Morgunblaðið - 13.01.2022, Síða 28
28 FRÉTTIR
Innlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 13. JANÚAR 2022
næst. „Drykkjan hefur þó minnkað
frá því sem áður var, allar tölur á
þessum vettvangi sýna okkur það,“
segir Inga Rós og kveðst ákaflega
ánægð með þær viðtökur sem þessir
fulltrúar nágrannaþjóðarinnar
fengu þar í landinu.
Særindi og óuppgerð saga
„Fólk tekur manni mjög vel og
Grænlendingar upplifa okkur sem
mikla frændþjóð, ég finn það mjög
vel að viðhorfið gagnvart okkur er
allt annað en til dæmis gagnvart
Dönum, sem hingað koma til að
sinna ýmsum sérfræðistörfum eða
öðru. Það er mikil óvissa í garð Dana
almennt og mörg særindi og óupp-
gerð saga,“ heldur Inga Rós áfram
og segir þetta andrúmsloft skapa
viss vandræði í samskiptum Græn-
lendinga við þessa þaulsætnu herra-
þjóð sína á meðan Íslendingum sé
tekið með kostum og kynjum.
Annað forvitniefni er auðvitað
grænlenskur matur. Selir, hvalir,
hreindýr og ýmsir sjófuglar er með-
al þess sem fyrst kemur upp í hug-
ann auk þess sem blaðamann rámar
í að hafa heyrt um þjóðarréttinn
suaasat, sem mun vera einhvers
konar kjötsúpa. Inga Rós er á því að
grænlenskur matur sé eins og hún
lýsti sjálfu þjóðfélaginu hér að fram-
an – alls konar.
„Ég get nú annars sagt þér eina
sögu af því,“ segir viðmælandinn.
„Þegar ég fer í aðalstórmarkaðinn í
Nuuk þar sem mér finnst auðvelt að
fá allt sem við erum vön að kaupa í
matinn,“ segir Inga Rós og dregur
örlítið seiminn í orðinu vön til
áhersluauka, „þá er nánast allt til,
nema hér fær maður ekki ferska
mjólk þar sem nánast enginn mjólk-
urbúskapur er á Grænlandi. Svo
þegar ég kem að kælinum í sjopp-
unni fremst í búðinni þar sem gos og
súkkulaði er að finna reynist þar líka
náhvalsspik,“ segir Inga Rós og
blaðamaður fær væga gæsahúð.
Kveðst hún þó ekki hafa reynt slíka
fæðu, en hins vegar smakkað spik af
annarri hvalategund, ótilgreindri.
„Húsnæði í Nuuk er mjög dýrt,
mun dýrara en Íslendingar nokkurn
tímann gera sér grein fyrir, íbúða-
skortur í borginni er viðvarandi
vandamál vegna þess hve dýrt er að
sprengja og byggja,“ segir Inga Rós
þegar talið berst að húsnæðismálum
í þessari framandi höfuðborg. Hún
segir þar af leiðandi mikið byggt á
hæðina og því mikið um íbúðablokk-
ir þar. „Við reyndar búum í litlu rað-
húsi rétt fyrir ofan höfnina og höf-
um það gott þar, ágætishúsnæði,
kannski ekkert sem nútíma
Garðbæingar myndu láta bjóða sér
svo sem, var þetta nokkuð mjög for-
dómafullt?“ spyr Inga Rós og hlær
dillandi hlátri, en blaðamaður bítur
á jaxlinn og kyngir Garðabæj-
arstolti sínu eins settlega og verða
má.
Rafræn skattframtöl nýlunda
Líklega tengir hinn dæmigerði
Íslendingur Grænland við frost,
snjó, hundasleða og mun meiri vetr-
arhörkur en á fósturjörðinni. Er það
svo? „Já, þannig er það almennt, en
hér verður hnatthlýnunarinnar auð-
vitað vart líka og í rauninni meira en
á nokkrum öðrum stað á jörðinni,“
segir Inga Rós og nefnir sem dæmi
að hitastigið í Nuuk sé 12 gráður í
plús, en þetta spjall átti sér stað í
desember. Almennt kveður hún vet-
urna í Nuuk þó snjóþyngri og kald-
ari en á Íslandi, enda njóti borgin og
nágrenni hennar ekki góðs af Golf-
straumnum. „Veðrið er þó almennt
stöðugra hér, minna um storma, en
meira um snjó og froststillur yfir
lengri tíma,“ útskýrir Inga Rós.
