Morgunblaðið - 29.01.2022, Page 19

Morgunblaðið - 29.01.2022, Page 19
19 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 29. JANÚAR 2022 Fram að þessu hefur lítil athygli beinst að þeim sjúkdómum sem leggjast sérstaklega á konur. Þær hafa mætt höfnun þegar þær leita til heilbrigðiskerfisins og gengið gegn- um erfitt greiningarferli, en skortur er á almennri fræðslu um slíka sjúk- dóma. Einn þeirra sjúkdóma sem hrjá konur og hefur fengið litla athygli hingað til, er endómetríósa. Endó- metríósa er krónískur, fjölkerfa sjúkdómur sem getur verið þung- bær og afar sársaukafullur. Sjúkdómurinn leggst á einstaklinga sem fæðast í kvenlíkama og er gjarnan kallaður „endó“ í daglegu tali, en einnig er notast við hugtakið legslímuflakk. Af þeim sem hafa sjúkdóminn eru um 60% með einkenni og um 20% með mjög sár einkenni. Sjúkdómurinn einkennist meðal annars af miklum sársauka við blæðingar, sársauka við egglos, verkjum í kviðarholi á milli blæðinga, verkjum við samfarir, þvaglát og hægðalosun. Auk þess gerir sjúkdómurinn það erfitt að verða barnshafandi og leiðir til erfiðleika á meðgöngu og við fæðingu. Á 20 ára tímabili greindust um 1.400 konur með sjúkdóminn á Íslandi. Því má reikna með að á hverjum tíma eigi hundruð ef ekki þúsundir kvenna í vanda vegna sjúkdómsins hér á landi, en hjá mörgum þeirra greinist sjúkdómurinn seint og ekki fyrr en óafturkræfar vefj- askemmdir hafa orðið. Í gegn- um tíðina hafa verið uppi rang- hugmyndir um endómetríósu og upplýsingagjöf villandi, enda er ekki auðvelt að út- skýra sjúkdómsmyndina. Það hefur leitt til þess að minna er gert úr honum en ella. Ein ranghugmyndin er að verkir séu eðlilegur hluti af lífi konunnar eða að tíða- verkir séu fyrst og fremst sálrænir. Jafnrétti í heilsu og heilbrigðisþjónustu Núverandi stjórnvöld hafa lagt áherslu á jafnrétti landsmanna til heilbrigðisþjónustu eins og fram kemur í heilbrigðisstefnu sem samþykkt var á Alþingi á vordögum 2019. Það þarf líka að huga að heilbrigðisþjónustu út frá kynjum. Í skýrslu sem dr. Fannborg Salome Steinþórsdóttir, nýdoktor í kynjafræði við Há- skóla Íslands, tók saman fyrir heilbrigð- isráðherra á liðnu ári um heilsufar og heil- brigðisþjónustu út frá kynja- og jafnréttissjónarmiðum kemur fram að konur lifi mun fleiri ár við slæma heilsu en karlar þótt meðalævi þeirra sé lengri. Það segir kannski til um að nokkuð vanti upp á að konur hafi haft nægjanlega aðkomu að heilbrigðisþjónustu. Beina þarf athygli að heilsu kvenna Fyrir tveimur árum fékk ég samþykkta þingsályktun mína um að fela heilbrigð- isráðherra að beita sér fyrir fræðslu til al- mennings um vefjagigt og láta fara fram end- urskoðun á skipan sérhæfðrar endur- hæfingarþjónustu sjúklinga. Vorið 2020 kom út endurhæfingarstefna sem felur í sér að gera samantekt um endurhæfingarþjónustu sem til staðar er í landinu og benda á leiðir til úrbóta í þeim efnum. Í kjölfarið var unnin aðgerðaáætl- un um endurhæfingu til fimm ára þar sem m.a. er lögð áhersla á endurhæfingu sjúklinga með vefjagigt. Í maí 2021 komu fram stöðuskýrsla og tillögur starfshóps heilbrigðisráðherra um endurhæfingu fyrir fólk með langvinna verki. Í skýrslunni eru teknar saman tölulegar upplýs- ingar um fjölda þess fólks og þær meðferðir sem standa til boða kortlagðar. Auk þess eru gerðar tillögur að úrbótum og aukinni þjón- ustu við einstaklinga með langvinna verki. Ekkert er talað um endómetríósu í þessari skýrslu þó sjúkdómurinn sé orsök langvinnra verkja fjölda kvenna hér á landi. Í lokaorðum skýrslunnar er tekið fram að hér á landi skorti verulega upp á hvert skuli vísa einstaklingum þegar meðferð hefur ekki gagnast og talað um að töluvert vanti upp á að heilbrigðisstarfsfólk fái fræðslu og þjálfun í meðferð langvinnra verkja. Auka þarf fræðslu og þjónustu Ég hef lagt fram þingsályktunartillögu um að fela heilbrigðisráðherra að beita sér fyrir að efla fræðslu meðal almennings og starfsfólks heilbrigðisstofnana. Í ályktuninni er ráðherra falið að láta fara fram endurskoðun á heildar- skipulagi þjónustunnar með það að markmiði að stytta greiningarferlið og bjóða upp á heild- ræna meðferð, en í því felst m.a. að skoða verk- ferla, niðurgreiðslu lyfja og fjármögnun til að tryggja mönnun og aðstöðu til að sinna ein- staklingum með endómetríósu með sem bestu móti. Eftir Höllu Signýju Kristjánsdóttur »Endómetríósa er krón- ískur, fjölkerfa sjúkdómur sem