Morgunblaðið - 15.01.2022, Blaðsíða 38
þangað margoft síðastliðin 55 ár. Á
Hornströndum er maður í nánum
tengslum við náttúruna, hafið, ref-
inn, fugla og fjöllin. Ég byggði lítið
hús, Rúnubúð, í Rekavík árið 1980
sem fauk árið 2002 eftir að þar hafði
verið brotist inn og húsið skilið eftir
opið. Ég hef lagt mig fram að kynn-
ast sögu og búsetu þessa svæðis með
því að lesa allt sem ég hef komist yfir
um svæðið og spurt forfeður mína
um allt sem mér datt í hug um. Í
Rekavík bjó fólk sem ekki var mikið
fyrir að gorta sig af afrekum sínum,
það þurfti oftast að toga út með
hef mest unnið fyrir opinbera aðila
og m.a. unnið að verkfræðiþættinum
í kirkjum og skólum eins og Digra-
neskirkju og Hjallakirkju og Nes-
skóla í Neskaupstað og brúarmann-
virkjum í Kópavogi.“
Sævar hefur starfað í Rótarý-
hreyfingunni um árabil og átt sæti í
ýmsum stjórnum í gegnum tíðina.
Áhugamál
Helstu áhugamál Sævars hafa ver-
ið tengd útivist, veiði og fjalla-
mennsku. „Alla tíð hefur Rekavíkin
mín togað fast í mig og hef ég farið
S
ævar Geirsson fæddist 15.
janúar 1952 í Reykjavík
og ólst upp á Eiríksgötu
13 til 14 ára aldurs en þá
flutti fjölskyldan í Goða-
land 2 þar sem Sævar átti heima þar
til hann lauk námi frá Tækniskóla Ís-
lands.
„Ég minnist þess úr æsku að afi
minn, Sigurður Hjálmarsson, sjó-
maður og bóndi sem flutti úr Reka-
vík bak Höfn árið 1944, hlustaði allt-
af á veðrið kvölds og morgna og
þegar veðrið á Horni var lesið í
veðurfregnum voru það óskrifuð lög
á heimilinu að ekki heyrðist múkk í
neinum. Sálin flutti aldrei úr víkinni
fögru, Rekavík bak Höfn. Svo geta
sum bönd verið sterk.
Í æsku fóru foreldrar mínir tals-
vert í útilegur á hverju sumri auk
þess sem við fórum í eftirmnnilega
siglingu með Gullfossi til meginlands
Evrópu þar sem ölduhæðin var 11
metrar.“
Sævar var í KFUM og fram á ung-
lingsár starfaði hann í skátahreyf-
ingunni. „Það var gott veganesti út í
lífið og reynsla sem ég hef búið að
alla ævi.“
Sævar gekk í Barnaskóla Austur-
bæjar og síðan Gagnfræðaskóla
Austurbæjar. Árið 1970 fór Sævar á
námssamning í húsasmíði hjá Felix
Þorsteinssyni húsasmíðameistara
sem lauk árið 1975, en hann tók
aldrei sveinspróf. Árið 1971 hóf Sæv-
ar nám við Tækniskóla Íslands og út-
skrifaðist þaðan árið 1975 með BS-
próf í byggingartæknifræði.
Sævar hóf störf hjá Fasteignamati
ríkisins árið 1975 sem deildarstjóri
matsdeildar sem síðar var matsdeild
yfir Reykjavíkurumdæmi. Þar starf-
aði hann til 1981 er hann hóf störf hjá
húseiningadeild Húsasmiðjunnar
sem hét Þinur hf. Þar starfaði hann
til ársins 1982 þegar hann hóf störf
hjá Verkfræðistofu Guðmundar
Magnússonar sem síðar varð Verk-
fræðistofan Hamraborg sf. Hefur
hann verið framkvæmdastjóri og
eigandi stofunnar frá árinu 1987.
„Vinnan hefur gefið mér mikið og
er ég þakklátur að hafa fengið tæki-
færi til þess að vinna við mörg verk-
efni, stór og smá, með góðu fólki. Ég
töngum til að fá upp úr því hvað á
daga þess hafði drifið. Þetta er
merkileg saga harðduglegs fólks og
er ég stoltur af forfeðrum mínum.
Meðan á Rekavíkurárunum stóð tók
öll fjölskyldan þátt í þeim ferðalög-
um.“
Síðastliðin 20 ár hefur Sævar
stundað skógrækt á jörð sinni á
Hrólfsstöðum í Akrahreppi í Skaga-
firði. „Á Hrólfsstöðum hef ég átt góð
ár og plantað tugþúsundum trjá-
plantna, þar er ljúft að eiga gott
sambýli við náttúruna. Í Skagafirði
hef ég kynnst mörgu góðu fólki, þar
Sævar Geirsson byggingartæknifræðingur – 70 ára
Synirnir Frá vinstri: Styrmir, Atli, Hafliði og Geir.
„Hef kallað mig blíðviðrisbónda“
Frá Hrólfsstöðum Skógræktin og Mið-
sitjuskarð, sem er þekkt úr Sturlungu.
