Morgunblaðið - 13.01.2022, Side 52

Morgunblaðið - 13.01.2022, Side 52
52 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 13. JANÚAR 2022 ✝ Þórður Haukur Jónsson fæddist í Reykjavík 23. júní 1930. Hann lést á líknardeild Land- spítalans 30. desem- ber 2021. Foreldrar hans voru Jón Berg- steinsson múr- arameistari, f. 30. júní 1903, d. 9. des- ember 1991, og Marta Guðnadóttir hjúkr- unarfræðingur, f. 1. mars 1899, d. 5. júní 1947. Bræður hans voru Steinn Rafnar, f. 1932, d. 1944, og Gunnar, f. 1944, d. 2013. Syst- ir hans er Ragnhildur, f. 1936. Eiginkona hans var Regína Hanna Gísladóttir, f. 17. nóv- ember 1932, d. 6. júní 2021. Þau giftust á 25 ára afmælisdegi Þórðar. Foreldrar hennar voru Unnur Aðalheiður Baldvins- dóttir, f. 1912, d. 1977, og Gísli Sigurðsson, f. 1896, d. 1970. Börn Þórðar og Regínu eru: 1) Jón Rafnar, f. 13. júlí 1956. Eig- inkona hans er Valgerður Ás- geirsdóttir, f. 4. apríl 1958. Börn þeirra eru: Regína Björk, Ásgeir Þór og Helga Rún. Barnabörn ár bjó Þórður síðan á Sléttuvegi 27 í Reykjavík. Þórður var aðstoðarforstjóri Brunabótafélags Íslands þar til Vátryggingafélag Íslands (VÍS) var stofnað árið 1989. Þar starf- aði hann sem framkvæmdastjóri þar til hann lét af störfum 65 ára að aldri. Hann hafði unun af fé- lagsstörfum. Á árum áður starf- aði hann mikið fyrir Bridge- samband Íslands og skipulagði tvö Norðurlandamót. Var einn af stofnendum Lionsklúbbs Garða- bæjar, þar sem hann var formað- ur um tíma, og síðar umdæmis- og fjölumdæmisstjóri Lions á Ís- landi. Þórður gekk í Oddfellow- stúkuna Þórstein árið 1985. Hann var yfirmeistari þeirrar reglu 1996-1997. Eftir að starfs- ævi lauk skrifaði hann bókina Brunabótafélag Íslands 1917- 2000 að beiðni stjórnar félagsins. Einnig gaf hann út Niðjatal Ragnhildar Magnúsdóttur og Bergsteins Jóhannessonar ásamt föðurbróður sínum. Fyrir afkom- endur sína skrifaði Þórður minn- ingar um ævi sína sem hann kall- aði Brotabrot. Útförin fer fram frá Digranes- kirkju í dag, 13. janúar 2022, klukkan 13. Framvísa verður neikvæðu Covid-hraðprófi sem er ekki eldra en 48 klst. Streymt verður frá útförinni á slóðinni: https://tinyurl.com/2p944f84 Hlekkur á streymi https://www.mbl.is/andlat þeirra eru: Ísar Logi, Hekla Björk, Árni Eyþór, Óliver Þór, Axel Þór, Emelía Rós, Apríl og Haillee Lucio. 2) Björgvin, f. 14. jan- úar 1959. Eiginkona hans er Þórhildur Garðarsdóttir, f. 15. júlí 1965. Sonur þeirra er Garðar. Fyrir átti Björgvin Hildi og Hauk. Móðir þeirra er Anna Margrét Guðjónsdóttir. Barnabörnin eru Þórður Bjarki og Rögnvaldur. 3) Unnur, f. 16. ágúst 1960. Eiginmaður hennar er Torleif Reintz Söreide, f. 12. maí 1957. Börn þeirra eru Kari, Kristin og Jacob Andreas. Barnabörnin eru Daria, Stella og William. 4) Marta, f. 17. júlí 1967. Eiginmaður hennar er Egill Þor- steins, f. 15. júlí 1963. Synir þeirra eru Úlfur Þór og Unnar Elí. Barnabarn þeirra er Iðunn Ásta. Fyrir átti Egill dótturina Uglu. Fjölskyldan bjó lengst af á Markarflöt 9 í Garðabæ. Regína og Þórður fluttu síðar í Læk- jasmára 8 í Kópavogi. Í tæp tvö Í dag fylgjum við elskulegum föður okkar síðasta spölinn, hálfu ári eftir að við kvöddum mömmu. Þegar við vorum að alast upp sá mamma um heimilishaldið þar sem pabbi vann langan vinnudag. Þegar barnabörnin fæddust, eitt af öðru, var hann miðpunktur til- verunnar. Barnabörnin og síðar langafabörnin hafa alltaf verið stór hluti af hans lífi og fylgdist hann vel með þeim öllum, mætti á íþróttamót, listsýningar og annað sem þau tóku þátt í. Það fyrsta sem afabörnin sögðu þegar þau komu í heimsókn á Markarflötina var: „Afi komdu að leika.