Friðarboðinn og vinarkveðjur - 01.09.1947, Side 8

Friðarboðinn og vinarkveðjur - 01.09.1947, Side 8
8 bál hins nýja landnáms, þar og hér. Gröfum, eyðum gömlum erfðasyndum, gjöldum tíund þá, sem skyldugt er. Ut í daginn, sjáið, blessuð byggðin bíður tímans nýja í sjón og raun. Fram til starfa, en er dáðrík dyggðin drottni vígð og gefur sigurlaun. Verði hver þinn vegur sigurglæstur, vaki frami þinn og standi vörð. Lítill, minni verði stærri, stærstur, stælist, vaxi að dáð við Breiðafjörð. Vígið skálann, von og trú í barmi, verkin skulu lofa meistarann. Vígið skálann, táp og afl í armi, allt, sem gerir manninn heilsteyptan. Vígið skálann, ella er allt í veði, allt, sem dýrast er í hverri sveit. Vígið skálann glæsimennsku’ og gleði. Gangið fram og strengið þessi heit. Þá skal sjást, að tryggt er byggt á bjargi, — bjart er yfir þessum héraðsreit. Þá skal sjást, að undan aldafargi aftur brunar þessi fagra sveit. — Þér vér ætlum þessu starfi’ að sinna, þú átt fyrir höndum göfugt stríð. Vertu ávalt brjóstvörn barna þinna, Bjarkalundur, heill þér alla tíð. Jens Hermannsson.

x

Friðarboðinn og vinarkveðjur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Friðarboðinn og vinarkveðjur
https://timarit.is/publication/1666

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.