Morgunblaðið - 17.01.2022, Page 18

Morgunblaðið - 17.01.2022, Page 18
18 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 17. JANÚAR 2022 ✝ Sigríður Þor- bergsdóttir fæddist í Reykjavík 18. nóvember 1934. Hún lést á Hjúkr- unarheimilinu Ísa- fold í Garðabæ 31. desember 2021. Foreldrar Sigríðar voru Jórunn Anna Jónsdóttir frá Öxl, A-Hún., f. 2. maí 1899, d. 7. júlí 1947 og Þorbergur Ólafsson rak- arameistari frá Desey Borgar- firði, f. 9. maí 1891, d. 9. október 1981. Systkini Sigríðar eru: Stef- anía Guðrún, f. 2. febrúar 1933, d. 9. janúar 2021 og Hafsteinn tvíburabróðir, f. 18. nóvember 1934, d. 7. mars 2017. Sigríður giftist 18. ágúst 1955 Aðalsteini Jósepssyni, f. 27. júní 1930, d. 10. júní 2006. Þau eiga 3 syni: 1) Þórir, f. 20. janúar 1955, og Sunnuhlíð Vatnsdal í A-Hún. um og eftir móðurmissi 12 ára gömul. Vann ýmis störf, t.d. um tíma í Vestmannaeyjum og við mötuneyti á Keflavíkurflugvelli þar sem hún kynntist Aðalsteini. Bjuggu þau fyrstu árin í Reykja- vík, Sigríður og Aðalsteinn voru búsett á Akureyri 1955 til 1964 þar sem hún vann m.a. á leikvell- inum Helgamagrastræti, fluttu til Reykjavíkur 1964. Þau ráku m.a. kjötvinnslu og –verslun á Langholtsvegi 17. Fluttu aftur til Akureyrar 1966 og ráku þar bóka- og ritfangaverslunina Bók- val sf. til 1987. Fluttu þau til Reykjavíkur 2001 og vann hún á hjúkrunarheimilinu Sóltúni sem starfsmaður og síðar sjálf- boðaliði. Sigríður flutti á Strikið 12 í Garðabæ árið 2007 og síð- asta heimili hennar var Hjúkr- unarheimilið Ísafold frá júní 2021, þar sem hún lést 31.12. 2021. Útför Sigríðar verður gerð frá Dómkirkjunni í dag, 17. janúar 2022, kl. 13. Streymi verður frá athöfninni: https://youtu.be/sg8SDazZ7co https://www.mbl.is/andlat á hann þrjú börn: Gestur, f. 13. janúar 1975, Viktor, f. 14. maí 1982 og Aldís Rúna, f. 28. nóv- ember 1993, og fimm barnabörn. 2) Þorbergur, f. 5. jan- úar 1957, á hann þrjú börn: Héðinn, f. 2. apríl 1975, Egill, f. 25. júní 1981 og Ólafía, f. 14. sept. 1999, og fjögur barnabörn. 3) Hilmar Már, f. 5. maí 1965, kvæntur Sigrúnu Margréti Hall- grímsdóttur, f. 19. febrúar 1964, eiga þau þrjú börn: Sigmar Örn, f. 7. des. 1990, Ari Steinar, f. 5. okt. 1992 og Marta Sigríður, f. 22. febr. 1999, og fjögur barna- börn. Sigríður fæddist í Reykjavík og ólst upp í Suðurgötu 14. Var í sveit og fóstri á Guðrúnastöðum Við gleymum aldrei hvað það var alltaf gaman að komast í glensið og gleðina til elsku ömmu Sísí. Allar okkar ferðir til Íslands í gegnum árin byrjuðu og enduðu á sama stað – í Strikinu hjá ömmu. Þarna var okkar griðastaður og þarna fannst okkur einstaklega ljúft að vera, nokkra daga í senn, á annars annasömum tímum í öllum fríunum okkar á Íslandi. Kærleik- urinn, jákvæðnin og sprellið sem við mættum alltaf hjá ömmu Sísí var ómissandi hluti af okkar Ís- landsferðum. Hluti sem við mun- um sakna mikið í komandi ferðum til landsins um ókomin ár. Það var þó stundum erfitt að innbyrða allar kræsingarnar sem bornar voru fram, hver á fætur annarri, og það var ekkert gefið eftir í því að hvetja mann til þess að fá sér meira og meira. Svo þeg- ar maður hélt sig hafa staðið af sér storminn af freistingum og líkam- inn gæti fengið að vinna aðeins úr þessu, þá var okkar kona byrjuð að gera klárt fyrir næstu hrinu. Það var alltaf