Morgunblaðið - 13.01.2022, Side 59
ÍÞRÓTTIR 59
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 13. JANÚAR 2022
„Við skulum fara í þennan leik
minnugir þess að við höfum afl
og getu til að gera vel. Hversu
langt það getur fleytt okkur veit
enginn en við skulum alla vega
fara eins langt og kostur er,“
sagði Guðjón Þórðarson knatt-
spyrnuþjálfari eitt sinn í frægri
ræðu.
Ætli landsliðsmennirnir í hand-
knattleik fari ekki inn í loka-
keppni EM á morgun með svip-
uð skilaboð í íþróttatöskunum?
Mikið býr í íslenska liðinu. Þar
eru margir hæfileikaríkir leik-
menn sem gera það gott í
Meistaradeildinni og í Þýska-
landi. Liðið hefur undirbúið sig
vel og sloppið við smit að
mestu. Liðið æfði ekki bara vel í
janúar heldur einnig í nóvember.
Líklega finnst mörgum tími
vera kominn á skemmtilegt mót
hjá íslenska landsliðinu. Margir
leikmanna liðsins hafa átti vel-
gengni að fagna sem landsliðs-
menn í yngri landsliðum og hafa
nú fengið að kynnast nokkrum
stórmótum. Ég er sannfærður
um að þessi kjarni getur náð
mjög góðum árangri. Spurning
er kannski hvenær heldur en
hvort. Með þessum kjarna eru
svo leikmenn eins og Aron
Pálmarsson, Bjarki Már Elísson
og Ólafur Guðmundsson sem
eru á besta aldri. Verða 32 ára á
árinu. Auk þess er Björgvin Páll
Gústavsson í hópnum og getur
miðlað af þeirri reynslu að vinna
ólympíuverðlaun.
Ætli íslenska þjóðin eigi það
ekki líka skilið að sjá spennandi
mót hjá landsliðinu í heimsfar-
aldrinum, takmörkunum og öll-
um þeim leiðindum?
Ísland hefur tvívegis spilað
um verðlaun á EM, 2002 og
2010. Ryðja þarf toppliðum úr
vegi til að það geti orðið nið-
urstaðan en okkar menn munu
fara eins langt og nokkur kostur
er.
BAKVÖRÐUR
Kristján Jónsson
kris@mbl.is
HANDKNATTLEIKUR
1. deild karla, Grill 66-deildin:
Origo-höll: Valur U – Selfoss U........... 19.30
Austurberg: ÍR – Fjölnir ..................... 19.30
KÖRFUKNATTLEIKUR
1. deild karla:
Dalhús: Fjölnir – Álftanes ........................ 18
KNATTSPYRNA
Reykjavíkurmót kvenna:
Origo-völlur: Valur – KR .......................... 18
Würth-völlur: Fylkir – Fram ................... 19
Víkingsvöllur: Víkingur – Fjölnir ............ 19
Í KVÖLD!
Ítalía
Bikarkeppnin, 16-liða úrslit:
Atalanta – Venezia .................................. 2:0
- Arnór Sigurðsson var ónotaður vara-
maður hjá Venezia og Bjarki Steinn
Bjarkason var ekki í leikmannahópnum.
Grikkland
PAOK – Panetolikos ............................... 2:0
- Sverrir Ingi Ingason lék allan leikinn
með PAOK.
_ Efstu lið: Olympiacos 42, AEK Aþena 33,
PAOK 31, Giannina 26, Panathinaikos 26.
England
West Ham – Norwich ............................ (0:1)
Deildabikar, undanúrslit, seinni leikur:
Tottenham – Chelsea ............................ (0:1)
Spánn
Meistarakeppnin, undanúrslit:
Barcelona – Real Madrid ...................... (2:3)
_ Leikjunum var ekki lokið þegar blaðið
fór í prentun í gærkvöld. Sjá mbl.is/sport/
enski.
>;(//24)3;(
LANDSLEIKUR
Víðir Sigurðsson
vs@mbl.is
Frekar tilþrifalitlum vináttulands-
leik karlalandsliða Íslands og Úg-
anda í fótbolta á æfingasvæði í Belek
í Suður-Tyrklandi í gær lauk með
jafntefli, 1:1.
Jón Daði Böðvarsson skoraði
mark Íslands strax á sjöttu mínútu
með skalla af markteig eftir laglega
sókn Íslands og fyrirgjöf Viðars Ara
Jónssonar frá endamörkunum
hægra megin.
