Morgunblaðið - 13.01.2022, Síða 10
10 FRÉTTIR
Innlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 13. JANÚAR 2022
Innleiðing nýrrar tegundar
tollskýrslu á Íslandi
tekur gildi 1. febrúar 2022
Vakin er athygli innflytjenda sem senda tollskýrslur til tollafgreiðslu
hjá Skattinum úr viðskiptakerfum sínummeð EDI samskiptum að lokað
verður fyrir móttöku eldri tegundar skýrslu (E1) þann 1. febrúar 2022.
Frá þeim tíma verður eingöngu tekið við skýrslum á SAD formi (E2).
Innflytjendur þurfa að uppfæra kerfi sín í samráði við framleiðanda eða
seljanda hugbúnaðar sem fyrirtækið notar.
Innflytjendur sem kjósa að uppfæra ekki geta nýtt sér þjónustu tollmiðlara
við tollafgreiðslu vörusendinga.
Skatturinn býður jafnframt upp á Vef-tollafgreiðslukerfi án endurgjalds.
Fjölmörg minni innflutningsfyrirtæki nota þetta kerfi, en það hefur engar
tengingar við bókhalds- eða lagerkerfi innflytjenda.
Nánari upplýsingar áwww.skatturinn.is/sad-e2
442 1000
Upplýsingaver opið:
Mán.-fim. 9:00-15:30
Fös. 9:00-14:00
Sigurður Bogi Sævarsson
sbs@mbl.is
Vegagerðin áformar að hefja út-
boðsferli vegna byggingar nýrrar
Ölfusárbrúar nærri komandi
mánaðamótum. Sem kunnugt er
stendur til að framkvæmdin verði
með svokallaðri samvinnuleið, skv.
lögum þar að lútandi sem Alþingi
samþykkti á síðasta kjörtímabili.
Slíkt þýðir þá að brúarsmíðin og
vegagerð henni samhliða eru í sam-
starfi ríkis, verktaka og fjármála-
fyrirtækja sem lána fé í verkefnið.
Innheimt verða veggjöld af þeim
sem nota brúna og munu þau borga
framkvæmdina að hluta. Sam-
kvæmt samgönguáætlun er kostn-
aður við verkið 6,1 ma. kr. á verð-
lagi í október 2019, en verið er að
uppfæra kostnaðaráætlanir.
Vegur í Hellismýri
„Útboð á samvinnuverkefni og
fjármögnun er tímafrekt og tekur
nokkra mánuði. Við gerum eigi að
síður ráð fyrir að fara í útboð á
næstu vikum. Fyrsti áfanginn þar
er kynningarfundur með fjárfestum
og verktökum núna í febrúar,“ segir
Guðmundur Valur Guðmundsson,
framkvæmdastjóri þróunarsviðs
Vegagerðarinnar.
Ný Ölfusárbrú verður um 330
metra löng; stagbrú með stöpli á
Efri-Laugardælaeyju sem er á ánni
rétt fyrir ofan Selfoss. Vestan Ölf-
usár verður um svonefnda Hellis-
mýri lagður að brúnni vegur, sem
kemur í beinu framhaldi af nýjum
Suðurlandsvegi sunnan Ingólfsfjalls
sem nú er verið að leggja. Síðasta
haust voru raunar fluttir um 70 þús-
und rúmmetrar af efni að vegstæð-
inu í mýrinni, það er fyllingarefni úr
vegagerð á nærliggjandi slóðum.
Austan ár verður vegurinn í
heimatúni á kirkjustaðnum Laugar-
dælum og lagður yfir hluta golfvall-
arins þar. Golfvallarsvæðið fær
Vegagerðin afhent í september
næstkomandi samkvæmt samningi
við Golfklúbb Selfoss. Á þeim stað
verður lagður vegur að brúnni sem
tengist aftur inn á hringveginn rétt
austan við Selfoss.
Hnýta lausa enda
„Núna erum við að hnýta síðustu
lausu endana með Sveitarfélaginu
Árborg, meðal annars varðandi
lagnir sem um brúna eiga að fara,
göngu- og hjólastíga. Þetta er allt
að smella saman og miðað er við að
brú og vegur verði tilbúin árið
2025,“ segir Guðmundur Valur.
Ljósmynd/Vegagerðin
Vegstæði Tilfallandi efni, möl og grús, hefur verið notað til að leggja veg úr vestri að þeim stað þar sem brúin verð-
ur reist. Miðstöpull hennar verður á Efri-Laugardælaeyju, sem er úti á miðri Ölfusá, eins og sést á þessari mynd.
