Morgunblaðið - 17.01.2022, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 17.01.2022, Blaðsíða 27
af nálinni að Bolton sýni íslenskum leikmönnum áhuga því Guðni Bergs- son, Eiður Smári Guðjohnsen, Arnar Gunnlaugsson, Heiðar Helguson, Birkir Kristinsson, Ólafur Páll Snorra- son og Grétar Rafn Steinsson hafa allir verið á mála hjá félaginu. _ Dómarar við ástralskan alríkis- dómstól höfnuðu áfrýjunarbeiðni tenniskappans Novak Djokovic um að vísa honum ekki úr landi í gær. Djoko- vic var handtekinn á laugardagskvöld eftir að stjórnvöld í Ástralíu höfðu ógilt landvistarleyfi hans í landinu. Ell- efu daga baráttu hins óbólusetta tenniskappa um að fá að keppa á Opna ástralska mótinu er því formlega lokið. Djokovic sagðist „virkilega von- svikinn“ út af- ákvörðun Ástrala um að hann skuli yfirgefa landið en hann ætlar að verða við þeirri beiðni. „Ég virði úrskurð dómstóls- ins og verð sam- vinnufús í tengslum við brottför mína úr land- inu,“ sagði Djokovic, sem er í efsta sæti heimslistans, í yfirlýsingu. Áströlsk stjórnvöld lýstu því meðal annars yfir að áframhaldandi vera Djokovic í Ástralíu gæti ýtt undir and- stöðu við bólusetningar og því bæri að vísa honum úr landi. Draumur hans um að setja met með því að vinna sitt 21. stórmót er því úr sögunni í bili. _ Rafael Benítez hefur verið rekinn sem knattspyrnustjóra Everton eftir sex mánuði í starfi. Everton hefur að- eins unnið einn deildarleik síðan í september og er liðið í 15. sæti ensku úrvalsdeildarinnar, sex stigum fyrir of- an fallsæti. Liðið tapaði fyrir Norwich á útivelli á laugardag, 1:2, en Norwich var í botnsæti deildarinnar fyrir leik- inn. Wayne Rooney, fyrrverandi leik- maður Everton, hefur verið orðaður við stjórastöðuna hjá liðinu en hann hefur gert afar góða hluti með Derby í B-deildinni, þrátt fyrir gríðarlega erf- iða stöðu félagsins. _ Sæunn Björnsdóttir hefur gengið til liðs við Knatt- spyrnufélagið Þrótt á lánssamn- ingi frá Haukum og mun leika með félaginu út árið. Sæunn, sem er fædd árið 2001, lék með Fylki í efstu deild síðasta sumar en hún er uppalin hjá Haukum í Hafnarfirði. Alls á hún að baki 34 leiki í efstu deild með Haukum og Fylki. Áður höfðu þær Katla Tryggvadóttir, Ólöf Sigríður Kristinsdóttir, Danielle Marcano og Freyja Karín Þorvarðar- dóttir einnig skrifað undir samning við Þróttara um að leika með liðinu á komandi keppnistímabili. ÍÞRÓTTIR 27 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 17. JANÚAR 2022 Í BÚDAPEST Kristján Jónsson kris@mbl.is Íslenska karlalandsliðið í handknatt- leik er með framhaldið á Evrópu- mótinu í eigin höndum eftir afar mikilvægan eins marks sigur gegn Hollandi í B-riðli keppninnar í Búda- pest í Ungverjalandi í gær. Leiknum lauk með 29:28-sigri ís- lenska liðsins en fyrr um daginn vann Ungverjaland 31:30-sigur gegn Portúgal í Búdapest. Ísland er í efsta sæti riðilsins með 4 stig og mætir Ungverjalandi í úrslitaleik um sæti í milliriðlum í lokaumferð riðlakeppninnar á morgun en Ung- verjar eru með 2 stig í þriðja sætinu. Á sama tíma mætast Holland og Portúgal en Holland er með 2 stig í öðru sætinu og Portúgal er án stiga. Eftir mjög jafnan leik í fyrri hálf- leik náðu Íslendingar smá tökum á leiknum þegar leið á fyrri hálfleik- inn. Fyrir vikið fór liðið til búnings- herbergja í hléi með forskot, 15:13. Leikurinn byrjaði vel fyrir Ísland sem komst í 3:1 en Hollendingar breyttu því í 4:5. Í framhaldinu var jafnt á mörgum tölum. Eins og minnst hafði verið á í greinum hér í blaðinu á mbl.is síðustu daga þá er mjög erfitt að eiga við Luc Steins og Dani Baijens í stöðunni maður á móti manni. Þeir eru snarpir og kröftugir eins og margir af okkar mönnum. Það er því ekki auðvelt að verjast hollenska liðinu en það gekk á köflum ágætlega hjá íslenska lið- inu. Í sókninni skutu okkar menn vel