Fréttablaðið - 05.03.2022, Blaðsíða 82

Fréttablaðið - 05.03.2022, Blaðsíða 82
Íslenskir bíleigendur hafa löngum verið hrifnir af fjór­ hjóladrifsbílum og þá er ekki sama hvað keypt er. njall@frettabladid.is Sænska bílatímaritið Vi Bilagare hélt á dögunum árlegt vetrarpróf á raf­ bílum þar í landi. Meðal þeirra bíla sem þar voru prófaðir var nýr MG Marvel R sem er auglýstur þar í landi sem fjórhjóladrifsbíll (4WD). Komust blaðamenn Vi Bilagare hins vega að því í prófunum sínum að fjórhjóla­ drifið er aðeins virkt þegar bíllinn fer áfram, en ekki þegar bíllinn er í bakkgír. Einnig dettur fjórhjóladrifið út þegar staða rafhlöðu er lág og ekur bíllinn þá bara á afturdrifinu. Í MG Marvel R er bíllinn búinn þremur rafmóturum, tveimur að aftan og einum að framan. Marvel R er með svokallaðri einstefnu­ kúplingu, sem er mun léttari en tví­ stefnukúpling. Einstefnukúplingin tryggir að framdrifið sé tengt þegar aukakrafts er þörf, en það þýðir að framdrifið er stundum aftengt. Getur bíllinn því átt í vandræðum með að bakka upp brekku afturábak í hálku. MG í Svíþjóð hefur brugðist við þessari uppgötvun Vi Bilagare með því að setja upplýsingar á heimasíðu umboðsins um að fjór­ hjóladrif bílsins virki aðeins þegar ekið er áfram. „Okkur var ekki kunnugt um nákvæmlega þessa virkni fjórhjóla­ drifsins þegar ekið er afturábak fyrr en við sáum umfjöllun Bilagare" sagði Hlynur Hjartarson, vöru­ merkjastjóri MG á Íslandi í samtali við Fréttablaðið. „Við höfum hafið vinnu við að koma viðeigandi upp­ lýsingum um virknina á framfæri við neytendur í öllu kynningarefni okkar um bílinn, bæði á heimasíðu og í verðlistum auk þess sem við munum uppfæra rafrænar eigenda­ handbækur með viðeigandi upplýs­ ingum um þetta atriði,“ sagði Hlynur ennfremur. ■ MG Marvel R aðeins með afturdrif í afturábak Eins og sjá má á myndinni spólar bíllinn í afturábak upp litla brekku í snjó. MYND/VI BILAGARE njall@frettabladid.is Það er stutt síðan fimmta kynslóð Range Rover kom á markað og í framhaldinu kemur Range Rover Sport í lok þessa árs í sýningarsali. Sá bíll mun koma á MLA undir­ vagninum, en hann býður upp á tvinnútfærslur, tengiltvinn­ útfærslur og hreina rafútfærslu. Eins og sjá má af njósnamyndum af bílnum eru útlitsbreytingar í mildari kantinum. Búast má við hönnun í stíl við stóra bróður, eins og innfelld hurðahandföng og nýja ljósahönnun sem teygir sig aftur á frambrettin. Skögun út fyrir hjól er minni en á fyrri kynslóð en spurningin er hvort hjólhafið sé það sama. Rafútgáfa bílsins er þó ekki vænt­ anleg fyrr en 2024 en búast má við að hún bæti við sölu bílsins, sem er einn sá vinsælasti hjá Land Rover, en það seljast tveir Range Rover Sport á móti einum Range Rover. ■ Range Rover Sport fær rafútgáfu Eins og sést vel er prófunarbíllinn án pústkerfis sem bendir til þess að hér sé hreinn rafbíll á ferðinni. njall@frettabladid.is Breski mótorhjólaframleiðandinn Triumph hefur frumsýnt fyrsta ein­ tak rafdrifins mótorhjóls sem kallast TE­1. Hjólið er samstarfsverkefni Tri­ umph, Williams Advanced Engineer­ ing (WAE), Intergral Powertrains og háskólans í Warwick. Um tilbúið hjól er að ræða sem prófað verður á næstu mánuðum á brautum og á þjóð­ vegum. Hjólið er hannað í kringum rafhlöðuna, sem er eins neðarlega og fyrir miðju hjólsins eins og hægt er. Kemur rafhlaðan og rafmótorinn frá WAE ásamt straumbreyti, kæli­ kerfi og hleðslukerfi hjólsins. Að sögn Triumph setur hjólið ný við­ mið í afli, drægi og hleðslutíma raf­ drfinna mótorhjóla. Hámarksaf l rafhlöðunnar er 228 hestöfl en jafnt átak hennar er 121 hestafl, en raf­ hlaðan er 15 kWst. Hámarksafl hjóls­ ins er því 174 hestöfl í götuna en jafnt átak 107 hestöfl. Rafkerfið er 360 volt og leyfir hleðslutíma í 80% á undir 20 mínútum. ■ Triumph frumsýnir rafmótorhjól Nýja Triumph rafhjólið verður nú prófað án hlífa en næsta útgáfa þess fær meiri hlífar. njall@frettabladid.is Tilkynnt var á mánudag hvaða bíll hlyti titilinn Bíll ársins í Evrópu þetta árið. Var það raf bíllinn Kia EV6 sem hlaut titilinn að þessu sinni en tilkynnt var um valið í Palexpo sýningahöllinni í Genf þar sem Bíla­ sýningin í Genf fer venjulega fram, en henni var frestað þriðja árið í röð í ár. EV6 er fyrsti bíll Kia til að hljóta þessi virtu verðlaun og þriðji raf­ bíllinn frá upphafi. Kia EV6 hlaut alls 279 stig en hann keppti við sex aðra bíla um titilinn í úrslitavalinu. Keppnin um þrú efstu sætin var hörð en í öðru sæti varð hinn nýi Renault Megane E­Tech með 265 stig, en þriðji var systurbíll EV6, Hyundai Ioniq 5 með 261 stig. Hinir fjórir voru talsvert neðar í stigum en fjórði var Peugeot 308 með 191 stig, Skoda Enyaq með 185 stig, Ford Mustang Mach­E með 150 stig og loks Cupra Born með 144 stig. Alls taka 59 blaðamenn frá 22 löndum í Evrópu þátt í valinu. Venjulega hafa löndin verið 23 en Rússland var úti­ lokað frá valinu að þessu sinni. ■ Kia EV6 bíll ársins í Evrópu 2022 EV6 er þriðji rafbíllinn til að hljóta þessi verðlaun en áður höfðu Nissan Leaf og Jagúar I-Pace hlotið titilinn. MYND/BERNHARD KRISTINN Hafnarstræti 1–3 > fjallkona.isfjallkonan.rvk fjallkonan FJALLKONAN FAGNAR ÞÉR! SALATTÍMI Í MARS Fjórar tegundir af geggjuðu salati í hádeginu mánudaga–föstudaga Kjúklingasalat Tígrisrækjusalat Confit kalkúnasalat Nautasteikarsalat Hummusturn fylgir með! >1.900 kr. EITT SALAT + HUMMUSTURN BÍLAR FRÉTTABLAÐIÐ 5. mars 2022 LAUGARDAGUR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.