Morgunblaðið - 13.01.2022, Síða 64
Tamara Rojo hefur verið ráðin list-
rænn stjórnandi San Francisco-
ballettsins, og tekur við starfinu af
Helga Tómassyni í árslok 2022 þegar
hann lætur af störfum vegna aldurs,
en Helgi hefur stjórnað flokknum síð-
ustu 37 árin. Frá þessu greinir The
New York Times. Rojo verður þar
með fyrsta konan og aðeins fimmti
stjórnandi San Francisco-ballettsins,
sem stofnaður var 1933 og er því elsti
atvinnuballettflokkur Bandaríkjanna.
„Að mínu mati er þetta frjóasti
flokkur Norður-Ameríku,“ segir Rojo
og tekur fram að markmið sitt sem
stjórnandi sé að láta „listformið höfða
til yngri áhorfenda sem hafi stundum
ný gildi og prinsipp“. Rojo hefur ver-
ið listrænn stjórnandi Enska þjóðar-
ballettsins í London síðan 2012 og
þykir hafa umbreytt ásýnd flokksins
til hins betra með áherslu á alþjóðlegt
samstarf og hugmyndarík verkefni.
Auk þess bar hún hitann og þungann
af því að fjármagna byggingu nýrra
höfuðstöðva flokksins sem teknar
voru í notkun 2019.
„Hún sneri skútunni við,“ segir
Alistair Spalding, listrænn stjórnandi
Sadler’s Wells-leikhússins, sem átt
hefur í nánu samstarfi við Enska
þjóðarballettinn síðustu árin. „Hún
hefur staðið í fremstu víglínu og leitt
starfið með áræði í dagskrárgerð,
tekið margar góðar ákvarðanir. Mik-
ilvægast af öllu er að hún hefur haft
skýra listræna sýn og fundið leiðir til
að raungera hugmyndir sínar.“
Leggur áherslu á gagnsæi
„Helgi færði San Francisco-
ballettinum einstakan smekk, ævin-
týraanda, vilja til að taka áhættu og
getu til að leysa hvers kyns vanda,“
segir Sunnie Evers, sem situr í stórn
flokksins. „Það var yfirþyrmandi
verkefni að finna einhvern sem gæti
fylgt í fótspor hans,“ segir Evers og
rifjar upp að stjórnin hafi leitað að
nýjum stjórnanda á heimsvísu í tæpt
ár. Haft hafi verið samband við yfir
200 kandídata og listinn þrengdur í
átta í júlí. Í þeim hópi voru þrjár hör-
undsdökkar manneskjur og þrjár
konur. „Mikið hefur verið rætt um
það hversu hvítir karlmenn eru áber-
andi í ballettinum. Ég er mjög
spenntur fyrir því að svo sé ekki hjá
okkur,“ segir Evers.
Í myndbandsviðtali við Helga sem
The New York Times vitnar til kem-
ur fram að hann hafi ekki haft nein
áhrif á val á eftirmanneskju sinni, en
vonaðist til að hún myndi „byggja
upp sterkan flokk og reyna nýja
hluti“. Bendir hann á að Rojo hafi í
verki sýnt getu sína til að bæta
Enska þjóðarballettinn og lyfta upp á
alþjóðlegan staðal „sem var það sem
ég var beðinn að gera þegar ég var
ráðinn til San Francisco á sínum
tíma. Hún hefur þróað nýja kóreó-
grafíu á sama tíma og hún ber virð-
ingu fyrir klassíkinni.“ Helgi mun
skipuleggja starfsárið 2022-2023, en
Rojo hyggst nýta það sem eftir lifir
þessa árs í að setja sig inn í nýja
starfið, móta listræna sýn sína og
skipuleggja komandi starfsár.
Rojo segir of snemmt að gefa upp
hvað hún hyggist setja á dagskrá í
San Francisco. „Ég mun halda áfram
að fókusera á konur í hópi danshöf-
unda og hvetja nýjar raddir til að
túlka klassíkina,“ segir Rojo og tekur
fram að eitt af því sem sér finnist svo
gefandi við breskt leikhús sé hvernig
unnið er með klassíkina á nýskapandi
hátt og nefnir Shakespeare í því sam-
hengi.
Rojo tekur fram að spennandi hafi
verið að fylgjast með þeim áhrifum
sem Covid-19-heimsfaraldurinn hafi
haft á miðlun dans með stafrænum
hætti. „Ég trúi því að San Francisco-
ballettinn hafi tækifæri til að vera
leiðandi á þessu sviði.“
Rojo leggur, sem stjórnandi,
áherslu á gagnsæi. „Mér finnst mikil-
vægt að dansarar skilji hvernig
ákvarðanir eru teknar,“ segir Rojo.
