Morgunblaðið - 13.01.2022, Qupperneq 53
Íslands. Þórður var traustur og
tryggur félagi sem hefur reynst
mér ákaflega vel alla tíð enda hef-
ur okkar góði vinskapur haldist
allt frá fyrstu kynnum. Þórður var
mjög skipulagður maður og ekki
síst honum að þakka að góður fé-
lagsskapur fyrrverandi skóla-
félaga hefur haldist alla tíð þar
sem við höfum hist mánaðarlega
og spjallað um lífið og tilveruna.
Einnig var Þórður upphafsmaður
að briddsklúbbi nokkurra félaga
þar sem spilað var reglulega í tugi
ára.
Með þessum kveðjuorðum
langar mig að þakka mínum kæra
vini fyrir allt hið góða sem hann
hefur veitt mér í gegnum tíðina.
Þegar við Þórður útskrifuðumst
úr fjórða bekk Verslunarskólans
vorið 1949 skrifaði Þórður eftirfar-
andi til mín sem mig langar að til-
einka honum að leiðarlokum.
Vertu svo kvaddur með vinsemd og ást
Vinurinn tryggasti aldrei mér brást
Fetaðu jafnan um lukkunnar leið
Lífdaga þína um órunnið skeið.
Hvíl í friði, kæri vinur.
Þorvaldur
Tryggvason.
Kveðja frá
Brunabótafélagi Íslands
Fallinn er frá Þórður Haukur
Jónsson, fyrrverandi aðstoðarfor-
stjóri Brunabótafélags Íslands og
síðar framkvæmdastjóri hjá VÍS.
Þórður starfaði hjá Brunabóta-
félagi Íslands og síðar arftaka
þess, VÍS, í rúmlega 41 ár. Hann
var sæmdur gullmerki Brunabóta-
félagsins árið 1996 eftir að hann
lét af störfum.
Ég kynntist ekki Þórði fyrr en
árið 1999 þegar þáverandi for-
stjóri Eignarhaldsfélagsins
Brunabótafélags Íslands (EBÍ),
Hilmar Pálsson, fór þess á leit við
Þórð að hann myndi rita sögu
tryggingafélagsins Brunabóta-
félags Íslands. Ég áttaði mig fljótt
á því að Brunabótafélagið hafði
verið afar mikilvægur hluti af lífi
Þórðar. Hann réðst ungur til
starfa hjá félaginu og vann sig
fljótt upp í áhrifastöðu og varð að-
stoðarforstjóri þess árið 1981.
Þegar Brunabótafélag Íslands og
Samvinnutryggingar stofnuðu
VÍS réðst Þórður til starfa þar
sem einn af framkvæmdastjórum
þess.
Þegar hugmyndin kviknaði um
að nauðsynlegt væri að skrifa sögu
Brunabótafélagsins þótti einsýnt
að Þórður væri rétti maðurinn til
verksins. Hann þekkti mjög vel
sögu þess og hafði yfirgripsmikla
þekkingu á starfseminni. Þá hafði
hann einnig lagt hönd á plóg við að
breyta Brunabótafélaginu í eign-
arhaldsfélag sem síðan var gert
með sérstökum lögum árið 1994.
Þórður hafði aðstöðu hjá EBÍ
við skrifin og því kynntist ég hon-
um vel á þessum tíma. Þórður kom
mér fyrir sjónir sem afar ljúfur og
viðkunnanlegur maður. Hann
hafði ákaflega góða nærveru og
vann sína vinnu við bókina af mik-
illi nákvæmni. Það var því mikil
ánægja þegar bókin kom út árið
2001. Þórði hafði tekist að skrifa
sögu Brunabótar 1917-2000 þann-
ig að bókin er mjög læsileg,
skemmtileg og prýdd miklum
fjölda mynda. Engum nema hon-
um hefði tekist að koma til skila
þeim góða Brunabótaranda sem
fyrrverandi starfsmenn töluðu um
að hefði ávallt ríkt hjá félaginu.
Þá var ekki síðra að Þórður hélt
áfram að líta inn hjá okkur hér í
Brunabót eftir útgáfu bókarinnar
og hafði aðstöðu hjá okkur til að
sinna ýmsum skrifum og öðrum
hugðarefnum. Kaffispjallið við
Þórð var alltaf mjög gefandi og
skemmtilegt.
Að leiðarlokum vil ég þakka
Þórði af alhug fyrir störf hans í
þágu Brunabótar og minnumst við
hans með mikilli hlýju. Ég sendi
börnum hans og fjölskyldunni allri
mínar innilegustu samúðarkveðj-
ur.
