Morgunblaðið - 17.01.2022, Síða 20

Morgunblaðið - 17.01.2022, Síða 20
20 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 17. JANÚAR 2022 ✝ Hans Wíum Ólafsson fædd- ist í Reykjavík 12. september 1945. Hann lést á gjör- gæsludeild Land- spítalans 21. des- ember 2021. Foreldrar hans voru hjónin Ólafur Eyjólfsson for- stöðumaður Rit- símans í Reykja- vík, f. 8. febrúar 1924, og Guðrún Gyða Hansdóttir hús- móðir, f. 16. ágúst 1925. Systk- ini hans eru: 1) Eyjólfur, f. 29.12. 1950, læknir í Dan- mörku, kvæntur Kirstine Ólafs- son lækni og eiga þau tvo syni, Daniel og Simon. 2) Magdalena Margrét, f. 20.10. 1956, kennari við Menntaskólann í Reykjavík, gift Kristjáni Ásgeirssyni arki- tekt og eiga þau þrjú börn, Lísu Maríu, Hans Orra og Óla Geir. 3) Guðrún Gyða, f. 11.10. 1968, móttöku- stjóri hjá Háskól- anum í Reykjavík, gift Kjartani Sig- urðssyni lektor í háskólanum í Twente, Hollandi og eiga þau þrjár dætur, Sögu Ýri, Ylfu Rán og Myrru Magdalenu. Hans var ógiftur og barn- laus. Hann útskrifaðist stúdent frá Menntaskólanum í Reykja- vík árið 1966 og sem lögfræð- ingur frá Háskóla Íslands árið 1973. Hans starfaði sem lög- fræðingur á ýmsum stöðum, lengst hjá Sýslumannsembætt- inu í Reykjavík og Reykjavík- urborg þar sem hann endaði starfsferilinn sinn. Í ljósi aðstæðna hefur útför- in farið fram í kyrrþey. Minningarnar koma og fara, ótalmargar og allar yndislegar. Stóri bróðir sem maður leit allt- af upp til, hjálpaði með ensku og latínu þegar maður komst til vits og ára. Stóri bróðir sem keyrði um á eldrauðri bjöllu, nýútskrifaður lögfræðingur. Það voru ófá skiptin sem maður fékk far í skólann og alltaf var hann jafn þolinmóður með mig sem co-pilot við hlið sér. Þegar við Kiddi fluttum til Danmerk- ur, þar sem Eyjó var líka að læra, komu mamma, pabbi, Hansi og Gyða í heimsókn hvert sumar. Þessar sumarferðir gerðu lífið í Danaveldi auðveld- ara og miklu, miklu skemmti- legra. Við ferðuðumst saman, skoðuðum söfn og staði og nut- um lífsins. Hér á árum áður ferðaðist Hansi mikið og heyrð- um við margar sögur frá honum um London og Edinborg sem voru hans eftirlætis borgir. Hann var víðlesinn og heimilið hans fullt af bókum og hann vissi alltaf í hvaða hillu hver bók var. Hansi var mikill tungu- málamaður enda stúdent af málabraut í MR. Hann var mik- ill fjölskyldumaður en líka ein- fari. Hann bjó ætíð einn, en var duglegur að heimsækja okkur fjölskylduna. Mikið þótti mér alltaf vænt um að fá hann í heimsókn að loknum vinnudegi og drekka kaffibolla með hon- um og tala um daginn og veg- inn. Hansi var góður vinur barnanna okkar og fagnaði öll- um áföngum þeirra með okkur. Hann var að vissu leyti ígildi afa, sem þau misstu ung að ár- um. Elsku bróðir, við misstum þig alltof fljótt og mikið sakna ég þín, en ég vil ljúka þessum fátæklegu minningarorðum með bæn sem við lærðum af mömmu og pabba og var svona uppá- halds: Kristur minn ég kalla á þig komdu að rúmi mínu, gjörðu svo vel og geymdu mig, Guð, í nafni þínu. (Höf. ók.) Þín systir Malla, Magdalena Margrét Ólafsdóttir. Jólin voru alveg að smella á og allt að verða tilbúið fyrir há- tíðirnar – þá var stórt skarð höggvið í litlu fjölskylduna okk- ar. Elsku stóri bróðir minn, hann Hansi sem mér þótti svo óendanlega vænt um, kvaddi þennan heim á gjörgæsludeild Landspítalans eftir stutt en erf- ið veikindi. Hansi var í háskólanum að læra