Útboð í undirbúningi
- Ný Ölfusárbrú í augsýn - Fjárfestafundur í febrúar
Morgunblaðið/Sigurður Bogi
Selfoss Núverandi Ölfusárbrú og fremst stöplar brúar sem reist var 1891.
Verkefnið Hljóðstafir, sem Hljóð-
bókasafn Íslands stendur fyrir, fékk
í gær sex milljóna króna framlag
þegar úthlutað var styrkjum úr
bókasafnasjóði. Með verkefni þessu
stendur til að samþætta upplestur
og texta í bók með aðgengilegu hug-
búnaðarkerfi, sem mun nýtast fólki
sem glímir við lestrarhömlun. Úr
bókasafnasjóði komu að þessu sinni
alls 20 milljónir króna sem Lilja Al-
freðsdóttir menningarmálaráðherra
úthlutaði til ellefu verkefna.
Táknmál og
traustur samastaður
Markmið bókasafnasjóðs er að
efla starfsemi safna og fer Rannís
með umsýsluna. Sjóðurinn styrkir
rannsóknir og þróunarstarf bóka-
safna svo faglegt starf þeirra megi
eflast. Sjóðnum bárust 18 umsóknir
að þessu sinni og sótt var um ríflega
33 milljónir króna.
Hljóðbókasafn Íslands veitir þeim
þjónustu sem eru blindir eða með
sjónskerðingu. Hjá safninu geta við-
komandi þá fengið hljóðbækur og er
úrvalið mikið.
Inntak annarra verkefna sem at-
fylgi hlutu úr bókasafnasjóði var
annars fjölbreytt. Borgarbókasafn
Reykavíkur fékk styrk við verkefni
sem miðar að því að fá skapandi fólk
til að sinna verkefnum sínum í safn-
inu í Gerðubergi í Breiðholti. Sömu-
leiðis fékk Borgarbókasafnið stuðn-
ing við verkefni á sviði táknmáls-
bókmennta og þess að skapa á
safninu traustan samastað þeirra
sem vilja fyrirsjáanleika á tímum
upplýsingaóreiðu. Önnur styrkt
verkefni eru stofnun barnabóka-
safns, athugun á hugtakinu upplýs-
ingalæsi og ný hönnunarhugsun á
Amtsbókasafninu á Akureyri.
Söfnin séu sjálfsagður
viðkomustaður
Í ávarpi sem Lilja Alfreðsdóttir
menningarmálaráðherra flutti við
afhendingu styrkjanna í gær sagði
hún mikilvægt að efla bókasöfnin í
landinu. Í sinni tíð í mennta-
málaráðuneyti hefði stuðningur við
bókaútgáfu og læsisverkefni í þágu
barna verið efldur með góðum ár-
angri. Góð lestrarkunnátta væri lyk-
ill að virkri þátttöku í lífinu og að-
gerðir stjórnvalda til eflingar læsi
miðuðu að félagslegri jöfnun. „Við
höldum áfram að styðja við bókaút-
gáfu og þar með íslenska tungu.
Bókasöfn eiga líka að vera sjálfsagð-
ur viðkomustaður, til dæmis barna-
fjölskyldna,“ segir Lilja. sbs@mbl.is
Hljóðstafir og
skapandi fólk
- Styrkir veittir úr bókasafnasjóði
Morgunblaðið/ Sigurður Bogi
Bækur Lilja Alfreðsdóttir menningarmálaráðherra afhendir styrkvið-
urkenningu til Marínar G. Hrafnsdóttur frá Hljóðbókasafni Íslands.
Prófkjör verður viðhaft við upp-
stillingu á framboðslista Sjálfstæð-
isflokksins í Kópavogi við komandi
bæjarstjórnarkosningar. Próf-
kjörið verður 12. mars næstkom-
andi.
Kjörnefnd hefur auglýst eftir
framboðum. Þeim ber að koma á
framfæri rafænt fyrir 4. febrúar.
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Prófkjör í Kópavogi
Ákveðið var á félagsfundi Við-
reisnar í Reykjavík í vikunni að
vera með prófkjör til að velja á lista
fyrir kosningarnar í vor.
Er þetta í fyrsta sinn sem Við-
reisn ákveður að fara í prófkjör
frekar en uppstillingu, sem hefur
verið meginreglan hjá flokknum til
þessa, segir í tilkynningu.
Á fundinum var einnig kjörin
uppstillingarnefnd og kjörstjórn.
Viðreisn í Reykjavík hefur tvo
borgarfulltrúa í dag, þau Þórdísi
Lóu Þórhallsdóttur og Pawel Bar-
toszek. Varaborgarfulltrúar eru
Diljá Ámundadóttir Zoëga og Geir
Finnsson.
Viðreisn með próf-
kjör í fyrsta sinn