Vegna viðhaldsvinnu geti verið truflanir á þjónustu Tímarit.is frá 18:00 og fram eftir kvöldi.

Morgunblaðið - 29.01.2022, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 29.01.2022, Blaðsíða 12
„Ég fékk lopann nánast með móðurmjólkinni, enda var mamma mín, Ragnheiður Guðmunds- dóttir, mikil handverks- kona. Sama er að segja um móðurömmu mína,“ segir Gréta Sörensen. Kristín Heiða Kristinsdóttir khk@mbl.is É g man enn þá stóru stund þegar ég eignaðist mína fyrstu lopapeysu, það var fyrir 60 árum þegar ég var sex ára, eða árið 1962. Mamma prjónaði hana á mig og mér þótti sér- staklega vænt um peysuna af því ég hafði fylgst með henni prjóna hana,“ segir Gréta Sörensen prjónahönn- uður og textíllistamaður, en hún sendi frá sér Lopapeysubókina fyrir síðustu jól. Þar kennir hún á einfald- an hátt hvernig á að prjóna lopa- peysu og uppskriftir eru í bókinni fyrir börn frá 6 mánaða aldri upp í stærðir fyrir fullorðna. Bókin geymir líka ýmsan fróðleik. „Hin hefðbundna íslenska lopa- peysa er merkilegur menningararfur sem varð til í höndum alþýðu lands- ins og er í sífelldri mótun. Ég fékk lopann nánast með móðurmjólkinni, enda var mamma mín, Ragnheiður Guðmundsdóttir, mikil handverks- kona. Sama er að segja um móð- urömmu mína Áslaugu Jónsdóttur, sem fæddist við lok nítjándu aldar, árið 1881, en formæður mínar eru mínar fyrirmyndir og ég tileinkaði þeim Prjónabiblíuna sem ég gaf út fyrir fimm árum. Amma mín fór í klæðskeranám, sem var óvenjulegt fyrir konu um aldamótin 1900, en bróðir hennar kostaði hana til náms og þegar hann dó óvænt í sjóslysi, þá voru ekki lengur til peningar til að amma geti lokið klæðskeranáminu. Þannig var lífið á þeim tíma, en amma og afi bjuggu suður með sjó og þau voru bændur með kindur og ég var mikið í sumarhúsi með foreldrum mínum í nágrenni við þau. Fyrir vikið ólst ég upp með þeirri hugsun að maður geri allt í höndunum. Mér finnst það áhugaverð hugsun og ég finn hvernig sú hugsun að nýta hluti býr innra með mér sem handverks- manneskju,“ segir Gréta sem er hálf- ur Dani, en faðir hennar, Níels Bent Sörensen, var mikill áhugaljósmynd- ari. „Þegar Íslendingar voru að fiska og héldu að þjóðin gæti ekki lif- að án þess, þá voru Danir að einbeita sér að hönnun. Í gegnum föður minn fékk ég inn þessa hugsun um nota- gildi og gæði hluta, en handverkið fékk ég í gegnum móður mína,“ segir Gréta og bætir við að hún prjóni sér til ánægju og leggi áherslu á gæði en ekki magn. „Börnin mín, tengdabörn og barnabörn hafa notið góðs af því og þau gáfu til baka með því að sitja fyrir á myndunum í bókinni.“ Mismunandi erfiðleikastig Gréta er ekki aðeins prjóna- hönnuður, hún er líka jógakennari og segir að rannsóknir sýni að þegar við prjónum þá hægist á hjartslætti, rétt eins og þegar við stundum jóga. „Að prjóna er því augljóslega slakandi og gott fyrir fólk, en þetta er mjög sér- stakt ferli sem fer í gang þegar við prjónum, þá vinnum við samtímis með höndum og höfði. Þetta er heil- næmt ferli sem róar hugann og margir hafa tekið til við prjónaskap í Covid-tíðinni.“ Gréta segir að íslenska lopa- peysan hafi breyst gegnum árin, til dæmis sleppa margir að hafa munst- ur fremst á ermum og neðst við stroff á bol. „Ég ákvað einmitt að hafa allar peysurnar í nýju bókinni þannig og ég geri þær líka sumar aðsniðnar. Í bókinni eru allar þær útfærslur sem hægt er að finna af lopapeysunni og ég útskýri hvernig á að gera þær, til dæmis að gera peysu aðsniðna eða hafa hana með auka vídd yfir mjaðm- ir. Ég sem kennari er í þessari bók að miðla upplýsingum svo aðrir geti hjálpað sér sjálfir, hvort sem þeir eru byrjendur í lopapeysuprjóni eða lengra komnir. Uppskriftirnar, þ.e.a.s. munstrin eru á mismunandi erfiðleikastigi og er það útskýrt við hverja peysu,“ segir Gréta sem hann- aði öll munstur og snið lopapeysanna í bókinni. Ferðamenn kaupa lopa Gréta segir ástæðuna fyrir því að Lopapeysubókin var einnig gefin út á ensku, vera þá að henni hafi fundist nauðsynlegt að útskýra hefð- ina á ensku í bók, til dæmis fyrir ferðamenn sem kaupa sér margir lopa hér til að prjóna úr honum lopa- peysur. „Þetta er okkar menningararfur og það er komin hefð á handverkið, hvernig við gerum ákveðna hluti, til dæmis hvernig við lykkjum saman undir höndum. Nú er fólk úti um all- an heim farið að prjóna íslenskar lopapeysur og fullt af hönnuðum í öðrum löndum eru að gera lopapeys- umunstur. Við erum í þessari bók að útskýra alla þessa tækni sem við- komandi þarf til að geta gert lopa- peysuna rétt, samkvæmt þeirri hefð sem hefur þróast hér,“ segir Gréta og tekur fram að margir aðrir hafi gefið góð ráð við gerð Lopapeysu- bókarinnar, t.d. Baldrún K. Jóns- dóttir hjá Handprjónasambandinu. Fullorðins Tvær af lopapeysunum í fullorðinsstærð sem eru í bókinni og Gréta hefur hannað. Karlapeysan heitir Grafík en kvenpeysan Ísdropar. Barnabörnin Þrjár af barnapeysunum sem eru í Lopapeysubók Grétu. Hægir á hjartslætti þegar við prjónum Morgunblaðið/Árni Sæberg Gréta Prjónahönnuður, vefnaðar- og textílkennari, prjónar sér til ánægju. Ljósmynd/Níels Bent Sörensen Ánægð Gréta 7 ára í fyrstu lopapeysunni og með húfu í stíl. Hún man enn góðu tilfinninguna sem fylgdi. Mamma prjónaði en pabbi tók myndina. 12 DAGLEGT LÍF MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 29. JANÚAR 2022

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.