Morgunblaðið - 13.01.2022, Síða 60

Morgunblaðið - 13.01.2022, Síða 60
60 MENNING MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 13. JANÚAR 2022 Húðfegrun ehf | Vegmúli 2 | Sími 533 1320 | www.hudfegrun.is Tímapantanir í síma 533 1320 Við tökumvel ámóti ykkur í Vegmúla2 Fitueyðing Eyðir fitu á erfiðum svæðum Laserlyfting Háls- og andlitslyfting NÝTT ÁR – NÝMARKMIÐ Frábær tilboð og fleiri meðferðir í vefverslun okkar! TILBOÐ ALLT AÐ 30% afslátturí janúar Kristín Heiða Kristinsdóttir khk@mbl.is ,,Þegar ég fór að vinna að þessari sýn- ingu þá kom sú hugmynd mjög nátt- úrulega til mín að fá Úlf bróður minn til samstarfs við mig. Við erum bæði flutt til Íslands eftir dvöl erlendis, svo nú er kominn nýr kafli í lífi okkar og þetta var kjörið tækifæri til að koma saman aftur, en við Úlfur höfum oft unnið saman áður,“ segir Elín Hans- dóttir sem var boðið að vera með nýtt verk í Gerðarsafni í tengslum við Ljósmyndahátíð Íslands sem fer af stað í dag. Þau systkinin opna saman sýningu sína Ad Infinitum í Gerðar- safni í Kópavogi á morgun, föstudag. Elín er myndlistarmaður en Úlfur er tónskáld og hljóðlistamaður. ,,Elín var með mjög skýra hug- mynd strax um það hvernig sýningin ætti að vera uppbyggð og um hvað hennar þáttur átti að snúast. Við eig- um það til að detta á hugmyndatrúnó þegar við vinnum saman, en það kom líka mjög náttúrulega til mín hvernig hljóðinnsetning gæti fylgt því sem Elín er að pæla með sínum ljós- myndum í þessari sýningu. Mér fannst strax myndir hennar í miðju sýningarrýmisins vera mikill fjár- sjóður,“ segir Úlfur og bætir við að hann hafi ákveðið að vinna margrása verk sem fer í gegnum átta hátalara umhverfis salinn. ,,Mig langaði með hljóðinnsetningunni að skapa tilfinn- ingu um einhverskonar veru eða vætti, sem verndar fjársjóðinn í miðj- unni, einskonar mínótár. Hljóðið skap- ar heilmynd sem er ekki efnisleg, utan um þessa mjög svo sjónrænu og fal- legu innsetningu með myndum Elín- ar. Þetta styður hvað annað mjög vel, hljóð og mynd.“ Undirmeðvitund og hið óræða Elín segir að innsetning hennar sé í hringlaga rými inni í miðjum sýning- arsalnum. ,,Þar fyrir utan á að vera myrkur og hljóðverk Úlfs ferðast um í myrkrinu og umlykur hið sjónræna, og það myndast einhvers konar ,,vakúm“ ut- an um miðjuna, sem hefur áhrif á gestina áður en þeir nota augun. Þeir nota þá eyrun til að skynja. Það sem Úlfur gerir með hljóðmyndinni er ekki ósvipað því sem ég geri, því hann er líka að skapa einhvers konar heim sem hefur dýpt og fjarvídd og kallar fram annars konar skynjun á rými.“ Úlfur bætir við að þótt Elín sé að vinna með sjónrænar ljósmyndir, þá sé samt abstrakt hvert viðfangsefnið sé. ,,Því það talar svo mikið við undir- meðvitundina, frekar en eitthvað í framheilanum. Fyrir mér er Elín búin að skapa einhvers konar stafróf úr þessum ótrúlega fallegu ljósmyndum sem teknar eru af teygjum út um allan heim. Þetta talar til mín á svipaðan hátt og tónlist gerir, í gegnum undir- meðvitundina og hið óræða, sem hefur mikil áhrif innra með manni þegar maður verður fyrir því. Hvað það er sem það snertir á innra með manni er handan orða. Mér finnst það sterkt í verki Elínar og mig langaði að ná fram svipuðum áhrifum með hljóð- myndinni minni.