunni „vinnukonuherbergi“ og var væntanlega ætlað þjónustukonu eins og gjarnan var á þeim tíma, en við grínumst með þetta í dag og köllum skrifstofuna okkar stundum „vinnukonuherbergið“,“ segja þau Ingunn og Reynir sem ákváðu að gera allt fyrir húsið sem þörf var á. „Við endurnýjuðum allar lagnir og allar innréttingar, aðrar en í stofunni, og hurðirnar fengu að halda sér, enda sérlega vel smíð- aðar. Um helmingur glugganna var endurnýjaður og restin af þeim verður endurnýjuð á næstu árum. Rafmagn var allt endurnýjað og fært í nútímalegt horf, án neinna öfga.“ Griðastaður fjölskyldunnar Heimilisstíll Ingunnar og Reynis er einfaldur, stílhreinn og skandinav- ískur, með fallegri áferð. „Við tókum með okkur flest öll húsgögnin okkar sem pössuðu inn og höfum keypt notuð húsgögn í þessum gamla stíl,“ segir Ingunn en þeim Reyni þykir mikilvægt að öllum líði vel á heimilinu. „Okkur finnst mikilvægt að heimilið sé griðastaður, þar sem allir eru saman, og umvafið hlýleika. Á móti þarf líka að vera svæði fyrir hvern og einn, og barnaherbergin niðri gefa krökkunum sitt svigrúm. Okkur finnst líka mikilvægt að hafa hluti sem við tengjum við og minna okkur á eitthvað gott. Við erum með myndir af fólkinu okkar en líka verk eftir ættingja okkar, til dæmis erum við með fallegan stól sem afi Ingunnar smíðaði og listaverk eftir mæður okkar og frændfólk. Svo verða að vera blóm sem þarf að sinna og húsdýr sem klóra og skemma, og ekkert á að vera bannað. Ef unglingurinn vill Eldhúsið er vel heppnað og rúmar vel alla í mat í borðkróknum því bekkurinn tekur lengi við. Blóm eru áberandi á heimilinu, hér í eldhúsinu. með mörg börn og við sáum okkur strax passa mjög vel í húsið. Það er teiknað af Herði Bjarnasyni sem stuttu síðar varð húsameistari ríkisins en með honum var nýút- skrifaður finnskur arkitekt og við trúum því að hann hafi líka komið með skemmtilegan og ókunnugan brag á útfærsluna,“ segir Reynir. Upprunalegur stíll hélt velli Húsið var byggt árið 1956 og hafði alla tíð verið í eigu sömu fjöl- skyldu. „Það var algjörlega í uppruna- legu útliti en hafði fengið gott viðhald að utan svo það var í grunninn heilt og gott hús. Stíllinn ber merki tískunnar frá miðri síðustu öld. Okkur báðum þykir hann mjög skemmtilegur sem gerði þetta sérstaklega áhugavert verkefni,“ segir Reynir. Þau spurðust fyrir um innan- hússarkitekta sem hefðu reynslu af þessum stíl og uppgerð húsa og réðu Huldu Aðalsteinsdóttur til aðstoðar. „Hulda teiknaði eldhúsið og baðherbergin og leiðbeindi okkur með liti, gólfefni, gardínur og varð- veislu á því sem gat staðið áfram, eins og innihurðir og innréttingar 6 kynningarblað 18. febrúar 2022 FÖSTUDAGURMATUR OG HEIMILI

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.