Jón Daði fékk langþráðar 60 mín-
útur með íslenska liðinu en hann var
síðast í byrjunarliði í leik þegar Ís-
land mætti Póllandi í vináttuleik 8.
júní og spilaði síðast mótsleik 24.
ágúst þegar hann lék í 20 mínútur
með Millwall í enska deildabik-
arnum.
Þá skoraði Jón Daði sitt fjórða
mark í 61 landsleik en hann var lík-
legastur í liðinu til að koma bolt-
anum í netið og var í tvö önnur skipti
hættulegur við mark Afríkuliðsins.
Úgandamenn jöfnuðu úr víta-
spyrnu eftir hálftíma leik en slæm
sending Arnórs Ingva Traustasonar
til baka kom Ara Leifssyni í vand-
ræði og hann braut klaufalega á
sóknarmanni Úganda sem var að
sleppa laus í vítateignum.
Reynslan var frammi
Þeir átta leikmenn sem Arnar
tefldi fram á miðju, í vörn og í marki
áttu samtals tvo A-landsleiki að
baki. Varnarmennirnir Ari Leifsson
og Valgeir Lunddal einn hvor. Þeir
Jökull Andrésson markvörður,
Finnur Tómas Pálmason, Atli Bark-
arson, Viktor Örlygur Andrason,
Viktor Karl Einarsson og Valdimar
Þór Ingimundarson léku hins vegar
allir sinn fyrsta landsleik.
Reynslan í liðinu var í fremstu
víglínu þar sem EM- og HM-
fararnir Jón Daði og Arnór Ingvi
Traustason með samanlagt rúmlega
100 landsleiki léku ásamt Viðari Ara
Jónssyni sem spilaði sinn sjötta A-
landsleik. Arnór Ingvi var fyrirliði
Íslands í fyrsta skipti.
Nýliðunum fjölgaði enn í seinni
hálfleik þegar Hákon Rafn Valdi-
marsson markvörður og Kristall
Máni Ingason komu inn á í sínum
fyrsta landsleik.
Fleiri lykilmenn hjá Úganda
Úganda var eins og Ísland án
flestra lykilmanna sinna og var nær
eingöngu með leikmenn úr deildinni
heima fyrir. Þar voru þó fleiri leik-
menn með landsliðsreynslu en í ís-
lenska liðinu og einir fjórir af þeim
sem hófu leik með Úganda spiluðu
mikið í leikjum liðsins í undankeppni
HM í haust.
Eins og svo oft í þessum jan-
úarleikjum var leikurinn ekki mikið
fyrir augað enda ekki um mikla sam-
æfingu að ræða, þótt kjarninn sem
hóf leik fyrir Ísland hafi reyndar
spilað mikið með 21 árs landsliðinu
undanfarin misseri. Enda snúast
þessir leikir fyrst og fremst um að
brúa bilið milli 21 árs liðs og A-
landsliðs og finna út hverjir eiga
möguleika á að stíga skrefi lengra og
gera tilkall til sætis í liðinu þegar
kemur að mótsleikjunum í sumar.
Alfons og Stefán geymdir
Ljóst virðist að Arnar Þór Við-
arsson landsliðsþjálfari líti á leikinn
við Suður-Kóreu á laugardaginn
sem stærra og erfiðara verkefnið í
þessari ferð. Hann notaði þá Alfons
Sampsted og Stefán Teit Þórðarson
ekkert í leiknum gegn Úganda en
þeir komu talsvert við sögu í haust-
verkefnum landsliðsins og eru tveir
af reynslumeiri leikmönnunum í
hópnum þótt ungir séu. Alex Þór
Hauksson, Ísak Óli Ólafsson, Damir
Muminovic og Ingvar Jónsson
markvörður komu heldur ekkert við
sögu í gær og viðbúið að þeir spili á
laugardaginn.
Endurkoma hjá Jóni Daða
- Skoraði mark Íslands gegn Úganda
þar sem átta léku sinn fyrsta landsleik
Morgunblaðið/Eggert
Skoraði Jón Daði Böðvarsson skoraði mark Íslands gegn Úganda í gær og
var tvisvar nærri því að koma boltanum aftur í mark Afríkuliðsins.