lögfræði þegar ég fæddist, svo það voru nokkur ár á milli okkar. Það voru forréttindi að vera langyngst í fjölskyldunni og varð ég strax mikil dekur- rófa. Margar eru minningarnar og man ég eftir mörgum fal- legum gjöfum sem Hansi bróðir gaf mér sem lítilli stelpu, en það er ein minning sem er ofar öllum og það var þegar Hansi kom heim úr einni af London- ferðunum sínum. Ég beið spennt eftir að hann kæmi heim því ég vissi að ég myndi fá út- landagjöf. Töskunni var dröslað mjög þungri inn á stofugólf, hún opnuð og þá blasti við fal- legasta dúkkuhús sem ég hafði augum litið. Ánægjan hjá lítilli stúlku var þvílík og næstu árin var þetta mitt uppáhaldsleik- fang og seinna meir léku stelp- urnar mínar sér að dúkkuhús- inu. Húsið, eins og ég kallaði það, er enn þá til og í notkun. Hansi bróðir bjó inni á heimili foreldra minna þar til ég var á tólfta ári og alltaf var gott að eiga hann að. Hann var óþreyt- andi að hjálpa mér við heima- námið og annað sem viðkom skólanum, svo voru ófáar ferð- irnar sem voru farnar til Dan- merkur þar sem öll fjölskyldan sameinaðist og eru þær stundir ógleymanlegar. Hansi bróðir var stelpunum mínum sem staðgengill afa og ömmu enda var hann alltaf til staðar fyrir fjölskylduna hvort sem það voru stórviðburðir í fjölskyldunni eða annað. Hansi bróðir var einnig vanur að vera með okkur fjölskyldunni á að- fangadagskvöld og var hans sárt saknað þessi jólin. Jákvæðni og bjartsýni var það sem einkenndi Hansa bróð- ur. Þegar hann lá inni á spít- alanum og heimsóknabann var allsráðandi þá ræddum við sam- an á hverjum degi í síma og alltaf var allt það besta að frétta af honum, allt starfsfólkið á spítalanum var frábært og maturinn æðislegur. Sem betur fer voru nokkrir dagar sem við máttum koma og heimsækja hann og var það ómetanlegur tími. Eins ánægjulegt og það var að fá að heimsækja hann, þá sá maður einnig hvað hann var í raun og veru mikið veikur og það var sárt. Minningarnar eru margar og allar góðar, en allt hefur sinn tíma og nú er komið að kveðju- stund. Það er með miklum trega, en einnig miklu þakklæti, sem ég kveð elsku stóra bróður minn. Minningin um stórkostlegan mann lifir. Farðu í friði. Þín litla systir Gyða. Kynni mín af Hansa spanna tæpa fimm áratugi. Það var snemma á áttunda tug síðustu aldar að ég fór að gera hosur mínar grænar fyrir Möllu syst- ur hans. Hansi tók mér vel og fór vel á með okkur frá fyrstu kynnum. Þriggja ára hafði Hansi smit- ast af polio, sem hafði áhrif á hreyfigetu hans. Óli pabbi hans var óþreytandi að æfa drenginn sinn, ekki síst með því að fara með hann í Sundhöllina. Þeir tveir stunduðu sundið saman allt fram að andláti Óla árið 1994. Andlát Óla var okkur öll- um mikið áfall, ekki síst þeim mæðginum Gyðu og Hansa, enda voru þau þrjú alla tíð afar náin. Hansi var mikill fagurkeri, tónlistaráhugamaður og grúsk- ari. Hönnun, húsgögn, málverk, hljómtæki og flott plötusafn, prýddu heimili hans. Við Malla munum hvenær hann fékk íbúð- ina sína afhenta, en það var á sama degi og frumburður okk- ar, Lísa María fæddist, þann 15. maí 1980. Þá vorum við bú- sett í Danmörku við nám og störf. Hlýjar minningar tengdar Hansa og tengdaforeldrum mínum frá námsárum okkar í Danmörku, eru ófáar. Sumar- heimsóknir þeirra, ásamt Gyðu litlu systur voru ávallt tilhlökk- unarefni. Var þá öll fjölskyldan sameinuð, því Eyjólfur, yngri sonur þeirra, var