Morgunblaðið - 13.01.2022, Qupperneq 18
Höskuldur Daði Magnússon
hdm@mbl.is
„Við erum með vöru sem við teljum
að geti bjargað heiminum. Það er
enginn annar með þessa tegund af
salti og því förum við í útrás eins og
víkingarnir forðum. Útrás er ein-
hvern veginn miklu sterkara orð en
útflutningur,“ segir Egill Þórir Ein-
arsson, efnaverkfræðingur og annar
eigenda Arctic Sea Minerals sem
framleiðir Lífsalt.
Lífsalt er heilsusalt sem inniheld-
ur 60 prósentum minna af natríum-
jónum en annað borðsalt. Ofneysla á
natríum getur aukið líkur á hjarta-
og æðasjúkdómum. Sérstaða Lífsalts
liggur í efnasamsetningu þess, en
hlutfall þeirra steinefna sem eru í
hverju saltkorni er það sama og í
blóði manna. Það hefur verið í þróun
í rúman áratug en var sett á markað
hér á landi árið 2019. Nú stefna eig-
endurnir á að boða fagnaðarerindið
víðar og á dögunum fengu þeir styrk
upp á eina milljón króna frá Upp-
byggingarsjóði Suðurnesja til að
hefja útrásina.
„Við erum komnir með einkaleyfi í
öllum heimsálfum en ætlum að byrja
í Þýskalandi. Þetta ástand í heim-
inum setur vissulega strik í reikning-
inn í öllum slíkum vangaveltum enda
þarf að kynna vöruna og það kallar á
samskipti. Við stefnum þó ótrauðir á
að það gerist á þessu ári,“ segir Egill.
Lífsalt hefur fengið dreifingaraðila
í Þýskalandi. „Eigandi dreifingar-
fyrirtækisins hefur verið í sambandi
við okkur síðustu sex árin. Hann hef-
ur sjálfur rannsakað salt og skrifað
um það bók og hann var svo hrifinn
af okkar salti að hann kom sérstaka
ferð hingað til lands til að kynna sér
það. Þessi maður hefur mikla trú á að
varan gangi vel í Þýskalandi enda
eru Þjóðverjar mjög framarlega þeg-
ar kemur að heilsuvitund. Þetta er
auk þess mjög stór markaður, um
það bil 200 sinnum stærri en sá ís-
lenski, og því góður staður til að
byrja á. Þjóðverjar eru stór hluti
ferðamanna hér, hafa lengi lesið Lax-
ness og fleira slíkt, og mörg íslensk
matvælafyrirtæki hafa náð árangri
þar.“
Þessa dagana er verið að flytja
starfsemi fyrirtækisins og bíður Eg-
ill eftir að nýtt húsnæði í Grindavík
verði tilbúið. Hann kveðst vonast til
þess að framleiðslan verði komin á
fullt þar með vorinu. „Við þurfum
nokkurt fjármagn til að koma þessu
af stað á nýja staðnum og höfum
kynnt starfsemina fyrir fyrirtækjum
í Grindavík. Það hefur gengið ágæt-
lega enda eru mörg öflug fyrirtæki í
Grindavík.“
Stefna á útrás með
íslenska heilsusaltið
- Lífsalt selt í Þýskalandi - Leita fjármagns í Grindavík
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Í víking Egill Einarsson hefur tröllatrú á Lífsalti, íslensku heilsusalti sem
inniheldur 60 prósentum minna af natríumjónum en annað borðsalt.
18 FRÉTTIR
Innlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 13. JANÚAR 2022
*7&N 6%F4 LH7B& I11E
Höf. Jill Mansell
$3FO :BK/3N1 ,0CJ0I4F4BRNG
$FA12N/ G70 7/64// GN2/NM4
+A2O (BIDI7 $3BF4BRNG
$3FO <KDI ,0II7GF4BRNG
;IME1G2.GG4//
+A2O "HIF &7KK3IEHT
$3FO 9NII7 +G72IF4BRNG
>= JN6NH
+A2O *GIN !BG7GNIFFHI
$3FO +MSKJ7G +MSKJ7GFFHI
>>#??? D.1F< *H.G2NGN6N
8EM0E/JNH 9714C
+A2O <GK7 +K-IF4BRNG
$3FO P@I7G ;G3-G ,DFK7FHI
:N/GNH4//
+A2O 'FL7G ,0CJ0I4FFHI
$3FO =7ID3K *1@FE +7G7K4FFHI
$D. F@/4GF 53NHFNG1KM
+A2O 87K13NG :L712MAGC
$3FO <KDF763E :L712MAGC# 87K13NG :L712MAGC
*I614 G3A214/6EH4//
Höf. Alex Michaelide
$3FO ?MAGI :E32SIFFHI
D4
2N
1
-NGG4//
+A2O >7JNKK7 $Q5L63G1# +3IGNL ;3.30F
$3FO *K2G@I +3K17 %GIBK2F4BRNG
$!FHK/EH .6 GN(HN/
+A2O &7MF7 )I13J7GFFHI
$3FO !BG0II <GI7 >K70F3I
"+)) >? D4/G%1EGFE 513KML%2EH ' ,G1N/J4#
Á gamlársdag fannst æðaskjanni á
höfuðborgarsvæðinu í fjórða sinn
svo staðfest sé og virðist hafa bor-
ist til landsins með dönskum nor-
mannsþin. Ferðamáti fiðrildisins,
sem fannst á heimili í Reykjavík,
var því sá sami og í þrjú fyrri skipt-
in. Fyrsti æðaskjanninn fannst 4.
