Morgunblaðið - 17.01.2022, Side 19
MINNINGAR 19
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 17. JANÚAR 2022
✝
Aðalsteinn
Tryggvason
frá Melgerði í Eyja-
fjarðarsveit fædd-
ist 9. október 1946.
Hann lést á Sjúkra-
húsinu á Akureyri
5. janúar 2022.
Foreldrar hans
voru hjónin
Tryggvi Ingimar
Kjartansson, f. 4.
febrúar 1927, d. 22.
júlí 2005, og Kristbjörg Pálína
Jakobsdóttir, f. 30. júlí 1913, d.
8. ágúst 2011.
Bræður Aðalsteins: Haukur,
f. 31. mars 1949, d. 29. maí 2011,
Kjartan, f. 4. júlí 1951, Jakob, f.
8. ágúst 1953, Sigurður Rúnar,
f. 8. ágúst 1955, og Halldór Ingi-
mar, f. 6. júní 1957.
Aðalsteinn var lengi til sjós
og var það í einum túrnum á
Hvammstanga árið 1987 sem
hann kynntist konu sinni, Hólm-
fríði Dóru Sigurðardóttur, f. 3.
september 1959. Hófu þau sam-
búð árið 1988 og giftu sig árið
1997. Dóra átti fyrir tvö bón-
usbörn, eins og Aðalsteinn
gjarnan kallaði
eldri börnin sín,
þau Sigurð, f. 21.
mars 1980, og Mar-
gréti Helgu, f. 10.
apríl 1982. Að-
alsteinn og Dóra
áttu eina dóttur
saman, Guðrúnu
Ósk, f. 26. nóv-
ember 1992.
Aðalsteinn vann
einnig í Meleyri en
seinni árin vann hann við akst-
ur, fyrst á flutningabílum og síð-
ustu ár sem rútubílstjóri.
Árið 2008 fluttu þau hjónin í
Landeyjasveit, fylgdu Guðrúnu
dóttur sinni sem vildi fara á Suð-
urlandið í framhaldsnám, og
voru þar í eitt ár áður en þau
fluttu svo á Hvolsvöll.
Árið 2016 fluttu þau aftur á
Norðurlandið, nú í Vatnsdals-
hóla. Útför Aðalsteins fer fram
frá Blönduóskirkju í dag, 17.
janúar 2022, klukkan 14 og má
nálgast streymi frá útför á face-
booksíðu Blönduóskirkju.
Hlekkur á streymi:
https://www.mbl.is/andlat
Elsku pabbi/báta-afi. Mér
finnst alveg ótrúlegt að þú sért
farinn, að hugsa til þess að fyr-
ir rúmum sex mánuðum vorum
við að hlaupa á eftir óþekkum
hrossum og þú hljópst á undan
mér upp einn þann erfiðasta
hól í Vatnsdalshólum sem ég
hef prílað upp á, við vorum
uppi á toppnum og vissulega
bléstu úr nös en úff, ég hélt að
ég næði ekki andanum. Ég
hafði orð á því þá að ég væri
ekki viss um að ég kæmist nið-
ur, þetta var svo bratt og loft-
hræðslan fór að gera vart við
sig. „Iss, við finnum bara aðra
leið niður, komdu hérna,“ sagð-
ir þú og svo arkaðir þú af stað
yfir hólinn og fannst auðveldari
leið niður.
Þetta lýsir þér svo vel, ef það
er eitthvert vesen þá finnum
við bara aðra leið.
Þú sagðir mér oft frá því
þegar ég spurði þig fyrst hvort
ég mætti kalla þig pabba, varst
svo ánægður, en það var ég
sem var heppin að þú vildir
vera pabbi minn.
Þú varst alltaf til staðar fyrir
okkur, endalaus þolinmæði, því
ekki var ég nú auðveld á ung-
lingsárunum og gerði þér hlut-
ina ekki auðvelda. Þú kenndir
mér að vinna, vera sjálfstæð og
reyndir að kenna mér þolin-
mæði. Ég átti pínu erfitt með
að venjast skrítnu matarvenj-
unum þínum, brauði með miklu
smjöri og púðursykri eða að
skella eins og einni skeið af
súkkulaðispæni í kaffibollann
til að fá sparikaffi. En þú kunn-
ir sko að gera dýrindismáltíð úr
engu.
Varst svo góður við mömmu,
og alveg magnað að fylgjast
með þér þegar hún byrjaði að
tuða, þú sast og hlustaðir,
hristir stundum hausinn en
leyfðir henni alltaf að rasa út.
Ég heyrði þig aldrei hækka
röddina við hana og aldrei við
okkur.
