Morgunblaðið - 17.01.2022, Qupperneq 11

Morgunblaðið - 17.01.2022, Qupperneq 11
Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is „Stjórnvöld þurfa í ríkari mæli að hafa samráð við lækna þegar áherslur í heilbrigðimálum eru mótaðar,“ segir Steinunn Þórðar- dóttir, nýr formaður Læknafélags Íslands. „Starfsumhverfið þarf að vera aðlaðandi og mikilvægt að læknisstarfið sé eftirsóknarvert, enda hagur samfélagsins alls að gott og hæft fólk sækist í þessi störf. Slíkt þarf raunar að gerast með margvíslegum aðgerðum, enda er heilbrigðisþjónustan í sí- felldri og hraðri þróun í krafti þekkingar.“ Auknar fjárveitingar og rækilegar úrbætur Þegar kallað var eftir nýjum formanni í Læknafélag Íslands á dögunum var Steinunn eini fram- bjóðandinn og því sjálfkjörin. Hún er önnur konan sem gegnir emb- ætti formanns í rúmlega 100 ára sögu félagsins. Þekkir vel til mála eftir að hafa sinnt félagsstörfum í þágu lækna, auk þess að vera yfir- læknir á heilabilunareiningu öldr- unarlækninga Landspítalans. Starf Læknafélags Íslands, sem um 1.700 manns eru skráðir í, snýr bæði að almennri hagsmuna- baráttu lækna og því að vera leið- andi afl í umræðu um heilbrigðis- málin. Og almennt talað segir Steinunn lækna sammála um að úr- bóta sé þörf. Minnir þar á að síðasta sumar voru fulltrúum heilbrigð- isráðuneytis afhentar undirskriftir tæplega 1.000 lækna með áskorun um breytingar til bóta. Auka þurfi fjárveitingar til alls heilbrigð- iskerfisins og gera rækilegar úr- bætur, ekki síst í öldrunarþjónustu. Læknar þekki vel hvar vandinn liggi og hafi komið ábendingum um slíkt á framfæri. Þau sem ráði för og fjármunum verði að bregðast við. Steinunn segir að sér hugnist annars vel sú viðleitni Willums Þórs Þórssonar, nýs heilbrigðis- ráðherra, að vinna að meiri sam- vinnu lækna og annarra stétta, þvert á rekstrarform. Mikilvægt sé þar að ganga sem fyrst frá málum sérfræðilækna sem hafa verið samningslausir við Sjúkratrygg- ingar Íslands frá árslokum 2018. Stórslys í Covid „Í fyrrasumar, þegar undir- skriftir lækna voru afhentar, var sagt að heilbrigðiskerfið á Íslandi væri einu skrefi frá stórslysi, sem myndi setja allt á hliðina. Kannski má þó segja að núna í Covid hafi þetta slys orðið. Þannig er framboð á bráða- og gjörgæslurýmum á Landspítalanum með því allra minnsta sem gerist í Evrópu, miðað við höfðatölu. Slíkt hefur skapað mikinn vanda á sjúkrahúsinu, þar sem álagið er mikið og rúmanýting að staðaldri nálægt 100%. Þetta hefur neikvæð áhrif á starfsánægju lækna, samanber könnun sem gerð var meðal almennra lækna sem starfa á spítalanum þar sem 80% aðspurðra þótti vinnustaðurinn ekki aðlaðandi. Þá íhugar um helm- ingur aðspurðra lækna minnst einu sinni í mánuði að hætta á spít- alanum,“ segir Steinunn og heldur áfram: „Niðurstaða könnunarinnar er umhugsunarverð, því á fyrstu starfsárunum eftir kandídatspróf á læknum að vera falin sífellt meiri ábyrgð og spennandi verkefni und- ir tryggri handleiðslu. Þetta á að vera skemmtilegur tími í starfi. Sú var að minnsta kosti raunin þegar ég var á þessum stað fyrir 15 árum eða svo. Skýringa á þessari óánægju virðist vera að leita í sí- vaxandi álagi og undirmönnun, óánægju með starfsumhverfi, kaup og kjör.