Fréttablaðið - 05.03.2022, Page 82

Fréttablaðið - 05.03.2022, Page 82
Íslenskir bíleigendur hafa löngum verið hrifnir af fjór­ hjóladrifsbílum og þá er ekki sama hvað keypt er. njall@frettabladid.is Sænska bílatímaritið Vi Bilagare hélt á dögunum árlegt vetrarpróf á raf­ bílum þar í landi. Meðal þeirra bíla sem þar voru prófaðir var nýr MG Marvel R sem er auglýstur þar í landi sem fjórhjóladrifsbíll (4WD). Komust blaðamenn Vi Bilagare hins vega að því í prófunum sínum að fjórhjóla­ drifið er aðeins virkt þegar bíllinn fer áfram, en ekki þegar bíllinn er í bakkgír. Einnig dettur fjórhjóladrifið út þegar staða rafhlöðu er lág og ekur bíllinn þá bara á afturdrifinu. Í MG Marvel R er bíllinn búinn þremur rafmóturum, tveimur að aftan og einum að framan. Marvel R er með svokallaðri einstefnu­ kúplingu, sem er mun léttari en tví­ stefnukúpling. Einstefnukúplingin tryggir að framdrifið sé tengt þegar aukakrafts er þörf, en það þýðir að framdrifið er stundum aftengt. Getur bíllinn því átt í vandræðum með að bakka upp brekku afturábak í hálku. MG í Svíþjóð hefur brugðist við þessari uppgötvun Vi Bilagare með því að setja upplýsingar á heimasíðu umboðsins um að fjór­ hjóladrif bílsins virki aðeins þegar ekið er áfram. „Okkur var ekki kunnugt um nákvæmlega þessa virkni fjórhjóla­ drifsins þegar ekið er afturábak fyrr en við sáum umfjöllun Bilagare" sagði Hlynur Hjartarson, vöru­ merkjastjóri MG á Íslandi í samtali við Fréttablaðið. „Við höfum hafið vinnu við að koma viðeigandi upp­ lýsingum um virknina á framfæri við neytendur í öllu kynningarefni okkar um bílinn, bæði á heimasíðu og í verðlistum auk þess sem við munum uppfæra rafrænar eigenda­ handbækur með viðeigandi upplýs­ ingum um þetta atriði,“ sagði Hlynur ennfremur. ■ MG Marvel R aðeins með afturdrif í afturábak Eins og sjá má á myndinni spólar bíllinn í afturábak upp litla brekku í snjó. MYND/VI BILAGARE njall@frettabladid.is Það er stutt síðan fimmta kynslóð Range Rover kom á markað og í framhaldinu kemur Range Rover Sport í lok þessa árs í sýningarsali. Sá bíll mun koma á MLA undir­ vagninum, en hann býður upp á tvinnútfærslur, tengiltvinn­ útfærslur og hreina rafútfærslu. Eins og sjá má af njósnamyndum af bílnum eru útlitsbreytingar í mildari kantinum. Búast má við hönnun í stíl við stóra bróður, eins og innfelld hurðahandföng og nýja ljósahönnun sem teygir sig aftur á frambrettin. Skögun út fyrir hjól er minni en á fyrri kynslóð en spurningin er hvort hjólhafið sé það sama. Rafútgáfa bílsins er þó ekki vænt­ anleg fyrr en 2024 en búast má við að hún bæti við sölu bílsins, sem er einn sá vinsælasti hjá Land Rover, en það seljast tveir Range Rover Sport á móti einum Range Rover. ■ Range Rover Sport fær rafútgáfu Eins og sést vel er prófunarbíllinn án pústkerfis sem bendir til þess að hér sé hreinn rafbíll á ferðinni. njall@frettabladid.is Breski mótorhjólaframleiðandinn Triumph hefur frumsýnt fyrsta ein­ tak rafdrifins mótorhjóls sem kallast TE­1. Hjólið er samstarfsverkefni Tri­ umph, Williams Advanced Engineer­ ing (WAE), Intergral Powertrains og háskólans í Warwick. Um tilbúið hjól er að ræða sem prófað verður á næstu mánuðum á brautum og á þjóð­ vegum. Hjólið er hannað í kringum rafhlöðuna, sem er eins neðarlega og fyrir miðju hjólsins eins og hægt er. Kemur rafhlaðan og rafmótorinn frá WAE ásamt straumbreyti, kæli­ kerfi og hleðslukerfi hjólsins. Að sögn Triumph setur hjólið ný við­ mið í afli, drægi og hleðslutíma raf­ drfinna mótorhjóla. Hámarksaf l rafhlöðunnar er 228 hestöfl en jafnt átak hennar er 121 hestafl, en raf­ hlaðan er 15 kWst. Hámarksafl hjóls­ ins er því 174 hestöfl í götuna en jafnt átak 107 hestöfl. Rafkerfið er 360 volt og leyfir hleðslutíma í 80% á undir 20 mínútum. ■ Triumph frumsýnir rafmótorhjól Nýja Triumph rafhjólið verður nú prófað án hlífa en næsta útgáfa þess fær meiri hlífar. njall@frettabladid.is Tilkynnt var á mánudag hvaða bíll hlyti titilinn Bíll ársins í Evrópu þetta árið. Var það raf bíllinn Kia EV6 sem hlaut titilinn að þessu sinni en tilkynnt var um valið í Palexpo sýningahöllinni í Genf þar sem Bíla­ sýningin í Genf fer venjulega fram, en henni var frestað þriðja árið í röð í ár. EV6 er fyrsti bíll Kia til að hljóta þessi virtu verðlaun og þriðji raf­ bíllinn frá upphafi. Kia EV6 hlaut alls 279 stig en hann keppti við sex aðra bíla um titilinn í úrslitavalinu. Keppnin um þrú efstu sætin var hörð en í öðru sæti varð hinn nýi Renault Megane E­Tech með 265 stig, en þriðji var systurbíll EV6, Hyundai Ioniq 5 með 261 stig. Hinir fjórir voru talsvert neðar í stigum en fjórði var Peugeot 308 með 191 stig, Skoda Enyaq með 185 stig, Ford Mustang Mach­E með 150 stig og loks Cupra Born með 144 stig. Alls taka 59 blaðamenn frá 22 löndum í Evrópu þátt í valinu. Venjulega hafa löndin verið 23 en Rússland var úti­ lokað frá valinu að þessu sinni. ■ Kia EV6 bíll ársins í Evrópu 2022 EV6 er þriðji rafbíllinn til að hljóta þessi verðlaun en áður höfðu Nissan Leaf og Jagúar I-Pace hlotið titilinn. MYND/BERNHARD KRISTINN Hafnarstræti 1–3 > fjallkona.isfjallkonan.rvk fjallkonan FJALLKONAN FAGNAR ÞÉR! SALATTÍMI Í MARS Fjórar tegundir af geggjuðu salati í hádeginu mánudaga–föstudaga Kjúklingasalat Tígrisrækjusalat Confit kalkúnasalat Nautasteikarsalat Hummusturn fylgir með! >1.900 kr. EITT SALAT + HUMMUSTURN BÍLAR FRÉTTABLAÐIÐ 5. mars 2022 LAUGARDAGUR

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.