svo mikill húmor og stríðni í gangi, á milli máltíða, og ömmu leiddist aldrei að stríða mér í liði með stelpunum og allra síst að stríða pabba og afa okkar á sinn glettna hátt. Sérstaklega með hvað hann væri búinn að fitna agalega mikið. Á hinn bóginn var tillitssem- in alltaf svo mikil að þegar maður hringdi í hana fannst mér eins og hún væri alltaf að flýta sér til þess að vera ekki að trufla mann. Þó svo að það hafi verið ég sem hringdi og hún hafi kannski bara verið ein heima í rólegheitum. Aldrei vildi hún amma Sísí svo heldur fara út í það að tala um sín eigin eymsli eða vorkenna sjálfri sér á nokkurn hátt, sama hversu mikið var að hrjá hana. Það þurfti maður alltaf að heyra frá öðrum. Enda, eins og hún svo oft sagði: „Það er best að vera bara jákvæð- ur og einblína á það góða, það verður allt svo mikið betra þann- ig.“ Þessum heilræðum lifði hún heilshugar eftir sama hvað á bját- aði. Ef amma Sísí hefði verið ofur- hetja, að hætti Marvel, þá hefði já- kvæðnin og létta lundin verið hennar óbilandi ofurkraftur. Það er sagt að við lærum eitt- hvað af öllum þeim sem við erum samferða í gegnum lífið. Viðhorfið og jákvæðnin var eitthvað sem ég lærði mikið af hjá ömmu Sísí í gegnum mína einstöku tengingu við þessa fallegu og skemmtilegu sál. Nú er komið að sárri kveðju- stund en fallegu minningarnar lifa um þessa stórglæsilegu konu sem okkur þótti svo vænt um og vorum svo heppin að fá að kalla ömmu og langömmu okkar. Hvíl í friði, elsku amma Sísí. Egill Þorbergsson, Emilíe og Saga Egilsdætur. Elsku besta amma Sísí kvaddi þennan heim 31. desember síðast- liðinn. Hún var besta amma sem hægt var að hugsa sér, svo hugmynda- rík og góð. Öll gistipartíin þar sem ég gerði royal-búðing og spilaði við hana langt fram á kvöld eru mér ofar- lega í huga. Það að fá að fara með henni í leikhús að sjá Dýrin í Hálsaskógi og Fólkið í blokkinni, þar sem amma var glæsilegasta amman í öllu leikhúsinu með sitt gráa hár og fallega fas, þetta gerði mig stolta litla stelpu. Það er mér heiður að vera skírð í höfuðið á þér, amma Sigríður, og geta haft þig með mér í nafninu mínu út lífið. Litla Ástrós Lea var svo heppin að fá að kynnast þér og þið skvísurnar náðuð vel saman þennan stutta tíma. Eins sorglegt og það er að missa þig, amma mín, þá veit ég að þú ert á komin á góðan stað þar sem þú hittir aftur vini þína og afa Alla. Takk fyrir allt, elsku amma mín. Marta Sigríður. Á síðasta degi ársins kvaddi þennan heim góð vinkona, Sigríð- ur Þorbergsdóttir eða Sísí. Sísí var gift Aðalsteini föðurbróður mínum, Alla í Bókval. Sem krakki fékk ég hátíðlegt leyfi hjá henni að kalla hana frænku, í barnsaugun- um var mikil upphefð í að mega kalla þessa brosmildu og glæsi- legu konu frænku. Fyrsta skýra minningin um Sísí er frá þeim tíma þegar pabbi og mamma fóru í nokkurra daga sumarfrí og Sísí og Alli gættu bús og barna. Fram- koman við okkur krakkana ein- kenndist af hlýju og virðingu og hún dekraði við okkur á alla lund. Hún notaði lausar stundir til að sauma föt á dúkkurnar okkar og þar var ekki kastað til hendinni, afraksturinn var einstakur. Vinátta okkar hélst í gegnum árin, alltaf var jafn gott að heim- sækja þessa hugljúfu konu með hlýja brosið. Hún vildi fylgjast með tengdafjölskyldunni, hvar hver og einn væri niðurkominn og hvernig