Fréttablaðið - 18.02.2022, Blaðsíða 54

Fréttablaðið - 18.02.2022, Blaðsíða 54
Eames House Bird frá ömmu minni sem er nú látin er það sem stendur upp úr. Ég hef alltaf verið mikið fyrir hvítt og jarðlitaða, ljósa tóna og við. Sjöfn Þórðardóttir sjofn @frettabladid.is María Gomez er mikill fagurkeri og á einstaklega fallegt og fágað heimili. Hún hefur ávallt elskað að elda og hafa fallegt í kringum sig. María á og rekur vefsíðuna paz.is og á instagram @paz.is sýnir hún innblásnar heimilishugmyndir og gefur einfaldar en jafnframt góðar uppskriftir. Á miðlunum sínum fær hún útrás fyrir allt það sem henni þykir gaman að gera. María og Ragnar Már, eiginmað- ur hennar, hafa undanfarið staðið í framkvæmdum og útkoman er hin glæsilegasta. „Þegar við keyptum húsið fórum við í allsherjar framkvæmdir og vorum með visst lúkk í huga. Ég hef alltaf elskað rómantískan stíl eins og loftlista, þykka gólflista, franskar hurðir og þess háttar, og hef haft þann stíl síðan ég man eftir mér. Planið var að setja upp lista í þessu húsi, og vorum við búin að kaupa allt til verksins fyrir framkvæmdirnar, en við komumst þó ekki lengra en að setja upp loft- og gólflista ásamt franskri hurð. Planið var líka að setja upp lista á veggina en þeir listar enduðu heil- lengi úti í bílskúr. Það var svo ekki fyrr en nú, einu og hálfu ári seinna, að við hentum þeim loksins upp og breytti það algjörlega heildarmynd og stemningu hússins,“ segir María sem er alsæl með að nú sé loksins farið að sjá fyrir endann á fram- kvæmdunum. „Ég er alsæl með útkomuna, er loksins búin að skapa drauma- stofuna og nú erum við að vinna í restinni af húsinu. Margir eru forvitnir að vita hvernig við gerðum þetta en við keyptum listana í Bau- haus og svo má sjá á Instagraminu mínu @paz.is hvernig við fórum að.“ Fylgir ekki tískubólum Þegar María er spurð hvernig hún myndi lýsa heimilisstílnum er því fljótsvarað. „Bjartur, en í senn hlýr, lág- stemmdur og notalegur.“ Hvað finnst þér gera heimili að heimili? „Þegar maður gerir það sem manni þykir sjálfum fallegt, en fylgir ekki tískubólum sem eru í Eames House Bird frá ömmu í uppáhaldi María Gomez er landsmönnum að góðu kunn fyrir dýrindis eldamennsku og ómótstæði- legan heimilis- stíl. MYNDIR/AÐSENDAR Rómantísk húsgögn sem María gerði upp og málaði handa dóttur sinni. Heimili Maríu er fagurt og notalegt.Séð inn í fallegt eldhúsið hjá Maríu. Hlýja og huggulegheit í fyrirrúmi.Stofan er hlý og falleg í ljósum litum. Hér stendur hann tignarlegur og fagur, Eames House Bird frá ömmu. gangi. Heimilið er griðastaður þar sem allir fá að njóta. Fegurð og þægindi í senn.“ Hvar slær hjarta heimilisins? „Klárlega í eldhúsinu. Ég elska þegar fólk situr við eldhúseyjuna og spjallar við mig þegar ég stússast í eldhúsinu.“ Þegar kemur að efnisvali og litum, hvað heillar þig mest? „Ég hef alltaf verið mikið fyrir hvítt og jarðlitaða ljósa tóna, sem og við. Púðar, kósí teppi og mottur eru eitthvað sem ég stenst sjaldan.“ Þegar þú velur borðbúnað og aðra hluti sem prýða heimilið, er eitthvað sem heillar þig meira en annað? „Falleg form og eigulegir tíma- lausir hlutir sem geta fylgt manni án þess að maður fái leið á þeim.“ Áttu uppáhaldshluti sem eiga sér sögu? „Sögulegustu hlutirnir á heimilinu eru klárlega húsgögnin inni hjá Ölbu. Þau keypti ég notuð og aldargömul á Bland. Ég ákvað að lakka þau og gefa nýtt útlit sem heppnaðist svona glimrandi vel. Svo á ég nokkra hluti sem mér hafa verið gefnir í afmælisgjafir og þykir vænt um, en fuglinn Eames House Bird frá ömmu minni sem er nú látin er það sem stendur upp úr.“ María er mjög hrifin af lifandi plöntum og með töluvert af þeim inni á heimilinu. „Mér finnst þær gera svo mikið fyrir heildarrýmið og virka nánast eins og húsgagn. Ég veit fátt skemmtilegra en að kíkja í Garðheima til að skoða og kaupa plöntur.“ Í mars verður innlit til Maríu í þættinum Matur og heimili á Hringbraut þar sem gefin verður innsýn í breytingarnar og heimilis- stíl fjölskyldunnar. n Höfum opnað á Selfossi komdu og skoðaðu úrvalið í glæsilegum sýningarsal okkar GÆÐI ÞJÓNUSTA ÁBYRGÐ www.tengi.is Kópavogur – Smiðjuvegur 76 Akureyri – Baldursnes 6a Selfoss – Austurvegur 69 414 1000 414 1050 414 1040 8 kynningarblað 18. febrúar 2022 FÖSTUDAGURMATUR OG HEIMILI
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.