Morgunblaðið - 13.01.2022, Page 68
Birnir Jón Sigurðsson hefur
verið valinn leikskáld Leikrit-
unarsjóðs Leikfélags Reykja-
víkur 2022-2023. Birnir Jón
var valinn úr hópi 25 umsækj-
enda og tekur við keflinu af
þeim Matthíasi Tryggva Har-
aldssyni og Evu Rún Snorra-
dóttur, en verk þeirra beggja
verða hluti af verkefnaskrá
Borgarleikhússins á næsta leikári. Birnir Jón er tíunda
skáldið sem starfar við leikhúsið undir verndarvæng
leikritunarsjóðsins sem leikskáld Borgarleikhússins.
Birnir Jón, sem útskrifaðist af sviðshöfundabraut
sviðslistadeildar LHÍ 2019, hefur þegar komið að
nokkrum uppfærslum í Borgarleikhúsinu. Hann samdi
handritið að barnaóperunni Fuglabjarginu sem frum-
sýnd var 2021, er einn meðlima sviðslistahópsins Ást
og karókí sem setti upp Skattsvik Development Group
undir merkjum Umbúðalauss 2020 og einnig einn með-
lima sviðslistahópsins CGFC sem setti upp Kartöflur
undir merkjum Umbúðalauss 2019.
Nýtt leikskáld Borgarleikhússins
CANNES hægindastóll
Hægindastóll og skammel. Saddle, grár, rauður
eða svartur í PVC áklæði. Fullt verð: 199.990 kr.
Aðeins 139.993 kr.
AVIGNON hægindastóll
Hægindastóll með skammel. Dökkgrár, svartur,
Saddle eða rauður í PVC áklæði.
Fullt verð: 199.990 kr.
Aðeins 159.920 kr.
MIAMI lyftistóll
Stillanlegur hægindastóll með tveimur öflugummótorum.
Leður á slitflötum. Aðstoðar þig á fætur. Svartur, grár eða brúnn.
Fullt verð: 259.900 kr.
Aðeins 194.925 kr.
30%
AFSLÁTTUR
20%
AFSLÁTTUR
25%
AFSLÁTTUR
Holtagörðum, Reykjavík
Smáratorgi, Kópavogi
Dalsbraut 1, Akureyri
Skeiði 1, Ísafirði
www.DORMA.is
Verð og vöruupplýsingar eru birtar með fyrirvara um prentvillur.
Opið
sunnudaga
13-17 á
Smáratorgi
FIMMTUDAGUR 13. JANÚAR 13. DAGUR ÁRSINS 2022
Sími: 569 1100
Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is
Áskrift: askrift@mbl.is mbl.is: netfrett@mbl.is
Í lausasölu 739 kr.
Áskrift 7.982 kr. Helgaráskrift 4.982 kr.
PDF á mbl.is 7.077 kr. iPad-áskrift 7.077 kr.
Átta nýliðar léku með íslenska karlalandsliðinu í fót-
bolta þegar það gerði jafntefli, 1:1, við Úganda í vin-
áttulandsleik í Tyrklandi. Jón Daði Böðvarsson lék sinn
fyrsta leik í byrjunarliði í sjö mánuði og skoraði mark
Íslands á upphafsmínútum leiksins. »59
Átta nýliðar í jafntefli við Úganda
ÍÞRÓTTIR MENNING
Steinþór Guðbjartsson
steinthor@mbl.is
Vicki O’Shea frá Ástralíu var í viku á
Íslandi sumarið 2009. Hún féll fyrir
landslaginu, kom aftur í desember
og var fram í lok febrúar, flutti síðan
alkomin til Sauðárkróks 10. október
2010. Hún keypti Gamla pósthúsið
áður en hún fór til Ástralíu í febrúar
2010, fékk það afhent í árslok, gerði
það upp og byrjaði að leigja ferða-
mönnum hluta þess sumarið 2012 en
hefur verið með það í langtímaleigu
síðan faraldurinn hófst.