Anna Sigurðardóttir,
framkvæmdastjóri EBÍ.
MINNINGAR 53
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 13. JANÚAR 2022
✝
Stefán-Þór
fæddist í
Reykjavík 28. sept-
ember 1945. Hann
lést á hjúkr-
unarheimilinu
Droplaugarstöðum
30. desember 2021.
Foreldrar hans
voru Elí Gunn-
arsson, myndlist-
armaður og húsa-
málari, f. 26.
nóvember 1923, d. 27. ágúst
1997, og Sigríður Valdemars-
dóttir, saumakona og húsfreyja,
f. 13. september 1921, d. 14.
september 1979.
Alsystkini Stefáns eru: Hilm-
ir, f. 28. september 1944, maki
Guðfinna Björg Halldórsdóttir,
Már, f. 7. desember 1951, maki
Fríða Einarsdóttir, Kári, f. 11.
júní 1953, og Alma, f. 2. júní
1958, maki Garðar Sig-
urþórsson. Hálfsystkini Stefáns
(sammæðra) eru: Valdimar
Víðir Gunnarsson, f. 21. nóv-
ember 1940, maki Dagrún
Björnsdóttir, og Gunný Gunn-
arsdóttir, f. 26. nóvember 1941.
Stefán var ókvæntur. Börn
völlum. Stefán vann einnig á
varðskipum og millilandaskip-
um.
Meðfram matreiðslustörfum
til sjós og lands vann hann alla
tíð að myndlist, auk þess að fást
við skiltamálun og skrautritun.
Myndlistaráhuginn var alltaf
fyrir hendi, enda Stefán af lista-
fólki kominn. Skrautritun lærði
Stefán hjá Gunnlaugi SE Briem
í Myndlista- og handíðaskól-
anum; hann sótti grafík-
námskeið við Listaháskóla Ís-
lands og stundaði nám í
táknmáli við Fjöltækniskólann.
Að öðru leyti var hann sjálf-
menntaður í myndlist. Stefán
hélt í gegnum tíðina nokkrar
einkasýningar á myndlist sinni.
Menningarmál hvers konar
voru í miklu uppáhaldi hjá Stef-
áni. Hann var bókelskur og las
mikið alla tíð. Meðal annarra
áhugamála voru ljóðlist og
skák. Hann hafði einnig gaman
af ferðalögum og að kynnast er-
lendum menningarheimum.
Stefán ferðaðist mikið erlendis
á yngri árum, en einnig á efri
árum þegar tækifæri gafst til.
Útför Stefáns fer fram frá
Fossvogskirkju í dag, 13. janúar
2022, klukkan 15. Í ljósi að-
stæðna verða aðeins nánustu að-
standendur viðstaddir útförina.
hans, sem hann
átti með fyrrver-
andi sambýliskonu
sinni Ragnheiði
Einarsdóttur, eru:
1) Veturliði Þór, f.
27. maí 1971, maki
Sigríður L. Karls-
dóttir, börn þeirra
eru Sandra Sif, f.
10. október 1991,
Hinrik Þór, f. 22.
maí 1998, Snorri
Karl, f. 31. ágúst 2008, og Atli
Már, f. 3. janúar 2013. 2) María,
f. 27. mars 1975, maki Djevair
Krasnikj, börn Maríu og Gunn-
ars M. Jónssonar eru Sólveig
Lilja, f. 5. október 1998, Róbert
Leó, f. 8. mars 2007, og Albert
Ægir, f. 19. febrúar 2011.
Stefán var matreiðslumeist-
ari, en hann lauk sveins- og
meistaraprófi í matreiðslu frá
Matsveina- og veitingaþjóna-
skóla Íslands. Stóran hluta
starfsævinnar vann Stefán á
ýmsum veitingastöðum og hót-
elum um land allt; þar á meðal
á Skíðahótelinu á Akureyri,
Hótel Kea, Hótel Holti, Hótel
Sögu og Hótel Valhöll á Þing-
Faðir minn Stefán-Þór kvaddi
okkur um jólahátíðina. Andlátið
bar brátt að. Hann var þó búinn
að vera nokkuð lengi heilsuveill
og rúmliggjandi, allt frá því
hann lamaðist vorið 2019. Ég
veit að hann er á betri stað núna.
Síðustu daga hef ég rifjað upp
minningarnar um föður minn.
Þær markast af því að ég var
skilnaðarbarn og kynntist hon-
um í raun þrisvar. Ég á minn-
ingaglefsur frá því að ég var 5-6
ára og stopular minningar eftir
það allt þar til ég flutti til
Reykjavíkur 16 ára gamall til að
fara í menntaskóla. Þá kynntist
ég föður mínum í annað sinn.
