Morgunblaðið - 13.01.2022, Page 31
Finnur. „Þar sem úthafsöldu gætir
ekki víðast í firðinum er lítil hreyf-
ing á yfirborði sjávar og því er
hægt að nota vélar til sláttar.“
Þegar þangið og þarinn eru kom-
in í land er hráefnið flutt í þurrk-
unarverksmiðju þar sem sérsmíðað
varmaskiptakerfi nýtir yfir 100°C
heitt vatn úr jörðu til að þurrka
þörungana með heitu lofti. Því næst
er hráefnið malað og flokkað eftir
grófleika, og loks pakkað í umbúðir.
„Þörungamjölið er ríkt að mörgum
næringarefnum, snefilefnum, málm-
um og joði og er nýtt sem áburður
á gróður, til fóðurgerðar og í mat-
væli. Þá er rótgróinn markaður í
snyrtivörum; í húð- og hárvörum.
Ýmsar sögur eru um góð áhrif
mjölsins á aukið heilnæmi plantna
og dýra.“
Mjölið fer líka í efnavinnslu þar
sem svokölluð algínöt eru ein-
angruð úr því. Um er að ræða sykr-
ur með mjög fjölbreytt notagildi, og
þau m.a. nýtt til að binda saman ol-
íu og vatn. „Algínöt eru mikið notuð
í matvæla- og drykkjarframleiðslu, í
snyrtivörur og til lyfjagerðar,“ út-
skýrir Finnur. „Mikill og vaxandi
áhugi er á þörungum og efnum sem
þeir innihalda og fjölbreyttar rann-
sóknir eru í gangi víða um heim.“
Afurðir Þörungaverksmiðjunnar
eru í hæstu gæðum, m.a. vegna
þeirrar þurrkunaraðferðar sem
fyrirtækið notar: „Við þurrkum við
mun lægra hitastig en sambærilegir
framleiðendur, og ristum ekki mjöl-
ið. Útkoman er eftirsóknarverðari
vara með betri eignleika.“
Varlega verður að fara við nýt-
ingu auðlindarinnar og frá upphafi
hefur Þörungaverksmiðjan stýrt
nýtingunni af nákvæmni. „Að
minnsta kosti fjögur ár eru alltaf
látin líða á milli sláttar á hverju
svæði en rannsóknir hafa sýnt að á
þeim tíma nær gróðurinn sér og er
orðinn jafnmikill eða meiri en þegar
síðast var slegið,“ segir Finnur og
bætir við að þessi sjálfbæra nýting
sé grundvallaratriði fyrir rekstur
verksmiðjunnar. Sjálfbær nýting er
auðvitað líka forsenda fyrir þeim
lífrænu vottunum sem bæði nýt-
ingin á villtum gróðri og fram-
leiðslan hafa. Stærstu hluthafar í
Þörungaverksmiðjunni leggja ríka
áherslu á öryggi og umhverfismál
og því má bæta við að nýting á
jarðvarmanum er líka sjálfbær,
ekki er dælt vatni úr borholum
heldur er eingöngu notað sjálfrenn-
andi heitt vatn.“Árið 2017 gerði
Hafró nýtt mat á lífmassa klóþangs
í firðinum og kom í ljós að það hef-
ur aukist töluvert frá því sambæri-
legt mat fór fram fyrir röskum fjór-
um áratugum. Ljóst er að verk-
smiðjan er ekki að skaða þessa auð-
lind sem klóþangið er og líka að
vetur eru mildari en áður og skaði á
gróðrinum af öldum íss mun minni
en áður var.
