Morgunblaðið - 17.01.2022, Page 9

Morgunblaðið - 17.01.2022, Page 9
FRÉTTIR 9Innlent MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 17. JANÚAR 2022 Krabbameinsfélag Íslands hefur fengið þrjár milljónir króna frá Bláa lóninu og mun féð renna í Vísinda- sjóð félagsins. Um er að ræða af- rakstur söfnunar með sölu á sturtu- geli Bláa lónsins í mars á síðasta ári og varasalva í október sl. í tilefni af átakinu Bleikur október. Bláa lónið hefur veitt stuðning við verkefni Krabbameinsfélagsins allt frá árinu 2015, segir í fréttatilkynn- ingu. Þar er m.a. haft eftir Sigríði Gunnarsdóttur, formanni Vísinda- sjóðs Krabbameinsfélagsins, að stuðningur Bláa lónsins hafi reynst félaginu mikilvægur í gegnum tíð- ina. Hann geri því kleift að styðja við enn fleiri rannsóknir en ásókn í sjóð- inn hafi aukist verulega. Tilgangur Vísindasjóðsins er að efla íslenskar rannsóknir á krabba- meinum, m.a. með því að styrkja með fjárframlögum rannsóknir á or- sökum krabbameina, forvörnum, meðferðum og lífsgæðum sjúklinga. Frá fyrstu úthlutun hafa 37 rann- sóknir hlotið styrki að upphæð 316 milljónir króna. Hefur Bláa lónið verið einn af helstu stuðningsaðilum. Þrjár milljónir til Krabbameinsfélagsins Styrkur Grímur afhendir Sigríði hjá Krabbameinsfélaginu styrkinn. Heiða Björg Hilmisdóttir, borgarfulltrúi og varaformaður Samfylking- arinnar, hefur tilkynnt að hún vilji áfram skipa 2. sæti á lista Samfylkingar í Reykjavík fyrir komandi borgar- stjórnarkosningar. Flokksval fer fram í næsta mánuði og hafa allir núverandi borgarfulltrúar Sam- fylkingar gefið kost á sér. Í tilkynningu segir Heiða Björg að Reykjavík sé „stórkostleg borg á fleygiferð inn í framtíðina“ og það sé mikilvægt að „við villumst ekki af leið, heldur höldum áfram að nú- tímavæða og byggja upp mann- væna og góða borg fyrir okkur öll“. Heiða vill áfram verma 2. sætið Heiða Björg Hilmisdóttir Kolbrún G. Þor- steinsdóttir, bæj- arfulltrúi, vara- formaður bæjar- ráðs og formaður fræðslunefndar, býður sig fram í 1. sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokks- ins í Mosfellsbæ, sem fram fer 5. febrúar nk. Kolbrún hafnaði í 3. sæti í síðasta prófkjöri árið 2018. Hún hefur setið í bæjarstjórn frá árinu 2014 og var áður fyrsti varabæjarfulltrúi 2010- 2014. Auk þess hefur Kolbrún setið í stjórn skíðasvæðanna og situr nú fyrir hönd Mosfellsbæjar í stjórn Sorpu byggðarsamlags. Kolbrún var formaður fjölskyldu- nefndar frá 2010-2016. Hún er kenn- ari og lýðheilsufræðingur að mennt og stundar nú nám í stjórnun menntastofnana við Háskóla Íslands. Kolbrún stefnir á fyrsta sætið í Mosó Kolbrún Guðný Þorsteinsdóttir Guðmundur Ingi Þóroddsson hef- ur ákveðið að gefa kost á sér í flokksvali Sam- fylkingarinnar í Reykjavík fyrir komandi borgar- stjórnarkosn- ingar. Guð- mundur Ingi er sem kunnugt er formaður Afstöðu, félags fanga á Íslandi og annarra áhugamanna um fangelsismál. Hann bauð sig fram í forvali Samfylkingar fyrir síðustu þing- kosningar en í tilkynningu um framboðið nú segir hann „utanað- komandi öfl“ hafa komið í veg fyrir að hann tæki sæti á lista. Þrátt fyrir þetta segist hann gera sér von um góða niðurstöðu nú og stefnir á þriðja sæti listans í Reykjavík. Formaður Afstöðu gefur kost á sér Guðmundur Ingi Þóroddsson ÞAÐ ÞARF EKKI ALLTAF AÐHJÓLAÚTI Spinninghjól K-Life Skoðaðu úrvalið á www.orninn.is Fri heimkeyrsla og samsetning á Stór Reykjavíkursvæðinu FAXAFEN 8 - SÍMI 588 9890 ME I R I H R E Y F I NG - ME I R I ÁNÆG JA • Kasthjól: 22kg • Hámarksþyngd notanda: 150kg • Reimadrif • Stillanlegt sæti og stýri • Einföld tölva • Pedalar með táklemmum og fyrir SPD klíta fylgir 169.990 kr. '/ )++0* þú það sem (/ ,-&."* "$ á FINNA.is IÐNAÐARMENN VERSLANIR VEITINGAR VERKSTÆÐI BÓKHALDSÞJÓNUSTA OG FLEIRA

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.