einnig búsett- ur í Danmörku. Þarna var því oft glatt á hjalla. Hansi starfaði lengst sem lögfræðingur hjá Borgarfógeta og Reykjavíkurborg. Árið 1987 var Hans Orri, sonur okkar, skírður í höfuð frænda síns. Þeir voru báðir kallaðir Hansi, sá eldri fékk þá viðskeytið frændi og var upp frá því ávallt kallaður Hansi frændi. Hansi varð fyrir heilsubresti árið 1997. Mér er það minn- isstætt þegar hringt var í mig frá Borgarverkfræðingsemb- ættinu og ég beðinn um að koma og vitja mágs míns. Í ljós kom að hann hafði fengið vírus- sýkingu í hjartað, sem varð þess valdandi að það hafði trufl- andi áhrif á líkamsstarfsemi hans. Gyða, tengdamóðir mín, kvaddi okkur árið 2009 og var það Hansa erfitt, enda höfðu þau mæðgin verið mjög náin og hist á hverjum degi á Háaleit- isbrautinni. Óli Geir sonur okkar og Hansi náðu vel saman þrátt fyr- ir mikinn aldursmun. Þeir gátu spjallað um málefni tengd hljómtækjum og öðrum tækni- legum hlutum, enda báðir ann- álaðir grúskarar. Barnabörn okkar fengu smá afa í Hansa frænda. Hann var duglegur að gefa frændsystk- inum sínum afmælis- og jóla- gjafir og naut þess að fara með systrum sínum í innkaupaleið- angra þeim tengdum. Í desember urðu breytingar á heilsufari Hansa og var hann lagður inn á sjúkrahús. Að- spurður um líðan, hafði hann það alltaf mjög gott, enda þekktur fyrir það að kvarta aldrei undan neinu. Okkur öll- um var brugðið þegar við feng- um boð frá spítalanum um erf- iða stöðu og að hann væri kominn á gjörgæslu, þar sem hann lést þriðjudaginn 21. des- ember sl. Lífið er skrýtið og við eigum erfitt með að skilja að þetta sé raunveruleikinn. En það heldur alltaf áfram. Lífið gefur og lífið tekur, lífið er allt um kring. Lífið svæfir og lífið vekur, lífið fer eilíft í hring. (Kristján Ásgeirsson) Ég þakka Hansa mági mín- um fyrir samfylgdina. Kristján Ásgeirsson. Það er óhætt að segja að frá- fall Hansa hafi borið brátt að, en þegar andlát náins vinar og fjölskyldumeðlims ber að rifjast upp margar góðar minningar. Ég kynntist Hansa fyrst þegar ég var ungur maður á heimili foreldra hans, eða á þeim ynd- islegu árum þegar ég og systir hans og eiginkona mín vorum að stinga saman nefjum. Hansi var fylginn sjálfum sér og fyrst um sinn ekki tilbúinn að sam- þykkja þennan unga mann blá- kalt, en fljótlega fann ég hlýjuna frá honum, ég hafði eignast traustan vin og sú vin- átta hefur verið heil allar götur síðan. Hansi var sjálfum sér trúr og fór sínar leiðir í lífinu og ekki við öðru að búast en að fráfall hans hafi verið í takt við karakterinn sem varðaði sínar eigin leiðir og ekki annað að sjá en að hann hafi verið sáttur við sitt hlutverk og þær leiðir sem hann kaus að fara í lífinu. Hansi bróðir, eins og hann var ávallt kallaður af fjölskyld- unni, var um margt sérstakur maður. Hann var mikil fé- lagsvera en bjó þó alla tíð einn, var sérlega ósérhlífinn, mikið ljúfmenni, glaðlyndur með af- brigðum og alltaf tilbúinn að veita hjálparhönd ef svo bar undir. Hann hafði þann háttinn á að vera í góðu sambandi við fjölskyldu sína og það brást aldrei að hann var alltaf til staðar fyrir okkur. Mörg voru þau matarboðin og margir voru fjölskyldufund- irnir sem sköpuðu margar góð- ar minningar. Jólahátíðin er mér sérlega minnisstæð en Hansi hafði þann vana á að borða hjá okkur hjónum á að- fangadag. Hansi hafði val og ekki fór hann í manngreinarálit, heldur tel ég