Morgunblaðið - 13.01.2022, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 13.01.2022, Blaðsíða 33
FRÉTTIR 33Erlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 13. JANÚAR 2022 Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, baðst í gær afsökunar á að hafa sótt umdeilda veislu í garði Downingstrætis 10, sem haldin var meðan mjög strangar samkomu- takmarkanir voru í gildi vegna heimsfaraldursins. Sagði Johnson að hann hefði litið svo á að veislan, sem haldin var 20. maí 2020, væri vinnutengd, en um 30 manns úr starfsliði forsætisráðuneyt- isins sóttu hana. Viðurkenndi John- son að veislan liti illa út, sér í lagi þar sem Bretar hefðu á þeim tíma þurft að færa margar fórnir, meðal annars að geta ekki kvatt deyjandi ættingja. Keir Starmer, leiðtogi Verka- mannaflokksins, sagði að afsökunar- beiðni Johnsons væri einskis virði. „Mun hann nú gera það heiðvirða og segja af sér?“ spurði Starmer, og er það í fyrsta sinn sem hann hefur krafist afsagnar Johnsons. Sagði Starmer jafnframt að forsætisráð- herrann væri „maður sem kynni ekki að skammast sín“. Kurr innan Íhaldsflokksins Johnson hyggst ekki segja af sér, heldur hvatti hann þingheim til þess að bíða skýrslu, sem hann hefur beð- ið háttsettan embættismann að vinna um málið. Mikill kurr mun þó vera innan Íhaldsflokksins vegna málsins, sem fengið hefur nafnið „Partygate“ í breskum fjölmiðlum. Þykir líklegt að Johnson muni neyðast til að segja upp mörgum úr sínum innsta hring í Downingstræti ætli hann sér að eygja minnstu von um að halda í embættið. Forsvarsmenn Lundúnalögregl- unnar segjast hafa sett sig í samband við skrifstofu ríkisstjórnarinnar um málið og eru vangaveltur um að mál verði höfðað á hendur þeim sem mættu í veisluna. AFP Johnson Hart er sótt að Boris John- son vegna veislunnar umdeildu. Biðst afsökunar á veisluhöldum - Starmer krefur Johnson afsagnar Lewis Kaplan, dómari í skaða- bótamálinu sem Virginia Giuffre hefur höfðað á hendur Andrési Bretaprins, úr- skurðaði í gær að málinu yrði ekki vísað frá, líkt og lögmenn prinsins höfðu krafist. Var krafa prinsins byggð á sam- komulagi sem Giuffre gerði við auðkýfinginn og barnaníðinginn Jeffrey Epstein, en lögmenn hans sögðu að það útilokaði að hún gæti kært aðra meinta sakborninga fyrir brot Epsteins gegn sér. Kaplan sagði hins vegar að það samkomulag væri um margt óskýrt og ónákvæmt og að Andrés hefði ekki verið aðili að því samkomu- lagi. Giuffre hefur sakað prinsinn um að hafa nauðgað sér meðan hún var undir lögaldri. Andrés hefur ekki verið ákærður fyrir þau brot, og snýr málið nú eingöngu að því hvort að hann sé skaðabótaskyldur. Úrskurðurinn í gær þýðir að náist ekki sættir milli málsaðila muni það fara fyrir dóm. Mun það mál hefjast líklega á seinni hluta þessa árs. BRETLAND Máli Andrésar prins verður ekki vísað frá Andrés Bretaprins Tedros Adhanom Ghebreyesus, for- stjóri Alþjóðaheilbrigðisstofnunar- innar WHO, sagði í gær að Ómí- kron-afbrigði kórónuveirunnar væri ennþá hættulegt, ekki síst fyr- ir þá sem ekki hafa verið bólusettir gegn veirunni. „Við megum ekki gefa þessari veiru fría ferð eða veifa uppgjafar- fána, sér í lagi þegar svo margir í heiminum eru enn óbólusettir,“ sagði Ghebreyesus. Hann benti á að nú létust um 50.000 manns í hverri viku af völd- um veirunnar, og að sú tala væri nokkuð stöðug. „Að læra að lifa með veirunni þýðir ekki að við get- um eða ættum að sætta okkur við þessa andlátstíðni.