Morgunblaðið - 15.01.2022, Side 27

Morgunblaðið - 15.01.2022, Side 27
MINNINGAR 27 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 15. JANÚAR 2022 ✝ Móses Geir- mundsson fæddist 22. mars 1942 á Naustum í Eyrarsveit. Hann lést á heimili sínu Hraunbæ 103, Reykjavík 29. des- ember 2021. For- eldrar hans voru Geirmundur Guð- mundsson, f. 28.8. 1914, d. 25.06. 2005, og Lilja Torfadóttir, f. 26.1. 1920, d. 18.12. 1991. Systkini Mósesar voru Sesselja Sigurrós, f. 1940, Ingibjörg Kristjana, f. 1944, Sædís Guðrún, f. 1946, Torfi, f. 1950, d. 2017, Númi, f. 1952, Rúnar, f. 1954 og Elín- borg, f. 1963. Hálfsystir Mósesar var Guðrún, f. 1935, d. 1985. Þann 17. desember 1961 gift- ist Móses Dóru Haraldsdóttur, f. 1943, fyrrverandi stöðvarstjóra Pósts og síma í Grundarfirði. Foreldrar hennar voru Har- aldur Eggertsson, f. 1911, d. 2005 og Ásta Sigríður Jónas- dóttir, f. 1913, d. 1971. Móses og Dóra bjuggu í Grundarfirði þar til haustið 2020 þegar þau fluttu í Hraunbæinn í Reykjavík. Jón Reginbald, f. 1992, unnusta Eydís Anna Grabowski Mart- insdóttir, f. 1992, barn Ívar Leonard. 2) Hildur, f. 1963, maki Aðal- steinn Gunnarsson, f. 1963, dæt- ur þeirra: a) Ragna Erlends- dóttir, f. 1980, barnsfaðir Mark Daniel Laurens, f. 1975, dætur Jasmin Hildur, Ella Dís sem er látin og Mia Denise. b) Ester Ósk, f. 1987, maki Davíð Héð- insson, f. 1982, sonur Máni Þór. c) Þórey, f. 1995. d) Dóra Lena, f. 1997, unnusti Kjartan Birg- isson, f. 1995, dóttir hennar Tanja Lea. 3) Ásta, f. 1966, maki Páll Hermannsson, f. 1964, börn þeirra: a) Móses, f. 1988, unnusta Árdís María Halldórsdóttir, f. 1993. b) Sigrún, f. 1990, barns- faðir Sigurður Frosti Aðils Bald- vinsson, f. 1980, börn Ásta María og Baldvin Hrafn Aðils. c) Írena, f. 1998, unnusti Stefán Már Helgason, f. 1996. 4) Dögg, f. 1979, fyrrverrandi maki Daniel Steven Schreiber, f. 1975, barn þeirra Ylfa. Unnusti Daggar er Hilmar Kristjánsson, f. 1980. Útför Mósesar fer fram frá Grundarfjarðarkirkju í dag, 15. janúar 2022, klukkan 13. Jarð- setning fer fram í sumar. Hlekk- ur á streymi útfararinnar frá Grundarfjarðarkirkju: https://youtu.be/PPmkxWLzHak https://www.mbl.is/andlat Ungur að aldri flutti Móses með foreldrum sínum og systkinum til Reykjavíkur, en sneri aftur til Grundarfjarðar með konu og barn árið 1962. Að loknu fiskimannaprófi frá Stýrimannaskóla Íslands stundaði hann sjómennsku með hléum í 20 ár. Árið 1974 stofnaði Móses ásamt Guðmundi Runólfssyni og börnum hans útgerðarfyrirtæki í Grund- arfirði eftir að hafa stundað sjó- inn með þeim um árabil. Þar starfaði hann sem stýrimaður og síðar verkstjóri í fiskvinnslu fyrirtækisins uns hann lét af störfum fyrir aldurs sakir. Mós- es tók virkan þátt í atvinnu- uppbyggingu og félagsstarfi byggðarlagsins. Hann var m.a. formaður Lionsklúbbs Grund- arfjarðar og Félags eldri borg- ara í Grundarfirði. Afkomendur Mósesar eru eftirfarandi: 1) Lilja, f. 1961, maki Ívar Jónsson, f. 1955, sonur þeirra: a) Elsku besti pabbi. Það er skrít- ið að koma í heimsókn í nýju íbúð- ina ykkar í Hraunbænum og hitta þig ekki þar hjá mömmu. Þú varst svo ánægður með að vera kominn aftur í Árbæinn og sjá yfir Árbæjarblettinn, þar sem þú áttir heima sem unglingur. Þegar við vorum að alast upp hlökkuðum við systurnar alltaf til að fá þig heim af sjónum, því þá var veislumatur í boði alla daga. Uppáhaldsmatur barnabarnanna þegar þau komu vestur voru fiskibollurnar þínar sem engin gerði eins góðar og þú. Margar eru minningarnar um alla bílana sem þú áttir og gleym- um við aldrei hve ánægður þú varst þegar þú