Due to maintenance work, there may be disruptions to the Tímarit.is service from 18:00 onwards.

Morgunblaðið - 29.01.2022, Side 15

Morgunblaðið - 29.01.2022, Side 15
FRÉTTIR 15Innlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 29. JANÚAR 2022 sameiningarmálin og eitt af stærstu málum þeirrar umræðu er stofnun umhverfisakademíu á Húnavöllum og sameining skólanna. Á fundi sam- starfsnefndar um sameiningu sveit- arfélaganna Blönduósbæjar og Húnavatnshrepps í síðustu viku var lögð fram skýrsla starfshóps um stofnun umhverfisakademíu á Húnavöllum, sem er þróunarverk- efni sem unnið hefur verið að sam- hliða viðræðum um sameiningu sveitarfélaganna. Starfshópurinn telur hugmynd um umhverfis- akademíu fýsilegan kost fyrir sam- einað sveitarfélag til að ráðast í og ÚR BÆJARLÍFINU Jón Sigurðsson Blönduósi Í dag höfum við þreyjað þorrann í rúma viku. Margir gera sér glaðan dag af þessu tilefni og gæða sér á súrmat. Það hefur verið góður siður hér áður fyrr meir að efna til þorra- blóta og gera upp árið í græskulausu gamni. Þessi sálarbætandi siður hef- ur þurft að víkja fyrir sóttvörnum sl. tvö árin. Það er í sjálfu sér einfeldn- ingslegt að kvarta yfir þessu því mun meiri hagsmunir hafa þurft að víkja í þessu ástandi. En þessi blót eru aðeins eitt dæmi af mörgum þar sem skorið er á hina félagslegu hefð þar sem ungir sem eldri hafa komið saman til að eta og gleðjast og hafa lengi hlakkað til. Þessi viðburður er einn af þessum litlu þáttum í lífinu sem byggja upp bærilega tilveruna. - - - Framkvæmdum er að ljúka við nýja list- og verkgreinaálmu Blönduskóla. Húsherji ehf. er að leggja lokahönd á verkið ásamt N1 píparanum og „Átaki rafverktaka. Við erum alveg að springa úr spenn- ingi,“ segir á vef Blönduskóla. „Þetta er alveg að hafast. Við byrj- uðum að kenna í list- og verk- greinaálmunni á mánudaginn í myndmennt og heimilisfræði. „Litlu“ verkin, „restarnar“ taka þó alltaf ótrúlega langan tíma og við verðum örugglega alveg fram á vor að koma okkur almennilega fyrir, ákveða hvar best er að hafa hlutina og merkja skúffur og skápa. En það gengur hraðar þegar margir hjálp- ast að og hafa bæði nemendur og starfsfólk verið dugleg við að að- stoða við flutninga og já t.d. að plokka IKEA-miða af áhöldum sem getur tekið ansi langan tíma get ég sagt ykkur,“ má enn fremur lesa á vefnum. - - - Þann 19. febrúar, á þorraþræl, verður kosið um sameiningu Blönduósbæjar og Húnavatns- hrepps og er utankjörfundar- atkvæðagreiðsla hafin. Sameininga- nefndir sveitarfélaganna hafa rætt leggur til að stefnt verði að upphafi skólastarfs haustið 2023. Í skýrsl- unni segir m.a.: „Hugmyndin byggir í grunninn á því mati að það sé í raun enginn skóli á Íslandi sem marki sér þá sérstöðu að vera um- hverfisfræðsluskóli þótt víða sé hægt að finna greinar á sviði um- hverfisfræða í námskrám háskól- anna. Að því leyti sé þarna sennilega eyða í menntakerfinu sem hægt væri að fylla í með sérstökum um- hverfisskóla. Einnig var horft til þess að til staðar er góð aðstaða á Húnavöllum því húsnæði þar er orð- ið of stórt fyrir núverandi skólahald og stefnt að því að grunnskólinn á Húnavöllum og Blönduskóli verði sameinaðir.