“ Vísindin haldið í við veiruna Síðustu tvö árin hefur heims- faraldur verið mál mála og gjör- breytt veröldinni. Enn hefur ekki tekist að ráða niðurlögum plág- unnar, sem frá sjónarhóli læknis- fræðinnar er þó býsna áhugaverð, segir Steinunn. „Kórónuveiran kom full- sköpuð í heiminn og sífellt ný af- brigði hennar skjóta upp kollinum. Vísindin hafa þó haldið í við veir- una. Þróun bóluefna tók skemmri tíma en búast hefði mátt við og læknar eru alltaf að læra eitthvað nýtt við þessar fordæmalausu að- stæður. Lokanir og hömlur hafa verið óhjákvæmilegar til að verja heilbrigðiskerfið og starfsfólk, sem hefur barist í gegnum hvern álag- stoppinn af öðrum af ótrúlegri þrautseigju og þolgæði. Í faraldr- inum höfum við líka séð að íslensk- ir læknar – rétt eins og annað heil- brigðisstarfólk – eru á heims- mælikvarða; margir menntaðir í fremstu háskólum og sjúkrahúsum heims. Ísland þarf að vera sam- keppnishæft um þennan hóp og bæta aðstæður hans, því læknis- starfið er alþjóðlegt í eðli sínu. Læknar geta leitað óhikað á ný mið í útlöndum, ef því er að skipta.“ Þurfa svigrúm til þekkingarleitar Mikilvægt er, segir Steinunn, að stjórnvöld bæti sem fyrst öryggi og stöðu heilbrigðisstarfsfólks sem lendir í alvarlegum atvikum við störf sín. Við núverandi aðstæður ríkir óvissa um réttarstöðu starfs- fólks við slíkar aðstæður sem bæta þurfi úr tafarlaust, samanber til- lögur starfshóps á vegum velferð- arráðuneytisins frá 2015. Sömu- leiðis þurfi að veita meiri fjármuni og bæta aðstöðu til vísindastarfs. Þekkingarleit sé hluti af starfi lækna, en í þjónustu þeirra við sjúklinga vakni oft spurningar og álitaefni sem rannsaka þurfi betur. Gjarnan sé svigrúm til slíks tak- markað, það er peningar og tími. Í upphafi aldarinnar hafi Landspít- alinn verið meðal bestu sjúkrahúsa og háskóla á Norðurlöndunum hvað gæði vísindastarfs varðar, en hafi nú hrapað á botninn. Sú þróun sé slæm. Að frátalinni veiru og venju- legum kvillum blasa nú við marg- víslegar áskoranir í heibrigð- isþjónustu á Íslandi. Þar nefnir Steinunn að meðalaldur þjóð- arinnar sé að hækka og stórir ár- gangar nálgast eftirlaunaaldurinn. Fólk fætt um 1950, það er úr barnasprengjuárgöngunum svo- nefndu, sé nú að komast á efri ár. Margir úr þeim hópi koma á öldr- unardeildir Landspítalans og til Steinunnar sem sinnir fólki með minnissjúkdóma. Sækja svör í fag og fræði „Íslenskt samfélag þarf að gera betur í öldrunarþjónustu. Þróa ný og fjölbreytt úrræði og í meiri mæli einstaklingsmiðuð. Leggja þarf áherslu ekki eingöngu á langlífi heldur á heilbrigða öldr- un og að viðhalda lífsgæðum,“ seg- ir Steinunn og bætir við að end- ingu: „Smit og veirur láta meira á sér kræla en áður og lífsstíls- sjúkdómar, sem fólk á besta aldri finnur gjarnan fyrir, leggjast á okkur af sífellt meiri þunga. Við þessum áskorunum verður hægt að sækja svör til lækna, í fag og fræði sem ganga bæði út á vísindi og samskipti við fólk. Að geta orðið að liði gerir læknisstarfið gefandi og á margan hátt einstakt.