“ Að kafa dýpra inn í sjálfan sig Elín segir að hún hafi í verkum sín- um oft leitað eftir upplifun á sjón- rænni menningu sem sé svipuð og upplifun fólks á tónlist. ,,Ég er að tala um allt aðra skynjun en þá sem á sér stað í framheila, eða inntaki sem við túlkum út frá texta. Við erum svo vön því í myndlist að túlka allt, reyna að setja fram aðstæð- ur þar sem myndmál hefur beina þýð- ingu eða skírskotun í eitthvað sem við þekkjum eða hefur skírskotun í sögu- lega þekkingu. Ég er næstum óörugg með þátt minn í sýningunni af því að inntakið virðist kannski í fyrstu vera svo einfalt. En einfaldleikinn býður upp á þessa opnu túlkun sem er mjög svipuð og það sem við upplifum þegar við mætum á tónleika, lokum augun- um og hlustum. Förum í eitthvert ferðalag, nema í þessu tilfelli þá upp- lifum við tónlistina meira með líkama okkar, því við sitjum ekki á stól og tón- listin kemur ekki úr einni átt, heldur úr mörgum áttum.“ Úlfur grípur þetta á lofti og segir að markmið hans með því að nota marga hátalara sé að láta hljóðið ferðast um rýmið í stað þess að búa til línulegt hljóð sem þróast frá a yfir í b. ,,Mér finnst merkilegt að heyra Elínu tala um hvað hún er að spá. Þótt eitthvað sé ekki endilega hannað til þess að vera túlkað, eða skapað til að fólk taki það inn og túlki út frá einhverju minni úr sögum sem við þekkjum, þá þýðir það ekki að það búi ekki yfir innri strúktúr. Mér finnst krafturinn ein- mitt liggja í mystíkinni sem Elín hefur skapað með þessari sýningu, því hún hefur innri strúktúr en á sama tíma er hún óræð. Upp úr því rís mikil mystík og tækifæri fyrir áhorfanda til að kafa dýpra inn í sjálfan sig.“ Að lokum er ekki úr vegi að spyrja hvers vegna þau hafi gefið sýningunni nafnið, Ad Infinitum, sem gæti lagst út á íslensku: Að eilífu. ,,Af því að við erum bestu vinir ,,for- ever“,“ segir Úlfur að bragði og Elín skellihlær. Úlfur segir nafnið reyndar vísa til tengsla við óreiðuna. ,,Þegar við setjum óreiðu í samband við óend- anleikann, þá rís úr henni merking, meining og líf.“ Elín bætir við að nafngiftin vísi líka til ljósmyndanna af gúmmíteygjum, sem eru hringlaga form sem hefur ekkert upphaf og engan endi. ,,Þessar teygjur hafa lent í ýmsu á sínu æviskeiði, þær hafa fallið til jarð- ar í allskonar ólík form. Eilífðar- merkið kemur upp aftur og aftur, því teygjan er einfalt geómetrískt form sem getur samt teygt sig í óendanlega margar útgáfur af sjálfu sér.“ Þessar teygjur hafa lent í ýmsu - Systkinin Elín og Úlfur með sýninguna Ad Infinitum í Gerðarsafni á Ljósmyndahátíð Íslands - Teygjan er einfalt geómetrískt form sem getur teygt sig í óendanlega margar útgáfur af sjálfu sér Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Listafólk ,,Nú er kominn nýr kafli í lífi okkar og þetta var kjörið tækifæri til að koma saman aftur,“ segja systkinin. Teygja Ein af ljósmyndum Elínar Hansdóttur á sýningunni Ad Infinitum. Ljósmyndahátíð Íslands er alþjóð- leg hátíð sem haldin er í janúar annað hvert ár og er nú haldin í sjötta sinn. Markmið hátíðarinnar er að vinna að framþróun ljós- myndunar sem listforms. Næstu tvær helgar verða nýjar sýningar opnaðar í Ásmundarsal, BERG Contemporary, Gallery Porti, Gerðarsafni, Hafnarborg, Korp- úlfsstöðum, Listasafni Íslands, Ljósmyndasafni Reykjavíkur, RAMskram galleríi, og Þjóðminja- safni Íslands. Fyrstu opnanir verða í dag, 13. janúar, í Gallery Porti og á morgun, 14. janúar, í Gerðar- safni. Hátíðin verður ekki sett formlega vegna samkomutak- markana, en sérstök viðburðahelgi verður haldin síðustu viku hátíð- arinnar, í lok mars, með fjölbreytt- um viðburðum, málþingi, fyrir- lestrum, ljósmyndabókasýningu, listamannaspjalli á sýningum o.fl. Á dagskrá eru þrettán sýningar með erlendum og íslenskum lista- mönnum. Lokahelgin er 24.-27. mars 2022. Nánar á www.tipf.is. Ljósmyndun sem listform LJÓSMYNDAHÁTÍÐ ÍSLANDS HALDIN Í SJÖTTA SINN Stilla Ein af mörgum ljósmyndum sem verða á hátíðinni, eftir Hallgerði Hallgrímsdóttur.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.