Fréttablaðið - 18.02.2022, Page 56

Fréttablaðið - 18.02.2022, Page 56
Sjöfn Þórðardóttir sjofn @frettabladid.is Unga parið Kolbrún María Másdóttir og Arnór Björns- son keypti sér fallega og vel skipulagða íbúð í splunku- nýju fjölbýlishúsi í Hlíðinni, nýja hverfinu við Valsheim- ilið, og hafa gert hana að sinni með alúð og ást. Undurfallegir tónar tóku á móti okkur þegar við heimsóttum Kol- brúnu. Á fóninum var platan A Song For You með The Carpenters, sem passar ákaflega vel við hús- freyjuna og umhverfið. Kolbrún hefur mikla útgeislun og einlæga framkomu sem laðar að en hún hefur vakið verðskuldaða athygli í Krakkafréttum RÚV. Kolbrún og Arnór f luttu inn í október 2021. Hún er 21 árs og hann 23 ára leiklistarnemi. „Við höfum búið hérna í fjóra mánuði og erum alsæl,“ segir Kol- brún með sitt geislandi bros. Sófinn er hjarta heimilisins Það heillaði parið hvað íbúðin er vel staðsett og miðsvæðis. „Okkur þótti líka háu glugg- arnir æði, og svo er algjör lúxus að eignast glænýja íbúð en frágangur á henni var til fyrirmyndar,“ segir Kolbrún. Þau sáu f ljótt fyrir sér hvernig skipulagið ætti að vera. „Við áttum nokkur húsgögn áður en við f luttum inn þannig að við gátum séð fyrir okkur og mælt með málbandi hvar þau myndu passa best. Við lögðum smellu- parket sjálf og af því ég elska að púsla fannst mér það sjúklega gaman. Nú þegar ég labba um gólfin er ég stolt af því að hafa náð að leggja parket.“ Beðin um að lýsa stílnum heima svarar Kolbrún: „Hann er örugglega kósí og skandinavískur, en líka blandaður því við Arnór erum með ólíkan smekk. Ég er meira fyrir gamla stílinn og Góða hirðinn en Arnór meira fyrir nýstárlegri stíl.“ Hvar slær hjarta heimilisins? „Ég held að það sé í sófanum. Við lentum í einangrun í janúar og þá fór mikill tími í að horfa á alls konar þáttaseríur sem við höfðum ekki séð áður. Við mælum með Succession. Ég elska líka að lesa og hekla og get dundað mér við það tímunum saman í sófanum.“ Græni liturinn heillaði Hvað heillar þig mest þegar kemur að efnisvali og litum heima fyrir? „Ég held ég elski grænan mest, eins og má sjá á veggjum og plöntum hér í kring. Okkur fannst líka mikilvægt að velja muni sem eru ekki allir eins á litinn, heldur vera með fjölbreytta litapallettu.“ Þegar kom að efnisvali og litum ákváðu þau að vera með skemmti- lega kontrasta og hlýleika. „Við ákváðum að hafa einn „accent“ vegg og mála hann grænan. Við fengum hugmyndina eftir að hafa skrollað í gegnum Hlýlegur og persónulegur heimilisstíll Kolbrún María nýtur sín í nýju íbúðinni. Hún er listræn og skapandi og heklaði vestið sem hún klæðist hér. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR Kaffivélin frá Sjöstrand er sá hlutur í eld- húsinu sem Kolbrúnu Maríu þykir ómissandi, enda mikill kaffiunnandi. Fílastyttan hefur mikið tilfinninga- legt gildi fyrir Kolbrúnu Maríu en amma hennar safnaði fílum og fékk hún fílinn eftir að amma hennar lést. Plötuhornið er í miklu uppáhaldi á heimilinu og eru vínil- plöturnar óspart spilaðar. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR Hillan í stofunni er skemmtileg og gefur tækifæri til að skreyta með ýmsum hætti og breyta uppröðuninni. Hillan og eyjan eru keypt í Rúmfatalagernum. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR Pinterest og reyndum að finna svipaðan grænan lit í málningar- búðum. Þennan, N4448, fundum við á litakorti frá Slippfélaginu og okkur finnst hann fullkominn.“ Kolbrún er hrifin af hlutum sem hafa tilfinningalegt gildi. „Við elskum plötuhornið, þar getur maður setið og valið vínilplötu til að spila. Stóllinn er eldgamall, amma mín keypti hann og mamma átti hann inni í herbergi hjá sér þar til að ég fékk að eiga hann. Svo hef ég safnað Múmínálfabollum í mörg ár og á núna fjórtán talsins. Því keyptum við bollahillu í Söstrene Grene sem passar fullkomlega undir þá.“ Áttu þína uppáhaldshluti sem eiga sér sögu? „Fílastytta sem amma Kolbrún átti, hún safnaði fílastyttum. Hún lést árið 2015 og mér er mjög annt um fílinn, því hann minnir mig á hana.“ Hvað er ómissandi í eldhúsinu? „Við erum mjög miklir kaffi- unnendur þannig að við erum sjúklega ánægð með Sjöstrand- kaffivélina sem við fengum í inn- flutningsgjöf. Svo held ég mikið upp á pitsuskerann sem lítur út eins og lítið hjól.“ n Léttu lifrinni lífið • Lifrin er allt í senn; vinnslustöð, geymsla og dreifingarmiðstöð því allt sem við látum í okkur eða á, fer í vinnsluferli í lifrinni. • Lifrin sinnir yfir 100 mismunandi störfum í líkamanum og tengist hún beint eða óbeint allri líkamsstarfseminni. • Þreyta og þróttleysi geta verið merki um að mikið álag sé á lifrinni. • Active Liver eflir lifrarstarfsemina, stuðlar að eðlilegum efnaskiptum og heilbrigðri meltingu. Fæst í apótekum, heilsubúðum og stórmörkuðum. 10 kynningarblað 18. febrúar 2022 FÖSTUDAGURMATUR OG HEIMILI

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.