“ WHO Ómíkron-afbrigðið enn hættulegt Stefán Gunnar Sveinsson sgs@mbl.is Jens Stoltenberg, framkvæmda- stjóri Atlantshafsbandalagsins, sagði í gær að enn væri mikill ágreiningur á milli bandalagsríkj- anna og Rússlands um öryggismál í Evrópu, en bandalagið væri reiðubúið til frekari viðræðna við Rússa til þess að reyna að draga úr áhyggjum hvorra tveggja í varnar- málum. Fulltrúar Rússa mættu til höfuð- stöðva bandalagsins í Brussel í gær til að ræða þær kröfur sem Rússar hafa sett fram um nýja skipan ör- yggismála í Evrópu. Var þetta fyrsti fundur á vegum Nató-Rússlands- ráðsins frá árinu 2019, en samstarf milli Rússlands og bandalagsins hef- ur legið að mestu niðri frá 2014, þegar Rússar innlimuðu Krímskag- ann. Alexander Grushko, fulltrúi Rússa í viðræðunum við Nató, sagði að þær hefðu verið „djúpar og hrein- skiptnar“, en að á sama tíma hefðu þær leitt í ljós „mikinn fjölda ágrein- ingsefna um grundvallarmál“. Opnu dyrunum ekki lokað Ljóst var fyrir viðræðurnar að sumar af kröfum Rússa voru með öllu óaðgengilegar fyrir bandalags- ríkin, sér í lagi sú að stefnu þeirra, sem kennd er við „opnar dyr“, yrði breytt þannig að ríkjum á borð við Finnland, Georgíu og Úkraínu stæði ekki til boða að ganga til liðs við Atl- antshafsbandalagið. Sagði Stoltenberg eftir viðræð- urnar að það væri ómögulegt fyrir aðildarríkin 30 að samþykkja þá kröfu að Rússar gætu haft neitunar- vald um hvort Úkraína gengi til liðs við bandalagið eða ekki. Stoltenberg sagði það hins vegar jákvætt að viðræðurnar í gær hefðu farið fram, og að bandalagið hefði boðið Rússum til frekari viðræðna, þar sem meðal annars yrði fjallað um afvopnun og aðrar leiðir til þess að koma í veg fyrir vopnuð átök. Fulltrúar Rússa sögðust hins vegar þurfa að bera þá tillögu undir stjórnvöld í Moskvu áður en þeir gætu svarað af eða á. Dmitrí Peskov, talsmaður Pútíns Rússlandsforseta, sagði hins vegar fyrir fundinn að frá sjónarhóli Rússa stæði þeim ógn af „opnu dyr- unum“. Hann vildi þó ekki segja hvort Rússar myndu hefja hernað- araðgerðir í Úkraínu ef ekki yrði farið að kröfum þeirra. „Við viljum ekki standa í hótunum eða setja úr- slitakosti eins og bandarískir emb- ættismenn.“ Enn mikill ágreiningur - Viðræður Rússa og Nató sagðar „hreinskiptnar“ - Rússum boðið til frekari viðræðna - Stoltenberg segir Rússa ekki fá neitunarvald um stækkun Nató AFP Viðræður Wendy Sherman, Jens Stoltenberg, Alexander Grushko og Alexander Fomin fyrir viðræðurnar. Bandaríkjastjórn ákvað í gær að hefja refsiaðgerðir á hendur fimm háttsettum Norður-Kóreu- mönnum, sem tengjast eldflauga- áætlun landsins, en aðgerðirnar eru hugsaðar sem svar við til- raunum Norður-Kóreu með lang- drægar eldflaugar og kjarnorku- vopn. Kim Jong-un, leiðtogi Norður- Kóreu, fylgdist sjálfur með til- raunaskoti landsins í fyrrinótt, en norðurkóresk stjórnvöld sögðu að um ofurhljóðfráa eldflaug hefði verið að ræða, sem ferðast á fimmföldum hljóðhraða. Er það önnur tilraun landsins með slíkar eldflaugar á innan við viku. Sagði Kim að landið þyrfti að byggja upp „strategíska hern- aðarvöðva“ þrátt fyrir refsi- aðgerðir alþjóðasamfélagsins. Annað tilraunaskot Norður-Kóreumanna á innan við viku Vill setja auk- inn kraft í eld- flaugarskot AFP Ljósmyndaprentun Frábært fyrir ljósmyndara. Bjóðum upp á prentun í öllum stærðum, t.d. á striga, álplötu eða pappír. Xprentehf. | Sundaborg3 |104Reykjavík |7772700|konni@xprent.is www.xprent.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.