Morgunblaðið - 17.01.2022, Page 4

Morgunblaðið - 17.01.2022, Page 4
4 FRÉTTIR Innlent MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 17. JANÚAR 2022 Bi rt m eð fy rir va ra um pr en tv ill ur .H ei m sf er ði rá sk ilj a sé rr ét tt il le ið ré tti ng a á sl ík u. At h. að ve rð ge tu rb re ys tá n fy rir va ra . 595 1000 60+ g 28. mars í 15 nætur Tenerife Verð frá kr. 239.900 Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is Mikið var umleikis við Akraneshöfn um helgina þar sem afla var landað úr tveimur loðnuskipum sem þangað komu inn. Snemma á laugardags- morgun kom Barði NK, skip Síldar- vinnslunnar, á Skagann og var með um 2.200 tonn af loðnu. Víkingur AK, sem Brim hf. gerir út, kom svo á Akranes eftir hádegi í gær og var þá þegar hafist handa við að losa skipið, en ætlað var að um borð væru um 2.700 tonn af loðnu. Á Akranesi fer aflinn í bræðslu og allar geymslu- þrær þar eru nú orðnar smekkfullar. Ekki verður því hægt að taka meiri afla þar fyrr en líða tekur á vikuna, segir Sigurður Haraldsson lönd- unarstjóri. Loðnan er nú norðaustur af Langanesi. Á þeim slóðum voru að veiðum í gær, eins og sjá mátti á mar- inetraffic.com, alls fimmtán skip; ís- lensk, norsk og grænlensk. Mestu er landað í Austfjarðahöfnum, en einnig hefur verið siglt með afla til Noregs. Nú er líka svo komið að loðna er orð- in hæf til manneldis og slík vinnsla á afurðum er hafin í fiskiðjuveri Síld- arvinnslunnar í Neskaupstað. Á laugardag kom Hoffell SU, skip Loðnuvinnslunnar, til Fáskrúðs- fjarðar með 1.640 tonn af loðnu sem fór í bræðslu. Í þrettán tíma land- legu, meðan landað var, fengu skip- verjarnir níu hvorki að fara í land né neinn um borð. Þetta var gert í sótt- varnaskyni. „Núna er kominn ágæt- ur kippur í veiðarnar og útlitið fyrir næstu daga virðist vera gott,“ segir Friðrik Mar Guðmundsson, fram- kvæmdastjóri Loðnuvinnslunnar, í samtali við Morgunblaðið. Heimaey með 2.000 tonn Skip Ísfélagsins í Vestmanna- eyjum, Heimaey VE, var í gærkvöldi fyrir austan land á stími til Eyja með um 2.000 tonn af loðnu. Um tvo sólar- hringa tók að fylla skipið. „Á miðunum hafa skipin verið þétt á litlum bletti. Já, þetta er fín loðna sem við náðum núna. Ætli að jafnaði séu ekki um 40 fiskar í hverju kílói sem veiðist,“ sagði Ólafur Einarsson skipstjóri. Hann reiknaði aðspurður með að verða kominn til Eyja síðdeg- is í dag, en siglingunni að austan mið- aði ágætlega þar sem öslað var í dæmigerðu janúarveðri; norðaustan- kalda og vindi sem sló í 12-15 metra á sekúndu. Morgunblaðið/Sigurður Bogi Uppgrip Zibigniew Harasimczuk, til vinstri, og Helgi Þór Þorsteinsson voru um helgina að landa afla úr loðnuskip- unum sem komu á Akranes. Uppgrip eru víða í sjávarbyggðum vegna loðnuveiði, sem hefur verið stopp síðustu ár. Loðnan nú við Langanes - Þrær fullar á Akranesi - Fimmtán skip á einum bletti - Gott útlit fyrir næstu daga - 40 fiskar í hverju kílói Morgunblaðið/Sigurður Bogi Skaginn Barði hér við bryggju og í baksýn er fiskimjölsverksmiðjan. Logi Sigurðarson Ari Páll Karlsson Bólusetningar barna í Laugardals- höll halda áfram í vikunni. Í dag er komið að bólusetningum barna fæddra árið 2016. Ragnheiður Ósk Erlendsdóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunar hjá Heilsugæslu höfuð- borgarsvæðisins, segir að bólusetn- ingar skólabarna í síðustu viku hafi gengið vel. Bólusetningarnar á morgun verða með breyttu sniði fyrir börnin en þau verða bólusett í svokölluðum sérrým- um en ekki úti í sal eins og hefur tíðk- ast. Spurð hvort nóg sé af sérrýmum svarar Ragnheiður því játandi. „Við erum ekkert með svo mörg börn og ef þetta dreifist vel yfir dag- inn ætti það ekki að vera vandamál,“ segir hún. Ragnheiður segir bólusetningu fimm ára barna erfiðari en hjá þeim sem eldri eru, því börnin séu of lítil til að skilja almennilega af hverju þau þurfi sprautu. „Leikskólaaldur er erfiður aldur að því leyti að það er erfiðara að tala þau til. Þá þarf maður frekar að vera snöggur. Öll skólabörnin í síðustu viku stóðu sig ótrúlega vel.