eignaðist fyrsta jeppann. Þá var tekinn rúntur í kringum Eyrarfjall þar sem þú festir jeppann í drullusvaði og við systur vorum látnar ýta og feng- um alla drulluna yfir okkur. Á þessum tíma tók bílferðin suður sex tíma. Bíllinn annað- hvort fylltist af ryki eða húddið opnaðist og ómögulegt að loka því aftur. Þá kom sér vel leðurbeltið, sem þú varst alltaf með, því þú gast bundið húddið niður með því. Fyrsta ferðin til Costa del Sol, árið 1976, var eftirminnileg fjöl- skylduferð. Þú kunnir ekki ensku svo í hvert skipti sem þú reyndir að panta bjór og varst spurður hvaða stærð þú vildir, sagðir þú bara „já“ á meðan mamma glotti. Þjónninn færði þér svo stærsta bjórglas sem við höfðum séð, það var næstum tveir lítrar. Þér þótti sopinn góður en þú náðir samt ekki að klára bjórinn. Þú varst mjög stoltur af fyrir- tækinu G.run ehf. sem þú stofn- aðir með föðurbróður þínum og fjölskyldu hans enda vel rekin út- gerð, með hagsmuni samfélags- ins að leiðarljósi. Alla þína tíð gafstu þig allan í uppbyggingu fyrirtækisins sem og samfélags- ins sem þér var svo annt um og þér var mikið í mun að búa fjöl- skyldu þinni örugga framtíð. Við erum stoltar af dugnaði þínum og þrautseigju. Þú varst aðeins 15 ára og mamma 14 ára þegar þið byrjuð- uð að rugla saman reytum. Þú komst eins og hvítur riddari ofan úr Árbænum í Vesturbæinn. Þið náðuð að fagna 60 ára brúðkaups- afmælinu ykkar 17. desember síðastliðinn og það var ánægju- legt að getað fagnað með ykkur. Alla tíð voru þið náin og dugleg að ferðast um allan heim og síðustu árin gátuð þið notið samveru hvor annars á Kanarí. Eftir næstum 60 ára búsetu í Grundarfirði og ein- angrun þar vegna Covid ákváðuð þið að flytja nær fjölskyldunni, til Reykjavíkur. Þegar þú fékkst að vita í haust að það væru ekki miklar líkur að þú næðir áttræðisafmælinu, sagðist þú vera sáttur því þið væruð búin gera svo mikið saman og hefðuð átt góða ævi. Elsku pabbi, takk fyrir að vera okkur fyrirmynd í lífinu. Þú varst örlátur og góður við alla, sást það besta í fólki og hafðir einstakt lag á að draga fram bestu hliðar þess. Þú varst einstakur og kærleiks- ríkur yfirmaður, faðir, frændi, afi og eiginmaður, með húmorinn, matarástina og lífsgleðina að leið- arljósi. Góða ferð, elsku pabbi, við munum hugsa vel um mömmu. Þínar dætur, Ásta, Hildur og Dögg. Elsku pabbi! Það var erfitt og sárt að horfa upp á lungnatrefj- unarsjúkdóminn IPL fella þig, þar sem þú varst svo hress að öðru leyti. Þú vafðir fjölskyldu þína ást og umhyggju á forsend- um hvers og eins, enda varstu góður mannþekkjari. Innsæi, virðing fyrir öðrum og heiðarleiki einkenndu þig og gerðu að góðum stýrimanni, verkstjóra og ein- staklega kærleiksríkum föður, tengdaföður, afa og langafa. Föðurhlutverkið tókst þú al- varlega. Mér kenndir þú t.d. að lesa áður en skólaganga mín hófst og lagðir þannig grunninn að langri skólagöngu minni. Á námsárum mínum í Bandaríkjun- um, Þýskalandi og Bretlandi var gott að geta treyst á stuðning ykkar mömmu sem birtist bæði í tíðum landsímasamtölum og heimsóknum til að kynnast að- stæðum mínum og vinum. Seinna þegar ég var komin með fjöl- skyldu og enn og aftur búsett er- lendis reynduð þið að tryggja að sonur minn fengi sínar gæða- stundir með afa og ömmu, jafnvel þótt þið þyrftuð að ferðast til Grænlands og nyrsta héraðs Sví- þjóðar. Þú varst ekki aðeins skilnings- ríkur faðir og afi heldur metnað- arfullur fyrir hönd okkar systr- anna og barna okkar. Við áttum að setja markið hátt og leggja hart að okkur til að ná því. Það var auðvelt að smitast af metnaði þínum, þar sem