“ Á með- an fullorðna fólkið spjallaði yfir kaffibolla með mömmu sat pabbi með börnunum að leika. Ef þau voru of lítil til þess gekk hann með þau í fanginu um húsið og gaf þeim gott bak-klór. Eftir að mamma veiktist tók pabbi alveg við heimilishaldinu. Hann bauð ekki aðeins upp á kjötbollur og soðinn fisk. Hann eldaði innbak- aða nautalund og bjó þá smjör- deigið og bernaise-sósuna til frá grunni, gerði humarsoð úr skelj- um og fletti matreiðslubókum því hann vildi þróa færni sína. Hann töfraði fram heilu veislurnar og leiddist ekki hrósið sem hann fékk óspart. Pabbi stundaði heilbrigðan lífs- stíl löngu áður en það hugtak varð til. Árum saman var hann mættur við opnun í Salalaugina, fór í rækt- ina og tók sundsprett. Hann stundaði einnig reglulega göngu- ferðir sér til heilsubótar og golf. Þetta var honum mikils virði. Hann var með reglu á öllu, allar tímasetningar voru nákvæmar, alltaf sami rástími í golfi, mættur á sama tíma í sundið og ræktina, helst að fá skáp númer 425 og sömu sturtuna. Allt þar til haustið 2020 mætti pabbi daglega í sundið en þá varð hann fyrir því óhappi að lær- brotna. Í framhaldi af því fékk hann Covid. Hann lagði mikið á sig og vann markvisst að því að ná aftur heilsu en því miður dugði það ekki til. Í haust greindist hann með krabbamein sem varð bana- mein hans. Pabbi varð í raun ekki gamall maður fyrr en eftir að hann veikt- ist. Hann leit heldur ekki á sig sem gamlan mann og tók ekki þátt í félagsstarfi aldraðra nema þegar hann, langt fram á níræðisaldur, var að „baka fyrir gamla fólkið“ eða „skipuleggja bingó fyrir gamla fólkið“. Það var honum mikils virði að hugur hans var skýr allt fram í andlátið. Hann mundi allt, var alltaf að lesa og sanka að sér fróðleik. Fór á leik- sýningar, myndlistarsýningar og tónleika. Foreldrar okkar voru góð sam- an og þótti alla tíð mjög vænt hvoru um annað. Árin eftir að mamma veiktist voru erfið fyrir okkur öll en hann stóð eins og klettur við hennar hlið alla tíð og hugsaði svo vel og fallega um mömmu í hennar veikindum. Við eigum pabba svo margt að þakka, hann var alveg einstakur. Heilsteyptur, alltaf hvetjandi og jákvæður, áhugasamur, þakklát- ur, hallmælti engum, skammaði aldrei og blótaði aldrei, tryggur, nákvæmur og samviskusamur. Hann var okkur öllum mikil fyr- irmynd og hefur reynst okkar fjöl- skyldum traustur vinur og klett- ur. Við minnumst hans með mikl- um kærleika, þakklæti og söknuði en við vitum að mamma tekur vel á móti Tóta sínum. Jón Rafnar, Björgvin, Unnur og Marta. Elsku besti afi minn nú ert þú kominn í faðm ömmu sem féll frá í sumar. Ég hef átt margar góðar stundir með þér og hefði viljað að þær hefðu getað orðið fleiri. Ég hef alltaf litið mikið upp til þín frá blautu barnsbeini og þú hefur verið fyrirmynd mín og margra annarra. Þegar ég var lítil talaði ég alltaf um ykkur sem afa og ömmu í draumahúsinu því hús- ið var stórt og tignarlegt og garð- urinn eins og ævintýri. Ég hef sagt mörgum frábærar sögur af þér í gegnum tíðina og verið montin að eiga þig sem afa. Mér er það minnisstætt þegar þú fórst á þínum efri árum á mat- reiðslunámskeið og hélst heilu veislurnar fyrir vini og vanda- menn. Mér hefur alltaf fundist aðdáunarvert hvað þú lifðir heilsusamlegu lífi og varst dugleg- ur að hreyfa þig. Það er mér í fersku minni þegar við fjölskyldan vorum í Fossvogsdal við ána og við sjáum mann æða eftir göngu- stígnum í fjarska, beinan í baki og vel til hafðan. Ég segi „er þetta ekki afi Þórður?