“ Börnin sem eiga að mæta á morg- un eru fædd í janúar og febrúar 2016, og gengur þetta svo koll af kolli út vikuna. Ragnheiður býst við svipaðri mæt- ingu og í síðustu viku, eða um 60-70% mætingu, en mörg börn eru þegar búin þar sem heimilt er að mæta með systkini í bólusetningu. Samhliða bólusetningum barna verður opið hús frá 10-15 fyrir þá sem eiga eftir að fá örvunarskammtinn og bendir hún á að það sé kominn tími á Janssen- þega sem fengu skammt tvö í ágúst. „Eins og ég segi þá þurfum við að fara að klára þetta með örvunar- skammtinn, drífa það í kennarana sem eru búnir að bíða. Við ætlum að reyna að gera það í næstu viku,“ seg- ir Ragnheiður og bætir við að Höllin verði aðeins notuð undir bólusetning- ar fram í miðjan febrúar. „Við ætlum að reyna að nota þenn- an tíma til þess að klára alla örvunar- skammta og klára líka seinni skammtinn fyrir börnin. Þá bara sleppur þetta fínt til.“ Rík lagafordæmi Margrét Einarsdóttir, prófessor við lagadeild Háskólans í Reykjavík, segir skýra lagalega heimild fyrir bólusetningarskyldu í Mannréttinda- sáttmála Evrópu en hún og Hanna Katrín Friðriksson, þingflokksfor- manni Viðreisnar, voru gestir í út- varpsþættinum Sprengisandi á Bylgjunni í gærmorgun. Í annarri grein sé fjallað um jákvæðar skyldur ríkis til að standa vörð um líf almenn- ings og áttunda grein snúi að skyld- um ríkis þegar komi að heilsu al- mennings. Auk þess sé fjöldi lagafordæma sem staðfesta þá skyldu. Nýlegt dæmi sé frá Tékk- landi í apríl á síðasta ári. Sá dómur hafi verið kveðinn upp í yfirdeild MDE, þar sem 17 dómarar sitja. Hann hafi því ríkt fordæmisgildi. „Ef foreldrar láta ekki bólusetja börn sín [í Tékklandi] þá eru þau sektuð og eins er börnunum synjað um aðgang að leikskóla,“ nefndi Mar- grét um bólusetningarskyldu fyrir öðru en Covid-19. Foreldrar barns þar í landi hafi tal- ið bólusetningarskylduna brjóta í bága við réttindi sín um friðhelgi einkalífs og leitað réttar síns. Síðasti árgangurinn í bólusetningu - Janssen-þegar fá ekki boð - Leikskólaaldurinn erfiður - Býst við svipaðri mætingu og í síðustu viku - Hætta að bólusetja í Höllinni um miðjan febrúar - Skýr lagaheimild fyrir bólusetningarskyldu Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Bólusetning Vel gekk að bólusetja skólakrakka í síðustu viku. Logi Sigurðarson logis@mbl.is Kórónuveirufaraldurinn hefur nú geisað í næstum tvö ár og Íslend- inga er farið að þyrsta í sólar- landaferðir og ævintýri utan land- steinanna. Þó að mörgum Íslendingum sé ekki illa við kuld- ann er alltaf gott að komast til út- landa og fá smá sól í kroppinn. Þórunn Reyn- isdóttir, forstjóri Úrvals-Útsýnar, segir mikinn áhuga á utan- landsferðum, sérstaklega þar sem sólin skín allan ársins hring eins og í Portúgal og á Spáni. „Það er mjög mikið bókað í kringum páskana. Við ætlum að vera bjartsýn á að þetta fari að rúlla af stað,“ segir Þórunn, en aðalbókunartímabil ferðaskrifstof- unnar hefst á næstu vikum. Að sögn Þórunnar er fólk ekki jafn hrætt að ferðast og fyrr í far- aldrinum en þó hægist á bókunum þegar hertari samkomutakmark- anir eru boðaðar eins og gerðist nú fyrir helgi. „Fólk er orðið vant því að vera með grímu, spritta sig og passa sig,“ segir Þórunn og hlær. Vinsælustu áfangastaðir ferða- skrifstofunnar eru Tenerife, Ali- cante, Almeria og Portúgal. Þrátt fyrir að margir Íslendingar virðist alveg Tenerife-óðir segist Þórunn telja að það verði mikil dreifing milli áfangastaða. Spurð hvort hún telji líklegt að fólk þurfi að afbóka ferðir með stuttum fyrirvara vegna faraldursins segist Þórunn ekki eiga von á því. Þó sé ómögulegt að segja til um hvað morgundagurinn ber í skauti sér eins og landsmenn þekkja í gegnum faraldurinn. „Á áfangastöðum okkar er alls staðar verið að gæta að sóttvörnum og fólk er að fara varlega. Þetta er komið á annað ár og þessir aðilar eru vanir að hugsa í hólfum og sótt- vörnum.“ Margir vilja komast í sólina - Páskarnir verða tímar ferðalaga Þórunn Reynisdóttir

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.