þú lagðir sjálfur mikið á þig til að við systurnar gætum látið drauma okkar ræt- ast. Sjómennskuna stundaðir þú í mörg ár til að geta séð sómasam- lega fyrir stórri fjölskyldu, þrátt fyrir stöðuga sjóveiki. Metnaður þinn takmarkaðist ekki bara við fjölskylduna. Þú lagðir þitt af mörkum til að bærinn Grundar- fjörður dafnaði og þar væri gott að búa og vinna. Elsku pabbi, þín verður sárt saknað. Lilja Mósesdóttir. Fréttir af andláti Mósesar Geirmundssonar komu okkur ekki á óvart en voru samt sem áð- ur sárar að meðtaka. Undirrituð hafa verið samferða Mósesi frá barnæsku, við vorum bræðra- börn, feður okkar voru miklir vin- ir og höfðu eins mikið samband og mögulegt var. Eftir að barn- dómsárunum lýkur flytur Mói til Grundarfjarðar með kærustunni sinni Dóru Haraldsdóttur. Þau voru nokkrum árum eldri en þeir elstu af okkur, þannig að við lit- um mjög upp til þeirra ungu hjónanna, Mói var töffari af guðs náð, var af Presley-kynslóðinni. En hér við sjóinn lifðu menn ekki á töffaraskap, vinnan var númer 1, 2 og 3, þar var Mói í essinu sínu. Fljótlega var farið að huga að byggingu einbýlishúss, þar sem lítið var um íbúðarhúsnæði í Grundarfirði. Þau byggðu sér einbýli að Hlíðavegi 3, þar bjuggu þau lengst af. Mói var samferða okkur systk- inum nær alla tíð, fyrst á sjó á báðum Runólfunum og síðar í landi sem framleiðslustjóri í fisk- vinnslu okkar. Samstarfið hófst upp úr 1960 og stóð til dauðadags. En þótt nokkur ár séu síðan Mói hætti almennri vinnu hefur hann setið í stjórn Guðmundar Run- ólfssonar hf. sem hann á ásamt okkur. Um það votta hundruð manna sem unnu með Móa að betri félaga og yfirmann sé ekki hægt að hugsa sér. Það kom varla fyrir að Mói þyrfti að byrsta sig við nokkur mann, „það var svo auðvelt að gegna Móa“ sagði einu sinn ungur maður. Tugir ef ekki hundruð ungmenna tók Mói und- ir sinn verndarvæng og kenndi að vinna, ungmennum sem foreldrar höfðu gefist upp á að beina á rétta braut var komið til vinnu til Móa. Áhugi Móa lá á mörgum sviðum, hann fylgdist vel með öllu sínu fólki, dætrum sínum, barnabörn- um, systkinum og óendalegum fjölda samstarfsmanna. Að því slepptu var matur og elda- mennska líf hans og yndi. Kút- magakvöld Lionsklúbbs Grund- arfjarðar voru fræg um næstu héruð, þar var Mói yfirkokkur og kennari, kútmagar, hausastappa, steikt kolaflök og ca. 30 aðrir réttir, þessu var kastað fram handa 100-150 manns á tveimur til þremur tímum, þar var hann konungur í ríki sínu. Á öðrum sviðum var hann kannski ekki al- veg eins laginn, til dæmis áttu boltar, rær og öxlar það til að detta í sundur í höndunum á Móa ef hann tók á verkfærinu. Uppbygging fyrirtækisins var Móa hjartfólgin allt fram á dán- ardag, í hans huga var þetta eitt, fjölskyldan, starfsfólkið og fyrir- tækið. Móses hafði i-pad hjá sér eftir að hann veiktist og gat þann- ig komist inn á myndavélakerfi fiskvinnslunnar og fylgdist þar með, nú á haustmánuðum kemur dóttir hans til hans og spyr „pabbi, er þetta ekki ólöglegt?“ „Ólöglegt?“ spurði hann til baka, „nei, ég er yfirverkstjóri þarna.