Skömmu fyrir nýliðin áramót
keypti hún húsnæði á Skagaströnd
þar sem hún hefur verið í hálfu starfi
sem verkefnastjóri Nes-lista-
miðstöðvarinnar frá 2014. „Þegar ég
hef gert húsið upp flyt ég þangað og
þarf þá ekki að keyra daglega á
milli.“
Tenging í Ástralíu við Krókinn
Hópur Íslendinga flutti til Ástr-
alíu í lok sjöunda áratugar liðinnar
aldar. Þar á meðal voru hjónin Krist-
ín Helgadóttir, kölluð Kidda, og
Magnús Jónsson á Sauðárkróki. Þau
eignuðust fimm börn og búa þrjú
þeirra í Ástralíu, þar á meðal Unnur.
Olga, dóttir Unnar og Sigurþórs
Baldurssonar, og Ross Di Blasio,
sonur Vicki, felldu hugi saman. Parið
var í rokkhljómsveit, sem flutti til
Lundúna á Englandi. Þau ákváðu að
giftast á Íslandi og var brúðkaupið á
Sauðárkróki í júlí 2009. Vicki mætti
og flutti þegar norður í huganum.
Segir að hún hafi sennilega erft nor-
ræn gen frá sænskum langafa sín-
um, Olof Nilsson, sem flutti til Ástr-
alíu 1898. „Þess vegna líður mér svo
vel í þessum hluta heimsins,“ segir
hún. „Ég sáði fræjum innra með mér
og þegar ég kom aftur til vinnu í
Ástralíu lagði ég á ráðin um hvernig
ég gæti látið drauminn rætast. Þeg-
ar ég hef ákveðið eitthvað verður
ekki aftur snúið, svo ég sagði upp
vinnunni, friðaði vini með því að vera
á Sauðárkróki að vetrarlagi og tók
svo af skarið í kjölfarið.“ Hún hefur
farið víða um landið en á Vestfirði
eftir. „Þeir eru á listanum.“
Vicki er fráskilin fjögurra barna
móðir frá Geraldton, listfræðingur
að mennt, kenndi við Curtin-háskóla
í Perth og sá um allar níu starfs-
stöðvar skólans í Vestur-Ástralíu.
Hún segist hafa talið að ungu hjónin
myndu flytja til Sauðárkróks og það
hafi þau gert, búið þar í fjögur ár og
eignast tvo syni áður en þau hafi
flutt aftur til Ástralíu. Þar búi börn
hennar og fjögur barnabörn en einn
sonur hennar lést eftir að hún flutti
til Íslands. „Kidda, sem er 94 ára, er
í raun eina tengingin mín hérna,“
segir hún, en þær fóru saman til
Ástralíu fyrir jólin 2019 og komu aft-
ur í febrúar 2020. „Ég hitti fjöl-
skyldu mína alltaf um jólin, ann-
aðhvort hér eða í Ástralíu, en nú
höfum við ekki sést í um tvö ár.“
Fjarvera ferðamanna kom Vicki
mest á óvart þegar hún kom fyrst til
Íslands. Hún segist hafa séð fyrir að
þar yrði breyting á og slegið tvær
flugur í einu höggi þegar hún hafi
keypt Gamla pósthúsið, því hún hafi
búið þar og haft af því leigutekjur.
„Þegar ég var barn fannst mér ég
hafa fæðst á röngum stað heimsins.
Ég þoli ekki hitann í Ástralíu og
núna um jólin var hitastigið til dæm-
is yfir 40 gráður fjóra daga í röð. En
ég sakna fjölskyldunnar.“
Vicki segir að þar sem hún búi ein
og sé innan um erlenda listamenn í
vinnunni á Skagaströnd hafi hún
ekki lært íslensku auk þess sem
flestir Íslendingar vilji tala ensku.
„Ég hef reynt að læra íslensku en
málið fer inn um annað eyrað og út
um hitt. Það gengur ekki neitt.“
Fæddist á röngum stað
- Vicki flutti frá Ástralíu til Sauðárkróks og er alsæl
Á ferðalagi Vicki O’Shea hefur m.a. skoðað Mývatn og nágrenni.
Á Króknum Ross, Olga, Vicki og barnabörnin Felix og Henry.