Friðarboðinn og vinarkveðjur - 01.09.1947, Blaðsíða 3
3
Reykjavík, 4. nóv. 1946.
Herra sóknarprestur Friðrik A. Friðriksson,
Húsavík.
Nú kl. 2 í dag móttók ég bréf frá yður, þar sem þér
skýrið mér frá, að dóttir yðar sé orðin barnshafandi af
mínum völdum, vegna draumsamfara og vegna ofur-
ástar, sem dóttir yðar beri til mín. Þá skorið þér á mig
að bregðast vel og mannlega við og undirbúa dóttur yð-
ar viðunandi skilyrði þegar hún leitar á mínar náðir,
fyrir eða eftir barnsburð.
Ég mun taka svo vel á móti dóttur yðar ef hún leit-
ar til mín og mér er mögulegt, þótt ég ekki viti til að
ég þekki hana neitt persónulega, en ég vona að dóttir
yðar sé falleg, elskurík og vel menntuð stúlka, sem geti
orðið góð móðir og eiginkona.
Vinsamlegast og virðingarfyllst
kraftaverkahugsuður af þríeinaðs guðs náð.
Jóh. Kr. Jóhannesson Roosevelt.
NB. Svo sendi ég yður síðustu útkomin hefti af Frið-
arboða mínum og dóttur yðar mynd af mér.
Jóh. Kr.
Sent í ábyrgðarpósti.
Til einkadóttur Friðriks A. Friðrikssonar
sóknarprests á Húsavík.
Lag: Stína mín láttu nú liggja vel á þér.
Þú komst milda mærin vel til mín í draumi.
Ég fylltist þá mildiríkum unaðarstraumi.