Þegar Ársæll Aðalsteinn
fæddist þá varstu svo ánægður
og svo stoltur þegar þú heyrðir
í kirkjunni að hann fengi að
heita í höfuðið á þér. Það var
gaman að fá að fylgjast með
ykkur leika saman, hann fór
með þér á sjó svo þú gætir sýnt
„Nabba“ hvernig sjómenn
vinna, tókst hann með þér í
flutningabílinn og kenndir hon-
um á traktorinn.
Elsku pabbi/báta-afi, við
kveðjum þig með miklum trega,
takk fyrir allt, minning þín
mun lifa um alla tíð.
Þar sem englarnir syngja sefur þú
sefur í djúpinu væra.
Við hin sem lifum, lifum í trú
að ljósið bjarta skæra
veki þig með sól að morgni.
(Bubbi Morthens)
Magga Helga og Nabbi
(Ársæll Aðalsteinn).
Aðalsteinn
Tryggvason
✝
Steinunn Lofts-
dóttir fæddist
13. júní 1928. Hún
lést 25. nóvember
2021.
Foreldrar henn-
ar voru Loftur Sig-
fússon sjómaður og
Kristín Jónína Sal-
ómonsdóttir verka-
kona.
Árið 1944 kynnt-
ist Steinunn eig-
inmanni sínum, Matthíasi Vil-
hjálmi Gunnlaugssyni bílasala, f.
í Vestmannaeyjum 24. júlí 1919,
d. 21. mars 1973. Börn þeirra
eru: 1) Guðrún Gunnlaug, f. 3.
júlí 1946, gift Baldri Jónssyni. 2)
Reynir Pétur, f. 25 október
1948. 3) Kristinn Loftur, f. 4.
desember 1950, giftur Drop-
laugu G. Stefánsdóttur. 4) Ása
Þórunn, f. 25. apríl 1952, gift
Erni Ingólfssyni. 5) Erla Gerð-
ur, f. 29. nóvember 1954, gift
Kristni Valdimarssyni. 6) Matt-
hildur Sonja, f. 24. janúar 1956,
gift Herði Sig-
urgeirssyni. 7) Ás-
dís, f. 26. maí 1959,
gift Árna
Georgssyni. 8) Sig-
ríður Halldóra, f. 3.
mars 1962.
Eru afkomendur
þeirra 22 barna-
börn, 44 lang-
ömmubörn og fimm
langalang-
ömmubörn.
Matti lést fyrir aldur fram að-
eins 53 ára, þá var yngsta barn-
ið aðeins 11 ára. Þetta voru erf-
iðir tímar fyrir Steinunni og
börnin en þau voru samhent og
stóðu þétt saman. Fljótlega eftir
að Matti lést fór Steinunn að
vinna og vann hún á Vífils-
stöðum í 20 ár.
Seinustu ár hefur Steinunn
verið í þjónustuíbúð í Boðaþingi
og var komin í hjólastól eftir að
fæturnir gáfu sig.
Útför fór fram í kyrrþey 6.
desember 2021.
Elsku mamma mín, nú erum
við búin að kveðja þig og þú ert
komin til pabba. Ég veit að þér
líður betur núna en söknuðurinn
er sár. Ég er svo þakklát fyrir all-
ar þær stundir og ferðir sem við
áttum saman, þær voru ómetan-
legar fyrir mig. Mér finnst erfitt
að heyra ekki í þér á kvöldin eins
og við gerðum alltaf áður en þú
fórst að sofa. Þú varst límið í fjöl-
skyldunni og hélst okkur systk-
inunum saman. Takk fyrir allt
elsku mamma mín, ég kveð þig
með söknuð í hjarta en ég veit að
þú ert komin í góðar hendur hjá
pabba og öllum hinum.
Þín dóttir,
Guðrún (Gunna).
Elsku besta mamma mín,
Steinunn Loftsdóttir, lést þann
25. nóvember síðastliðinn.
Mamma átti langa og góða ævi,
hún var 93 ára þegar hún lést.
Til minningar um mömmu
til himnaríkis ég sendi,
þér kveðju mamma mín.
Á því virðist enginn endi,
hve sárt ég sakna þín.
Þú varst mín stoð og styrkur,
þinn kraftur efldi minn hag.
Þú fældir burtu allt myrkur,
með hvatningu sérhvern dag.
Nú tíminn liðið hefur,
en samt ég sakna þín.
Dag hvern þú kraft mér gefur,
ég veit þú gætir mín.
(Steinunn Valdimarsdóttir)
Ég mun sakna þín ætíð elsku
mamma mín.
Elska þig.