á markið. Hollenski markvörðurinn Bart Ravensbergen varði í það minnsta aðeins eitt skot í fyrri hálf- leik. Í því ljósi var sorglegt að vera ekki með meira forskot eftir fyrri hálfleikinn. Vegna brottvísana fengu Viggó Kristjánsson og Elliði Snær Viðarsson að koma inn á snemma leiks. Undir lok fyrri hálfleiks skor- aði Viggó tvívegis en Ómar Ingi Magnússon fékk tvær brottvísanir á fyrstu 19 mínútunum og var því á hættusvæði. Elvar Örn Jónsson var í sömu stöðu þegar hann fékk sína aðra brottvísun á 41. mínútu. Á heildina litið gekk vörnin þó ágætlega. Fyrir- séð var að Holland myndi skora tölu- vert í leiknum þar sem liðið spilar mjög hratt. Aldursforsetinn Björg- vin Páll Gústavsson stóð fyrir sínu fyrir utan fyrstu tíu mínúturnar í síðari hálfleik þegar hann kólnaði. Í sókninni gerði íslenska liðið full- mörg mistök. Liðið missti boltann of oft án þess að ná skoti á markið. Um tíma í síðari hálfleik var Ísland fimm mörkum yfir en Hollendingar náðu að vinna það upp og jafna. Fimm marka munur er ekki unninn leikur í handboltanum en útlitið virtist mjög gott í stöðunni 21:16. Öðrum sigri landað í Búdapest - Ísland með fullt hús stiga eftir fyrstu tvo leikina í B-riðli Evrópumótsins Ljósmynd/Szilvia Micheller Átök Janus Daði Smárason átti frábæra innkomu hjá íslenska liðinu en hér er hann í harðri baráttu við varnarmenn hollenska liðsins í Búdapest í gær. MVM Dome, Búdapest, EM karla, B- riðill, 16. janúar 2022. Gangur leiksins: 2:3, 5:4, 7:7, 10:9, 10:12, 13:15, 15:19, 17:22, 20:24, 22:24, 26:27, 28:29. Mörk Íslands: Sigvaldi Björn Guð- jónsson 8, Aron Pálmarsson 6, Ómar Ingi Magnússon 4/3, Gísli Þorgeir Kristjánsson 4, Viggó Kristjánsson 2, Elliði Snær Viðarsson 2, Bjarki Már Elísson 1, Elvar Örn Jónsson 1, Ýmir Örn Gíslason 1. ÍSLAND – HOLLAND 29:28 Varin skot: Björgvin Páll Gústavsson 10. Utan vallar: 14 mínútur. Mörk Holland: Kay Smits 13/7, Dani Baijens 6, Bobby Schagen 4, Luc Steins 2, Samir Benghanem 2, Rut- ger Ten Velde 1. Varin skot: Bart Ravensbergen 7. Utan vallar: 12 mínútur. Áhorfendur: 14.587. EM karla 2022 A-RIÐILL, Debrecen: N-Makedónía – Svartfjallaland .......... 24:28 Slóvenía – Danmörk............................. 23:34 Staðan: Danmörk 2 2 0 0 64:44 4 Svartfjallaland 2 1 0 1 49:54 2 Slóvenía 2 1 0 1 50:59 2 Norður-Makedónía 2 0 0 2 49:55 0 B-RIÐILL, Búdapest: Portúgal – Ungverjaland..................... 30:31 Ísland – Holland................................... 29:28 - Erlingur Richardsson þjálfar Holland. Staðan: Ísland 2 2 0 0 57:52 4 Holland 2 1 0 1 59:57 2 Ungverjaland 2 1 0 1 59:61 2 Portúgal 2 0 0 2 54:59 0 C-RIÐILL, Szeged: Frakkland – Úkraína ........................... 36:23 Króatía – Serbía ................................... 23:20 Staðan: Frakkland 2 2 0 0 63:45 4 Serbía 2 1 0 1 51:46 2 Króatía 2 1 0 1 45:47 2 Úkraína 2 0 0 2 46:67 0 D-RIÐILL, Bratislava: Þýskaland – Austurríki........................ 33:29 - Alfreð Gíslason þjálfar Þýskaland. Hvíta-Rússland – Pólland.................... 20:29 Staðan: Pólland 2 2 0 0 65:51 4 Þýskaland 2 2 0 0 67:58 4 Austurríki 2 0 0 2 60:70 0 Hvíta-Rússland 2 0 0 2 49:62 0 E-RIÐILL, Bratislava: Tékkland – Bosnía................................ 27:19 Spánn – Svíþjóð .................................... 32:28 Staðan: Spánn 2 2 0 0 60:54 4 Svíþjóð 2 1 0 1 58:50 2 Tékkland 2 1 0 1 53:47 2 Bosnía 2 0 0 2 37:57 0 F-RIÐILL, Kosice: Slóvakía – Litháen................................ 31:26 Noregur – Rússland............................. 22:23 Staðan: Rússland 2 2 0 0 52:49 4 Noregur 2 1 0 1 57:48 2 Slóvakía 2 1 0 1 56:61 2 Litháen 2 0 0 2 53:60 0 Olísdeild kvenna Stjarnan – ÍBV ..................................... 24:33 Haukar – Valur..................................... 