Friðarboðinn og vinarkveðjur - 01.09.1947, Blaðsíða 8

Friðarboðinn og vinarkveðjur - 01.09.1947, Blaðsíða 8
8 bál hins nýja landnáms, þar og hér. Gröfum, eyðum gömlum erfðasyndum, gjöldum tíund þá, sem skyldugt er. Ut í daginn, sjáið, blessuð byggðin bíður tímans nýja í sjón og raun. Fram til starfa, en er dáðrík dyggðin drottni vígð og gefur sigurlaun. Verði hver þinn vegur sigurglæstur, vaki frami þinn og standi vörð. Lítill, minni verði stærri, stærstur, stælist, vaxi að dáð við Breiðafjörð. Vígið skálann, von og trú í barmi, verkin skulu lofa meistarann. Vígið skálann, táp og afl í armi, allt, sem gerir manninn heilsteyptan. Vígið skálann, ella er allt í veði, allt, sem dýrast er í hverri sveit. Vígið skálann glæsimennsku’ og gleði. Gangið fram og strengið þessi heit. Þá skal sjást, að tryggt er byggt á bjargi, — bjart er yfir þessum héraðsreit. Þá skal sjást, að undan aldafargi aftur brunar þessi fagra sveit. — Þér vér ætlum þessu starfi’ að sinna, þú átt fyrir höndum göfugt stríð. Vertu ávalt brjóstvörn barna þinna, Bjarkalundur, heill þér alla tíð. Jens Hermannsson.

x

Friðarboðinn og vinarkveðjur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Friðarboðinn og vinarkveðjur
https://timarit.is/publication/1666

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.