Due to maintenance work, there may be disruptions to the Tímarit.is service from 18:00 onwards.

Morgunblaðið - 29.01.2022, Side 16

Morgunblaðið - 29.01.2022, Side 16
16 FRÉTTIR Viðskipti | Atvinnulíf MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 29. JANÚAR 2022 Eltak sérhæfir sig í sölu og þjónustu á vogum Bjóðum MESTA úrval á Íslandi af smáum og stórum vogum Fjöldi netfunda skipulagður Hrefna segir að nú taki við eft- irfylgni þar sem haft verði samband við þá hundrað aðila sem óskuðu eft- ir frekari upplýsingum og kynning- um. „Við erum komin með reynslu- mikinn starfsmann á skrifstofuna í Bandaríkjunum sem mun halda ut- an um næstu skref í landinu. Við er- um þegar búin að skipuleggja fjölda netfunda og erum mjög bjartsýn á vöxt félagsins vestan hafs.“ Spurð hvort einhver sala sé kom- in í hús í Bandaríkjunum segist Hrefna búast við því að landa fyrsta viðskiptavininum innan skamms. „Svo eru fleiri orðnir heitir. Við bú- umst við því að á næstu 4-5 mán- uðunum verði nokkrir samningar undirritaðir.“ Þarf ekki langt námskeið Hrefna segir að Tix hafi það fram yfir mörg sambærileg fyrirtæki að það sé nýtt og ferskt á markaðnum. „Við leitumst alltaf við að gera hlut- ina einfalda. Fólk þarf ekki að fara á langt námskeið til að kunna á kerfið. Þá bjóðum við margvíslega virkni inni í kerfinu sem önnur fyrirtæki hafa þurft að sækja til þriðja aðila.“ Hrefna segir að faraldurinn hafi bæði haft góða og slæma hluti í för með sér. Tekjur drógust mikið sam- an út af samkomutakmörkunum og minni miðasölu, en aftur á móti hafi margir viðskiptavinir notað tímann til að endurnýja hjá sér miðasölu- kerfið og vera þá vel búnir undir það að hömlum verði aflétt eftir farald- urinn. Taka bara miðagjald Hugbúnaðarfyrirtæki eins og Tix eru ekki öll með sama viðskiptalíkan. Að sögn Hrefnu ákvað Tix snemma að hafa einfaldleikann í fyrirrúmi og rukka eingöngu eitt fast miðagjald. Það þýðir að fyrirtækið tekur ekki gjald fyrir uppsetningu kerfisins og innleiðingu og kennslu hjá viðskipta- vinum. „Þetta er önnur nálgun sem hefur reynst okkur vel. Með þessu fyrir- komulagi græða allir á því að selja fleiri miða. Það er sama markmið hjá öllum.“ Þrjátíu og sex vinna hjá Tix í dag að sögn Hrefnu, en félagið er með starfsmenn í öllum þeim löndum sem það starfar í. „Við viljum bjóða þjón- ustu á tungumáli hvers lands, þannig að við setjum alltaf upp þjónustu- teymi í hverju landi.“ Aðspurð segir Hrefna að Ísland, Holland, Noregur og Svíþjóð séu stærstu markaðir Tix í dag. „Það er reyndar dálítill munur á milli landa því á Íslandi seljum við miða í nánast hvað sem er, en úti einbeitum við okk- ur að leikhúsum, menningarviðburð- um og tónlistarhúsum. Við erum með færri viðskiptavini úti en á Íslandi, en hver og einn er stærri,“ segir Hrefna að lokum. Miðasala Tix-teymið á bás fyrirtækisins á INTIX í Orlando í Flórída: Hrefna Sif Jónsdóttir, Ken Paul, Sybolt