Morgunblaðið - 15.01.2022, Blaðsíða 19
Árlegur hátíðisdagur í trúarbrögðum hindúa á
Indlandi, makar sankranti, sem svo er nefnd-
ur, var haldinn í gær. Tugþúsundum saman
flykktust sanntrúaðir hindúar að ánni Ganges
og böðuðu sig þar í samræmi við aldagamlar
hefðir. Á þessum degi er haldið upp á hækk-
andi sól og vetur kvaddur og sólguðinum
þakkað fyrir hlýja geisla. Mismunandi er þó
eftir landshlutum á Indlandi hvernig deginum
er fagnað. Í Gujarat og Maharashtra setja lit-
ríkir flugdrekar svip sinn á daginn þar sem
jafnt ungir sem aldnir taka þátt í flugdreka-
leikjum. Í Punjab safnast fólk saman við stóran
varðeld og hendir sælgæti, sykurreyr og hrís á
eldinn samkvæmt því sem lesa má á íslenska
trúarbragðavefnum.
Makar sankranti, árleg trúarhátíð hindúa, haldin á Indlandi
Baða sig og fagna
hækkandi sól
AFP
FRÉTTIR 19Erlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 15. JANÚAR 2022
Öflug netárás var í gær gerð á vefsíð-
ur og tölvukerfi margra mikil-
vægustu stofnana og ráðuneyta
Úkraínu. Lágu margir opinberir vefir
niðri eftir árásina. Bandaríkjamenn
lýstu því yfir í gærkvöldi að þeir
hefðu heimildir um að Rússar væru
að undirbúa skemmdarverk til þess
að gefa þeim átyllu til að ráðast inn í
Úkraínu.
Stjórnvöld segja að svo virðist sem
hökkurunum hafi ekki tekist að kom-
ast yfir persónuleg gögn eða eyði-
leggja kerfin. Hið gagnstæða var þó
fullyrt í orðsendingu sem hakkararn-
ir skildu eftir á vef utanríkisráðu-
neytisins í gærmorgun, en þar sagði
að öllum þjóðskrárgögnum landsins
hefði verið eytt og upplýsingar sem
náðst hefðu yrðu birtar opinberlega.
Líklega frá Rússlandi
„Búið ykkur nú undir það versta og
verið óttaslegin!“ sagði í orðsending-
unni. Ekki er ólíklegt að hakkararnir
séu frá Rússlandi eða hafi notið að-
stoðar þaðan. Mjög mikil spenna er í
samskiptum Úkraínu og Rússlands
og óttast stórnvöld í Kænugarði að
Rússar hyggist ráðast inn í landið á
hverri stundu. Evrópusambandið
hefur fordæmt árásina og sagði Josep
Borrell, utanríkismálastjóri þess, að
Úkraínumenn fengju alla nauðsyn-
lega aðstoð netöryggissveita ESB
vegna málsins. Borell sagði að ekki
væri hægt að fullyrða hver stæði að
baki árásinni, en auðvelt væri að geta
sér til um hverjir hefðu verið að verki.
Margar árásir undanfarið
Hakkarar, sem njóta verndar
stjórnar Pútíns í Rússlandi, hafa
margsinnis gert netárásir á Úkraínu
en aldrei jafn alvarlega og viðamikla
og nú. Viðræður vesturveldanna og
Rússlandsstjórnar um málefni Úkra-
ínu undanfarna daga hafa engum
árangri skilað og er talið líklegt að
árásin tengist því.
Jen Psaki, fjölmiðlafulltrúi Hvíta
hússins, sagði svo síðar um daginn, að
Bandaríkjamenn hefðu fengið vitn-
eskju um að Rússar hefðu þegar sent
skemmdarverkamenn til Úkraínu,
sem hefðu það hlutverk að valda usla í
austurhluta landsins, þar sem rúss-
neskumælandi aðskilnaðarsinnar
fara með völd. Rússar neituðu þeim
ásökunum.
AFP
Spenna Úkraínskir hermenn sjást hér á heræfingu vegna stríðshættunnar.
„Búið ykkur nú undir það versta“
- Öflug netárás gerð á Úkraínu - Bitnaði á mörgum mikilvægum stofnunum
Óvissa ríkti í gær
um þátttöku
serbnesku tennis-
stjörnunnar No-
vaks Djokovic á
opna ástralska
mótinu í Mel-
bourne, sem
hefst á mánudag-
inn, eftir að ríkis-
stjórn landsins ógilti landvistarleyfi
hans. Ákvörðuninni hefur verið vís-
að til dómara og er úrskurðar að
vænta mjög fljótlega.