Hann átti þá enn í sambandi við
Bakkus og samskipti mín við
hann mótuðust af því næstu árin.
Faðir minn var með sterk
karaktereinkenni og lífsstíls-
áherslur sem fylgdu honum alla
tíð. Gjafmildi, gestrisni og list-
hneigð fóru þar fremst á meðal
hins jákvæða í fari hans. Alltaf
hélt hann heimili, sama hvað á
bjátaði í tilverunni. Hann var
menntaður matreiðslumeistari
og gat töfrað fram máltíðir úr
nánast engu; var t.d. ætíð eld-
snöggur að útbúa smörrebröd og
te þegar ég heimsótti hann. Við
feðgar tefldum þá gjarnan og
hlustuðum á tónlist saman. „Fé-
lagslyndur einfari“ voru orðin
sem faðir minn notaði til að lýsa
sjálfum sér. Hann sótti reglu-
lega listviðburði og kaffi- og
veitingahús. Á hinn bóginn gat
hann svo dögum skipti sökkt sér
ofan í listsköpun á heimili sínu
og sá þá engan á meðan. Hann
málaði og teiknaði mikið alla tíð
og hélt nokkrar myndlistarsýn-
ingar. Heimsóknir á Borgar-
bókasafnið voru fastur punktur í
tilverunni, enda las hann mikið.
Hann var ljóðaunnandi og oft
með orðasambönd og tilvitnanir
á takteinum. Síðustu myndlist-
arsýninguna sína tileinkaði hann
ljóðum.
Skömmu eftir aldamótin
ákvað faðir minn að fara í bind-
indi (tímabundið að hans sögn).
Það bindindi varði út ævina. Í
kjölfarið tók líf hans stakka-
skiptum, bæði félagslega og fjár-
hagslega, til hins betra. Lífsum-
gjörðin einkenndist eftir það af
stöðugleika.
Ég kynntist þá föður mínum í
raun í þriðja skiptið og sam-
skiptin urðu meiri og dýpri.
Hann gerði sér sérstakt far um
að sinna og umgangast barna-
börnin sín, sem þá voru tiltölu-
lega nýfædd. Maður fékk það
sterkt á tilfinninguna að í gegn-
um samskiptin við barnabörnin
væri hann að bæta upp samveru-
stundirnar sem hann fór á mis
við með mér og systur minni
þegar við vorum að alast upp.
Faðir minn átti góðan fjórða
leikhluta, ef svo má að orði kom-
ast. Síðustu átján árin var hann
meira til staðar en hin æviárin
samanlagt. Hann náði að ferðast
nokkuð erlendis, sinna fjöl-
skyldu og barnabörnum, sem og
myndlistinni, sem var hans lífs-
ástríða. Það var því mikið áfall
þegar heilsan hvarf hjá honum í
einu vetfangi vorið 2019. Hann
tók lömuninni af miklu æðru-
leysi, en það fjaraði þó hægt og
hljóðlega undan lífsþróttinum.
Um jólin fékk hann svo loksins
að sofna svefninum langa.
Ég þakka fyrir samfylgdina
elsku pabbi minn og kveð með
ljóðinu „Náttmyrkrið“ sem þú
myndskreyttir árið 2017.
Treystu náttmyrkrinu
fyrir ferð þinni
heitu ástríku
náttmyrkrinu
Þá verður ferð þín
full af birtu
frá fyrstu línu
til þeirrar síðustu
Veturliði Þór.
Stefán-Þór
Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar,
tengdafaðir, afi, langafi og langalangafi,
MEINERT JOHANNES NILSSEN,
Grænulaut 22, Reykjanesbæ,
áður Borgarvegi 11, Njarðvík,
lést á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja
fimmtudaginn 6. janúar. Útförin fer fram frá Ytri-Njarðvíkurkirkju
föstudaginn 14. janúar klukkan 13. Í ljósi aðstæðna munu
einungis nánustu aðstandendur vera viðstaddir athöfnina.
Athöfninni verður streymt á
https://www.facebook.com/groups/meinert.
Gyða Eiríksdóttir
Erna Nilssen Unnar Már Magnússon
Júlíanna María Nilssen
Gyða Minný Nilssen Sigfús K. Magnússon
Eiríkur Arnar Nilssen
barnabörn, barnabarnabörn og barnabarnabarnabörn
Elskuleg eiginkona mín, mamma,
tengdamamma, amma og langamma,
SVANHILDUR H. SIGURFINNSDÓTTIR,
Lilla,
lést á Landspítala 31. desember.