Et- tema, Sindri Már Finnbogason, Íris Schweitz Einarsdóttir, Þórir Jökull Finnbogason og Aren Murray. Tix sló í gegn á INTIX í Orlando - Eitt hundrað komu á básinn - Vinsælli en Ticketmaster - Hluti af innreið á Bandaríkjamarkað - Leitast við að einfalda hlutina - Nýtt og ferskt - Reynslumikill starfsmaður í Bandaríkjunum BAKSVIÐ Þóroddur Bjarnason tobj@mbl.is Miðasölufyrirtækið Tix sló í gegn á INTIX, stórri ráðstefnu í Orlando í Flórída í Bandaríkjunum í síðustu viku, en til ráðstefnunnar komu um 25 fyrirtæki sem öll þjónusta miða- sölugeirann með einhverjum hætti. Þátttaka Tix á ráðstefnunni var hluti af innreið fyrirtækisins á Bandaríkjamarkað sem tilkynnt var um fyrr í mánuðinum en fyrirtækið er einnig með starfsemi í Danmörku, Noregi, Svíþjóð, Finnlandi, Bret- landi, Hollandi og Belgíu, auk Ís- lands. Erlendis er fyrirtækið þekkt undir nafninu Tix Ticketing. Fylltist um leið Hrefna Sif Jónsdóttir, fram- kvæmdastjóri rekstrarsviðs Tix, seg- ir í samtali við Morgunblaðið að hannaður hafi verið stór bás með til- vísun í vörumerki félagsins. „Það kom skemmtilega út og vakti mikla athygli. Við fengum rosalega góðar viðtökur. Básinn fylltist um leið og við fengum mikið umtal á sýning- unnni. Það má segja að við höfum verið vinsælustu nýliðarnir,“ segir Hrefna. Í básnum við hliðina á Tix var hið gamalgróna bandaríska miðasölufyr- irtæki Ticketmaster, sem er leiðandi í heiminum. „Það var minna að gera á þeirra bás en okkar. Þar voru yfirleitt fleiri starfsmenn en gestir,“ segir Hrefna og brosir. Hún segir að hátt í fimm hundruð gestir hafi sótt ráðstefnuna heim og meira en eitt hundrað þeirra hafi lagt leið sína á Tix-básinn. „Svo var Sindri Már Finnbogason stofnandi fyrir- tækisins með fyrirlestur sem fékk frábærar viðtökur. Við náðum að stimpla okkur vel inn.“ Tix var rekið með rúmlega 23 millj- óna króna tapi árið 2020, sam- kvæmt ársreikningi félagsins. Tekjurnar drógust saman um meira en eitt hundrað milljónir það ár miðað við árið á undan. Fóru þær úr 170 milljónum niður í 67 milljónir. Mikil tækifæri fram undan Hrefna segir að mikil tækifæri séu fram undan hjá Tix og bjartsýni ríki, þótt vissulega hafi síðustu tvö ár verið krefjandi, bæði rekstrar- og tekjulega. „Við höfum nýtt okkur helstu úrræði stjórnvalda í faraldr- inum, en höfum ekki þurft að segja neinum upp.“ Tix er rekið af fyrirtækinu Tix miðasala ehf. en eigandi þess er T-800 ehf. Stærsti eigandi T-800 er stofnandi Tix, Sindri Már Finnbogason, með 65% hlut í gegnum Festen ehf. Aðrir eigendur T-800 eru Björn Steinar Árnason, með 25% hlut í gegnum ExFu ehf., og Einar Schweitz Ágústsson með 10% hlut í gegnum E. Ágústsson ehf. Tekjurnar hrundu í faraldrinum KREFJANDI TVÖ ÁR AÐ BAKI HJÁ FYRIRTÆKINU Samanburður á verði 100 m2 íbúðar Meðalverð um áramótin 2020/21, milljónir kr. La ht i (F in nl an d) Tu rk u (F in nl an d) Lu nd ur (S víþ jó ð) M al m ö (S víþ jó ð) Ta m pe