Blaðamann rámar í sögur Íslend-
inga af grænlenskri stjórnsýslu,
sem ku vera allólík hjá nágranna-
þjóðinni. „Það er reyndar allt að
breytast, hér eru kennitölur komnar
í notkun, en það er reyndar ekki
nema eitt ár eða tvö, held ég, síðan
hér voru tekin upp rafræn skatt-
framtöl,“ segir Inga Rós frá. Leið
hennar inn í grænlenska kerfið var
þó engan veginn þyrnum stráð þar
sem hún var með danska kennitölu
fyrir. „Þannig að ég datt bara bein-
ustu leið inn í allt hér og er bara
með mína dönsku kennitölu, þetta
er mjög auðvelt fyrir okkur, sem er-
um íslenskir ríkisborgarar og með
danskar kennitölur, þarna er auðvit-
að bara frjálst flæði á milli,“ segir
hún.
Hún segir fjölda Íslendinga búa
og starfa í Nuuk þótt ekki séu þeir
allir búsettir þar allt árið, íslensk
fyrirtæki, svo sem Ístak og fleiri
verktakar, hafa sinnt fjölda verk-
efna í landinu og segir Inga Rós
stóran skóla í byggingu í höfuðborg-
inni um þessar mundir þar sem Ís-
tak sé einmitt að verki.
Blaðamann fýsir að vita hvers
lags upplifun Inga Rós telji það vera
að alast upp í Nuuk. Vissulega er
stórt spurt en þó ekki svarafátt. „Ég
held að það sé frábært að vera barn
í Nuuk. Ef maður talar um það góða
við að fara 40 ár aftur í tímann er til
dæmis mjög mikið hér um útileiki
barna, netið kom seint hingað og er
dýrt svo það er mun minna um það
hér að börn hangi inni í tölvum,“
svarar gesturinn íslenski, enda al-
mælt að glöggt sé gests augað.
Inga Rós og Hjörtur eru með tvo
unglinga á heimilinu og segir hún
þeirra líf ekkert frábrugðið lífi ung-
linga annars staðar. „Þeim fannst
það nú bara merkilega auðvelt,“
svarar hún þegar blaðamaður for-
vitnast um hvernig þessi vistaskipti
hafi horft við ungviðinu. „Dóttir mín
er komin með grænlenskan kærasta
svo hlutirnir eru fljótir að gerast,“
segir móðirin kankvís.
Frí í skólanum til veiða
Þau íslenska fjölskyldan tjá sig þá
bara á dönsku eða hvað? „Já, við
gerum það, en hér er eiginlega ekki
eitt einasta tungumál sem allir tala,
hér eru Grænlendingar sem tala
ekki grænlensku og svo eru Græn-
lendingar sem tala ekki dönsku,
þannig að í skólunum til dæmis er
kennt á báðum tungumálunum,
grænlensku og dönsku,“ segir Inga
Rós og bætir því við að það fyr-
irkomulag sé líklega ekki það allra
heppilegasta.
„Annað sem kom okkur dálítið á
óvart ef við erum að tala um muninn
á lífi barna og unglinga hér og á Ís-
landi er að hér er nokkuð um að
krakkar fái frí í skólanum til að fara
á veiðar. Sonur minn, sem er 13 ára,
fór í skólaferðalag eftir fyrstu vik-
una í skólanum og þar stóð til að
fara á hreindýraveiðar, sem reyndar
breyttist, en það er sem sagt ekkert
óeðlilegt við það hér að fara með
hópa af skólakrökkum að skjóta
hreindýr,“ segir Inga Rós frá og
blaðamaður veltir fyrir sér hvað yf-
irvöld menntamála á Íslandi segðu
við svo blóðugum námsferðum.
Flutti bara í stórborgir
Á heildina litið, er þá Grænland
eins og Ísland fyrir 40 árum, eða átti
það bara við um tilveru barna? „Ja,
ég vitna nú bara mest í manninn
minn um þetta, hann flutti úr bæn-
um og vestur á firði fyrir 40 árum og
honum finnst þetta á margan hátt
mjög sambærilegt og Vestfirðir fyr-
ir 40 árum, ég er svo mikið borg-
arbarn að ég flutti bara til útlanda í
stórborgir svo ég get ekki alveg
borið þetta saman,“ svarar Inga Rós
og vottar fyrir aðkenningu að hlátri.
