Morgunblaðið - 13.01.2022, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 13.01.2022, Blaðsíða 1
F I M M T U D A G U R 1 3. J A N Ú A R 2 0 2 2 .Stofnað 1913 . 10. tölublað . 110. árgangur . Vatnsmelónur 172KR/KG ÁÐUR: 245 KR/KG Melónur gular 202KR/KG ÁÐUR: 289 KR/KG melónur Kantalóp 279KR/KG ÁÐUR: 399 KR/KG Nautapiparsteik Mjöðm 2.589KR/KG ÁÐUR: 3.699 KR/KG 30% AFSLÁTTUR 30% AFSLÁTTUR TILBOÐ GILDA 13.--16. JANÚAR FRÁBÆR TILBOÐ Í NÆSTU NETTÓ ÚTSVARIÐ VERÐI LÆKKAÐ AÐ NÝJU Á NESI BÖRNIN VANTAÐ BJARGRÁÐ LJÓST AÐ MENN VILJA NÁ LENGRA EN FYRIR ÁRI NÝJAR BÆKUR 14 FYRSTI LEIKUR Á MORGUN 58MAGNÚS VILL 1. SÆTI 16 Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Umboðsmaður barna hefur gert at- hugasemdir við framkvæmd sýna- töku hjá börnum á Heilbrigðisstofn- un Suðurnesja. Salvör Nordal, umboðsmaður barna, segir að verið sé að skoða hvort senda þurfi ábend- ingar um þetta efni til annarra heil- brigðisstofnana en vonar að aðrir skoði sín mál í kjölfar frétta fyrir áramót um ábendingar til Heilsu- gæslunnar á höfuðborgarsvæðinu um framkvæmdina á Suðurlands- braut. Umboðsmanni barna hafa borist ábendingar um framkvæmd PCR-sýnatöku á börnum hjá Heil- brigðisstofnun Suðurnesja. Þær snúast aðallega um að umhverfi sýnatökunnar sé ekki barnvænt og taki ekki mið af þörfum barna og að starfsmenn hafi ekki fengið sérstaka þjálfun til að taka sýni af börnum eða eiga í sam- skiptum við börn. Ábendingum um þetta hefur verið komið til stofnun- arinnar. Þessar ábendingar eru keimlíkar ábendingum sem umboðsmaður fékk fyrir áramót um framkvæmd sýna- töku á börnum í starfsstöð Heilsu- gæslu höfuðborgarsvæðisins við Suðurlandsbraut. Auk athugasemda um umhverfið og þjálfun starfsfólks vakti umboðs- maður athygli Heilsugæslunnar á því að börn þyrftu oft að bíða mjög löngum stundum í biðröð eftir sýna- töku, jafnvel mjög ung börn. Salvör segist ekki hafa fengið formlegt svar við ábendingunum. »4, 22 Umhverfið ekki barnvænt - Umboðsmaður barna gerir athugasemdir við sýnatöku barna - Borist ábend- ingar um umhverfi og þjálfun starfsmanna - Löng bið barna áður til umfjöllunar Salvör Nordal Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Suðurlandsbraut Fólk beið eftir sýnatöku í gær eins og áður. _ Hafnarfjarðar- bær hefur selt 70 atvinnulóðir síð- astliðin fjögur ár og fjórfaldaðist salan á milli ár- anna 2020 og 2021. Á síðasta ári seldust alls 47 slíkar lóðir, flest- ar í Hellna- hrauni. Þetta kemur fram í grein Rósu Guðbjartsdóttur, bæjarstjóra Hafn- arfjarðar, í blaðinu í dag. Hún segir áhuga fyrirtækja á lóðum enn vera mikinn og þess vegna hafi verið ákveðið að skipuleggja 50 lóðir til viðbótar. Sé allt tekið saman verði á árunum 2018-2022 yfir 600 þúsund fermetrum ráðstafað til atvinnu- starfsemi í Hafnarfirði. »37 Fjórföldun umsókna um atvinnulóðir Rósa Guðbjartsdóttir Um 56% útfara á höfuðborgarsvæð- inu eru bálfarir. Um 2.300 útfarir eru á landinu á ári. Þar af eru tæp- lega eitt þúsund bálfarir, að sögn Þórsteins Ragnarssonar, forstjóra Kirkjugarða Reykjavíkurprófasts- dæma. Kirkjugarðarnir hafa skilað innanríkisráðuneytinu tillögu um nýja bálstofu. Þar verða tveir brennsluofnar með fullkomnum hreinsibúnaði. Stefnt er að því að hún verði tilbúin innan 5-6 ára. Dæmi eru um að trúfélög hafi helgað sér grafreiti. Þannig eru Ása- trúarfélagið og múslimar með graf- reiti í Gufunesgarði og Bahá’í- samfélagið í Kópavogsgarði. Þá er óvígður reitur í Gufunesgarði fyrir þá sem eru utan trúfélaga eða vilja ekki hvíla í vígðri mold. »6 Morgunblaðið/Styrmir Kári Sólland Sérstakur grafreitur fyrir duftker í Fossvogi. Mynd úr safni. Bálfarir verða æ algengari Ingibjörg Lára Símonardóttir, yfirhjúkr- unarfræðingur Heilbrigðisstofnunar Norður- lands á Akureyri, bólusetti ásamt kollegum sín- um rúmlega 600 börn í höfuðstað Norðurlands í gær. Bólusett er í slökkvistöðinni. „Það er ekki annað hægt að segja en að þetta hafi gengið mjög vel,“ segir hún í samtali við Morgunblaðið. Bólusett verður þar aftur í dag, frá klukkan eitt eftir hádegi til klukkan sex. »4 Morgunblaðið/Margrét Þóra Bólusetningar barna halda áfram fyrir norðan
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.