Eiginmaður hennar, Isaac Hern-
andez, starfaði einnig hjá Enska þjóð-
arballettinum og gekk nýverið aftur
til liðs við San Francisco-ballettinn
þar sem hann dansaði á sínum yngri
árum. Evers segir að stjórn flokksins
hafi spurt Rojo erfiðra spurninga er
snúa að því hvernig Hernandez er
valinn í hlutverk, og beðin að svara
fyrir þá gagnrýni sem birtist í bresku
pressunni 2018 um stjórnarhætti
hennar. „Tamara var óhrædd við að
viðurkenna mistök og jafnframt afar
lausnamiðuð,“ segir Evers. „Sjálf
kem ég ekki úr balletthefðinni og þarf
því ekki að gæta að ímynd hennar.
Ég er aðkomumanneskja og hef
áhuga á að bjóða öðrum aðkomu-
manneskjum að eiga hlutdeild í list-
forminu með það að markmiði að
skapa framtíð með þeim. Hver svo
sem sú framtíð verður,“ segir Rojo.
Nýr listrænn stjórnandi
San Francisco-ballettsins
- Tamara Rojo
tekur við af Helga
Tómassyni
Nýsköpun Tamara Rojo vill stuðla að því að ballettinn sem listform höfði
betur til yngri áhorfenda. Hún talar fyrir skapandi úrvinnslu á hefðinni.
Ljósmynd/ballet.org.uk
64 MENNING
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 13. JANÚAR 2022
Trönuhrauni 8, Hafnarfirði, stod.is
Fagfólk STOÐAR veitir nánari
upplýsingar og ráðgjöf.
LÁTTU ÞÉR LÍÐA VEL
Vönduð og falleg sjúkrarúm fyrir heimili og stofnanir.
Örugg, fjölhæf og notendavæn fyrir allar þínar þarfir.
Óskarsverðlaunin verða afhent við
hátíðlega athöfn 27. mars og í
fyrsta sinn í þrjú ár verður kynnir á
staðnum til að stýra herlegheit-
unum. Þetta upplýsir sjónvarps-
stöðin ABC sem sýna mun athöfn-
ina í beinni útsendingu. Yfir-
standandi heimsfaraldur hefur sett
strik í afhendingu ýmissa verð-
launa í listheiminum að undan-
förnu, en skipuleggjendur Óskars-
ins láta engan bilbug á sér finna.
Ekki hefur enn verið upplýst
hver verður kynnir í ár. Sú hefð að
hafa einn eða fleiri kynna var rofin
árið 2019 þegar uppistandarinn
Kevin Hart sagði sig frá hlutverk-
inu sem kynnir í kjölfar harðrar
gagnrýni á hann fyrir fordómafull
ummæli í garð samkynhneigðra. Þá
var brugðið á það ráð að senda
athöfnina út án kynnis og hefur sú
útfærsla haldist síðan, en samtímis
hefur verðlaunaafhendingin verið
mjög hófstillt vegna samkomutak-
markana heimsfaraldursins.
Síðasti kynnir Óskarsverðlauna-
afhendingarinnar var því Jimmy
Kimmel, sem kynnti útsendinguna
árin 2017 og 2018. Meðal þeirra
sem orðaðir hafa verið við kynn-
inguna í ár eru breski leikarinn
Tom Holland, sem þekktastur er
fyrir hlutverk sitt sem Kóngulóar-
maðurinn. „Ef mér verður boðið að
vera kynnir mun ég taka það að
mér, enda væri það gaman,“ sagði
Holland í samtali við The Holly-
wood Reporter í seinasta mánuði.
Bob Hope heitinn á metið í því að
kynna Óskarsverðlaunahafana, en
hann gerði það samtals 19 sinnum.
Næstur á eftir honum kemur Billy
Crystal með níu skipti.
Tilnefningar til Óskarsins verða
kynntar 8. febrúar.
Óskar Ein vinsælustu verðlaun kvik-
myndageirans eru Óskarsverðlaunin sem
eru í formi gylltrar styttu af karlmanni.
Óskarinn afhentur 27. mars með kynni
Fengi Danski þjóðarflokkurinn
(Dansk folkeparti) að ráða yrði tón-
listarfólki sem gerst hefur brotlegt
við lög ekki lengur leyft að koma
fram á opinberum tónleikastöðum
og tónleikahátíðum sem njóta fjár-
hagslegs stuðnings hins opinbera.
