Morgunblaðið - 15.01.2022, Blaðsíða 12
12 DAGLEGT LÍF
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 15. JANÚAR 2022
E60
Íslensk hönnun og framleiðsla frá 1960
Mikið úrval lita bæði á
áklæði og grind.
Sérsmíðum allt eftir
pöntunum.
Stóll E60 orginal kr. 44.100
Retro borð 90 cm kr. 163.300
(eins og á mynd)
Sólóhúsgögn ehf. Gylfaf löt 16-18 112 Reykjavík 553-5200 solohusgogn. is
Kristín Heiða Kristinsdóttir
khk@mbl.is
É
g hef teiknað frá því ég
man eftir mér. Nánast
einvörðungu hesta árum
saman, en ég prófaði
reyndar að teikna götu- og húsa-
myndir þegar ég var unglingur í
Frakklandi,“ segir Sigríður Ævars-
dóttir, eða Sigga eins og hún er
alltaf kölluð, en hún tekur að sér að
teikna myndir af dýrum fyrir þá
sem þess óska.
,,Ég fór svo að prófa að teikna
og mála kindur og geitur fyrir ein-
hverjum árum þegar ég málaði
póstkort fyrir hana Jóhönnu geita-
bónda á Háafelli til að selja í búð-
inni sinni. Upp úr þessu fór ég að
leika mér að því að mála forystu-
hrútana mína og þá uppgötvaði ég
hversu gaman er að mála sauðfé,
eitthvað sem ég hafði aldrei látið
mér detta í hug. Ótrúlegt hvað
verður úr kindum þegar maður tek-
ur þær út úr hópnum og laðar fram
þeirra séreinkenni og smáatriði,“
segir Sigga og bætir við að ekki
sitji kindurnar fyrir hjá henni.
,,Ég teikna og mála eftir ljós-
myndum, enda hef ég aldrei tekið
þetta alvarlega eða litið á mig sem
myndlistarmann. Þegar ég var í
MH tók ég alla myndlistaráfanga
sem voru í boði og prófaði síðar að
fara á námskeið hjá Myndlistar-
skólanum, en mér fannst það svo
leiðinlegt að ég hætti,“ segir Sigga
og hlær.
,,Ég hef bara gert þetta eins
og mér sýnist, eins og mig langar
að gera þetta. Fyrst og fremst hef
ég teiknað með blýanti, hef aðeins
prófað kol og sneri mér svo að
vatnslitunum eftir að ég fattaði þá.
Í fjölda ára, á meðan krakkarnir
voru litlir og enginn tími eða að-
staða, þá sinnti ég þessu ekkert.
Fyrir þremur árum fór ég að fikta
við þetta aftur. Ég er með geitur
og forystufé og býð upp á afþrey-
ingu í kringum það, það er að segja
geitalabb á sumrin, og þá fór ég að
mála þau. Ég leitaði ráða hjá vini
mínum, Bjarna Þór listamálara,
spurði hann hvernig ég ætti að
bera mig að. Hann var ekkert að
flækja þetta og sagði mér að nota
bara nógu stóran pensil og mikið
vatn. Ég hef ekki náð að fylgja því
ráði, var búin að koma mér upp að-
ferð þar sem ég jafnvel nota
minnsta mögulega pensilinn og
óskaplega lítið vatn. En ég er bara
sátt við útkomuna.“
Fékk kartöflur í staðinn
Sigga segir ástæðu þess að
hún fór aftur af stað að mála núna
fyrst og fremst vera vegna bókar
sem hún og maður hennar, Bene-
dikt Líndal, gáfu saman út fyrir jól-
in og heitir Tölum um hesta.
,,Ég málaði þær myndir sem
prýða bókina og til að fylgja henni
eftir þá bauð ég hestamyndirnar úr
henni til sölu. Í leiðinni bauð ég
fram krafta mína, ef fólk vildi láta
mig mála fyrir sig myndir af sínum
hestum. Það þróaðist svo út í að
mála önnur dýr, kindur, geitur,
hrúta, hunda, ketti og fugla, hvaða
dýr sem er,“ segir Sigga og bætir
við að hún leggi mest upp úr því að
ná augunum réttum þegar hún
teiknar eða málar skepnu.
„Öllu máli skiptir að augun séu
eins og þau eru á fyrirmyndinni, að
það séu þessi ákveðnu augu en ekki
einhver önnur. Augun verða ein-
hvers konar miðja sem ég get svo
leikið mér í kringum.“
Stundum gerir Sigga skemmti-
leg skipti, hún málaði t.d. mynd af
fagurlega ferhyrndum hrúti sveit-
unga síns sem lét hana fá kartöflur
í staðinn.
