Morgunblaðið - 17.01.2022, Síða 16

Morgunblaðið - 17.01.2022, Síða 16
16 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 17. JANÚAR 2022 –– Meira fyrir lesendur Sérblað Morgunblaðsins kemur út 21. janúar • Hvernig skipuleggur fólk efri árin? • Áhugavert fólk sem lifir til fulls. • Að finna ástina á efri árum. • Hvernig á að skipuleggja fjármálin. • Fólk lætur gamla drauma rætast. Auglýsendur athugið SÉRBLAÐ Á BESTA ALDRI NÁNARI UPPLÝSINGAR UM AUGLÝSINGAPLÁSS: Bylgja Björk Sigþórsdóttir Sími: 569 1148 bylgja@mbl.is Fyrir nokkrum árum lést heimilislæknirinn minn í Bratislava í Sló- vakíu, þá aðeins 58 ára gamall. Ég naut þeirrar gæfu að eignast hann sem minn besta vin í heil 15 ár, eða þar til hann lést. Eftirlifandi kona hans er læknir og eiga þau saman eina dóttur, sem stundaði nám í almannatengslum. Læknirinn var mjög sérstakur maður. Hann var kaþólskur og mikill mannvinur. Oft sagði hann við mig þegar ég heimsótti hann á stofuna og vildi borga fyrir læknisverk hans: „Við erum vinir, kristnir menn taka ekki fé af öðrum kristnum mönnum.“ Við það sat. Heilu stundirnar ræddum við saman um heima og geima á þeim fimmtán árum sem ég naut þeirrar gæfu að þekkja þennan góða vin. Hann hafði eitt sinn á orði að þegar við næðum átt- ræðisaldri myndum við enn sitja sam- an og spjalla. Ég var þá ekki í nokkr- um vafa um að læknirinn næði þeim aldri auðveldlega eftir hraustlegu útliti hans að dæma og heilbrigðum lífs- venjum hans, en ég var ekki eins viss um sjálfan mig, sem hafði átt við van- heilsu að stríða í gegnum árin. „O, þú átt nógan kraft ennþá til að berjast,“ sagði læknirinn og brosti. Læknirinn átti bróður, sem dó rúmlega fertugur úr hjartaslagi. Það var ættgengur sjúkdómur. Lækn- irinn var ákveðinn í að gera tilraun til að lengja líf sitt með sérstökum lífs- stíl. Hann átti bóndabýli úti á landi og vann sem bóndi þegar hann var ekki á læknastofunni. Hann ræktaði allt lífrænt, var með hænsni sem gengu laus, kanínur og tólf býflugnabú. Húsið hans var einangrað fyrir hættulegum bylgjum og hann keypti aldrei neitt úr stórmörkuðum. Hann var hreystimenni í sjón og ekki sást grátt hár í vöngum þótt hann væri að nálgast sextugt. Hendur hans voru sigggrónar af búverkum bóndans. Hann gekk um berfættur á bóndabýli sínu, jafnvel um vetur í snjónum. Læknastofan var einnig vel loft- ræst með opna glugga, þótt svalt væri úti. Ekki vildi hann bólusetja dóttur sína þegar hún var ung- barn og var hún þess vegna barna hraustust, að hans sögn. Hún var með óskemmdar tennur og hafði aldrei þurft á sýklalyfjum að halda. Hann slátraði fyrir hana kanínum og steikti fyrir hana lifrina úr þeim og gaf henni að borða. Hann vann hörð- um höndum sem bóndi og sagði að búskap- urinn væri hin raun- verulegu verðmæti, en gaf lítið fyrir peninga úr pappír. Hann ætlaði að sigra erfðir sínar með fullkomnu líferni, drakk hvorki né reykti og tók af sér samstundis þau aukakíló sem örsjaldan komu í ljós. Yfir vetrarmánuðina borðaði hann svína- og gæsafitu ofan á brauð. Með líkamlegri vinnu brenndi hann fitunni en hélt eftir D-fjörvanum úr fitunni, sem var góð vörn við sýk- ingum. En einn daginn fékk minn góði vin- ur hjartaáfall sem