Þegar Djokovic kom til landsins í
síðustu viku var honum tilkynnt að
hann gæti ekki haldið ferðinni
áfram þar sem hann uppfyllti ekki
skilyrði stjórnvalda um bólusetn-
ingu við kórónuveirunni. Djokovic
flaggaði hins vegar jákvæðu PCR-
prófi frá því í desember og sagðist
vera laus við veiruna og fékk stuðn-
ing dómara við það sjónarmið sem
ríkisstjórnin hefur nú ógilt og segir
að enginn mannamunur verði gerð-
ur hvað sóttvarnareglur áhrærir.
ÁSTRALÍA
Óvissa um þátttöku
Djokovic á mótinu
Novak Djokovic
Einn drukknaði
en þrjátíu var
bjargað þegar
bátur með flótta-
fólk innanborðs
fékk á sig brotsjó
í Ermarsundi,
skammt undan
strönd Frakk-
lands í gær. Fólk-
ið var að reyna
að komast til
Bretlands að því er frönsk stjórn-
völd segja. Hinn látni var um tví-
tugt með súdanskt ríkisfang.
Á síðasta ári komust um 28 þús-
und flóttamenn Ermarsundsleiðina
til Bretlands og hafa aldrei verið
fleiri. Mikil spenna ríkir í sam-
skiptum Breta við Frakka af þess-
um sökum. Seint í nóvember
drukknuðu 27 flóttamenn við til-
raun til að komast yfir Ermar-
sundið til Bretlands. Glæpagengi í
Frakklandi aðstoða flóttafólkið og
taka háar greiðslur fyrir það.
ERMARSUND
Einn drukknaði
en 30 var bjargað
Flóttafólk kemur
til Bretlands.
Stefán Gunnar Sveinsson
sgs@mbl.is
Breska forsætisráðuneytið sendi í
gær frá sér afsökunarbeiðni til
Elísabetar 2. Englandsdrottningar,
eftir að þarlendir fjölmiðlar greindu
frá því að ráðuneytið hefði staðið fyr-
ir tvennum mismunandi veisluhöld-
um hinn 16. apríl í fyrra, kvöldið áður
en útför Filippusar, hertoga af Edin-
borg, fór fram.
Daily Telegraph greindi fyrst frá
málinu, en í frétt blaðsins kom fram
að veislurnar tvær voru til heiðurs
tveimur starfsmönnum ráðuneytis-
ins sem voru að halda til annarra
starfa. Stóð gleðskapurinn yfir í báð-
um veislum fram undir morgun, á
sama tíma og þjóðarsorg hafði verið
lýst yfir og strangar samkomutak-
markanir voru í gildi.
Talsmaður forsætisráðherra sagði
að það væri „mjög eftirsjárvert“ að
veislurnar hefðu farið fram meðan
þjóðin syrgði Filippus, og því hefði
ráðuneytið sent frá sér afsökunar-
beiðni beint til drottningarinnar.
Boris Johnson forsætisráðherra
mun þó ekki hafa afhent beiðnina, en
hann mætti í hvorugan gleðskapinn.
Ekki er vitað hvort hann hafi vitað af
því að það stæði til að halda veisl-
urnar tvær.
Fimm lýst yfir vantrausti
Mikill þrýstingur hefur verið á
Johnson að segja af sér embætti, eft-
ir að í ljós kom að hann sótti veislu,
sem haldin var í garði Downing-
strætis 10 í maí 2020, en hann sagði í
fyrirspurnatíma breska þingsins, að
hann hefði talið að um vinnutengdan
atburð væri að ræða.
Fleiri veisluhöld í forsætisráðu-
neytinu hafa vakið athygli breskra
fjölmiðla, og hafa nú að minnsta
kosti fimm af þingmönnum Íhalds-
flokksins lýst yfir vantrausti á John-
son. Ákveði 49 þingmenn flokksins
til viðbótar að gera hið sama þarf að
efna til leiðtogakjörs í flokknum.
Biðja Elísabetu afsökunar
- Starfslið forsætisráðuneytisins hélt tvö mismunandi teiti kvöldið fyrir útför
Filippusar - Ekki vitað hvort Johnson vissi af veislunum - Hitnar undir honum
AFP
Útförin Einungis 30 manns máttu mæta í útför Filippusar vegna Covid-19.