re (F in nl an d) H öf uð bo rg ar sv . (Ís la nd ) Ó ði ns vé (D an m ör k) Es po o (F in nl an d) G au ta bo rg (S víþ jó ð) Á ró sa r (D an m ör k) B jö rg vi n (N or eg ur ) Þr án dh ei m ur (N or eg ur ) Tr om sø (N or eg ur ) 49 8380 62 51 44 40 33 Heimild: Jakobsson Capital, Hagstofur Norðurlandanna og Þjóðskrá Íslands Samanburður á greiðslubyrði 100 m2 íbúðar Hlutfall greiðslubyrðar af ráðstöfunartekjum í árslok 2020 Greiðslubyrði Sem hlutfall af ráðstöfunartekjum 14% 19% 19% 21% 28% 31% 26,5% La ht i (F in nl an d) Tu rk u (F in nl an d) Ta m pe re (F in nl an d) Lu nd ur (S víþ jó ð) M al m ö (S víþ jó ð) Es po o (F in nl an d) Ó ði ns vé (D an m ör k) G au ta bo rg (S víþ jó ð) H öf uð bo rg ar sv . (Ís la nd ) Á ró sa r (D an m ör k) B jö rg vi n (N or eg ur ) Þr án dh ei m ur (N or eg ur ) Tr om sø (N or eg ur ) Heimild: Jakobsson Capital, Hagstofur Norðurlandanna og Þjóðskrá Íslands Stefán E. Stefánsson ses@mbl.is Meðalverð 100 fermetra íbúðar á höfuðborgarsvæð- inu var 49 milljónir króna í ársbyrjun 2021. Í nýrri skýrslu Jakobsson Capital er bent á að það verð sé ekki úr takti við það sem sjá má í mörgum borgum Norðurlanda af svipaðri stærð. Hæst er verðið raunar í Tromsö eða 83 milljónir króna en í Turku er það mun lægra eða 33 milljónir. Svo virðist sem borgir í Noregi skeri sig talsvert úr, ekki síst þær sem tengjast olíuvinnslu með einum eða öðrum hætti. Bent er á í skýrslunni að fasteignaverð hafi víðast hvar hækkað mikið í tengslum við útbreiðslu kór- ónuveirunnar. Í skýrslunni er bent á að þótt verðið á höfuðborg- arsvæðinu skeri sig ekki úr í samanburði við ná- grannaríkin þá sé fasteignaverð hér orðið hátt á alla hagræna mælikvarða. Í samanburði milli landa er mikilvægt að horfa til almenns vaxtastigs og ráð- stöfunartekna þeirra sem búa við markaðinn á hverju svæði. „Höfuðborgarsvæðið skýst upp þegar leiðrétt hefur verið fyrir fjármagnskostnaði og ráðstöfunar- tekjum. Fasteignaverð á höfuðborgarsvæðinu fylgir nú fast á hæla norsku olíuborganna.“ Veltir Snorri Jakobsson, höfundur skýrslunnar, því m.a. upp hvaða áhrif það muni hafa ef grunnvextir óverð- tryggðra lána fari upp í 5% eða ef gengi krónu styrk- ist um 10%. „Þá er fasteignaverð á höfuðborgarsvæðinu kom- ið á par við „olíuborgirnar“ í Noregi. Ef hvort tveggja gerist verðum við hugsanlega komin fram úr Norðmönnum,“ segir hann og bendir á að að meðaltali fari 22,2 ráðstöfunartekna í greiðslu hús- næðislána í smærri borgum Norðurlanda. Hér á landi er hlutfallið 26,5%. „Ljóst er að ef nafnvextir á Íslandi hækka um 1 prósentustig og vaxtakjör verða komin á svipaðar slóðir og fyrir Covid er fasteigna- verð á Íslandi orðið álíka hátt m.t.t. ráðstöfunar- tekna og fjármagnskostnaður eins og í Noregi.“ Gæti stefnt í Norðurlandamet - Hærri vextir munu reyna á fasteignamarkaðinn - Greiðslubyrði há í samanburði

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.