Kveðja, þín dóttir
Sonja.
Elsku besta mamma mín, nú
ertu farin í sumarlandið til
pabba. Mikið verðið þið ánægð að
hittast loksins. Alltaf var nú
gaman þegar við komum í heim-
sókn til þín í Boðaþing og við tók-
um í spil.
Þér þótti það ekki leiðinlegt
þar sem mikið var hlegið og gant-
ast. Alltaf verður pláss fyrir þig
við spilaborðið hjá okkur systk-
inum, elsku mamma.
Það verður mikið tómarúm nú
þegar þú ert farin. Ég var vön að
hringja áður en ég kom til þín til
að athuga hvort þig vantaði eitt-
hvað úr búðinni, elsku mútta
mín. Alltaf var heilög stund hjá
þér þegar þú varst að horfa á
Glæstar vonir og Leiðarljós og
maður passaði sig að hringja ekki
á þeim tíma. Þú varst mikil hann-
yrðakona og ég lærði mikið af
þér.
Elsku mamma mín, þú varst
best og ég elska þig.
Þín dóttir,
Erla Gerður.
Mamma var dugleg og glæsi-
leg kona sem hugsaði vel um
okkur börnin og ég sakna
mömmu mikið. Það voru oft erf-
iðir tímar og hún var úrræðagóð
og gerði mikið úr litlu. Mamma
var reglusöm kona og hún elsk-
aði pabba þannig að hún sá ekki
sólina fyrir honum. Mamma varð
fyrir mikilli sorg þegar pabbi dó
fyrir aldur fram en það var henni
erfiður missir.
Eftir að pabbi dó 1973, þurfti
mamma að fara á vinnumark-
aðinn og starfaði mjög lengi á
Vífilsstöðum. Hún tók bílprófið
seint en skipti um bíl alltaf á
tveggja til þriggja ára fresti þar
sem hún vildi vera á nýlegum bíl-
um.
Mamma var skýr allt fram á
síðasta dag. Hún spilaði á hverj-
um degi Fimm kórónur og hún
mundi eftir afmælisdögum
flestra langt fram eftir aldri en
hún átti 79 afkomendur.
Mamma, nú ert þú komin til
pabba og það er gaman hjá ykk-
ur núna en við fjölskyldan sökn-
um þín.
Guð blessi þig og megir þú
hvíla í friði.
Þinn sonur,
Kristinn L. Matthíasson.
Nú höfum við kvatt ástkæra
tengdamóður mína, sem er kom-
in í faðm Matta eiginmanns síns
sem lést fyrir tæpum 49 árum.
Steinunn var jákvæð mann-
eskja og leið best í faðmi fjöl-
skyldunnar. Ég kom snemma inn
í fjölskylduna, fyrir 60 árum, þá
rúmlega 17 ára, þegar ég kynnt-
ist elstu dóttur hennar, Gunnu.
Matthíasi þótti ekki verra að ég
var Eyjapeyi en hann var einnig
frá Vestmannaeyjum.
Steina var mikil gæðakona,
aldrei hallmælti hún tengdasyn-
inum. Eftir að börnin voru upp-
komin ferðaðist hún mikið með
okkur Gunnu og börnunum okkar.
Það var alltaf gott að hafa hana
með enda voru þær Gunna mjög
tengdar og börnin dáðu hana.
Ég er þakklátur fyrir okkar
kynni og allar góðu stundirnar
sem við áttum með henni. Ég
votta öllum aðstandendum inni-
lega samúð.
Þinn tengdasonur,
Baldur Jónsson.
Elsku amma Steina. Sem barn
dreymdi mig oft dauða þinn, ég
man eftir mörgum nóttum þar
sem ég vaknaði grátandi og hélt
þú værir dáin, mamma mín sagði
mér að þessir draumar táknuðu
langlífi og má svo sannarlega
segja að hún hafi haft rétt fyrir
sér því þú náðir að verða 93 ára
gömul. Þrátt fyrir háan aldur er
maður aldrei tilbúinn og und-
irbúinn þegar loks kallið kemur,
en þó var eitthvað sem sagði mér
að það færi að styttast þegar ég
heimsótti þig síðast. Þú varst
orðin þreytt og þú sættir þig
aldrei við að þurfa að nota hjóla-
stól og vera svona upp á aðra
komin.