leiddi hann til dauða, sjö árum eftir að bróðir hans dó úr sama sjúkdómi. Hið ótrúlega hafði gerst. „Ég á erfitt með að trúa að lækn- irinn sé dáinn,“ sagði ég við konu mína. „Jafnvel læknar lifa ekki að ei- lífu,“ sagði hún þá. Tilraun læknisins er eigi að síður merkileg og vísindaleg. Erfðirnar eru sterkar. Enginn veit hver er næstur, þótt haft sé á orði að á misjöfnu þríf- ist börnin best eða ná megi háum aldri með heilbrigðu líferni. Fjör- gamlir verða sumir sem drekka og reykja óspart um ævina, því erfðir gefa sumum mönnum styrk á við kraftaverk, þótt aðra leggi þær að velli óvænt og miskunnarlaust. Blessuð sé minning míns elskulega vinar og heimilislæknis. Ímynd heil- brigðisins féll að lokum fyrir komu þess sem tekur og skilar aldrei meir. Í minningu læknis Eftir Einar Ingva Magnússon »Læknirinn var ákveð- inn í að gera tilraun til að lengja líf sitt með sérstökum lífsstíl. Einar Ingvi Magnússon Höfundur er áhugamaður um samfélagsmál, lífið og tilveruna. Aðstoðarseðla- bankastjóri lýsti því nýlega að eftirlit væri orðið erfiðara í fram- kvæmd vegna flókins lagaumhverfis. Verð- ur að segja að þessi varnaðarorð séu vel tímabær. Heimspekingurinn Plató orðaði hugsun sína svo, í lauslegri þýðingu: Heiðarlegir menn þurfa ekki leiðsögn laga til ábyrgrar hegð- unar en óheiðarlegir munu finna leið til að sniðganga lögin. Eitthvað virðist hafa miðað afturábak varðandi lagasetningu frá þessari lífssýn heimspekings- ins fyrir 2.500 árum. Lagasetn- ingar snúast orðið í auknum mæli um að mæla fyrir um daglega hegðun manna og eftirlit þar með. Lagastakkurinn er sniðinn sífellt þrengri og afleiðingin er að fjölga þarf í eftirlitinu með þegnunum. Þrýstingur frá alþjóðaumhverf- inu er ugglaust ein af ástæðum þessa en þá virðist lítt horft til fá- mennis og smæðar á Íslandi. Ís- lenskt einstaklingsfyrirtæki skal lúta sömu lögum og stærstu fyrir- tæki heims. Covid-19 hefur með skýrum og afdráttarlausum hætti sýnt hvert opinbert ofurátak í heilbrigðis- málum getur leitt á tækniöld. Raf- ræn vottorð frá yfirvöldum um lík- amlegt heilbrigði eru orðin ófrávíkjanleg skilyrði lífsvið- urværis. Það sama er í raun orðið stað- reynd hvað varðar fjármálalegt heilbrigði með hið allt umlykjandi eftirlit með atvinnulífinu. Geti ein- staklingur eða félag ekki fram- vísað fjámálalegu heilbrigðisvott- orði þá verða bankaviðskipti væntanlega fyrir bí sem og þjón- usta lögmanna og endurskoðenda. Ætla má að lögmönnum verði í framtíð meinað að veita meintum efnahagsbrotamönnum aðstoð enda geta þeir væntanlega ekki framvísað heilbrigð- isvottorði í upphafi viðskipta, að hluta til samkvæmt eðli máls. Ákvarðanir eftirlits- valdsins vera aðeins bornar undir dóms- valdið. Á skjön við stjórnarskrá mætti segja að ríkisvaldið sé orðið fjórskipt; lög- gjafarvald, fram- kvæmdavald, dóms- vald og eftirlitsvald. Eftirlitsvaldið hefur öðlast sjálf- stætt líf og getur stöðvað eða eyðilagt rekstur fyrirtækja eins og dæmin sanna því miður. Það hlýtur að þyngja allan málarekstur fyrir dómi að heil- brigð skynsemi virðist víkja fyrir óreiðu sem nú gerist við lagasetn- ingu, svo mjög að jafnvel for- stöðumenn eftirlitsstofnana eru klumsa. Endurskoðendur