“ Samráð við fagstéttir er mikilvægt þegar stjórnvöld móta áherslur í heilbrigðismálum Morgunblaðið/Sigurður Bogi Fomaður Læknar eru alltaf að læra eitthvað nýtt við fordæmalausar að- stæður, segir Steinunn sem er yfirlæknir á öldrunardeild á Landakoti. Læknisstarfið er einstakt og gefandi FRÉTTIR 11Innlent MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 17. JANÚAR 2022 - Steinunn Þórðardóttir fæddist 1977 og útskrifaðist úr læknadeild Háskóla Íslands 2004. Hún starfaði á Landspít- ala og á Heilsugæslu höfuð- borgarsvæðisins til 2008 þeg- ar hún hóf sérnám í öldrunar- lækningum við Karolinska sjúkrahúsið í Stokkhólmi. Sam- hliða náminu þar vann hún doktorsverkefni um lífsmerki sem nýtast við greiningu á alz- heimer. Frá 2014 hefur Stein- unn starfað við öldrunar- lækningadeild Landspítala og er yfirlæknir heilabilunar- einingar á Landakoti. - Steinunn hefur lengi verið virk í félagsmálum lækna og hefur verið formaður lækna- ráðs Landspítala frá stofnun þess í núverandi mynd í byrjun 2021. Í stjórn Norræna öldr- unarfræðafélagsins og tók við formennsku þar í fyrra. Hver er hún? Morgunblaðið/Eggert Skurðaðgerð Heilbrigðiskerfið og starfsemin þar snertir líf allra lands- manna. Þjónustan er líka í sífelldri og hraðri þróun í krafti þekkingar. Félagar í Björgunarsveitinni Þor- birni og Slysavarnadeildinni Þór- kötlu í Grindavík voru á dögunum valdir Suðurnesjamenn ársins 2021 af útgáfu Víkurfrétta. Sveitirnar fá þessa viðurkenningu fyrir fórnfúst starf í Grindavík í aðdraganda eld- gossins í Fagradalsfjalli og fyrir vinnu á því hálfa ári sem gosið varð. Mikið mæddi á björgunarsveitar- fólki í Grindavík allt síðasta ár og í raun lengur. Atburðarásin hófst í lok janúar 2020 þegar land tók að rísa vestan við fjallið Þorbjörn, skammt frá byggðinni í Grindavík. Þá var lýst yfir óvissustigi almannavarna. Björgunarsveitin Þorbjörn var þá þegar virkjuð og voru liðsmenn hennar – og bakverðir allir – á vakt og í stanslausri vinnu alveg til gos- loka í september á síðasta ári. Fjölmargar tilnefningar bárust Víkurfréttum um fólk sem ætti skilið nafnbótina Suðurnesjamaður ársins. Þau sem fengu flestar tilnefningar voru Sveinbjörg Ólafsdóttir og hennar samstarfsfólk á Heilbrigðis- stofun Suðurnesja en Sveinbjörg var í framlínunni þegar kom að bólu- setningu fyrir Covid-19. Sveindís Jane Jónsdóttir knattspyrnukona fékk einnig tilnefningar, sem og Elsa Pálsdóttir kraftlyftingakona. sbs@mbl.is Þorbjörn og Þórkatla fólk ársins - Fórnfúst starf við Fagradalsfjall - Víkurfréttir velja Ljósmynd/Víkurfréttir Grindavík Frá vinstri talið: Guðrún Kristín Einarsdóttir, formaður Þórkötlu, Bogi Adolfsson, formaður Þorbjarnar, og Otti Rafn Sigmarsson, félagi í Þor- birninum, sem jafnframt er formaður Slysavarnafélagsins Landsbjargar. Árni Tómas Ragnarsson gigtlæknir Ég hef flutt læknastofu mína úr Domus Medica í Austurstræti 4, 2. hæð, sem er á horni Austurstrætis og Ingólfstorgs; hús Thorvaldsensfélagsins. Gengið inn frá torginu. Tímapantanir og skilaboð eru í síma 893 9232 mánudaga, miðvikudaga og föstudaga kl. 9-11. Árni Tómas Ragnarsson, gigtlæknir.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.