Við amma áttum einstakt sam-
band enda ólst ég upp hjá henni
fyrstu árin mín með mömmu. Ég
var alveg frá fyrstu tíð mikil
ömmustelpa og fannst fátt betra
en að vera hjá ömmu, mjúki
faðmurinn og hlýjan sem kom frá
henni. Amma var ekki af þeirri
kynslóð sem var endilega alltaf
að segja manni hvað hún elskaði
mann, hún þurfti þess ekki, þú
fannst það. Amma var glaðlynd
kona og fordómalaus og sá það
besta í öllum. Það sem hún var
glöð með allt sitt fólk, hún var
svo stolt af okkur öllum og leidd-
ist ekki að segja okkur fréttir af
stórfjölskyldunni í Kópavogi.
Amma keyrði bíl alveg þangað til
hún varð 88 ára, geri aðrir betur,
hún var geggjaður bílstjóri og
lagði mikið upp úr því að vera á
nýbónuðum bíl og helst nýjum.
Hún var líka nýjungagjörn og
vildi hafa almennilegt sjónvarp
svo hún gæti horft á Glæstar
vonir og Leiðarljós í almennileg-
um græjum og svo vildi hún eiga
almennilegan síma og auðvitað
fékk hún sér facebook en hún var
óhrædd við tæknina og kunni á
allar fjarstýringarnar meira en
margur kann.
Lengi vel var amma til skiptis
hjá börnunum sínum á jólunum,
það voru bestu jólin þegar hún
var hjá okkur, sem mér fannst
allt of sjaldan því hún þurfti að
skipta sér á svo marga staði. Eft-
ir að amma fór á elliheimili var
það fastur liður hjá okkur öllum
að heimsækja hana og ég held að
fáir hafi fengið jafn mikið af
heimsóknum eins og hún amma
mín enda stór og samheldin fjöl-
skylda á bak við hana og hún var
miðpunkturinn hjá okkur. Amma
vissi fátt skemmtilegra en að
spila og oftar en ekki var tekið í
spil og mér fannst alltaf svo
merkilegt hvað hún var svo fljót
að leggja saman tölurnar langt á
undan flestum, ég er nokkuð viss
um að ef amma mín hefði farið í
íþróttir hefði hún verið mikil
keppniskona.
Í nóvember voru fimm af sex
dætrum hennar á Spáni svo við
barnabörnin sáum um að heim-
sækja ömmu skipulega og eitt
skiptið þegar ég fór til ömmu
hringdi ég myndsímtal til Spánar
þar sem við gátum spjallað sam-
an við systurnar, það fannst
ömmu voðalega gaman og mikið
hlegið og eftir símtalið segir hún
við mig: „Meira fjörið alltaf í
þessum stelpum, ég er svo glöð
hvað þeim semur vel og eru góð-
ar vinkonur.“ Þetta fannst mér
fallegt.
En nú er komið að kveðju-
stund elsku amma mín. Það er
sárt að kveðja þig en minningin
lifir um brosmilda góða konu sem
ég elskaði afar heitt. Þú verður
ávallt í hjarta mínu amma mín.
Steinunn
Þorkelsdóttir.
Steinunn
Loftsdóttir
Kær skólasystir
mín hún Ingibjörg
Þorkelsdóttir lézt
hinn 7. desember sl.
Það er gott að minnast hennar
Ingu Þorkels, en eins erfitt að
kveðja hana. Hún var ávallt sú
fyrsta sem ég talaði við um
skólabekkinn okkar. Við erum
jafnöldrur og hófum nám haustið
1940 í sama bekk í Kvennaskól-
anum í Reykjavík. Núna eru 3-4
á lífi af þeim sem útskrifuðust úr
Kvennaskólanum á lýðveldisvor-
inu 1944. Skólatíminn okkar er
Ingibjörg
Þorkelsdóttir
✝
Ingibjörg Þor-
kelsdóttir
fæddist 15. mars
1926. Hún lést 7.
des. 2021.
Útför Ingibjarg-
ar fór fram 20. des-
ember 2021.
einmitt stríðstíminn
með öllum þeim
breytingum sem því
fylgdu. Inga Þor-
kels var falleg og
myndarleg ung
stúlka sem var mik-
ið fyrir sundíþrótt-
ina, einnig teiknaði
hún mjög mikið,
jafnvel svo að mað-
ur hélt að hún yrði
listmálari þegar á
liði. Hún var létt í lund og hlát-
urmild – en það fór ekki mikið
fyrir henni. En svo vorum við
líka ákaflega stilltar í okkar
bekk. Fyrir aftan mig sátu af-
brigða skemmtilegar stúlkur og
var Inga Þorkels þar á meðal.