26:24 Staðan: Fram 11 9 1 1 295:260 19 Valur 11 8 0 3 303:245 16 Haukar 11 6 1 4 302:290 13 KA/Þór 10 5 1 4 265:263 11 Stjarnan 12 5 0 7 305:315 10 HK 10 3 1 6 227:250 7 ÍBV 8 3 0 5 213:207 6 Afturelding 9 0 0 9 187:267 0 Grill 66-deild kvenna Víkingur – ÍBV U ................................. 23:21 Stjarnan U – FH................................... 22:30 Selfoss – Fjölnir/Fylkir ....................... 25:19 Grill 66 deild karla Hörður – Vængir Júpíters................... 32:25 Kórdrengir – Afturelding U................ 31:24 Evrópubikar kvenna 16-liða úrslit: Dunajska Streda – Kristianstad ........ 21:23 Kristianstad – Dunajska Streda ........ 21:33 - Andrea Jacobsen skoraði fjögur mörk fyrir Kristianstad í hvorum leik, en liðið tapaði einvíginu, samanlagt 44:54. Noregur Molde – Oppsal .................................... 30:20 - Birta Rún Grétarsdóttir skoraði eitt mark fyrir Oppsal. %$.62)0-# Spánn Real Madrid – Zaragoza..................... 94:69 - Tryggvi Snær Hlinason skoraði 6 stig fyrir Zaragoza, tók sex fráköst og stal ein- um bolta á 16 mínútum. B-deild: Prat Joventut – Gipuzkoa .................. 70:81 - Ægir Már Steinarsson skoraði 11 stig fyrir Gipuzkoa, tók tvö fráköst og gaf tvær stoðsendingar á 24 mínútum. Ítalía Napoli – Fortitudo Bologna ............... 86:89 - Jón Axel Guðmundsson skoraði 2 stig fyrir Fortitudi Bologna og tók eitt frákast á fjórtán mínútum. Rúmenía Agronomia – Phoenix Constanta ...... 57:83 - Sara Rún Hinriksdóttir skoraði 19 stig fyrir Phoenix Constanta, tók átta fráköst og gaf fimm stoðsendingar á 32 mínútum. 1. deild kvenna Þór Ak. – Ármann ................................ 65:69 Vestri – Aþena/UMFK ........................ 61:82 Staða efstu liða: Ármann 11 9 2 897:697 18 ÍR 10 8 2 759:599 16 Þór Ak. 12 7 5 866:802 14 Snæfell 11 6 5 834:797 12 Aþena/UMFK 11 6 5 781:786 12 KR 10 6 4 754:713 12 Hamar/Þór 10 5 5 724:707 10 4"5'*2)0-# Í BÚDAPEST Kristján Jónsson kris@mbl.is Elvar Örn Jónsson segir íslensku landsliðsmennina ætla sér áfram í milliriðil á EM í handknattleik en það er ekki öruggt þótt liðið hafi unnið fyrstu tvo leikina í Búdapest. Ísland hefur unnið Portúgal og Holland en svo gæti farið að liðið þyrfti að ná í stig gegn heimamönn- um, Ungverjum, í síðustu umferð riðlakeppninnar á morgun. „Það verður hörkuleikur og Ung- verjar á heimavelli sem gefur þeim mikið. Þeir hafa aðeins verið að ströggla í mótinu en við vitum að þeir eru með frábært lið. Við vitum að þeir munu mæta dýrvitlausir í leikinn. Þeir ætla sér að ná árangri á EM á heimavelli. En við ætlum okkur líka að komast í milliriðilinn. Þetta verður úrslitaleikur,“ sagði Elvar Örn þegar Morgunblaðið greip hann að leiknum loknum gegn Hollandi í gær í Búda- pest. „Þetta gerist ekki betra varðandi stigin því við erum með tvo sigra eftir tvo leiki. En við þurfum að horfa að- eins til baka á þennan leik og sjá hvers vegna við gerðum ekki alveg eins vel og við viljum. Þeir opnuðu okkur fullmikið á tímabili, sérstaklega í fyrri hálfleik. En það er mikilvægt að vinna svona leiki þar sem við náum ekki að spila af okkar bestu getu. Tvö stig eru hins vegar tvö stig og þau eru gríðarlega mikilvæg að þessu sinni.“ Elvar Örn sinnir mikilvægu hlut- verki í vörninni og hann var ekki bein- línis öfundsverður í gær því hann þurfti á löngum köflum að gæta leik- stjórnandans snjalla, Luc Steins, sem leikur með franska stórliðinu París SG. „Þetta er gríðarlega erfitt. Hol- lendingar hafa ekki tekið neitt eðli- lega miklum framförum síðustu tvö ár. Þetta er ekki lengur lið sem við eigum að vinna heldur er þetta frá- bært lið,“ sagði Elvar Örn í samtali við Morgunblaðið. Ljósmynd/Szilvia Michellere Drjúgur Það mæddi mikið á Elvari Erni Jónssyni gegn Hollendingum í gær. Við ætlum okkur áfram í milliriðla - Ótrúlegar framfarir hollenska liðsins

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.