Útförin fór fram í kyrrþey.
Grímur Davíðsson
Margrét Sigrún Grímsdóttir Erlendur Sigurður Sigurjóns.
Sigurfinnur Óskar Grímsson Inga Katrín Guðmundsdóttir
barnabörn og barnabarnabörn
Ástkær móðir okkar, tengdamamma, amma
og langamma,
JÓNA SIGURBJÖRG
GUÐMUNDSDÓTTIR,
fædd á Horni í Mosdal, Arnarfirði, áður
til heimilis í Vesturbergi 10,
Reykjavík,
lést 14. desember á dvalarheimilinu Eir.
Útför Jónu fer fram frá Garðakirkju 14. janúar klukkan 13.
Gestir eru beðnir um að framvísa neikvæðu hraðprófi sem ekki
er eldra en 48 klst. gamalt. Aðstandendur senda starfsfólki á
2. hæð suður á Eir ástarþakkir fyrir góða umönnun.
Streymt verður frá athöfninni á vefsíðunni streyma.is undir nafni
hinnar látnu.
Alda Björk Marinósdóttir Trausti Hauksson
Guðmundur Marinósson Guðbjörg Anna Magnúsdóttir
Finnbogi Sig. Marinósson Kerstin Haug Marinósson
Guðrún Björk Marinósdóttir Vigfús Eiríksson
barnabörn og barnabarnabörn
Ástkær faðir okkar, tengdafaðir,
afi og langafi,
HENRY ÞÓR HENRYSSON
skógarbóndi,
Efri-Sumarliðabæ,
lést á Landspítalanum
laugardaginn 8. janúar.
Guðrún Katla Henrysdóttir Helga Sigurjónsdóttir
Henry Alexander Henrysson Regína Bjarnadóttir
barnabörn og barnabarnabörn
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma
og langamma,
INGIBJÖRG RAGNHEIÐUR
BJÖRNSDÓTTIR,
áður Ásenda 19,
verður jarðsungin frá Bústaðakirkju
14. janúar klukkan 13.
Vegna gildandi samkomutakmarkana er fólk beðið að framvísa
neikvæðu hraðprófi frá viðurkenndum aðila, ekki eldra
en 48 klst. gömlu. Athöfninni verður streymt á
https://www.youtube.com/watch?v=kxzEEdL7UhQ
Jóhanna Guðríður Linnet Kristján B. Ólafsson
Ragnheiður Linnet Runólfur Pálsson
Hrafnhildur Linnet Runólfsd. Bjarni Páll Linnet Runólfsson
Ingibjörg Ragnheiður Linnet Herdís Ágústa Linnet
og barnabarnabörn
Okkar ástkæra,
AUÐUR PERLA SVANSDÓTTIR,
lést á Landspítalanum Fossvogi 6. janúar.
Útförin verður auglýst síðar.
Kjartan Már Ásmundsson
Kolfinna Kjartansdóttir
Karitas Kjartansdóttir
Eiríkur Friðjón Kjartansson
og aðrir aðstandendur
Elsku mamma okkar, tengdamamma,
amma og kær vinkona,
SVALA LÁRUSDÓTTIR,
lést föstudaginn 7. janúar á líknardeild
Landspítalans, Kópavogi. Útförin fer fram
frá Lindakirkju föstudaginn 21. janúar
klukkan 13. Kirkjugestir eru beðnir um að framvísa neikvæðu
hraðprófi sem er ekki eldra en 48 stunda gamalt.
Streymt verður frá athöfninni á lindakirkja.is/utfarir.
Þeim sem vilja minnast hennar er bent á Ljósið.
Bryndís Erla Sigurðardóttir Gunnar Friðriksson
Arnar Þór Sigurðarson Jana Sturlaugsdóttir
Berglind Lóa Sigurðardóttir Guðjón Leifsson
Þór Guðmundsson
og ömmubörn
Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar,
tengdafaðir, afi og langafi,
BIRGIR THORSTEINSON
garðyrkjubóndi,
Brún, Flúðum,
lést á Heilbrigðisstofnun Suðurlands
1. janúar. Vegna aðstæðna í þjóðfélaginu hefur útförin farið
fram. Hjartans þakkir til starfsfólks HSu fyrir einstaka hlýju og
góða umönnun.
Margrét Böðvarsdóttir
Sigríður Thorsteinson
Axel Thorsteinson Heiða Snorradóttir
Böðvar Bjarki Thorsteinson Sigurveig Guðmundsdóttir
Þorsteinn Thorsteinson
barnabörn, barnabarnabörn og fjölskyldur