,,Þetta var uppáhaldshrútur frá
Snartarstöðum í Lundarreykjadal,
hann hét Himpigimpi, af því hann
hagaði sér alla tíð mjög furðulega.
Þetta eru merkilegar skepnur, líka
í ljósi nýlegra frétta þar sem fannst
ónæmi gegn riðu í ferhyrndri kind.
Margir hafa litið á ferhyrnt fé sem
gallað fé, en í fjölbreytileikanum
felast tækifæri og þar geta verið
eftirsóknaverðir eiginleikar sem við
töpum ef við ræktum hann í burtu
og einsleitnin ræður ríkjum. En ég
mundi ekkert vilja láta svona hrút
hlaupa á mig, hann gæti rekið
mann í gegn með hornunum,“ segir
Sigga og hlær.
Sigga er mikið fyrir skepnur,
hún heldur hesta, geitur og for-
ystufé. Hún segir nauðsynlegt að
hafa tilfinningu fyrir dýrinu ef það
á að skila sér sannfærandi á blað.
,,Sumir horfa á hóp af hestum
með sama hætti og margir horfa á
hóp af hvítum kindum, finnst allir
eins, en ef þú ert skepnumanneskja
þá sérðu að hver einasti einstakl-
ingur hefur sína sérstöðu og ég
reyni að fanga hana í myndunum.“
Ferhyrntur Þessi hrútur heitir Himpigimpi. Fagur fákur Sigga er lagin að teikna hesta.Hundur Sigga teiknar hvaða dýr sem er.
Tilfinning fyrir dýrinu nauðsynleg
Sigríður Ævarsdóttir tek-
ur að sér að teikna mynd-
ir af dýrum fyrir þá sem
þess óska, hesta, kindur,
geitur, hrúta, hunda,
ketti og fugla, hvaða dýr
sem er. ,,Ég fór að leika
mér að því að mála for-
ystuhrútana mína og þá
uppgötvaði ég hversu
gaman er að mála
sauðfé,“ segir Sigga.
Listakona Sigga einbeitt við vinnu sína að teikna mynd af krumma.
Bæjarblaðið Mosfellingur
stóð nýlega í sautjánda
sinn fyrir vali á Mosfell-
ingi ársins. Í ár er það
hvunndagshetjan Elva
Björg Pálsdóttir, for-
stöðumaður félagsstarfs
eldri borgara í Mos-
fellsbæ, sem er Mosfell-
ingur ársins 2021. ,,Ég vil
tileinka öllum eldri borg-
urum í Mosfellsbæ þessa
viðurkenningu,“ segir hún
þegar hún fréttir að und-
irskriftalistar hafi gengið
manna á milli með áskor-
un um að velja hana Mos-
felling ársins. „Ég finn
fyrir þakklæti í mínu
starfi á hverjum degi og
það eru sannkölluð for-
réttindi að vinna með
eldri borgurum. Hjá okkur
er gleði alla daga og á
bak við hvert andlit býr
svo mikil saga sem gam-
an er að fræðast um. Það er ekki
sjálfgefið að vinna við það sem gefur
manni svona mikið í lífinu. Mitt starf
er fólgið í því að vera eldra fólkinu
innan handar enda er ég fyrst og
fremst að vinna fyrir þau. Þau eiga
jafnan frumkvæðið að því sem þau
vilja gera og í sameiningu setjum við
upp skemmtilega dagskrá. Það er
auðvitað krefjandi á tímum Covid að
halda starfseminni gangandi en við
höfum náð að halda okkar striki
ótrúlega vel í gegnum þetta allt sam-
an. Stjórnvöld eru líka búin að greina
það að mikilvægara sé að halda úti
starfsemi þessa aldurshóps en að
setja á frost. Tómstundir eru ekki
bara fyrir fólk sem vill sitja og
prjóna. Það er svo margt hægt að
gera og öll viljum við verða gömul og
búa vel í haginn fyrir okkur.“
Elva Björg valin Mosfellingur ársins
Ánægð Elva Björg tekur við viðurkenningu úr
höndum Hilmars Gunnarssonar, ritstjóra Mosfell-
ings. Styttan er eftir Þóru Sigurþórsdóttur.
Ljósmynd/Raggi Óla
Finnst sannkölluð forréttindi
að vinna með eldri borgurum