Morgunblaðið - 13.01.2022, Blaðsíða 4
ÁHRIF KÓRÓNUVEIRUNNAR Á ÍSLANDI4
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 13. JANÚAR 2022
SÓL Í SUMAR
BETRA FRÍ FYRIR FJÖLSKYLDUNA
SÍMI 585 4000 WWW.UU.IS
ALMERÍA
FLUG OG GISTING
06. - 16. JÚNÍ
ARENA CENTER HOTEL 4*
VERÐ FRÁ 79.900 KR
Á MANN FULLORÐNA OG 2 BÖRN
PORTÚGAL
FLUG OG GISTING
07. - 14. JÚNÍ
APARTM. VILA PETRA 4*
VERÐ FRÁ 95.900 KR
VERÐ Á MANN M.V. 2 FULLORÐNA OG 2 BÖRN
INNIFALIÐ: FLUG, GISTING, INNRITAÐUR FARANGUR, HANDFARANGUR,
ÞJÓNUSTUFULLTRÚI Á STAÐNUM OG AÐGANGUR AÐ ÞJÓNUSTUSÍMA.
Hátt í 90 prósent mæting var meðal
barna á aldrinum fimm til ellefu ára
sem boðuð voru í bólusetningu í
Laugardalshöll í gær. Mun þetta
vera besta mætingarhlutfallið hing-
að til.
Í samtali við mbl.is sagði Ragn-
heiður Ósk Erlendsdóttir, fram-
kvæmdastjóri hjúkrunar á Heilsu-
gæslunni á höfuðborgarsvæðinu, að
dagurinn hefði gengið afar vel. „Það
var 85 prósent mæting í bólusetn-
ingu í dag sem er bara æðislegt, það
getur verið að einhverjir hafi verið
að koma sem voru boðaðir á morgun
en miðað við fjöldann sem átti að
koma í dag þá eru þetta 85 prósent.“
Krakkar duglegir fyrir norðan
Hún bætti við að einnig hefði
gengið vel dagana tvo þar á undan,
en þá hafi verið um 70 prósent mæt-
ing. „Það er bara búið að ganga
mjög vel, gengið voða ljúft eins og
síðustu daga,“ sagði Ragnheiður.
„Það gekk ljómandi vel, krakk-
arnir voru bara mjög duglegir,“ seg-
ir Ingibjörg Lára Símonardóttir,
yfirhjúkrunarfræðingur Heilbrigð-
isstofnunar Norðurlands á Akur-
eyri, um bólusetningar barna fyrir
norðan.
„Á svæðinu hérna eru þetta um
tvö þúsund börn,“ bætir hún við en
rúmlega 600 þeirra voru bólusett í
gær. Haldið verður áfram í dag en
að því loknu verða auglýstir tímar
eftir helgi.
Hámarksfjölda barna náð
Í sýnatökum síðustu daga hafa
börn undir átta ára aldri verið um
500 til 600 talsins og sagði Ragn-
heiður að það væri hámarksfjöldi
sem hægt væri að ráða við á einum
degi.
Hún kvaðst hafa áhyggjur af því
að börnum ætti eftir að fjölga í
sýnatöku á næstu dögum vegna
fjölda smita í skólum. „Við ráðum
alla vega ekki við meiri fjölda en
þetta. Þetta var algjört hámark, við
erum komin alveg upp í topp,“ sagði
hún og bætti við að það taki um
fimm sinnum lengri tíma að taka
sýni úr börnum undir átta ára aldri.
Þátttakan
aldrei meiri
- Áhyggjur af því að börnum muni
fjölga í sýnatöku - Mikið álag í gær
Morgunblaðið/Margrét Þóra
Akureyri Börn voru bólusett fyrir norðan í gær, rétt eins og fyrir sunnan.
Grunur kom upp um kórónuveiru-
smit eins skipverja um borð í Keili,
olíuflutningaskipi Olíudreifingar, í
fyrradag. Skipið liggur við bryggju á
Þórshöfn og í gær var unnið að því að
skipta um áhöfn og sótthreinsa skip-
ið.
Hörður Gunnarsson, fram-
kvæmdastjóri Olíudreifingar, segir
að ákveðið hafi verið að skipta um
alla áhöfnina, þegar þessi grunur
kom upp, til að tryggja að skipið geti
haldið áfram. Áhöfnin yfirgaf skipið
og fór til Egilsstaða í sýnatöku. Skip-
ið var síðan sótthreinsað áður en ný
áhöfn fór um borð og tók til við að
ljúka dælingu úr skipinu á Þórshöfn.
