Morgunblaðið - 13.01.2022, Side 14
14 DAGLEGT LÍF
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 13. JANÚAR 2022
Kristín Heiða Kristinsdóttir
khk@mbl.is
C
ovid hefur haft gríðarlega
mikil áhrif á andlega líðan
og heilsu barna og ung-
menna. Við meðferðaraðil-
ar finnum mikið fyrir því og málin
sem við vinnum með hafa þyngst.
Mörgum fullorðnum líður almennt
illa í Covid og börnin endurspegla oft
heimilislífið. Róðurinn er því ansi
þungur hjá mörgum núna, en í Covid
eru reyndar líka tækifæri fyrir fólk
til að læra ný bjargráð,“ segja
þær Soffía Elín Sigurðardóttir
og Paola Cardenas, sem báðar
hafa starfað sem barnasálfræð-
ingar árum saman. Þær eru
reynsluboltar þegar kemur að
meðferðarvinnu með börnum og
ungmennum og fjölskyldum þeirra.
Þær segjast ekki aðeins finna fyrir
aukningu í þungu málaflokkunum
sem þær vinna með í gegnum barna-
verndarstarfsemi, heldur leitar fólk
sem hefur verið heldur vandalaust
einnig meira til þeirra.
,,Eitt af því sem við sjáum í okk-
ar starfi er að það hefur vantað
bjargráð hjá börnum og unglingum í
nútímasamfélagi til að takast á við
erfiða líðan og tilfinningar. Þegar við
vorum börn fengum við tækifæri til
að læra ýmislegt sem börn í dag hafa
mörg ekki tækifæri til, sem kemur
kannski til af því að börnin okkar lifa
flest í mjög vernduðu umhverfi. Þeir
foreldrar sem ólust til dæmis upp við
sjávarsíðuna og lærðu hversu langt
mátti fara út á ísilagðan sjó, þeir
myndu aldrei leyfa börnum sínum í
dag að gera slíkt hið sama. Þetta eru
allt aðrir tímar. Kynslóð barna og
ungmenna í dag hefur því miður af
sumum verið kölluð niðrandi nöfnum
sem fela í sér merkingu vesaldóms.
Við viljum benda á að það erum við
hin fullorðnu sem sköpum aðstæð-
urnar sem börnin okkar alast upp
við. Þau eru til dæmis hluti af veröld
tækniframfara, en þau bjuggu
tæknina ekki til. Heimurinn sem þau
alast upp í og færnin sem þau til-
einka sér, er það sem við sköpuðum
og gáfum þeim,“ segja þær og bæta
við að þær viti af fenginni reynslu að
einka sér þetta, þá eru þau móttæki-
leg og fljót að skilja hvað hugtökin
merkja. Við teljum nauðsynlegt að
kenna ungum börnum orð í tengslum
við tilfinningar, en með bókunum er-
um við líka að búa til tækifæri fyrir
foreldra til að tala um þetta við börn-
in, þegar þeir lesa bækurnar með
þeim og spjalla saman,“ segja þær og
taka fram að bækurnar nýtist líka
eldri börnum og ungmennum.
,,Við þurfum að kenna börnum
að sumar hugsanir eru bull og vit-
leysa og við eigum ekkert endilega
að trúa þeim. Við megum alveg efast,
þegar við efumst um okkur sjálf. Við
erum líka að kenna börnum með
þessum bókum að hegðun okkar hef-
ur áhrif á hvernig okkur líður, til
dæmis ef við höngum inni og gerum
ekkert, bíðum bara eftir að allt lagist
af sjálfu sér, þá bætum við ekki líðan
okkar. Við þurfum að standa upp og
gera eitthvað í málunum.“
Til að takast á við mótlæti
Bækurnar verða fleiri og sú
næst sem kemur út heitir Súper
vinalegur, og mun fjalla um kvíða og
félagsfærni.
,,Fjórða bókin mun heita Súper
kröftug og fjalla um hreyfingu og
hvernig hægt er að nota hana til að
takast á við mótlæti og fleira. Súper
sátt verður bók sem fjallar um að við
lítum ekki öll eins út, þótt við eigum
öll líkama. Hún fjallar líka um að við
eigum ólíkt samsettar fjölskyldur,
ólík hús og ólíkt líf. Síðasta bókin
heitir Súper ég, og snýst um hver við
erum. Þótt bækurnar beri þessi súp-
er nöfn, þá erum við ekki að tala um
að við eigum að vera fullkomin eða
alltaf hundrað prósent. Dagsformið
okkar er misjafnt og það er allt í lagi
og eðlilegt. Við þurfum ekki alltaf að
vera eins. Okkar merking í að vera
besta útgáfa af okkur sjálfum, er að
mæta þörfum okkar hverju sinni.
Þetta snýst ekki um að við eigum
alltaf að vera frábær, það er ekki
sanngjörn krafa. Við erum öll frá-
bær, bara með ólíkum hætti. Allir
þessir styrkleikar sem bækurnar
fjalla um, eru styrkleikar sem búa
innra með okkur öllum og við getum
tileinkað okkur þessa styrkleika,
kannski mis mikið, en það er allt í
lagi.“
Styrkleikar búa innra með öllum
,,Það hefur vantað bjarg-
ráð hjá börnum og ung-
lingum í nútímasam-
félagi til að takast á við
erfiða líðan og tilfinn-
ingar,“ segja sálfræðing-
arnir Soffía og Paola sem
senda nú frá sér bækur til
að efla seiglu barna.