fullvíst að rjúp- urnar hafi ráðið úrslitum um það hvar hann kaus að verja að- fangadeginum. Einnig er mér minnisstætt hversu mikinn áhuga hann hafði á því sem allir í fjölskyldunni voru að fást við, hvort sem það voru viðskipti, atvinna, nám, íþróttir, áhuga- mál eða annað allt fannst hon- um áhugavert og alltaf gaf hann sér tíma til að kynna sér málin og tók fullan þátt í samræðum um okkar hugðarefni. Fyrir mína parta þá fylgdist hann alltaf vel með því sem ég var að fást við hverju sinni og ekki kom maður að tómum kof- anum þegar rætt var um út- lönd, enda karlinn sérlega fróð- ur um heiminn og stöðu heimsmála. Til dæmis sýndi hann námi mínu og starfi mik- inn áhuga, en því fylgdu tals- verð ferðalög og viðvera til lengri eða skemmri tíma í út- löndum. Hann þekkti menningu og sögu allra þeirra borga sem ég bjó í og var alltaf með nýj- ustu fréttir að færa af efna- hagsástandi, veðri, og nú síðast af stöðu heimsfaraldursins. Þessar fréttir færði hann ást- kærri systur sinni, títt nefnd Gyða systir, og eiginkona mín meðan á dvöl minni stóð. Svo sat ég fyrir svörum þegar heim var komið og spurningarnar dundu á mér um hvernig allt gengi, staðhætti, mannlífið, menningu og allt þar fram eftir götum – yndislegar og góðar minningar um samverustundir. Með þessum annars stutta og fátæklega texta um mann sem á sér magnaða sögu læt ég hér við sitja og heiðra minningu hans með þakklæti fyrir þau yndislega góðu kynni og allar þær gleðistundir sem við áttum saman. Blessuð sé minning hans. Kjartan Sigurðsson. Elsku Hansi frændi, takk fyrir vináttuna og allar góðu stundirnar síðustu árin. Takk fyrir öll símtölin sem við áttum þegar ég bjó úti í Árósum og Lundi. Það var alltaf svo gaman að heyra í þér, alltaf jafn hress og þegar maður spurði hvað þú værir að gera var svarið yf- irleitt að þú værir að lesa góða bók eða einfaldlega að slappa af, þú kunnir það sko! Það skein svo í gegn hvað þér þótti vænt um allt fólkið í kringum þig og í öllum okkar símtölum spurðir þú hvernig Halla hefði það og hvernig gengi nú í skólanum eða vinnunni hjá henni, alltaf jafn áhugasamur. Það má segja að þú hafir ver- ið miklu meira en bara Hansi frændi fyrir mér, hálfgerður afi og hittumst við að minnsta kosti vikulega í kaffi og kexi á Bás- endanum hjá mömmu. Þess á milli brölluðum við margt sam- an. Einstaka sinnum skelltum við okkur saman á bílasölurúnti en við áttum það sameiginlegt að vera algjörir bílanördar og voru Volkswagen-bílarnir okkar uppáhalds. Það sýndi sig vel í nóvember síðastliðnum þegar þú hringdir í mig og sagðist vera orðinn stoltur eigandi að Volkswagen Golf á ný og nú vantaði þig hjálp við það að selja Opelinn og það væri sko í mínum höndum þar sem það hafði tekist svo hjá mér að selja gamla Golfinn um árið. Við náð- um því miður ekki að klára það áður en þú lagðist inn á spít- alann í byrjun desember, en í öllum okkar símtölum eftir að þú lagðist inn spurðir þú alltaf; „Óli minn, ertu nokkuð búinn að selja Opelinn?