„Þetta tefur okkur aðeins en ekki
meira en eins og ein bræla, sem nóg
er af þessa dagana,“ segir Hörður og
telur að áhöfnin og skipið nái að
sinna sínum verkefnum, þrátt fyrir
töfina. Miklar annir eru í flutningum
olíu um þessar mundir, sérstaklega
vegna loðnuvertíðarinnar, og þess
vegna eru fullar tvær áhafnir á Keili
og hægt að skipta um ef slík mál
koma upp. helgi@mbl.is
Morgunblaðið/Líney Sigurðardóttir
Þórshöfn Keilir lá bundinn við bryggju á meðan unnið var að sótthreinsun.
Skipt um alla áhöfn
olíuskipsins Keilis
- Grunur um smit hjá einum skipverja
Eitt barn á fyrsta ári liggur á
Landspítalanum vegna Covid-19.
Um 60 börn eru í nánu eftirliti
Barnaspítala Hringsins vegna veir-
unnar. Þetta kom fram í máli Þór-
ólfs Guðnasonar sóttvarnalæknis á
upplýsingafundi almannavarna í
gær.
Þann 1. janúar lágu 23 inni á
Landspítala með kórónuveirusmit,
en nú eru þeir 46. Fjöldi á gjör-
gæsludeild hefur staðið nokkuð í
stað. Þrír hafa látist á Landspítala
á síðustu fimm dögum vegna Co-
vid-19.
Tvö börn farið á gjörgæslu
Alls hafa 10 börn yngri en 16 ára
þurft að leggjast inn vegna Co-
vid-19 hér á landi af um 9.300 börn-
um sem hafa greinst með veiruna,
eða um 0,1%. Tvö börn hafa þurft
að leggjast inn á gjörgæslu.
Ekki eru komnar fram óyggjandi
niðurstöður um virkni bóluefna hjá
börnum gegn Ómíkron-afbrigðinu.
Þórólfur sagði virkni bóluefna gegn
Delta-afbrigðinu aftur á móti jafn-
góða og jafnvel betri hjá börnum en
hjá fullorðnum eftir örvunar-
skammt. Hann sagði útbreiðslu
smita vaxandi á meðal barna og því
mikilvægt að ná góðri þátttöku í
bólusetningu þeirra.
Ómíkron í 90% tilfella
Ómíkron-afbrigðið greinist núna í
um 90% tilfella á meðan Delta-af-
brigðið greinist daglega hjá um og
yfir 100 manns. Hlutfall þeirra sem
þurfa að leggast inn á spítala vegna
alvarlegra veikinda er um 0,5% af
öllum greindum smitum. Hlutfallið
er heldur lægra þegar um er að
ræða Ómíkron eða 0,2-0,3%.
Spálíkön frá Háskóla Íslands og
Landspítalanum sýna að daglegur
fjöldi smita mun halda áfram að
vera um og yfir eitt þúsund fram
eftir mánuðinum. Fjöldi smitaðra á
Landspítalanum á sama tíma verð-
ur samkvæmt líkönunum um 70
seinni hluta mánaðarins og um 20
manns verða á gjörgæslu, sagði
Þórólfur.
Ónæmi aukist hægt og bítandi
Hann muni líklega koma með til-
lögur að hertari sóttvarnaaðgerðum
en nú eru í gildi vegna mikillar út-
breiðslu kórónuveirufaraldursins.
Hann verði fljótur að senda minn-
isblað ef þess þurfi og býst jafnvel
við nýjum aðgerðum fyrir helgi.
Útlitið sé ekki bjart einmitt núna
en að til lengri tíma litið væri það
bjart. Átti hann þar við næstu vikur
eða mánuði.
Útbreidd bólusetning muni þar
hjálpa til við að auka ónæmi hægt
og bítandi í samfélaginu. Þá verði
hægt að slaka á takmörkunum.
Alls 0,5% smitaðra
lögð inn á sjúkrahús
- 0,1% barna lagst inn - Sóttvarnalæknir vill herða aðgerðir
Fjöldi smita og innlagna á LSH
með Covid-19 frá 1. júlí 2021
júní júlí ágúst sept. okt. nóv. des. jan.
1.553
154
1.135
ný innanlands-
smit greindust
sl. sólarhring
Fjöldi staðfestra smita innanlands
Fjöldi innlagðra sjúklinga á LSHmeð Covid-19-smit
43
1.500
1.250
1.000
750
500
250
0
206
1.135
10.033 erumeðvirktsmit
og í einangrun
10.063 einstaklingar
eru í sóttkví
45 einstaklingar eru á sjúkrahúsi,
þar af sjö á gjörgæslu,
fjórir í öndunarvél
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Þríeykið Víðir Reynisson, Þórólfur Guðnason og Alma Möller á fundi.