Morgunblaðið/Eggert
Barnasálfræðingar Paola og Soffía eru samhentar, hafa þekkst frá því þær voru unglingar.
Bækur Fyrstu
tvær bækurnar
sem þær Soffía og
Paola hafa sent
frá sér.
www.sjalfstyrkur.is
félagslegur stuðningur skiptir öllu
máli í lífi barna.
,,Við munum öll lenda í ein-
hverju misjöfnu á lífsleiðinni, hjá því
er ekki komist, en félagslegi stuðn-
ingurinn getur hjálpað börnum mik-
ið sem mæta mótlæti og erfiðleikum
í lífinu. Hvort sem það eru amma eða
afi, vinir eða einhverjir aðrir utan
heimilis þar sem barnið hefur skjól
og stuðning, þá er það afar mikil-
vægt. Einnig skiptir máli að hafa
getu og þekkingu til að takast á við
erfiðleika.“
Hegðun hefur áhrif á líðan
Soffía og Paola hafa þekkst frá
því þær voru unglingar og þær
stofnuðu saman fyrirtæki fyrir einu
og hálfu ári, sem heitir Sjálfstyrkur.
Þar halda þær námskeið, fyrirlestra
og veita fræðslu. Nú hafa þær gefið
út fyrstu tvær barnabækurnar í ser-
íu um súper-styrkina, þær heita
Súper viðstödd og Súper vitrænn. Í
fyrri bókinni segir frá Klöru,
fjörugri og uppátækjasamri stúlku
sem á stundum erfitt með að ein-
beita sér og truflast auðveldlega. Í
hinni segir frá Tristan, tilfinninga-
ríkum strák sem fær stundum
óþægilegar hugsanir og verður þá
dapur.
,,Innblástur okkar að því að
semja þessar bækur fyrir yngri
börn, er fyrrnefndur skortur á
bjargráðum, en bækurnar eru ætl-
aðar börnum alveg niður í fjögurra
ára. Þessa bækur eru fyrst og fremst
hugsaðar sem forvörn, til að styrkja
börn, efla sjálfsþekkingu þeirra og
seiglu svo þau verði úthaldsbetri í
því að takast á við eigin líðan. Þessar
fyrstu tvær bækur okkar snúast um
að kenna börnum að þau geta stýrt
hugsunum sínum og breytt þeim og
þar af leiðandi líðan sinni. Við erum
að kenna þeim að tileinka sér og æfa
sig í núvitund, því ef það er byrjað
nógu snemma að kenna þeim að til-
Vefverslun: www.donna.is
Erum nú á Facebook: donna ehf
Sími 555 3100 www.donna.is
Honeywell keramik hitarar
Verð kr.13.940
Verð kr. 3.970
Verð kr.7.412
Fæst svartur eða hvítur
Fæst rauður eða hvítur
Nú geta hjólaglaðir í borginni glaðst því Borgarbókasafnið
og Hjólafærni á Íslandi leiða saman (hjól)hesta sína og
bjóða upp á hjólatúra með bókmenntaívafi einn laugar-
dagsmorgun í mánuði frá janúar og fram til apríl. Boðið
verður upp á skemmtilega blöndu af útivist, hreyfingu og
andlegri næringu. Fyrsti túrinn er nk. laugardag 15. janúar
kl. 10-12, en þá verður bókmenntaunnendum boðið í hjóla-
túr um Hlíðar og Háaleiti í höfuðborginni. Stoppað verður
á vel völdum stöðum og lesin upp ljóð og prósi eftir ýmsa
höfunda sem tengjast hverfinu. Fólk getur þannig kynnst
skáldunum, farið aftur í tímann, elst við ketti í Kringlunni
og ræningja í Öskjuhlíðinni. Í tilkynningu kemur fram að
hjólatúrinn hefjist við Borgarbókasafnið Kringlunni, fram-
an við inngang safnsins í bílakjallaranum. Þátttakendur
skulu mæta vel útbúnir, í hlýjum fatnaði og á hjólum sem
henta veðri og færð hverju sinni. Ferðin tekur um eina og
hálfa klukkustund og komið við á kaffihúsi í lokin. Hjóla-
stjórar eru Árni Davíðsson hjá Hjólafærni á Íslandi og
Guttormur Þorsteinsson, sagnfræðingur og deildar-
bókavörður á Borgarbókasafninu Kringlunni. Hjóla-
túrarnir eru ókeypis og öll velkomin að taka þátt. Skrán-
ing fer fram á vefsíðunni borgarbokasafn.is.
Næstu hjólatúrar verða eftirfarandi: Stefnumót við
ljóðskáld í efri byggðum: Hjólatúr um Breiðholtið laugard.
12.02. Stefnumót á kvennaslóðum: Hjólatúr um miðborg-
ina og Vesturbæinn laugard. 12.03. Stefnumót á striga-
skóm: Hjólatúr fyrir alla fjölskylduna laugard. 09.04.
Hjólatúrar með bókmenntaívafi
Blanda af útivist, hreyfingu og andlegri næringu
Hjólastjóri Guttormur Þorsteinsson leiðir fyrsta túrinn.