Áform eru um að auka nýtingu á
þangi í Breiðafirði og hefur Finnur
áhyggjur af því hve hugmyndirnar
eru stórtækar. „Okkar gögn og
reynsla sýna að á góðum árum
megi taka nokkru meira en nú er
gert og fara e.t.v. í 25-30.000 tonn á
ári en ef tvöfalda á skurðinn verður
þessari náttúruauðlind stefnt í voða
og þar með vistkerfi Breiðafjarðar.“
Getur passað vel með fiskeldi
Framleiðsla og notkun á þangi og
þara gæti átt mikið inni og má víða
finna vísbendingar um að nota megi
hráefnið til að framleiða verðmæt
fæðubótarefni, lífvirk efni og efni
sem tengjast lækningavörum. Eitt
áhugavert sóknarfæri tengist vist-
eldi. Þá eru fiskeldi, ræktun á þangi
og ræktun skelfiski látin spila sam-
an: „Hugmyndin hefur lengst verið
þróuð í Kanada og gerðar hafa ver-
ið tilraunir í þessa veru í Noregi.
Visteldi miðar að því að fullnýta
þau næringarefni sem fara í sjóinn í
fiskeldi en skila sér ekki sem fiskur.
Skeljar sía korn úr sjónum og þör-
ungarnir nýta uppleyst næring-
arefni. Velja þarf tegundir sem geta
skilað góðu verði á markaði, en að-
ferðin heldur aðstæðunum hreinni
til lengri tíma, sem kemur sér vel
fyrir fiskeldið á hverjum stað,“ seg-
ir Finnur.
Atvinna Alls starfa um 20 til 25 einstaklingar við að afla hráefnis. Vinnuskipið Karlsey BA var smíðuð í Hollandi 1995. Fyrirtækið gerir út fjölda annarra báta.
Starfsgleði Fyrirtækið er mikilvægt fyrir byggðina og nærsveitir.
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 13. JANÚAR 2022
R-&43 &>-;)PI
KL""-? L((36 0>= A-6P6 96L;;-5+B2?PG MMMF-B3@-6F>-6F-5
EP6 >6 P? <""P O6N?54P=P?P6 +B2?-6H &>-;30>6?H 54P?5>4"-";3H 4>-("-";P6 N5P$4
70+ P? BO(P 5(Q?3" Q; 5>"@P 3$5O("F
A-""-; >6 :C;4 P? :6-";)P +! #'' #!,, N 0-6(3$ @9;3$ >?P 5>"@P 49&038O54
N -B3@-6.>-6F-5
A-6BQ6;-6
S6O?>";- *D**
**' />L()P0+(
A-6:P$6P6
1&P?:P$6P6 '
'!, JQ5=>&&5BC
A-6P6:25
1&+?P6:253$ %D#
**' />L()P0+(
Útflutningsverðmæti sjávarafurða
var alls um 293 milljarðar á árinu
2021. Þetta kemur fram í fyrstu
bráðabirgðatölum Hagstofunnar um
vöruskipti sem birtar voru í síðustu
viku. Um er að ræða 8% aukningu
milli ára í krónum talið en 11% aukn-
ingu í erlendri mynt og kemur fram í
greiningu sem birt er á Radarnum að
„á þann kvarða hefur útflutnings-
verðmæti sjávarafurða frá Íslandi
ekki verið meira á einu ári en í fyrra á
þessari öld“.
Þá hafi loðnuvertíðin á síðasta ári
haft sitt að segja um aukninguna milli
ára. „Nam útflutningsverðmæti „ann-
arra sjávarafurða“ 31,4 milljörðum
króna á árinu 2021, sem er um 91%
aukning frá árinu 2020 á föstu gengi.
Eins kom loðnan við sögu í þeirri
aukningu sem varð á útflutnings-
verðmæti á heilfrystum fiski. Nam út-
flutningsverðmæti þess afurðaflokks
um 36,6 milljörðum króna og jókst
um rúm 21% á milli ára.“
Í desember nam útflutnings-
verðmæti sjávarafurða 24,5 millj-
örðum króna, 6% meira en í sama
mánuði 2020. Í erlendri mynt er
aukningin rúmlega 8%. „Á þann
kvarða hefur verðmæti útfluttra sjáv-
arafurða í desembermánuði ekki ver-
ið meira undanfarinn áratug.“
gso@mbl.is
Ekki meiri
verðmæti á
þessari öld