“. Við deildum fleiri nörda- áhugamálum saman en ást okk- ar á tækni og græjum var mikil. Þú varst algjör spekingur er við kom hljóði og áttir held ég allar týpur af mögnurum, plötuspil- urum, hátölurum og fjarstýr- ingum sem hægt var að fá hér á landi. Þar var ég heppinn því þú hafðir ekki pláss fyrir allt þetta dót. Japanski Pioneer- magnarinn stendur sko fyrir sínu hér í stofunni og plöturnar njóta sín vel á fóninum. Við Halla vorum svo heppin að fá þig óvænt í mat til okkar í byrjun nóvember í fyrra, en planið var að fá þig á Þorláks- messu í næsta mánuði, en þú hafðir misheyrt næsta mánu- dag. Svona eru örlögin stundum með manni á bandi en við áttum æðislega kvöldstund saman, með asískum núðlurétti eða „æðislegum makkarónum“ eins og þú kallaðir þetta. Þú komst auðvitað ekki tómhentur en með í för var platan „Kind of Blue“ með Miles Davis sem þú hafðir pantað sérstaklega hjá Steina í Hljómsýn fyrir bæði okkur og þig sjálfan, því sam- kvæmt þér var þetta besta al- búm sögunnar. Miles Davis fær því að hljóma hér reglulega þar sem við minnumst þín með miklum söknuði. Elsku Hansi, ég sakna þín en veit að það verður tekið vel á móti þér þarna hinum megin. Næst þegar við hittumst þá verð ég búinn að selja Opelinn en þangað til keyri ég um á Golfinum mínum og hugsa til þín og segi „obbobbobb“ við Höllu þegar hún keyrir, eins og þér einum var lagið. Skál í Coca Cola og Snickers. Þinn vinur og frændi, Óli Geir Kristjánsson. Elsku Hansi frændi. Þú varst yndislegur frændi, umhyggjusamur, traustur, með skemmtilegan húmor og bjart bros. Það var alltaf gaman í kringum þig og sérstaklega að spila borðspil og spurningaleiki með þér, þar sem þú svaraðir alltaf fyrir öll liðin. Það gat vakið kátínu hjá meðspilurum þínum en oft erfitt fyrir hörð- ustu keppnismennina. Í æsku var skemmtilegt að koma í heimsókn til þín á fal- lega heimilið þitt, þar sem beið okkar undantekningarlaust kók í gleri, mars súkkulaði og góð tónlist eða kvikmynd. Heimilið þitt einkenndist af fallegri hönnun, húsgögnum og málverkum sem hefur vafalaust ýtt undir okkar áhuga á hönnun og listum. Ef við vorum í bílahugleið- ingum, þá varstu alltaf fyrstur til að hringja og athuga stöðu mála, enda mikill áhugamaður um bíla. Þá varstu sérstaklega ánægður með okkur ef við vor- um að skoða uppáhaldstegund- ina þína, Volkswagen-bíla. Okk- ur systkinin langar alltaf í VW-bjöllu eins og þú áttir í gamla daga. Kannski einn dag- inn. Við munum halda minningu þinni á lofti með skemmtilegum og góðum sögum af þér. Nú ertu kominn í faðm afa Óla, ömmu Gyðu og Mána litla, sem hughreystir okkur, og við yljum okkur við góðar og fal- legar minningar um þig elsku Hansi okkar. Farðu í friði vinur minn kær. Faðirinn mun þig geyma. Um aldur og ævi þú verður mér nær. Aldrei ég skal þér gleyma. Svo vöknum við með sól að morgni. (Bubbi Morthens) Lísa María Kristjánsdóttir og Hans Orri Kristjánsson. Hans Wíum Ólafsson Ástkær eiginkona, fóstra, tengdamóðir, amma og langamma, ÁSLAUG GYÐA GUÐMUNDSDÓTTIR, Boðaþingi 10, Kópavogi, lést á Landspítalanum 10. janúar. Hún verður jarðsungin í Lindakirkju 24. janúar að viðstöddum sínum nánustu. Hlekk á streymi má nálgast á mbl.is/andlat. Gunnlaugur Breiðfjörð Óskarsson Ásta B. Gunnlaugsdóttir Samúel Örn Erlingsson Óskar Gunnlaugsson Hrönn Helgadóttir barnabörn, makar þeirra og barnabarnabörn Ástkær eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir, afi og langafi, JÓNAS HALLGRÍMSSON, prófessor emeritus, lést á heimili sínu miðvikudaginn 12. janúar. Anna Margrét Lárusdóttir Hallgrímur Jónasson Sylvia Ekstrand Pétur Jónasson Hrafnhildur H. Guðmundsd. Lárus Jónasson Valdís Fríða Manfreðsdóttir Margrét Jónasdóttir barnabörn og barnabarnabörn

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.