Friðarboðinn og vinarkveðjur - 01.09.1947, Blaðsíða 9
9
Fánamerkissöngur Barðstrendingafélags Reykjavíkur.
Sunginn er fáninn var vígður.
Fögnum voru fagra merki.
Fram til dáða hvetur það.
Göngum saman glöð að verki.
Gleðin ríki’ á þessum stað. —
Sigur vinnur viljinn sterki.
Voru marki stefnum að.
Svanir eru okkur kærir. —
Augun leiftra blíð og snör. —
Þeirra svási söngur færir
sumargleði, líf og fjör.
Anda vorn hann endurnærir.
Upp hann beinir hugans för.
Hugsjón vor er heill og gengi
héraðs vors og föðurlands.
Blómgist þau og lifi lengi
lífi’ í nafni sannleikans.
Eignist víf og vaska drengi
vermda’ af geislum kærleikans.
Arnbjörg Guðjónsdóttir, Gunnarsbraut 28.
Arnbjörg hún er ástkær mær,
mín ást til hennar brennur.
Hún er nú horfin mér hér fjær,
en til er að verðum við tvö að þrennu.
Því náttúran öll og eðli manns
/