Morgunblaðið - 29.01.2022, Side 4

Morgunblaðið - 29.01.2022, Side 4
4 FRÉTTIR Innlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 29. JANÚAR 2022 WWW.ASWEGROW.ISUMHVERFISVÆN ÍSLENSK HÖNNUN Freyr Bjarnason Jóhann Ólafsson Ómar Friðriksson Fyrsta skrefið í afléttingu opinberra sóttvarnaaðgerða var stigið á mið- nætti í nótt þegar breytingar sem stjórnvöld kynntu í gær tóku gildi. Almennar fjöldatakmarkanir fara nú úr tíu í 50 manns, nándarregla verður einn metri í stað tveggja, opna má krár og skemmtistaði að nýju og hefur afgreiðslutími þeirra og annarra veitingastaða verið lengdur. Er þeim nú heimilt að hleypa inn viðskiptavinum til kl. 23 en gestir þurfa að yfirgefa staðina á miðnætti. Meðal annarra breytinga sem samþykktar voru á fundi ríkisstjórn- arinnar í gærmorgun, þar sem drög að afléttingaáætlun til næstu sex vikna var rædd, er að nú er heimilt að halda sitjandi viðburði fyrir 500 manns að uppfylltum ákveðnum skil- yrðum, áhorfendum er heimilt að mæta á íþróttakeppnir og sund- og baðstöðum, líkamsræktarstöðvum og skíðasvæðum er heimilt að hafa opið með 75% afköstum. Ákvarðanir um afléttingar verða teknar í skrefum en Þórólfur Guðna- son sóttvarnalæknir telur skynsam- legt að miða við að 14. mars verði unnt að aflétta öllum takmörkunum ef ekkert óvænt kemur upp á. Willum Þór Þórsson heilbrigðis- ráðherra sagði í samtali við mbl.is í gær að ef faraldurinn þróaðist með jákvæðum hætti næstu vikur og allt gengi að óskum, þá væri hægt að af- létta fyrr en áætlun gerir ráð fyrir. Breytingarnar sem kynntar voru á blaðamannafundi laust fyrir hádegi í gær eru í meginatriðum í samræmi við minnisblað Þórólfs en þó ekki að öllu leyti. Þórólfur lagði til að þessar breytingar tækju ekki gildi fyrr en 3. febrúar og að veitingastöðum yrði í þessu fyrsta skrefi heimilt að hafa opið til kl. 22 en ekki kl. 23 eins og ákveðið var að gera með reglugerð- inni sem tók gildi á miðnætti. Már Kristjánsson, yfirlæknir smitsjúkdómadeildar Landspítal- ans, kvaðst í gær vonast til þess að viðfangsefni spítalans verði honum ekki ofviða nú þegar farið verður að aflétta samkomutakmörkunum vegna kórónuveirufaraldursins í hægum skrefum. Hann býst við auknum fjölda smita samfara tilslök- unum. „Ég held að það blasi alveg við að sjúklingum heldur áfram að fjölga eftir því sem tilslakanir eru meiri og það er bara eðlilegt,“ segir Már. Öllum sóttvarnaaðgerðum verður aflétt í Danmörku á þriðjudag en Már telur það betra að haga málum eins og gert verður hér á landi. „Ég held að það sé alltaf betra ef maður er að fara út í eitthvað sem maður veit ekki nákvæmlega hvernig þróast að fara varlega. Mér finnst það skynsamlegra,“ sagði Már en hann kveðst vonast til þess að veiran gangi yfir á nokkrum vikum án mik- illa skakkafalla. „Við erum að taka varfærið skref en samt mjög ákveðið. Við erum með til hliðsjónar þessa tillögu sóttvarna- læknis um áætlun afléttinga fram í miðjan mars. Ef vel gengur er það frábært en við erum búin að kynna afléttingaáætlanir áður og þess vegna kjósum við að taka ákvörðun um hvert skref í einu,“ sagði Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra í gær og sagði hún að samhljómur hefði verið innan ríkisstjórnarinnar. Spurð út í samanburðinn við hin norrænu löndin varðandi afléttingar segir hún töluverðan mun þar á milli. Danir hafi boðað fulla afléttingu 1. febrúar og Færeyingar 28. febrúar, á meðan aðrar Norðurlandaþjóðir séu með aðrar ráðstafanir og Finnar líkast til með þær ströngustu. „Við höfum verið svolítið á pari við Norð- menn,“ sagði hún. Þórólfur segir í minnisblaðinu að stjórnvöld þurfi að haga afléttingum með skynsamlegum hætti svo út- breiðsla veirunnar fari ekki úr bönd- unum með tilheyrandi fjölgun á veik- indum í samfélaginu og alvarlegum veikindum. Því þurfi stjórnvöld að vera tilbúin til að breyta sínum áætl- unum ef þróun faraldursins fer á verri veg en búist er við. Afléttingar innanlandstakmarkana Breytingar tóku gildi á miðnætti og gilda til 24. febrúar Veitingastaðir, þ.m.t. krár og skemmtistaðir, mega nú hleypa nýjum viðskiptavinum inn til kl. 23.00 en gestum verði gert að yfirgefa staðina kl. 00.00 Skemmtistöðum og krám er heimilt að opna á ný 500 Hámarks- fjöldi í versl- unum getur nú mest orðið 500 manns. ÓBREYTT GRÍMU- SKYLDA Sem tekur þó almennt mið af nándarreglu 50 Almennar fjöldatak- markanir eru nú 50 manns í stað 10 1 Nándarregla er nú einn metri í stað tveggja 75% Sund-, baðstöðum, líkamsræktarstöðvum og skíðasvæðum er heimilt að hafa opið með 75% afköstum 500 Á sitjandi viðburðum er heimilt að taka á móti allt að 500 gestum í hverju hólfi, viðhalda skuli 1 metra nándarreglu milli óskyldra aðila auk grímuskyldu en ekki lengur þörf á hraðprófum 50 Íþróttakeppnir eru áfram heimilar með 50 þátttakendum og áhorfendur eru leyfðir á ný Í skólum eru óbreyttar takmarkanir, þó þannig að þær verða aðlagaðar þessum tilslökunum eftir því sem við á H ei m ild :S tjó rn ar rá ði ð Afléttingar í varfærnum skrefum - Fjöldatakmörk rýmkuð í 50 manns - Stefnt á að öllum innanlandsaðgerðum verði hætt 14. mars - Takmörkunum aflétt fyrr ef allt gengur að óskum - Vonast til að veiran gangi yfir á nokkrum vikum Morgunblaðið/Eggert Ráðherrar og þríeykið Breytingarnar voru kynntar í Safnahúsinu.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.