“ - - - Prjónasamkeppni Prjónagleð- innar á Blönduósi 2022 stendur nú yfir og er síðasti skiladagur 1. maí. Dómnefnd velur 3 efstu sætin og verða úrslit kynnt á Prjónagleðinni 2022 sem fram fer á Blönduósi dag- ana 10. – 12. júní, þar sem verðlaun verða afhent. Verkin sem taka þátt í keppninni verða til sýnis meðan á hátíðinni stendur.Verkefnið að þessu sinni er lambhúshetta á full- orðinn og þemað er „Huldufólk sam- tímans“. Þær reglur sem settar eru fyrir þátttöku er að hanna og prjóna lambhúshettu á fullorðinn. Þema keppninnar er huldufólk samtímans og ber að hafa það í huga við hönn- unina. Hönnunin skal vera ný, óheimilt er að nota áður útgefin prjónamynstur eða uppskriftir. Lambhúshetturnar skulu hand- prjónaðar úr íslenskri ull. Sagan á bak við hönnunina skal fylgja með, tölvuútprentuð. - - - Lesendur Húnahornsins hafa valið Karólínu Elísabetardóttur sem mann ársins í Austur-Húnavatns- sýslu árið 2021. Karólína er athafna- kona og bóndi í Hvammshlíð í Skagabyggð. Undir forystu hennar var síðastliðið vor hafin leit að er- lendum rannsóknum sem sýna fram á lausnir gegn riðuveiki. Í kjölfarið var rannsóknarhópur stofnaður sem fann svo nýverið verndandi arfgen gegn riðu. Sameiningarkosningar fram undan Morgunblaðið/Jón Sigurðsson Kaupfélagið stækkar Verið er að byggja við gamla kaupfélagið á Blönduósi sem tengir saman starfsemi í húsinu. Í fjósinu Helga Björg Helgadóttir og Guðjón Björnsson með börnin. Stefán Orri og Helgi Björn fyrir framan og Heiðdís Rún í fangi föður síns. Afurðamestu kýrnar og kúabúin 2021 Býli Skýrsluhaldarar Árskýr Kg mjólkur 1. Búrfell í Svarfaðardal Guðrún og Gunnar 39,7 8.908 2. Hraunháls í Helgafellssveit Guðlaug og Eyberg 24,4 8.664 3. Syðri-Hamrar 3 í Ásahreppi Guðjón og Helga 43,3 8.446 4. Dalbær 1 í Hrunamannahreppi Arnfríður Jóhannsdóttir 65,0 8.342 5. Svertingsstaðir 2 í Eyjafjarðarsveit Hákon og Þorbjörg 61,7 8.337 6. Stóru-Reykir í Flóa Gísli og Jónína 53,3 8.321 7. Núpstún í Hrunamannahreppi Páll Jóhannsson 37,8 8.299 8. Ytri-Skógar undir Eyjafjöllum Skógabúið sf. 25,4 8.219 9. Syðri-Grund í Grýtubakkahreppi Stefán og Steinunn 48,9 8.164 10. Voðmúlastaðir í Landeyjum Hlynur og Guðlaug 41,2 8.117 11. Grund í Svarfaðardal Friðrik Þórarinsson 56,4 8.104 12. Kirkjulækur 2 í Fljótshlíð Eggert, Jóna, Páll og Kristín 56,3 8.095 13. Stakkhamar 2 í Eyja- og Miklaholtshr. Laufey og Þröstur 58,1 8.065 14. Stóra-Mörk 1 undir Eyjafjöllum Merkurbúið sf. 28,4 8.056 15. Litli-Dunhagi 1 í Hörgárdal Róbert og Elsa 65,8 8.043 16. Göngustaðir í Svarfaðardal Göngustaðir ehf. 60,9 8.035 17. Snorrastaðir 2 í Borgarbyggð Snorrastaðabúið slf. 45,7 8.020 Heimild: rml.is Meðaltal eftir hverja árskú Afurðahæsta bú frá upphafi Meðaltal eftir hverja árskú Nythæsta kýr frá upphafi 2016 Brúsastaðir, Brúsi ehf. 8.990 kg mjólkur 2020 Smuga, Ytri-Hofdölum 14.565 kg mjólkur Nythæstu kýrnar 2021 Kýr Bú Kg mjólkur 1. Skör Hvammur 13.760 2. Ríkey Stóri-Dunhagi 13.612 3. Bára Flatey 13.517 4. Snúra Dalbær 1 13.293 5. Ljúfa Skáldabúðir 2 13.138 6. Frostrós Snorrastaðir 2 12.887 7. Lísa Hrepphólar 12.793 8. Lengja Syðri-Hamrar 3 12.706 9. Bat Þverholt 12.652 10. Bambaló Brúsastaðir 12.633 Fjöldi búa, meðalbústærð og meðalafurðir á árskú 2012 2013 