Endurskoðendur eru nú skikk- aðir til að krefja alla viðskiptavini sína upplýsinga um fjárhagslegt heilbrigði, eins lags PCR-próf. Þetta gildir ekki aðeins um nýja viðskiptavini heldur alla við- skiptavini, jafnvel þá sem verið hafa í áfallalausum viðskiptum áratugum saman. Þessi upplýs- ingasöfnun skal gerð á hverju ári. Endurskoðendum ber að til- kynna meint efnahagsbrot vænt- anlegs skjólstæðings til yfirvalda og væntanlega er ekki lengur trúnaðarsamband milli aðila eftir það. Það þýðir væntanlega að ekki er hægt að veita viðkomandi fag- lega aðstoð til að gera hreint fyrir sínum dyrum án þess að tilkynna það. Þolendur Ef viðskiptavinur endurskoð- anda vill ekki eða getur ekki svar- að fyrirspurn, hvað tekur þá við? Er þá viðkomandi laus undan þeirri skyldu sinni að skila fram- tali sem hann getur ekki nema með faglegri aðstoð? Lög um pen- ingaþvætti fjalla ekkert um hið raunverulega andlag laganna, það er hver örlög framteljandans mega vera. Sporin hræða varðandi tísku- fyrirbrigðið peningaþvætti fyrir dómsvaldinu og ætla má að ekki sé von á betra frá eftirlitsvaldinu. Stjórnarskráin Í 74. og 75. gr. stjórnarskrár lýðveldisins er mælt fyrir um rétt manna til að stofna félög og stunda þá atvinnu sem þeir kjósa. Ekki er þar gerð nein krafa um vottorð um heiðarleika eða fjár- hagslegt heilbrigði. Af sjálfu leiðir að heiðarlegir borgarar jafnt sem óheiðarlegir mega stunda atvinnu sér til framfæris. Með nýjum reglum er þrengt að þannig að ekki þarf að koma til óheiðarleiki til atvinnumissis held- ur einungis neikvæð afstaða eft- irlitsvaldsins sé því misboðið. Ætla má að þeir sem grunaðir eru, grunur er næg ástæða, verði sviptir möguleikum sínum til framfærslu fái þeir ekki vottorð um fjárhagslegt heilbrigði. Með sama áframhaldi munu fleiri verða á borgaralaunum við eftirlitsstörf en þeir sem standa undir vaxandi kostnaði við op- inbert eftirlit. Hvert stefnir og hver eru markmið löggjafans? Evrópusambandið Það er til marks um náð hins ís- lenska löggjafarvalds að nú er refsilaust með frjálsri aðferð að svíkja allt að 49.999 evrur út úr Evrópusambandinu; sbr. úr 3. gr. l. 140/2018: Vísvitandi svik gagnvart fjár- hagslegum hagsmunum Evrópu- sambandsins að fjárhæð 50.000 evrur eða meira með fölsuðum, röngum, villandi eða ófullnægjandi yfirlýsingum eða skjölum sem leiða til misnotkunar á fjármunum Evrópusambandsins eða notkun þeirra í öðrum en yfirlýstum til- gangi teljast jafnframt vera refsi- verð háttsemi. Eins og önnur gjafmildi er þessi vissulega á annarra kostnað. Með árlegri almennri þátttöku Íslend- inga þá væri möguleg eftirtekja 2.000.000.000.000 íslenskar krónur í kassann. Það er líka ákveðinn yndisauki að íslensk lög skuli gilda í Evrópu þótt auðvitað væri alheimskt betra. Heimspekingurinn Plató missti af mögnuðu tækifæri til spakmæla um lög 140/2018. Eftir Jón Þ. Hilmarsson » Plató: Heiðarlegir menn þurfa ekki leiðsögn laga til ábyrgr- ar hegðunar en óheið- arlegir munu finna leið til að sniðganga lögin. Jón Þ. Hilmarsson Höfundur er endurskoðandi. jon@vsk.is Enn af lögum um peningaþvætti Nú finnur þú það sem þú leitar að á FINNA.is

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.