heilsaðist. Þegar ég heimsótti hana í síð- asta skiptið í sumar var ljóst að heilsunni var að hraka en samt glataði hún ekki reisn og hlýlegu viðmóti og áhuginn á mér og mín- um var svo sannarlega enn til staðar. Elsku Sísí, hafðu þökk fyrir allt sem þú hefur gefið mér í gegnum áratugina. Elsku Þórir, Þorberg- ur, Hilmar Már og fjölskyldur, ykkur sendi ég mínar innilegustu samúðarkveðjur. Þóra Guðrún Hjaltadóttir. Sigríður Þorbergsdóttir Ingibjörg Egg- ertsdóttir kennari var fædd 7. febr- úar 1959. Hún lést 28. desember 2021 eftir harða baráttu við erfið veikindi. Ingibjörg hóf fyrst störf sem kennari í ágúst 1982. Hún starfaði lengst af sem íþrótta- kennari bæði í Brekkubæjar- skóla og Grundaskóla á Akra- nesi, en síðar sem umsjónarkennari og sérkennari á yngsta- og miðstigi Grunda- skóla. Ingibjörg hóf störf í Grundaskóla í janúar 1998 og var starfsmaður hans allt til dánardags. Leiðir okkar lágu fyrst sam- an í Bjarnalaug árið 1988. Ingi- björg kenndi þá íþróttir í Brekkubæjarskóla og ég var kallaður inn sem nýstúdent til að leysa samstarfsmann hennar af um tíma. Strax í upphafi kynntist ég Ingibjörgu sem hreinskiptri manneskju sem hafði mikinn metnað fyrir störfum sínum. Þá strax og alla tíð síðan sá ég að Ingibjörg sinnti starfi sínu ávallt af ein- stakri alúð og natni. Hún hafði mikinn metnað fyrir hönd nem- enda sinna og skóla. Íþróttir, heilsuefling og úti- vist áttu einnig hug hennar all- an og fáir samferðamenn lifðu heilsusamlegra líferni. Þegar við samstarfsmenn hennar mættum til vinnu var Ingibjörg ávallt búin að synda langsund eða taka á því í ræktinni. Reyndar má segja að heilsuefl- ing og vinna hafi verið sam- einuð því Ingibjörg bjó yfir ótrúlegri orku og nánast hljóp á milli starfsstöðva. Ingibjörg var hæglát mann- eskja og vildi láta lítið fyrir sér fara. Þeir sem kynntust henni þekktu leiftrandi húmor henn- ar. Ósjaldan hitti maður hana í Ingibjörg Eggertsdóttir ✝ Ingibjörg Egg- ertsdóttir fæddist 7. febrúar 1959. Hún lést 28. desember 2021. Útförin fór fram 7. janúar 2022. skólanum, á íþróttavellinum eða á öðrum stöðum. Þá átti hún til að halla sér að manni og hvísla einhverri athugasemd sem oftar en ekki var sprenghlægileg. Það er erfitt að kveðja góðan sam- starfsmann hinstu kveðju. Ingibjarg- ar verður sárt saknað í Grundaskóla. Hún var traustur hlekkur í öflugum starfsmanna- hópi og það var gott að eiga hana að þegar á reyndi. Ég vil fyrir hönd starfs- manna og nemenda skólans votta eftirlifandi eiginmanni, Stefáni, dætrunum Birtu og Grétu og öðrum aðstandendum okkar dýpstu samúð. Minning Ingibjargar Eggertsdóttur mun lifa. Sigurður Arnar Sigurðsson, skólastjóri. Mig langar að minnast og kveðja mjög góða samstarfs- manneskju úr Grundaskóla. Ég kynntist Ingibjörgu fyrst þegar við vorum umsjónar- kennarar í þriðja bekk með ár- gang 2002. Ég fann strax hve mikill kraftur var í henni, hvað henni var umhugað um nem- endur sína. Hún hafði mikinn metnað fyrir hönd þeirra og var óþreytandi að finna leiðir til þess að hver og einn næði framförum bæði sem námsmað- ur og manneskja. Síðan skildi leiðir, ég fór sér- kennslu en hún hélt áfram með bekkinn sinn. Aftur lágu leiðir okkar saman þegar ég vann sem sérkennari á miðstiginu og hún umsjónarkennari. Það var gjöfult starf að vinna með