Friðarboðinn og vinarkveðjur - 01.09.1947, Blaðsíða 12

Friðarboðinn og vinarkveðjur - 01.09.1947, Blaðsíða 12
12 Herra trésm. Jóhannes Kr. Jóhannesson, Sólvallag. 20, Rv. Innilegar þakkir fyrir sýnda vináttu í tilefni af fimmtugs afmæli mínu. Ludvig C. Magnússon. Bréfþýðing úr frönsku bréfi. Meistari Jóh. Kr. Jóhs. Roosevelt, Reykjavík, Iceland. dato postale. Ambossucha anno MCLILV. Minn elskulegi ástvinur Jóhannes! Maðurinn minn er sérstaklega viðkvæmur og ein- mana, er einkum stafar af meðfæddum innileika í öllu dagfari hans. Brá honum því mjög, er mér láðist að senda bréf þetta í sama mund og annað, er var stílað til vina hans á þriðjudaginn var, og er þar engu um að kenna öðru en því, að þjónar mínir gleymdu að láta það í póst. Varð ég því alveg úrvinda út af þessu ófyr- irsjáanlega glapræði og því neydd til að senda það með hraðboða, með því að ég óttaðist, að þetta gæfi tilefni til opinberrar rekistefnu. Eg vona samt að minn gamli og góði hugvinur forláti þessa skyssu og tilkynni sendi- herra vorum að hann hafi gert mér þann stórgreiða, að hann í nafni mínu hafi lagt blómsveig á leiði hins ó- þekkta hermanns, og veit ég með vissu, að min. F. B. (frændi Borealis) lætur ekki næsta ár hjá líða að hann leitist við að gera þetta ekki. Hver er sá á meðal dauð- legra, sem ekki kemst við af þeim guðlega innblástri,

x

Friðarboðinn og vinarkveðjur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Friðarboðinn og vinarkveðjur
https://timarit.is/publication/1666

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.