Við smíðar Karlinn í draumaaðstæðum.
38 DÆGRADVÖL
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 15. JANÚAR 2022
Íþróttir
eru á staðnum og færa
okkur ferskar fréttir
EM vefur mbl.is
með puttann
á púlsinum
40 ÁRA Héðinn er fæddur og upp-
alinn í Hafnarfirði og er búsettur í
Fossvogi í Reykjavík. Hann er með
B.Sc.-gráðu í viðskiptafræði frá Há-
skólanum í Reykjavík og M.Sc.-
gráðu í fjármálum frá Háskóla
Íslands.
Héðinn er framkvæmdastjóri
Mylluseturs ehf. sem er útgefandi
Viðskiptablaðsins, Fiskifrétta og
Frjálsrar verslunar. Hann er virkur í
Foreldrafélagi Fossvogsskóla og í
foreldrastarfi hjá Víkingum.
„Ég æfði lengi frjálsar íþróttir
með FH og legg enn stund á hlaup.
Við fjölskyldan förum reglulega á
skíði og ferðumst mikið innanlands
með tjaldvagninn á sumrin. Stefnt er
á skíðaferð í vetur og vonandi fleiri
ferðalög á árinu.“
FJÖLSKYLDA Eiginkona Héðins er Sólrún Dröfn Björnsdóttir, f. 1982,
tölvunarfræðingur og vörustjóri hjá Arion banka. Synir þeirra eru Þórður,
f. 2009, og tvíburarnir Hallgrímur og Friðrik, f. 2013. Foreldrar Héðins
eru Lilja Héðinsdóttir, f. 1952, fv. kennari, og Þórður Sverrisson, f. 1952,
fv. forstjóri. Þau eru búsett í Hafnarfirði.
Héðinn Þórðarson
Stjörnuspá
21. mars - 19. apríl ,
Hrútur Vinnan þín er ánægjuleg því þú
nálgast hana á mjög yfirvegaðan, léttan og
kæruleysislegan máta. En verðir þú að tala
færðu þá orð þín í tilhlýðilegan búning.
20. apríl - 20. maí +
Naut Eftir hressandi kaffibolla og morgun
á réttum vinnuhraða getur verið að þú sjáir
vinnuna sem blessun en ekki byrði. Vertu
viðbúinn breytingum.
21. maí - 20. júní 6
Tvíburar Hlutirnir ganga oft upp af sjálfu
sér, en það kostar ekkert að leggja sig fram
um að tryggja hagkvæm úrslit. Gerðu þín
mál upp hið fyrsta.
21. júní - 22. júlí 4
Krabbi Reyndu að halda ró þinni og bregð-
ast ekki of harkalega við breytingum. Ef þú
veist að þær munu eiga sér stað skaltu
undirbúa þig.
23. júlí - 22. ágúst Z
Ljón Fólk dáist að því af hve miklum þokka
þú kemur fram við annað fólk. Leggðu þig
samt fram um að taka fólki eins og það er.
23. ágúst - 22. sept. l
Meyja Ástríkustu viðbrögðin eru ekki alltaf
þau auðveldustu. Skoðaðu málið vandlega
svo þú hafir allt á hreinu.
23. sept. - 22. okt. k
Vog Vertu vakandi fyrir möguleikum í dag,
því að þér gætu áskotnast peningar. Sýndu
lipurð og sanngirni umfram allt í samninga-
viðræðum.
23. okt. - 21. nóv. j
Sporðdreki Þú gætir þurft að annast ein-
hvern annan eða láta þínar þarfir mæta af-
gangi vegna þess að einhver þarf á hjálp
þinni að halda.
22. nóv. - 21. des. h
Bogmaður Þú þarft að verja skoðanir þín-
ar fyrir kröftugri gagnrýni. Búðu þig undir
að dagurinn verði alls ekki eins og þú ætlar
þér.
22. des. - 19. janúar @
Steingeit Þótt breytingar séu oft til hins
betra er óráðlegt að ráðast í breytingar að-
eins breytinganna vegna. Láttu ekki óþarfa
stolt koma þér í ógöngur.
20. jan. - 18. febr. ?
Vatnsberi Það er í mörg horn að líta og
þér finnst stundum að þú komist ekki yfir
allt saman. Þú finnur efalaust eitthvað til
þess að gefa góðum málstað í dag.
19. feb. - 20. mars =
Fiskar Þú kemst ekki hjá því að hagræða í
lífi þínu á næstunni. Ræddu við lánar-
drottna þína og komdu málum á hreint,
eins og þér hentar.
Eindís Guðrún Kristjánsdóttir á 70 ára afmæli í dag.
Hún er fædd og uppalin í Enni í Viðvíkursveit í Skaga-
firði. Eindís býr þar myndarbúi, ásamt eiginmanni sín-
um, Haraldi Þór Jóhannssyni, og eiga þau samtals þrjú
börn, Kristján Geir, Jóhann Inga og Öldu Laufeyju.
Barnabörnin eru níu.
Árnað heilla
70 ára
Til hamingju með daginn