“ en við vorum ef- ins því við töldum þetta vera um 70 ára mann. Ég skokkaði því til hans og sá að þetta varst þú, þá 90 ára gangandi á hörkuferð. Ég hef alltaf verið með stjörnur í augunum yfir sambandi ykkar ömmu. Þú varst svo góður við ömmu og myndi ég óska öllum að eiga eins fallegt og gott samband og þið áttuð. Það er mér minnis- stætt þegar við fórum á tónleika og þið leiddust frammi og okkur systrunum fannst þetta svo sætt og þá sagði amma „við erum búin að leiðast í 60 ár“. Maður sá alltaf ástina og væntumþykjuna á milli ykkar. Þú og amma eigið marga afkomendur og fannst mér ynd- islegt að sjá hversu mikil vinátta var á milli ykkar og barnanna ykkar. Mér þykir vænt að hugsa til helgar- og eftirmiðdagsheimsókn- anna sem við Apríl og oft pabbi nutum með þér. Ég er glöð yfir að Apríl hafi kynnst þér og sá hvað henni þótti gífurlega vænt um þig. Hún vildi alltaf knúsa þig og sitja eins nálægt þér og mögulegt var, í sófa eða við eldhúsborðið. Í vetur þegar við Apríl komum og elduð- um fisk með þér sast þú á enda borðsins og Apríl vildi sitja nær þér og færði sig á hornið á borðinu svo þið gætuð setið á sama fer- metranum. Við Apríl sáum í Ís- lendingabók að þú værir elstur af okkar stórfjölskyldu og var Apríl montin af því og talaði mikið um að þú værir elsti forfaðir okkar. Mér þótti gaman að heyra sögur af ferðalögum þínum þegar þú varst yngri, kaupandi föt á fjöl- skylduna og ferðast um allan heim. Þú hefur gert og séð margt á þinni ævi sem lifir í hjörtum okk- ar. Ég elska þig elsku afi. Þín verð- ur sárt saknað. Hvíldu í friði, Þín Helga Rún og fjölskylda. Elsku afi, takk fyrir allar skemmtilegu stundirnar í Læk- jasmára, þegar við bræðurnir kíktum ótal oft í kaffi til ykkur ömmu og spjölluðum um allt milli himins og jarðar. Við munum enn eftir deginum þegar þú kynntir okkur bræðrum golf og gafst okk- ur fyrsta golfsettið. Ekki leið á löngu þar til við vorum alveg hel- teknir af golfi og fengum að spila golf með þér og vinum þínum. Afi hefur alltaf verið mikil fyrirmynd fyrir okkur og við sjaldan séð jafn mikinn herramann eins og afa sem við höfum lært mikið af og tökum með okkur í framtíðina. Hann var alltaf að fylgjast með öllum úr fjölskyldunni og hafði mikinn áhuga á því sem við vorum að gera og mætti oft á fótboltavöll- inn að horfa á okkur spila og styðja okkur eins og hann gerði í öllu sem við tókum okkur fyrir hendur. Það er sárt að þurfa kveðja svona yndislega manneskju og verðum við ævilangt þakklátir fyrir þær dýrmætu minningar sem við eigum um afa. Úlfur og Unnar. Nú þegar ég kveð afa minn Þórð Hauk eru mér efst í huga þakklæti og fallegar minningar. Afi var einstaklega vandaður mað- ur því hann sýndi öllum þeim sem urðu á vegi hans hlýju, vinsemd og virðingu. Þessi sömu gildi erfðu börnin og barnabörnin og ég veit fyrir víst að hann verður fyrir- mynd okkar allra um ókomna tíð. Afi Þórður var ávallt góður við barnabörnin og það sýndi sig í því að hann lék við okkur og las fyrir okkur þegar við heimsóttum hann og ömmu Regínu á Markarflötina. Að sama skapi mætti hann á flesta