Friðarboðinn og vinarkveðjur - 01.07.1941, Blaðsíða 3

Friðarboðinn og vinarkveðjur - 01.07.1941, Blaðsíða 3
Þú ert seiðug skáldasmiðja, að tilbúa sögur, það ég skil. Þú vilt fá þig að spenna miðja arma mína, það ég skil. Þú segir þá nálgist nætur friður, þá nokkuð gerist sem enginn sér. Þá gangi ýmislegt upp og niður, en um það ei vil ég tala hér. Eg stimpla á ritvél kvæða kviður um fagrar dætur við og við. Þá ganga stimplarnir upp og niður, það er víst sem þú átt hér við. Eg sem kvæði um miðjar nætur er dagar eigi passa til, að semja söngljóð um íslands dætur, svo hrifnar verði hér um bil. Eg get aðeins trúlofast einnri, þótt haldi fleir trúlofast mér. Það kemur bara af ímyndun beinnri. Það hver heilvita kvenmaður sér. Eg vil góða vinu hreina, það verður fyrst að sannast vel, hvort þar ei eru ill sárin meina, til sambúðar ég þau ófær tel.

x

Friðarboðinn og vinarkveðjur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Friðarboðinn og vinarkveðjur
https://timarit.is/publication/1666

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.