Friðarboðinn og vinarkveðjur - 01.07.1941, Blaðsíða 6

Friðarboðinn og vinarkveðjur - 01.07.1941, Blaðsíða 6
Ykkur heill og vegsemd fylgi um grund og úfinn sæ. Guðs vors heill og farar mildi fylgi ykkur æ. Guðs vors heill og farar mildi fylgi ykkur æ um sæ. Eg ungur hef fyrr siglt á sæinn á Vestfjörðunum fyr, að nóttu til, við morgunblæinn, í logni og blíðum byr. Sólstöðu nótt í blíða logni á hafinu ég var, við Látraröst sem fuglinn flogni ég krækti í fiskinn þar. við Látraröst sem fuglinn flogni ég krækti í sjávar fiskinn þar. Til hamingju ég óska ykkur íslenzku stríðsmenn, sem hræðist ei svarta myrkur né neina glæpamenn. Ykkur vitar lands vors lýsi . um myrkra úfinn sæ, ykkur viska veginn vísi í höfn með friðar blæ; ykkur viska veginn vísi í höfn með friðar kærleiks blæ. Jóhannes Kr. Jóhannesson. kraftaskáld af guðs náð og sjómannavinur.

x

Friðarboðinn og vinarkveðjur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Friðarboðinn og vinarkveðjur
https://timarit.is/publication/1666

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.