tónleika, íþróttaviðburði og út- skriftir sem við barnabörnin tók- um þátt í. Þórður Haukur var vel lesinn, víðförull og virkur þátttakandi í alls kyns félagasamtökum og góð- gerðarstarfi. Hann sagði skemmtilega frá ferðum sínum heimshorna á milli og oft gapti maður yfir því hversu nákvæmt minni hans var um minnstu stað- reyndir, dagsetningar og jafnvel brottfarartíma, fjörutíu ár aftur í tímann! Þórður Haukur og Regína voru gift í tæp 66 ár. Það var aðdáun- arvert að fylgjast með hjónabandi þeirra því þau voru yfir sig ást- fangin alveg frá því hann bauð henni í dans í Sjálfstæðishúsinu og allt fram á síðasta dag. Sama hvert tilefnið var, alltaf mættu amma og afi prúðbúin og ávallt hönd í hönd. Þau voru mjög ólík hjónin. Amma Regína var einstakur húm- oristi og örlítið stríðin á meðan afi var alvörugefinn og hæglátur. Við afi áttum góðan vinskap í gegnum golfið og ég var svo heppinn að fá að dvelja hjá þeim hjónum heilt sumar og spila með honum dag- lega á Urriðavelli í Golfklúbbnum Oddi. Amma átti það til að stríða afa fyrir að vekja unglinginn (und- irritaðan) klukkan sex á morgnana til að fara í golf í roki og rigningu - að hennar mati var það „ókristileg vitleysa“. Afi glotti út í annað og lét þetta sem vind um eyru þjóta enda vissi hann sem var að þetta væru ómetanlegar stundir fyrir okkur báða. Ég sé það í dag að hann hafði rétt fyrir sér. Síðustu árin stóð afi sem klettur við hlið ömmu Regínu í baráttu hennar við veikindi. Hann studdi hana dag og nótt og hélt ótrauður áfram þegar hún flutti á hjúkrun- arheimili þar sem hann dvaldi hjá henni eins oft og hann gat. Þó svo að afi væri sjálfur orðinn veikur lét hann ekki á sjá og fylgdi henni eft- ir uns yfir lauk. Ég hugsa til þeirra með hlýju og söknuði en veit fyrir víst að þau leiðast hönd í hönd í Sumarlandinu. Að lokum vil ég vitna í æviminningar afa þar sem hann lýsir fyrstu kynnum sínum af ömmu Regínu: „Ég hefði teygt mig af svölun- um fyrir ofan hana og spurt hvort hún vildi dansa við mig… síðar minntist Regína þess að þegar á dansgólfið var komið hefði ég sagt að ég kynni ekkert annað en vangadans. Frá þessari stundu höfum við verið óaðskiljanleg.“ Ég verð ævinlega þakklátur og stoltur af því að fá að vera nefndur í höfuðið á jafn einstökum manni og afi minn Þórður Haukur var og mun taka hann mér til fyrirmynd- ar í öllu. Hvíl í friði. Haukur Björgvinsson. Takk. Þetta litla orð virkar lítið og saklaust en inniheldur svo mikið þakklæti, minningar og góðar lífs- reglur. Afi var einstakur maður, klár, kurteis, duglegur, hjartahlýr en eftir því sem ég fullorðnast þá áttaði ég mig enn betur á öllum þeim kostum og seiglu sem afi bjó yfir, þeir eru ekki sjálfsagðir og ég mun eftir fremsta megni reyna að tileinka mér þá í leik og starfi. Það er ljúft að rifja upp minningar frá Markaflötinni þar sem við barna- börnin áttum alltaf griðastað hjá ykkur ömmu, hvort sem það var að prófa naglalakkið og skartið henn- ar ömmu, fá ristað brauð með marmelaði, leika út í garði eða hrauni eða fá að fara í hárgreiðslu- leik með afa, teikna eitthvað í Paint í Macintosh-tölvunni og telja og dást að öllum apastyttunum aftur og aftur. Það þótti ekki alltaf smart að sjást með foreldrum sínum á ung- lingsárunum en ég man þegar ég gisti eitt sinn hjá ykkur ömmu og þú skutlaðir mér í skólann á gull- litaða Volvo-bílnum með gula Lions-ljónið í afturglugganum, þá