Morgunblaðið - 13.01.2022, Side 2
2 FRÉTTIR
Innlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 13. JANÚAR 2022
Bi
rt
m
eð
fy
rir
va
ra
um
pr
en
tv
ill
ur
.H
ei
m
sf
er
ði
rá
sk
ilj
a
sé
rr
ét
tt
il
le
ið
ré
tti
ng
a
á
sl
ík
u.
At
h.
að
ve
rð
ge
tu
rb
re
ys
tá
n
fy
rir
va
ra
.
595 1000
Tenerife
y 19 janúar í TVÆR VIKUR!
Verð frá kr.
99.150
gg
y
y
VERÐÁMANNM.V. 2 FULLORÐNA
10-60%
AFSLÁTTUR
ÚTSALAN ER Í
FULLUMGANGI
Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 569 1100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Andrés Magnússon andres@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is
Viðskipti Stefán E. Stefánsson vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Jón Pétur Jónsson netfrett@mbl.is Smartland Marta María Winkel Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf.
Inga Þóra Pálsdóttir
ingathora@mbl.is
Íbúar Bústaðahverfis eru ekki til-
búnir fyrir þéttingu byggðar. Meiri-
hlutinn mun samt sem áður halda
sínu striki hvað varðar þéttingu
byggðar, en þó ekki í Bústaðahverfi.
Þetta segir Pawel Bartoszek, for-
maður skipulags- og samgönguráðs
og borgarfulltrúi Viðreisnar, í sam-
tali við Morgunblaðið.
Reykjavíkurborg sendi frá sér
fréttatilkynningu í gær um að hug-
myndir um þéttingu við Bústaðaveg
hefðu verið lagðar til hliðar. Pawel
segir borgina vilja senda þau skila-
boð að hlustað sé á íbúa.
Í könnun sem Gallup gerði fyrir
Reykjavíkurborg og lögð var fyrir
íbúa í póstnúmerum 103 og 108 kom
fram að meirihluti þeirra væri mót-
fallinn þéttingaráformum borgar-
innar við Bústaðaveg.
„Það sköpuðust blómlegar um-
ræður um þessar hugmyndir í hverf-
inu og við létum sérstaklega gera
Gallup-könnun um afstöðu fólks
vegna þess að við vildum ekki bara fá
afstöðu þeirra sem hafa sig frammi
heldur líka allra annarra. Niðurstaða
könnunnar er að í tilfelli Bústaða-
vegar er meirihluti andvígur þessum
áformum og þegar maður ræðst í
slíkt samráð þá er það gert til að
taka alla vega eitthvert tillit til nið-
urstöðunnar,“ segir Pawel.
Kosningar hafi ekki áhrif
Eyþór Laxdal Arnalds, oddviti
Sjálfstæðisflokksins í borgarstjórn,
telur kosningaskjálfta kominn í
meirihlutann.
„Mér sýnist vera kominn á kosn-
ingaskjálfti þegar verið er að senda
út fréttatilkynningu sama dag og
könnun er birt. Það er mjög óvana-
legt að þessi meirihluti hlusti á vilja
íbúanna, það hefur ekki verið venj-
an,“ sagði Eyþór í samtali við mbl.is.
Er blaðamaður óskaði viðbragða
Pawels við þessum orðum Eyþórs
sagðist hann óhræddur við að taka
umdeildar ákvarðanir þó svo að kjör-
dagur nálgist, en sveitar- og borg-
arstjórnarkosningar fara fram 14.
maí.
„Allt þetta kjörtímabil hef ég tekið
umdeildar ákvarðanir varðandi þétt-
ingu byggðar og umferðarmál og
verð óhræddur við að taka þær alveg
fram að kjördegi. Í þessu tilfelli höf-
um við einfaldlega fylgt því verklagi
sem við höfum gert í hverfisskipu-
lagi, að hlusta á skoðanir íbúa. Ég
neita því hins vegar ekki að mér þótti
einfaldlega rétt að þessi ákvörðun
myndi liggja fyrir sem fyrst þannig
að málið myndi ekki skapa einhverja
óvissu í hverfinu langt fram að vori.“
Horfa til austurs
Pawel segir að samkvæmt könn-
uninni séu borgarbúar tilbúnir að
skoða lausnir til að gera Miklubraut
að minna fljóti og sendir það þau
skilaboð að borgin þurfi að hugleiða
stokklausnir lengra austur.
Bætir hann við að samkvæmt
könnuninni sé vilji fyrir því að bæta
umferðaröryggi við Bústaðaveg og
þurfi því að skoða hvernig hægt sé
að útfæra það án þéttingar byggð-
ar.
„Það eru eiginlega allir til í að
gera eitthvað til að bæta umferðar-
öryggi við Bústaðaveg. Við munum
áfram vinna að því en munum gera
það með öðrum hætti heldur en með
þessum þéttingaráformum sem
þarna voru lögð fram.“
Þétta byggð annars staðar
Eyþór Arnalds segir að niður-
staða könnunarinnar sýni að þétt-
ingarstefnan sem borgin hefur rekið
síðustu ár sé að fara í ákveðið skip-
brot. Pawel vísar því á bug.