Þau hjónin eru nú í eins árs pró-
grammi, svo höfð sé vond íslenska,
og eru búsett í Nuuk meðan á því
stendur, en eftir það tekur við
tveggja ára samningstímabil þar
sem Hjörtur mun flakka á milli
Danmerkur og Grænlands, en þá
segist Inga Rós munu hverfa á nýj-
an leik til Kaupmannahafnar þar
sem hún hefur löngum unað hag sín-
um vel, enda hefur heilinn á Íslend-
ingum alltaf verið í Kaupinhafn, eins
og Nóbelsskáldið komst einhvers
staðar að orði.
„Það veit ég ekkert um, Græn-
land er fimmta landið mitt og ég hef
enga þörf fyrir að vita hvar ég bý
eftir fimm ár,“ svarar Inga Rós til-
raun til að draga upp úr henni hvort
hún sjái þá fyrir sér að ílengjast hjá
þeim dönsku og með þeirri yfirlýs-
ingu er spurningavaðallinn á enda
og þau ferðamálafrömuðirnir Inga
Rós Antoníusdóttir og Hjörtur
Smárason beðin vel að lifa að sinni
meðal grannþjóðarinnar græn-
lensku.
Eins og Vestfirðir fyrir 40 árum
- Íslensk ferðamálahjón kynnast menningu og lystisemdum Grænlands - Náhvalsspik í kælinum í
sjoppunni - Dóttirin komin með grænlenskan kærasta - Börn skjóta hreindýr í skólaferðalögum
Í Kapisillit Hjörtur, Inga Rós, dýrið Freyja, Jökull Logi og Katla Katrín.
Úr stofuglugganum Þarna siglir
einhver inn, ofurlítil dugga.
Kangerlussuaq Póllinn næstur
allra áfangastaða, þriggja tíma flug.
VIÐTAL
Atli Steinn Guðmundsson
atlisteinn@mbl.is
„Ég er nú úr Reykjavík en ég bý á
Grænlandi og það er fimmta landið
sem ég bý í,“ segir Inga Rós Anton-
íusdóttir, verkefnastjóri stafrænnar
þróunar hjá Ferðamálastofu, sem
búsett er í grænlensku höfuðborg-
inni Nuuk ásamt eiginmanni sínum,
Hirti Smárasyni, sem tók við stöðu
ferðamálastjóra Grænlands í apríl í
fyrra.
Tenging þeirra hjóna við Dana-
veldi er þó sterk, eins og reyndar við
Grænland ef út í það er farið, þar
sem Hjörtur sinnti fjölda verkefna
áður en hann tók við núverandi
starfi, en í Danmörku hefur Inga Rós
starfað undanfarin ár fyrir Ferða-
málastofu í því sem kallað er starf án
staðsetningar, nokkuð sem virðist
eiga vel við nýjan vinnulífsstíl
margra á þriðja ári í heimsfaraldri
þótt veiran hafi reyndar engan veg-
inn verið kveikjan að störfum Ingu
Rósar í Danmörku.
Öfgar í báðar áttir
„Þannig að ég sinni mínu starfi
jöfnum höndum frá Danmörku og
Grænlandi,“ segir Inga Rós og er
þegar spurð út í þjóðfélagsmynd
þessarar nágrannaþjóðar, sem er svo
skammt undan þótt Íslendingar hafi
kannski ekki verið að flykkjast til
Grænlands í fríum sínum fram til
þessa.
„Stutta útgáfan mín er að þjóðfé-
lagið er alls konar,“ svarar Inga Rós
blátt áfram, „hér eru gífurlega mikl-
ar öfgar í báðar áttir og stéttaskipt-
ing þjóðfélagsins mjög áberandi. Hér
er margt mjög auðugt fólk, líklega
fleira en maður bjóst við, en um leið
ríkir hér einnig mikil fátækt og fjöldi
fólks býr nánast bara við sjálfsþurft-
arbúskap,“ heldur hún áfram.
Grænlensk millistétt er að sögn
Ingu Rósar tiltölulega lítil og sam-
félagsleg vandamál tengd áfeng-
isneyslu algengari á Grænlandi en í
þeim löndum, sem standa Íslandi
Mini Favourite
Fyrir börnin
Bolli 2.190,- stk
Skál 2.190,- stk
Skeiðasett 4 stk 2.990,-
Skeifunni 8 | Kringlunni | Glerártorgi | Sími 588 0640 | casa.is