henni. Hún var bæði dugleg að leiðbeina öðrum og taka við leiðbeiningum. Ingibjörg var einstaklega dugleg að virkja nemendur í að vinna saman. Ég varð þeirrar gæfu aðnjót- andi að vinna aftur við hlið hennar þegar við unnum báðar sem sérkennarar á miðstigi. Við prófuðum ýmislegt til að bæta námsárangur þeirra nem- enda sem okkur var falið að kenna. Ingibjörg var mjög frjó og hugmyndaríkur kennari og óhrædd að segja meiningu sína bæði við nemendur og sam- starfsfólk, en hún var líka dug- leg að hrósa ef vel var gert. Við fórum á kynningu á verkefni sem kallast „Heimanámskeið í lestri“ og urðum við báðar mjög hrifnar, fengum að kaupa námsgögnin og settum nám- skeiðið af stað. Þetta verkefni er enn virkt í skólanum. Við grínuðumst oft enda var mikill húmor í Ingibjörgu. Eitt grínið var að hún væri „pró- fessorinn“ minn. Ég sagði oft við hana: „Nú verður próffinn að bjarga mér.“ Þú komst aldr- ei að tómum kofunum hjá henni, hún var alltaf með lausn- ir. Síðustu árin unnum við hvor á sínum staðnum í skólanum, en við hittumst oft, nánast dag- lega kíkti ég upp til hennar í spjall um kennsluna og fleira. Fjölskyldan átti allan hug hennar, hún var alltaf að hugsa um sína nánustu og var mjög stolt af stelpunum sínum (Birtu og Grétu). Elsku Ingibjörg! Það var gæfa mín að fá að kynnast þér. Ég er þér æv- inlega þakklát fyrir allar sam- verustundirnar og allt sem þú kenndir mér. Síðustu misseri hafa verið óumræðilega erfið fyrir þig og fjölskyldu þína. Nú ertu farin, en eftir stendur mik- ill söknuður, en margar góðar minningar um þig. Mér finnst eftirfarandi vísa úr Hávamálum fara vel með kveðjuorðum mínum. Deyr fé, deyja frændur, deyr sjálfur ið sama; en orðstír deyr aldregi, hveim er sér góðan getur. Ingibjörg mín! Þú skilur eft- ir mjög góðan orðstír sem gleymist aldrei. Megi almáttugur Guð varð- veita sál þína um ókomna tíð. Kæra fjölskylda! Söknuður ykkar er meiri en orð fá lýst. Megið þið finna sálarstyrk í sorginni. Sigurveig Kristjánsdóttir kennari. ✝ Hrafnhildur Björnsdóttir fæddist 5. desember 1964 í Reykjavík. Hún lést á líkn- ardeild Landspít- alans 31. desember 2021. Móðir hennar er Erla Ólafsdóttir, fædd 22. mars 1947. Foreldrar Erlu voru Ólafur Ólafsson, f. 28. október 1917 og Ingibjörg Hjartardóttir, f. 30. júlí 1921. Faðir Hrafnhildar var Björn Árnason, f. 27. apríl 1946. Börn Hrafnhildar eru: 1. Kristján Ársæll Jóhannesson, f. 17. ágúst 1982, sambýliskona Guðlaug Rún Ragnarsdóttir, en hann á eina dóttur: Daníelu Erlu Kristjáns- dóttur. 2. Sandra Rut Falk, f. 10. desember 1986, sem á þrjú börn: Garp Mána Árnason, f. 22. mars 2006, Thelmu Sif Árnadóttur, f. 4. júní 2007 og Inga Rúnar Haraldsson Falk, f. 23. júní 2015. Sambýlis- maður Söndru er Haraldur Ingvason, f. 12.9. 1985. 3. Árni Hrafn Falk, f. 16. maí 1989. Eig- inkona Árna er Guðbjörg María Jónsdóttir, f. 1989. Árni Hrafn á tvö börn: Auðun Val Falk, f. 28. júlí 2012 og Sigurrós Maríu Falk. Hrafnhildur útskrifaðist úr Langholtsskóla en gekk síðan í Héraðsskólann á Laugarvatni þaðan sem hún lauk grunnskóla- prófi. Hún vann lengst af við verslunarstörf og umönn- unarstörf en varð snemma ófær til vinnu vegna gigtarbreytinga. Útför fór fram 14. janúar 2022. Hrafnhildur Björnsdóttir, Habbý, fæddist 5. desember 1964 og lést hinn 31. desember 