„Ég hef staðið með þéttingu og
mun gera það áfram. Á þessu svæði
var niðurstaðan hins vegar nokkuð
afgerandi en það eru margir aðrir
staðir í borginni þar sem fólk er vel
tilbúið í þéttingu og við munum
leggja áherslu á þá staði.“
Íbúar höfnuðu þéttingu byggðar
- Afgerandi niðurstaða í Gallup-könnun - Meirihlutinn vilji senda þau skilaboð að hlustað sé á íbúa
- Eyþór segir ekki venju að hlusta á íbúa- Nánast allir vilji bæta umferðaröryggi við Bústaðaveg
Morgunblaðið/Hari
Braut Pawel segir borgina þurfa að hugleiða að færa stokklausnir austur.
Pawel Bartoszek Eyþór Arnalds
Guðni Einarsson
gudni@mbl.is
Fjölda dauðra svartfugla hefur rek-
ið á fjörur á Austfjörðum und-
anfarið. Starfsmenn Náttúrustofu
Austurlands fóru á vettvang í gær
og könnuðu fjörur frá Berufirði að
botni Reyðarfjarðar. Þar fundust
hræ 273 svartfugla, mest álkur,
langvíur og haftyrðlar.
„Hræin voru flest orðin nokkuð
skorpin og velkt en af þeim fuglum
sem voru nokkuð heilir mátti meta
að flestir, þó ekki allir, fuglanna
voru mjög horaðir,“ sagði á vef
stofnunarinnar. Eins sagði þar að
rannsóknir bendi til þess að sjó-
fuglar eigi erfitt með að afla sér æt-
is þegar veður eru válynd. Þekktir
eru atburðir þar sem þúsundir,
jafnvel tugþúsundir sjófugla hefur
rekið á land.
Einn slíkur fellir varð hér við
land veturinn 2001-2002 og þá var
áætlað að tugir þúsunda svartfugla
hafi horfallið í hafinu vestur, norð-
ur og austur af Íslandi.
Matvælastofnun (MAST) fékk
sýni af fuglunum til rannsóknar.
Stofnunin birti í gær tilkynningu
um sjófugladauðann og minnti á að
mikið sé um fuglaflensu í Evrópu
um þessar mundir, bæði í villtum
fuglum og alifuglum. Ólíklegt er
talið að fuglaflensusmit valdi slík-
um fjöldadauða í villtum fuglum.
Engu að síður ætlar MAST að sjá til
þess að sýni verði rannsökuð á Til-
raunastöð HÍ að Keldum.
Flestar fuglaflensugreiningar í
Evrópu eru af skæðu afbrigði
fuglaflensuveirunnar H5N1. Finn-
ist dauður fugl sem augljóslega hef-
ur ekki drepist af slysförum þarf að
hafa samband við stofnunina.
Fuglaflensuveiran sem algengust
er í nágrannalöndunum hefur ekki
valdið sýkingum í fólki, að sögn
MAST.
Dauða svartfugla rekur
á fjörur fyrir austan
- Hræ 273 svartfugla í fjörum frá Reyðarfirði að Berufirði
Ljósmynd/Skarphéðinn G. Þórisson
Berufjörður F.v. Hálfdán H. Helgason og Páll Leifsson kryfja dauðan fugl.
Lögreglan á ekki að nota Facebook
sem samskiptavefgátt fyrir við-
kvæmar upplýsingar. Ef samfélags-
miðillinn er aftur á móti notaður af
lögreglunni fyrir aðvaranir og til að
hvetja fólk til að huga að hinu og
þessu þá hefur Persónuvernd ekki
gert athugasemd við það.
Þetta sagði Helga Þórisdóttir, for-
stjóri Persónuverndar, í samtali við
mbl.is í gær. Lögreglan á Suðurnesj-
um er hætt að nota Facebook eftir
athugasemd stofnunarinnar varð-
andi móttöku upplýsinga.
Farið yfir fjögur tilvik
Spurð hvort sú ákvörðun hafi
komið henni á óvart segir Helga að
Persónuvernd hafi gert athuga-
semdir við notkun lögreglunnar á
höfuðborgarsvæðinu á Facebook í
fyrra. Farið var yfir fjögur tilvik þar
sem lögreglan óskaði eftir ábending-
um í gegnum einkaskilaboð.
Helga bendir á að ef slíkum upp-
lýsingum sé miðlað á Facebook sé
þeim um leið deilt til stórfyrirtækis í
Bandaríkjunum. Þar að auki sé Fa-
cebook með samstarfsaðila, svokall-
aða þriðju aðila, sem fái líka þessar
upplýsingar. Það gangi ekki að upp-
lýsingum um einstakling með tengsl
við afbrot sé deilt á slíkan hátt.
Ekki fyrir viðkvæm gögn
- Athugasemdir gerðar við notkun lögreglunnar á Facebook
- Lögreglan á Suðurnesjum er hætt á samfélagsmiðlinum