Handknattleiksmaðurinn Tumi
Steinn Rúnarsson er genginn í rað-
ir Coburg í þýsku B-deildinni frá
Val. Tumi er 21 árs leikstjórnandi
sem er uppalinn hjá Hlíðarenda-
félaginu. Vísir greinir frá og segir
Coburg hafa greitt Val fyrir þjón-
ustu Tuma. Tumi gekk aftur í raðir
Vals árið 2020 eftir að hafa leikið
með Aftureldingu í tvö ár og varð
tvöfaldur meistari með Valsliðinu á
síðasta tímabili. Tumi hefur skorað
53 mörk í ellefu leikjum í Olísdeild-
inni á leiktíðinni en hann skilur við
Val í fjórða sæti deildarinnar.
Tumi verður leik-
maður Coburg
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Þýskaland Tumi Steinn Rúnarsson
gengur í raðir Coburg frá Val.
Sænska knattspyrnufélagið Kalmar
staðfesti í gær að vinstri bakvörð-
urinn Davíð Kristján Ólafsson væri
kominn til liðs við það frá Aalesund
í Noregi og hefði samið til þriggja
ára. Davíð er 26 ára gamall og hef-
ur leikið með Aalesund undanfarin
þrjú ár, eitt tímabil í úrvalsdeild-
inni og tvö í B-deildinni, en hann
tók þátt í að koma liðinu aftur upp á
síðasta ári eftir ársdvöl utan úrvals-
deildarinnar. Hann lék áður með
Breiðabliki og spilaði 81 leik með
Kópavogsliðinu í úrvalsdeildinni á
árunum 2014 til 2018.
Davíð kominn
til Kalmar
Ljósmynd/Aalesund
Kalmar Davíð Kristján Ólafsson er
kominn í sænsku úrvalsdeildina.
Vináttulandsleikur karla, Antalya,
Tyrklandi, 12. janúar.
0:1 Jón Daði Böðvarsson 6.
1:1 Kaddu Patrick 31.(víti)
Ísland: (4-3-3) Mark: Jökull Andr-
ésson (Hákon Rafn Valdimarsson
46). Vörn: Valgeir Lunddal Frið-
riksson, Ari Leifsson, Finnur Tómas
Pálmason, Atli Barkarson. Miðja:
Viktor Örlygur Andrason, Viktor Karl
ÚGANDA – ÍSLAND 1:1
Einarsson (Kristall Máni Ingason 74),
Valdimar Þór Ingimundarson (Gísli
Eyjólfsson 60). Sókn: Viðar Ari Jóns-
son (Höskuldur Gunnlaugsson 60),
Jón Daði Böðvarsson (Sveinn Aron
Guðjohnsen 60), Arnór Ingvi
Traustason (Davíð Kristján Ólafsson
79).
Skot: Ísland 6 (6) – Úganda 5 (2)
Horn: Úganda 1.
Keflavík hafði betur gegn Njarðvík,
63:52, á heimavelli í Subway-deild
kvenna í körfubolta í gærkvöldi. Með
sigrinum fór Keflavík upp fyrir
Hauka og upp í fjórða sætið en
Njarðvík mistókst að fara í topp-
sætið.
Keflavík byrjaði betur og var með
15:9 forskot eftir fyrsta leikhluta en
Njarðvík svaraði í öðrum leikhluta
og var staðan í hálfleik 29:28, Kefla-
vík í vil.
Keflavík lagði svo grunninn að
sterkum sigri með glæsilegum
þriðja leikhluta, sem liðið vann 18:5.
Njarðvík var svo ekki sérlega nálægt
því að jafna í fjórða leikhlutanum.
Daniela Wallen var stigahæst hjá
Keflavík með 20 stig og níu fráköst.
Anna Ingunn Svansdóttir bætti við tíu
stigum. Aliyah Collier skoraði 14 stig
fyrir Njarðvík og Lára Ösp Ásgeirs-
dóttir gerði 12.
Fjölnir er því áfram í toppsætinu
með 20 stig eftir 13 leiki. Njarðvík er í
öðru sæti með 18 stig eftir 12 leiki og
Valur í þriðja með 16 stig eftir 12 leiki.
Keflavík er nú með tíu stig í fjórða
sæti, tveimur stigum meira en Hauk-
ar, en Haukar eiga þrjá leiki til góða.
Keflavík stóð í vegi
fyrir Njarðvíkingum
Árni Sæberg
Drjúg Daniela Wallen átti stórleik fyrir Keflavík í heimasigrinum á grönn-
unum í Njarðvík í Subway-deildinni í gærkvöldi og skoraði 20 stig.