“ Söknuður okkar verður mikill, nafn frænda verður á okkar vörum um ókomna tíð, það að fá að vera samferða þér öll þessi ár gerði okkur að betra fólki. Dóra, dætur börn og tengda- börn, okkar innilegustu samúðar- kveðjur. Börn og tengdabörn Ingu og Guðmundar Runólfssonar, Guðmundur Smári Guðmundsson. Nú kveðjum við þig elsku Mói. Fyrsta sem kemur upp í hug- ann þegar maður hugsar um Móa er góðmenni. Betri og fallegri snilling er erfitt að finna. Elsku Mói, þú kenndir mér svo margt í lífinu og vinnu! Það var ómetanlegt og ógleymanlegt að fá að vinna með þér! Hjá þér var ekkert til sem hét vandamál, bara lausnir, og þú varst alltaf með réttu svörin. Gleðinni sem fylgdi því að vinna með þér bý ég alltaf að og minnist tíma okkar reglulega. Eins og þegar þú skildir ekkert í því hvað ég hló mikið þegar þú sagðir að borðsíminn væri ónýt- ur, en þá varst þú að reyna að hringja á reiknivélinni. Og þú hlóst svo alveg jafn mikið þegar þú fattaðir það sjálfur. Minning þín er mér ei gleymd; mína sál þú gladdir; innst í hjarta hún er geymd, þú heilsaðir mér og kvaddir. (Káinn) Elsku Dóra, Lilja, Hildur, Ásta, Dögg og fjölskyldur, sendi ykkur mínar innilegustu samúð- arkveðjur. Rósa. Móses Geirmundsson Stapahrauni 5, Hafnarfirði Sími: 565 9775 www.uth.is - uth@uth.is Frímann 897 2468 Hálfdán 898 5765 Ólöf 898 3075 Kristín 699 0512 Elskuleg eiginkona mín, móðir, tengdamóðir, amma, langamma og kær vinkona, JÓHANNA ÞORBERGSDÓTTIR, lést á Landspítalanum við Hringbraut miðvikudaginn 12. janúar. Útför verður auglýst síðar. Jón Óli Gíslason Níels Ólason Hrafnhildur Pálsdóttir Óli Jóhann Níelsson Guðrún Pálína Jónsdóttir Hafdís Svava Níelsdóttir Gunnar Jóhann Gunnarsson Barbara Ármannsdóttir og barnabarnabörn Elsku maðurinn minn, faðir, stjúpfaðir, tengdafaðir, afi, langafi og langalangafi, PÉTUR S. VÍGLUNDSSON, lést á Droplaugarstöðum fimmtudaginn 13. janúar. Sérstakar þakkir eru færðar starfsfólki Droplaugarstaða fyrir umönnun og hlýju. Anna Sigríður Hróðmarsdóttir Guðmundur S. Pétursson Elísabet Guðmundsdóttir Margrét B. Pétursdóttir Björgvin M. Guðmundsson Víglundur Rúnar Pétursson Hafdís Edda Stefánsdóttir Sólborg Alda Pétursdóttir Hallgrímur H. Gunnarsson Ragnar Pétur Pétursson Elma Karen Sigþórsdóttir Hróðmar I. Sigurbjörnsson Helga A. Haraldsdóttir Sigurður Á. Sigurbjörnsson Auðbjörg Jakobsdóttir Guðríður Sigurbjörnsdóttir Ómar Árnason barnabörn, barnabarnabörn og barnabarnabarnabörn Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, FINNBOGI INGIBERG JÓNASSON húsasmiður, síðast til heimilis í Gullsmára 9, lést á Hjúkrunarheimilinu Sólvangi mánudaginn 10. janúar. Sesselja Elísabet Þorvaldsdóttir Þorvaldur Finnbogason Herdís K. Hupfeldt María B. Finnbogadóttir Birgir Sigurjónsson afabörn og langafabörn Okkar yndislega móðir, GUÐBJÖRG GUÐMUNDSDÓTTIR, Dvalarheimilinu Höfða, Akranesi, áður Galtarlæk í Hvalfjarðarsveit, lést 12. janúar í faðmi ástvina. Sigríður S. Sæmundsdóttir Valgeir Sigurðsson Halldóra Sæmundsdóttir Ragnar Viktor Karlsson Guðrún Sæmundsdóttir Helgi Sæmundsson Guðrún Jónsdóttir barnabörn og fjölskyldur Elskuleg dóttir mín, móðir og amma, HRAFNHILDUR BJÖRNSDÓTTIR (BARTELS), lést á líknardeild Landspítalans 31. desember. Erla Ólafsdóttir börn og barnabörn Morgunblaðið birtir minning- argreinar endurgjaldslaust alla útgáfudaga. Óheimilt er að taka efni úr minningargreinum til birting- ar í öðrum miðlum nema að fengnu samþykki. Skil | Þeir sem vilja senda Morg- unblaðinu greinar eru vinsamlega beðnir að nota innsendikerfi blaðsins. Smellt á Morgunblaðs- lógóið í hægra horninu efst og við- eigandi liður, „Senda inn minning- argrein,“ valinn úr felliglugganum. Einnig er hægt að slá inn slóðina www.mbl.is/sendagrein Skilafrestur | Ef óskað er eftir birtingu á útfarardegi verður greinin að hafa borist eigi síðar en á hádegi tveimur virkum dögum fyrr (á föstudegi ef útför er á mánudegi eða þriðjudegi). Þar sem pláss er takmarkað getur birt- ing dregist, enda þótt grein berist áður en skilafrestur rennur út. Minningargreinar

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.