Morgunblaðið - 13.01.2022, Qupperneq 12

Morgunblaðið - 13.01.2022, Qupperneq 12
12 DAGLEGT LÍF MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 13. JANÚAR 2022 Mosfellsbær www.mos.is Mosfellsbær í samstarfi við Miðstöð hönnunar og arkitektúrs efnir til opinnar hugmynda- samkeppni um nýjan miðbæjargarð, upplifunar- og áningarstað í miðbæ Mosfellsbæjar. Tilgangurinn er að skapa spennandi svæði í miðbænum sem íbúar og gestir eiga greiðan aðgang að. Hugmyndafræði hans miðast út frá framtíðarsýn bæjarins sem fjölskylduvænt, heilsueflandi og framsækið bæjarfélag sem setur umhverfið í öndvegi og hefur þarfir og velferð íbúa að leiðarljósi. Skilafrestur til og með 21. mars 2022 Samkeppnin er opin öllum, fagfólki, hönnuðum og arkitektum í samstarfi við aðra fræði- og faghópa og er sérstaklega hvatt til þverfag- legrar nálgunar. Nánari upplýsingar um samkeppnina má finna á heimasíðu Miðstöðvar hönnunar og arkitektúrs: www.honnunarmidstod.is Hugmynda- samkeppni um nýjan Miðbæjargarð í Mosfellsbæ Á milli jóla og nýárs fór fram rafræn kosning um hver ætti að hljóta titil- inn Hafnfirðingur ársins 2021, og nið- urstaðan er sú að flestir kusu leik- arann Tryggva Rafnsson. Í einlægu hlaðvarpsviðtali á vefsíðunni hafnfir- dingur.is segir Tryggvi frá þunglyndi sem hefur hrjáð hann meira og minna frá unglingsaldri. Í tilkynningu kem- ur fram að Tryggvi hafi orðið fyrir óvæntum missi fyrir tæpum 10 árum sem hafði mikil áhrif á tilveru hans. ,,Hamingjan óx svo smám saman með dyggum stuðningi unnustu hans Þóru og þegar hann varð fjöl- skyldumaður. Grímur hans voru þó áfram margar og bak við þær þjáning sem á verstu stundum bitnaði á hans nánustu, en engir aðrir tóku eftir. Á tímum Covid og í kjölfar óvæntrar erfiðrar reynslu, sem átti sér stað nokkrum dögum eftir að ljósgeislinn og dóttir hans fæddist, hrundi loks heimur Tryggva. Hann hringdi al- gjörlega bugaður í föður sinn, Rafn Svan Oddsson, sem þurfti af hörku og festu að standa með syni sínum. Fað- ir Tryggva reyndist hárrétti mað- urinn sem Tryggvi hringdi í þegar hann var kominn á sinn versta stað og gat ekki meira,“ segir á hafnfir- dingur.is Þar kemur líka fram að allt það fólk sem tilnefnt var séu fyr- irmyndar Hafnfirðingar. Ljósmynd/Olga Björt Þórðardóttir Stoltur Tryggvi Rafnsson leikari var að vonum ánægður með titilinn. Hafnfirðingur ársins er Tryggvi Bak við grímur Tryggva Rafnssonar leikara var falin þjáning sem fáir tóku eftir. Tryggvi var kosinn Hafn- firðingur ársins 2021 og segir frá lífi sínu í hlaðvarpi. Kristín Heiða Kristinsdóttir khk@mbl.is H in árlega Prjónagleði verður haldin á Blöndu- ósi í sumar þann 10. - 12. júní og að venju er nú blásið til hönnunar- og prjóna- samkeppni af því tilefni. Í tilkynn- ingu kemur fram að í þetta skiptið gangi samkeppnin út á að hanna og prjóna lambhúshettu á fullorðinn. Þema keppninnar er huldufólk sam- tímans og ber að hafa það í huga við hönnunina, sem á að vera hand- prjónuð úr íslenskri ull. Óskað er eftir því að sagan á bak við hugmynd og hönnun fylgi með þegar verkinu er skilað inn í keppnina. Í reglum keppninnar kemur fram að hönnun húfunnar skuli vera ný og að óheim- ilt sé að nota áður útgefin prjóna- mynstur eða uppskriftir. Nú er lag að sleppa hugmyndafluginu lausu og virkja sinn sköpunarkraft. Síðasti skiladagur er 1. maí 2022. Dómnefnd velur þrjú efstu sætin og verða úrslit kynnt á Prjónagleðinni í sumar, þar sem verðlaun verða afhent. Styrkt- araðilar keppninnar gefa glæsileg verðlaun, en það eru Ístex, Tundra, VatnsnesYarn og Rúnalist. Lamb- húshetturnar sem taka þátt í keppn- inni verða til sýnis meðan á hátíðinni stendur í sumar. Markmið Prjóna- gleðinnar er að sameina prjónafólk og skapa því vettvang til þess að hittast og miðla prjónasögum, nýj- um hugmyndum og aðferðum, göml- um hefðum og síðast en ekki síst prjónagleðinni í öllum sínum fjöl- breytileika. Í fyrrasumar var mikið um dýrðir á Prjónagleðinni á Blönduósi og þar var meðal annars boðið upp á prjónagöngu og prjóna- messu, sem er ný nálgun á því að fara til kirkju. Gestir gátu þá hlýtt á messu séra Úrsúlu Árnadóttur með prjóna í höndum og vakti það mikla lukku. Nánari upplýsingar um hönn- unar- og prjónasamkeppnina á vef- síðunni www.textilmidstod.is. Keppt um lambhúshettu Opnað hefur verið fyrir hönnunar- og prjóna- samkeppni Prjónagleð- innar 2022 sem haldin verður á Blönduósi í sumar. Samkeppnin í þetta sinn gengur út að að hanna og prjóna lambhúshettu á fullorð- inn. Þema keppninnar er huldufólk samtímans. Gleði Hún leynir sér ekki gleðin sem fylgir hátíðinni Prjónagleðinni. Séra með prjóna Úrsúla Árnadótt- ir prestur prjónaði sultuslök. Prjónamessa Þessar konur prjónuðu á meðan þær hlustuðu á messuna.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.