2021. Móðir hennar var einstæð móðir og ólst hún upp ásamt móðurforeldrum í Skipasundi 18, sem var nýtt hverfi á þessum tíma. Leikskólafélagar voru á hverju strái. Á þessum árum var í fyrsta sinn mögulegt fyrir venjulegt fólk að eignast bifreið. Ólafur Ólafsson, afi Habbýjar, hafði fengið sér bíl og fór öll fjölskyld- an í bíltúra um helgar og í lengri fríum, öllum til mikillar ánægju. Alltaf voru kettir á heimilinu, öllu heimilisfólkinu til mikillar ánægju. Habbý var mjög dýrelsk og sagðist snemma ætla að verða dýralæknir þegar hún yrði stór, en það átti þó ekki fyrir henni að liggja. Skólaganga hennar hófst í Langholtsskóla en eftir grunn- skólapróf fór hún í Héraðsskól- ann á Laugarvatni. Dvölin á Laugarvatni var mikil upplifun fyrir hana en það var í fyrsta sinn sem hún hafði farið að heiman. Þessi tími var henni minnisstæður og minntist hún oft félaganna sem hún hafði kynnst þar. Snemma kynnist hún fyrsta barnsföður sínum, Jóhannesi Baldurssyni, og eignuðust þau saman Kristján Ársæl, sem var sannur sólargeisli öllum í fjöl- skyldunni. Seinna kynntist hún Guðlaugi Auðuni Falk og eign- uðust þau tvö börn, Söndru Rut og Árna Hrafn. Hrafnhildi voru gefnir miklir hæfileikar. Meðal annars var hún var mjög hugmyndarík, skemmtileg og listhneigð. Hún átti mjög gott með að kynnast fólki og eignaðist fjölmarga vini enda gat hún grætt sár vina sinna með samúð og skilningi. Líkt og flestir aðrir lagði Habbý stund á teikningar og eft- ir hana liggur þó nokkurt magn af ýmsu tagi sem ber merki um mikla hugmyndaauðgi hennar. Teikningar hennar eru alveg ein- stakar og hún samdi einnig ljóð og var mjög tónelsk. Nám lá létt fyrir henni og þurfti hún lítið fyrir því að hafa. Hrafnhildur og sambýlismað- ur hennar Ómar fluttu til Þor- lákshafnar. Um svipað leyti fengu þau sér hund af pommeri- an-kyni sem þau kölluðu Þulu. Þula var einstaklega skemmtileg og átti hún æ síðan mjög stóran þátt í hjarta hennar en hún syrg- ir nú mjög mömmu sína. Heimili Hrafnhildar var alltaf einstaklega fallegt. Hún var mjög listræn og raðaði hlutum upp á fallegan og smekklegan hátt. Fyrir nokkru fluttu þau til Spánar með Þulu sína. Þar keyptu þau sér kerru sem þau óku henni í. Hrafnhildur hafði mjög gaman af að aka henni í kerrunni og fannst Þula vera eins og drottning í ríki sínu. Ljótur hósti og almennur slappleiki hafði hrellt Hrafnhildi lengi og hafði hún hætt að reykja af heilsufarsástæðum. Margar rannsóknir höfðu verið gerðar en ekkert alvarlegt fund- ist. Hún var orðin mjög þreytt undir það síðasta og renndi ég grun í að ekki væri allt með felldu. Skömmu fyrir andlátið kom hún heim til Íslands í rann- sóknir. Við þær rannsóknir upp- götvaðist kirtilfrumulungna- krabbamein á mjög háu stigi. Hafði það breitt úr sér um allan líkamann og ekkert var hægt að gera. Við ættingjarnir hefðum mjög gjarnan viljað geta notið sam- vista við Hrafnhildi mikið lengur en erum samt þakklát fyrir að hún þurfti ekki að þjást lengi. Erla Ólafsdóttir. Hrafnhildur Björnsdóttir Okkar ástkæri, GARÐAR ÞÓR GARÐARSSON, Dvalarheimilinu Grund, lést á Dvalarheimilinu Grund sunnudaginn 26. desember sl. Útförin fór fram í kyrrþey vegna stöðu sóttvarnamála í samfélaginu. Fyrir hönd aðstandenda, Sigurður Þór Garðarsson

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.