passaði ég upp á að þú keyrðir mig alveg upp að dyrum og svo steig ég út úr bílnum eins og prinsessa. Þú sýndir okkur barnabörnun- um og barnabarnabörnunum allt- af einlægan áhuga og velvilja. Spurðir út í hagi, skóla, vinnu og líðan. Þú lést þig varða alla tíð. Bókin Brotabrot sem þú ritaðir og gafst okkur er dýrmætur fjár- sjóður fyrir okkur afkomendur. Að lesa um þín æskuár, lífið með ömmu Regínu og börnunum ykk- ar, öll félagsstörfin þín, áhugamál og það sem þú hefur áorkað á þinni löngu ævi er magnað og svo skemmtilegt að lesa og fræðast um. Þú áttir auðvelt með og hafðir gaman af að koma fram og halda tölu og hrífa fólk með þér, auk framlags til félagsstarfa, og tel ég að ég hafi þessa kosti frá þér og þykir afar vænt um það. Ræðan sem þú hélst í brúðkaupinu okkar Hreiðars var umtöluð lengi á eftir af vinum og fjölskyldu en hún var í senn hjartnæm og með góðar lífs- reglur fyrir okkur ungu hjónin að hafa með í framtíðina. Ekki einu sinni leit gamli maðurinn á blað og las upp ræðuna, þú varst með þetta allt upp á tíu. Þú varst alla tíð virkur og iðinn við áhugamálin þín; stofnaðir nokkra Lionsklúbba, varst yfir- meistari Oddfellow og fararstjóri landsliðs Bridgesambands Ís- lands. Svo tók við golfið á seinni árum og síðast en ekki síst varstu fyrsti maður á húninn í Salalaug alla morgna til að komast í tækja- salinn og sund, helst ná sama skápnum, nr. 425, og fara á sama hlaupabrettið, svo fórstu heim og helltir upp á kaffi fyrir ykkur ömmu. Þú hugsaðir alltaf vel um heilsuna, bæði með hreyfingu og mataræði, og það er til eftir- breytni fyrir okkur sem viljum lifa jafn löngu og góðu lífi og þú hefur gert elsku afi minn. Síðustu vikur hafa verið erfiðar fyrir alla fjölskylduna en ég hugsa hlýtt til síðustu samverustunda okkar á Sléttuveginum, þegar þú sagðir okkur Ísari Loga frá ferða- lögum þínum um Ástralíu og Kan- ada með Lions og þegar við Hekla Björk kíktum á þig með reyktan lax og hrökkbrauð og við spjöll- uðum um heima og geima. Elska þig afi minn og knúsaðu ömmu Regínu frá mér. Regína Björk Jónsdóttir. Takk kærlega fyrir allar góðu stundirnar elsku langafi Þórður. Ég mun alltaf geyma þær í hjarta mínu. Til dæmis þegar ég tók við- tal við þig fyrir skólaverkefni og þú sagðir mér frá því þegar þú varst ungur í skóla og frá Týru tönn sem allir voru hræddir við í skólanum og að allir skóladagar byrjuðu á að fara með faðirvorið. Vá hvað tímarnir eru breyttir því þú kunnir á Snapchat og Face- book og varst alltaf með allt á hreinu. Mér fannst alltaf gaman að koma í heimsókn til þín og lang- ömmu og skoða allar flottu apa- stytturnar þínar. Takk fyrir að koma alltaf á allar leik- og söngs- ýningar hjá mér og sýna mér alltaf einlægan áhuga. Ég elska þig og mun ávallt gera það og mér þykir svo gott að vita að þú ert alla vega kominn til ömmu Gínu. Hekla Björk. Kynni okkar Þórðar hófust fyr- ir um 75 árum þegar við urðum bekkjarfélagar í Verslunarskóla Þórður Haukur Jónsson Vesturhlíð 2 | Fossvogi | s. 551 1266 | utfor@utfor.is | utfor.is VIÐ ÞJÓNUM ALLAN SÓLARHRINGINN Allur arður af þjónustunni rennur til reksturs kirkjugarðanna Útfararþjónusta í yfir 70 ár Við tökum vel á móti ástvinum í hlýlegu og fallegu umhverfi Sálm. 9.11 biblian.is Þeir sem þekkja nafn þitt treysta þér því að þú, Drottinn, bregst ekki þeim sem til þín leita.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.