Gamaldags hefðir voru í
Kvennaskólanum á þeim tíma
sem okkur þótti kindugt og yrði
hlegið að þeim viðburði í dag. Þá
máttum við taka borðskúffurnar
okkar úr borðinu og þramma í
röð frá Kvennaskólanum alveg
niður í Hafnarstræti til Ziemsen
og láta setja nýjar skrár og lykla
í skúffurnar. Ég talaði oft um
það við Ingu að okkur vantaði
einhverja til að teikna hala-
rófuna sem var send í umrætt
erindi. Annars var þetta ekki
eina halarófan sem sjá mátti við
Tjörnina í þá daga. Á þeim tíma
urðum við fara í leikfimi upp í
ÍR-hús við Landakot og til að
mæta aftur í tíma urðum við að
hlaupa niður alla Túngötu en á
horni Tjarnargötu og Vonar-
strætis var bakaríið Kerff sem
bakaði þau allra bestu vínar-
brauð. Við keyptum okkur því
vínarbrauð og gat því þá að líta
aðra halarófu með skólatösku og
leikfimisdót í annarri hendi og
vínarbrauð sem nartað var í í
hinni þegar hringt var inn í tíma.
Fyrstu árin eftir útskrift var
ekki mikill samgangur milli
skólasystranna en eftir fimm ár
hittumst við í Oddfellow og er
það fróðleg mynd af kvenna-
blóma þess tíma.
Inga giftist síðar Guðna sín-
um, skólabróður Halldórs míns,
og stofnuðu þau fyrirtæki sitt í
Kópavogi. Eftir að við Halldór
eignuðumst dætur okkar og
höfðum fluzt í Kópavoginn
hringdi Inga í mig og bauð fram
barnapíu svo Kristín hennar
kom og passaði Steinunni mína.
Eftir það varð allt nánara því við
fórum að leggja leið okkar upp á
Kársneshæðina og versla við
Guðna og Ingu uns matvöru-
verslun kom á Þinghólsbrautina
í næstu götu við okkur.
Við skólasysturnar reyndum
að hittast á hverju vori, oftast í
Kaffi Flóru í Grasagarðinum í
kaffispjalli en á einu útskriftar-
afmælinu hittumst við á Grand
hóteli hvar Inga hafði útbúið svo
fallegt minningarborð um hóp-
inn með myndum af okkur öll-
um.
Ekki má gleyma að við reynd-
um nokkrar að viðhalda þeirri
hefð að fara og gróðursetja tré í
reit sem okkur var úthlutaður í
Heiðmörk. Reiturinn okkar er
merktur Kvennaskólinn í
Reykjavík 1940-1944.
Þegar Inga veiktist á seinni
árum var það tölvuvæðingin sem
hélt henni gangandi, því það
voru „litlu Guðnarnir“ sem pöss-
uðu upp á að amma gæti haldið
við tölvukunnáttu sinni, skrifað
niður hugðarefni sín og orðað
hugsanir sínar. Við skólasyst-
urnar nutum líka góðs af því að
Inga hélt rafrænt utan um
nafnalistana okkar, myndir og
minningar.
Síðasta skiptið sem við hitt-
umst heima hjá henni á Borg-
arholtsbrautinni var á kjördegi
en eftir að hafa kosið hafði ég
bakað pönnukökur sem ég ákvað
að færa Ingu. Þegar ég kom til
hennar var hún með sjónvarpið
opið og var að fylgjast með stór-
afmælishátíð danska krónprins-
ins og úr varð að við sátum eins
og gestir í Amalienborg, með
forseta Íslands og fleira fyrir-
fólki, og drukkum kaffi úr henn-
ar fínasta stelli og borðuðum
pönnukökur.
Guð blessi minningu Ingi-
bjargar Þorkelsdóttur.
Jóhanna
Guðmundsdóttir.
Morgunblaðið birtir minn-
ingargreinar endurgjalds-
laust alla útgáfudaga.
Óheimilt er að taka efni úr
minningargreinum til birt-
ingar í öðrum miðlum nema
að fengnu samþykki.
Skil | Þeir sem vilja senda
Morgunblaðinu greinar eru vin-
samlega beðnir að nota inn-
sendikerfi blaðsins. Smellt á
Morgunblaðslógóið í hægra
horninu efst og viðeigandi liður,
„Senda inn minningargrein,“
valinn úr felliglugganum. Einn-
ig er hægt að slá inn slóðina
www.mbl.is/sendagrein
Skilafrestur | Ef óskað er eftir
birtingu á útfarardegi verður
greinin að hafa borist eigi síðar
en á hádegi tveimur virkum
dögum fyrr (á föstudegi ef út-
för er á mánudegi eða þriðju-
degi).
Þar sem pláss er takmarkað
getur birting dregist, enda þótt
grein berist áður en skila-
frestur rennur út.
Minningargreinar