Þetta kom fram í máli Peters Skaa-
rups, sem er talsmaður flokksins
hvað viðkemur dómsmálum. Í sam-
tali við dönsku útvarpsstöðina
24syv segir hann flokkinn leggja
þetta til þar sem hann telji það
vandamál að glæpir séu fegraðir,
sérstaklega í rapptónlist.
„Við leggjum þetta til vegna þess
að við sjáum að áberandi liðsmenn
glæpagengja, bæði í Danmörku og
Svíþjóð, tengjast tónlistargeiranum
þar sem þeir dásema líf glæpa-
manna,“ segir Skaarup í samtali við
P1 Morgen og DR greinir frá.
Yrði tillaga Danska þjóðarflokks-
ins að veruleika myndi hún hafa
áhrif á rappara á borð við Jamaika,
sem hefur margsinnis verið dæmd-
ur og situr nú í fangelsi fyrir hníf-
stunguárás og hótanir. Aðrir tón-
listarmenn eru Medina, sem dæmd
var fyrir að keyra undir áhrifum
vímuefna, og Topgunn, sem dæmd-
ur var fyrir ofbeldi.
Í frétt SVT um málið kemur fram
að í Svíþjóð hafa Svíþjóðardemó-
kratarnir (Sverigedemokraterna)
skorað á ríkisstjórnina að láta meta
hvort ástæða sé til að hætta að leika
rapptónlist sem tengist glæpa-
gengjum í ríkisútvarpinu.
Vill banna brotamönnum að koma fram
AFP
Formaðurinn Kristian Thulesen Dahl er
formaður Danska þjóðarflokksins.
Breski leikarin Lennie James, sem
þekktastur er fyrir frammistöðu
sína í The Walking Dead og The
Line of Duty, segir nauðsynlegt að
ræða það hvernig leikarar séu valdir
í hlutverk. Heitar umræður hafa átt
sér stað að undanförnu um það
hvort nauðsynlegt sé að leikarar
hafi persónulega reynslu af því sem
þeir séu að túlka. Nýverið gerði
Maureen Lipman athugasemd við
það að Helen Mirren væri að leika
Goldu Meir í væntanlegri kvikmynd
þar sem Mirren væri ekki gyðingur.
James segir mikilvægt að ræða
hlutina af fullri alvöru og skoða sér-
staklega hlutverk þar sem minni-
hlutahópar hafi ekki fengið að túlka
eigin reynsluheim. „Í þeim tilvikum
þar sem samkynhneigðir leikarar
hafa ekki fengið tækifæri til að leika
samkynhneigðar persónur eða fatl-
aðir leikarar ekki einu sinni komið
til greina í hlutverk persóna með
fötlun finnst mér tvímælalaust að
gefa eigi þeim leikurum tækifæri,“
segir James í samtali við BBC en
tekur fram að hann geti ekki sam-
þykkt það að ákveðin hlutverk eigi
alltaf að vera frátekin fyrir tiltekna
leikara með vísan til þess að aðeins
þannig verði frammistaðan ekta.
„Það þarf að
meta hvert tilvik
fyrir sig og því
ekki hægt að búa
til algilda reglu,“
segir James.
Handritshöf-
undurinn Russell
T. Davies er með-
al þeirra sem
leggja áherslu á
trúverðugleika. Í sjónvarps-
þáttaröðinni It’s a Sin fóru aðeins
samkynhneigðir leikarar með hlut-
verk samkynhneigðra. „Þú myndir
aldrei setja ófatlaðan leikara í hjóla-
stól, ekki frekar en þú myndir farða
hvítan leikara til að leika hörunds-
dökka manneskju,“ segir Davies við
Radio Times. Aðrir hafa kallað eftir
blæbrigðaríkari nálgun og bent á að
list leikarans felist í hæfileikanum
til að geta sett sig spor annarra og
þannig túlkað ólík hlutverk. „Ég
mun berjast hatrammlega fyrir
réttinum til að leika hlutverk sem
liggja utan míns reynsluheims,“
segir Cate Blanchett. Undir þetta
tekur Helen Mirren sem segir það
gera lítið úr list leikarans ef öll túlk-
un leikara þyrfti að byggjast á lif-
aðri reynslu.
Nauðsynlegt að
ræða leikaraval
- Finnst lítið gert úr list leikarans
Lennie James