janúar 1987 í Reykjavík, næsti 14.
janúar 2009 á Seltjarnarnesi og sá
þriðji 3. janúar 2013 í Reykjavík og
eru allar dagsetningarnar skömmu
eftir jól.
Um þennan jólagest fjallar Er-
ling Ólafsson skordýrafræðingur á
facebook-síðunni Heimur smádýr-
anna. Þar segir að líkast til hafi
púpur borist með trjánum sem fiðr-
ildin skriðu úr umvafin yl jólanna.
„Hvít fiðrildi á flögri í nágranna-
löndunum vekja gjarnan athygli
okkar mörlandanna. Æðaskjanni er
ein tegundanna og þekkist hann
greiðlega á áberandi dökkum
skuggum með æðum á gulleitu
neðra borði afturvængjanna,“
skrifar Erling.
Á pödduvef Náttúrufræðistofn-
unar segir að útbreiðsla æða-
skjanna sé gjörvöll Evrópa frá Ís-
hafi suður til Miðjarðarhafs, Asía
austur til Japans og Norður-
Ameríka. Þó æðaskjanni sé mjög
algeng tegund í nágrannalöndunum
þá berst hann mun síður en aðrar
tegundir kálfiðrilda til Íslands,
enda tengist hann ekki matjurtum
eins og þær hinar. aij@mbl.is
Ljósmynd/Erling Ólafsson.
Jólaskraut Hvít fiðrildi eins og æðaskjanni eru sjaldgæf og vekja athygli
Æðaskjanni var
einn jólagestanna
- Púpurnar ferðuðust með normannsþin
Tekið var til óspilltra mála í versl-
unum Krónunnar í gær við að fylla
kæliborð og hillur af veislukosti
þorrans, sem senn gengur í garð.
Formlega gerist slíkt á bóndadegi,
sem er á föstudag í næstu viku, 21.
janúar. „Um þriðjungur af allri sölu
á þorramat hjá okkur fer í gegn um
bóndadagshelgina. Margir byrja þó
fyrr,“ segir Ólafur Júlíusson, vöru-
flokkastjóri hjá Krónunni.
Saltkjötið, síldin
og súra sviðasultan
Súrmeti eins og blóðmör, hrúts-
pungar, sviðasulta og lundabaggar
er í dýru gildi haft á þorranum.
Annað sem er ósúrsað kemur þó
sterkt inn líka, svo sem saltkjöt, síld
og harðfiskur. „Fjölbreytnin í því
öllu sem kallað er þorramatur verð-
ur æ meiri. Með því að meira sé í
boði tekst vonandi betur en ella að
halda í þessa skemmtilegu íslensku
matarhefð,“ segir Ólafur.
Litlir hópar heima
og halda í hefðirnar
Tilbúnir þorrabakkar sem fást í
Krónunni eru framleiddir og fengn-
ir frá Múlakaffi. Önnur vara, svo
sem súrmeti í fötum eða stökum
pakkningum, kemur frá stóru kjöt-
iðnaðarfyrirtækjunum. Hjá Krón-
unni er raunar búist við verulegri
sölu á þorramat á næstunni, því
vegna smitvarna verði stóru þorra-
blótin, eins og til dæmis íþrótta-
félögin hafa haldið, blásin af. Marg-
ir muni því í staðinn væntanlega
vera með litlar þorraveislur heima
og í litlum hópum, meðal annars til
að halda í hefðirnar.
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Veisla Úrvalið er mikið. Metnaður bæði kjötmeistara og verslunarfólks er þróun nýjunga í þjóðlegum mat.
Þorramatur í búðirnar og
verður sífellt fjölbreyttari
- Súrmeti í fötum - Þriðjungur sölu um bóndadagshelgi
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Matur Björn Bergmann og Nikola
Vojcova, kjötstjórar i Krónunni.