2014 2015 2016 2017 2018 2019 2020 2021 Fjöldi búa Meðalbústærð (árskýr) Meðalafurðir á árskú (kg mjólkur) 598 38,5 5.436 534 6.384 48,4 Helgi Bjarnason helgi@mbl.is „Róbótinn sem við fengum okkur 2018 hefur mikil áhrif á nytina. Síðan er þetta samspil þess að vel hefur gengið með heyverkun og heil- brigðar kýr sem skiptir miklu máli,“ segir Guðjón Björnsson, bóndi á Syðri-Hömrum 3 í Ásahreppi. Afurð- ir bús þeirra Helgu Bjargar Helga- dóttur hafa aukist stórlega á síðustu árum. Kúabú Guðrúnar Marinósdóttur og Gunnars Þórs Þórissonar á Búr- felli í Svarfaðardal var með mestu meðalafurðir á nýliðnu ári, eins og árið á undan. Mjólkuðu kýrnar að meðaltali 8.908 kg mjólkur. Bú Guð- laugar Sigurðardóttur og Jóhann- esar Eybergs Ragnarssonar á Hraunhálsi í Helgafellssveit varð í öðru sæti með 8.664 kg. Guðjón og Helga á Syðri-Hömrum urðu í þriðja sæti með 8.446 kg mjólkur að með- altali. Þessi bú eru langt yfir lands- meðaltali sem var í fyrra 6.336 kg, nærri 50 kílóum minna en árið á und- an. Geðgóður mjaltaþjónn Árangur hjónanna á Syðri-Hömr- um er eftirtektarverður. Afurðirnar hafa aukist jafnt og þétt síðustu árin. Guðjón nefnir fyrst breytingar á fjósinu þegar leitað er skýringa. Seg- ir að þau hafi breytt hefðbundnu bá- safjósi í lausagöngufjós á árinu 2018 og fengið sér mjaltaþjón. Kýrnar mæti í mjaltir þegar þær vilja og mjaltaþjónninn telur það tímabært fyrir þær. „Hann er með svo mikið jafnaðargeð, er alltaf í sama skapi þegar kýrin nálgast. Ef þær eru sátt- ar líður þeim vel inni í honum,“ segir Guðjón. Þetta hefur leitt til stórauk- innar nytar. Á árinu 2017 voru meðalafurðir eftir árskú á Syðri-Hömrum 6.394 kg mjólkur en voru komnar upp í 8.446 kg á síðasta ári, eins og fyrr greinir. Guðjón segir að ekki sé alltaf auð- velt að breyta gömlum fjósum til nú- tímafyrirkomulags. Þau hafi verið heppin. Elsti hluti fjóssins er frá árinu 1963 en yngri hlutinn frá 1986. Fjósið hafi verið vel byggt í upphafi og breytingarnar tekist vel. Svo hafi vélageymslu verið breytt í uppeldis- hús fyrir nautgripi. Kvóti fæst ekki keyptur Ekki er allt fengið með aukinni framleiðslu því kvótinn setur rekstr- inum skorður. „Við fáum ekki keypt- an kvóta, sama hvað við bjóðum. Menn sitja á þessu. Þetta er erfið staða, ekki getur maður skrúfað fyr- ir mjólkina þótt kvótinn sé búinn,“ segir Guðjón. Öll kvótaviðskipti þurfa að fara í gegnum miðstýrðan kvótamarkað þar sem verðið er ákveðið fyrir fram. Lítið framboð er af kvóta þannig að afar lítið kemur í hlut hvers og eins bónda sem vill kaupa. „Ég er alltaf að bíða og vona að það komi eitthvert magn á mark- að. Margir eru enn í básafjósum og þurfa að breyta eða hætta en þeir vilja ekki selja kvótann fyrir það verð sem er í gildi í dag.“ Þetta setur strik í reikninginn í rekstrinum vegna þess að lítið fæst fyrir mjólk sem framleidd er um- fram kvóta. „Þetta flokkast sem áhugamál, enginn verður ríkur í þessu starfi,“ segir Guðjón en bætir því við að Helga Björg vinni fulla vinnu með. Hún er tollvörður í Reykjavík. - Meðalafurðir á Syðri-Hömrum hafa aukist um 2.000 kg á fjórum árum Nytin stóraukist með mjaltaþjóni og breyttu fjósi

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.