getur verið þungbær og afar sársaukafullur. Halla Signý Kristjánsdóttir Höfundur er þingmaður Framsóknarflokksins. hallasigny@althingi.is Endómetríósa Fjárhagsáætlun Reykjavík- urborgar fyrir árið 2022 sýnir að meirihluti Samfylkingar, Viðreisnar, Pírata og Vinstri grænna hefur engin tök á fjár- málum borgarinnar. Þrátt fyr- ir miklar tekjur og hámarks- skattheimtu er reksturinn engan veginn sjálfbær og skuldirnar hækka stöðugt. Borgarsjóður skuldar nú 140 milljarða króna og skuldir samstæðunnar eru komnar yf- ir 400 milljarða. Það jafngildir rúmum þremur milljónum króna á hverja fjögurra manna fjölskyldu í borginni. Villuljós vinstri áætlana Tekjur hins opinbera jukust mjög í góð- ærinu fyrir Covid-kreppu. Mörg sveitarfélög nýttu góðærið til að lækka skuldir sínar. Það gerði Reykjavíkurborg hins vegar ekki. Borgarstjóri hlóð upp skuldum í góðærinu og hyggst halda því áfram, fái hann til þess fylgi. Samkvæmt fimm ára fjárhagsáætlun borg- arinnar munu skuldirnar aukast 2022, 2023, 2024 og 2025. Þær eiga síðan að lækka árið 2026 eða í lok áætlunarinnar. Slík framsetning er orðið þrástef í fimm ára áætlunum vinstri meirihlutans í borgar- stjórn. Með áætluninni eru tendruð þau villuljós að yf- irstandandi hallarekstur og skuldasöfnun sé aðeins tíma- bundið ástand. Raunin er hins vegar sú að lækkun skulda borgarinnar hefur aldrei átt sér stað undir stjórn vinstri meirihlutans. Þegar ný fimm ára áætlun er samþykkt, er fyrri áætlunum um lækkun skulda breytt. Þungar borgarlínubyrðar Fjárhagsstaða Reykjavíkur er svo alvarleg að kosningabaráttan ætti allra síst að snúast um að gefa fleiri dýr kosningaloforð heldur um að leysa gífurlegan fjárhagsvanda. Samt koma borgarfulltrúar vinstrimanna stöðugt með nýjar útgjaldahugmyndir. Borgarlínan er það mál sem borgarstjóri leggur nú hvað mesta áherslu á þótt kostn- aðurinn sé óþekktur og áætlanir einkennist af af barnalegri bjartsýni. Eitt er þó víst: all- ur kostnaður vegna borgarlínu mun lenda af fullum þunga á reykvískum fjölskyldum, fjárfestingin, reksturinn og umfram- keyrslan. Ekki skiptir öllu máli hvort borg- arlínubyrðarnar verða innheimtar með at- beina borgarsjóðs, ríkissjóðs eða sérstaks félags sem leggur nýjan vegtoll á almenning, til viðbótar háum bensínsköttum og bifreiða- gjöldum. Afar brýnt er að koma vinstri meirihlut- anum frá völdum í borgarstjórn í kosning- unum 14. maí. Nýr meirihluti undir forystu Sjálfstæðisflokksins þarf að takast á við fjár- hagsvandann af fullri einurð í stað þess að afneita honum eins og núverandi borgar- stjóri gerir. Stórbæta þarf rekstur borg- arinnar með sparnaði, hagræðingu og auk- inni stærðarhagkvæmni. Fækkun borgarfulltrúa – Gott fordæmi Samfylkingin og Vinstri grænir sáu til þess að fulltrúum í borgarstjórn var fjölgað um 53% árið 2018. Þessi aukna yfirbygging hefur engu skilað nema auknum kostnaði og síst orðið til að bæta rekstur borgarinnar. Á komandi kjörtímabili þarf borgarstjórn að beita sér fyrir því að borgarfulltrúum verði fækkað á ný. Þannig myndi borgarstjórn sýna í verki að yfirvaldið getur byrjað á sjálfu sér þegar gripið er til hagræðingar. Sligandi skuldir Reykjavíkurborgar Eftir Kjartan Magnússon » Fækka þarf borgarfulltrú- um á ný og sýna þannig í verki að yfirvaldið getur byrjað á sjálfu sér þegar gripið er til hagræðingar. Kjartan Magnússon Höfundur er varaþingmaður Sjálfstæðisflokksins. Í dag eru 46 skráðar bensínstöðvar innan marka Reykjavík- urborgar og eru þá meðtaldar smærri sjálfsafgreiðslu- stöðvar. Heildarflat- armál lóðanna er um 141 þúsund fermetrar eða um 14 hektarar. Á fundi borgarráðs 24. júní sl. lagði borgar- stjóri fram samninga sem hann hafði handsalað við olíufélögin um að af- henda þeim endurgjaldslaust valdar lóðir sem undir bensínsstöðvunum eru. Heildarflatarmál þeirra lóða eru rúmir 6,5 hektarar. Hér er um fullkominn gjafagjörning að ræða. Borgarstjóri er að gefa frá Reykja- víkurborg allan byggingarétt á lóð- unum sem á heima inni í eignarsjóði og síðar borgarsjóði. Samningarnir eru tvíþættir. Í fyrsta fasa er um að ræða 12 lóðir sem olíufélögin Olís, N1 og Skeljungur ásamt Högum, Festi og Krónunni fá endurgjalds- laust. Þessi félög ásamt Dælunni og Atlantsolíu hafa jafnframt gert framtíðarsamninga um sama efni þegar hin svokallaða borgarlína fer að taka á sig mynd því gjafagjörn- ingurinn nær til þeirra bensínstöðva sem að henni liggja. Þar felast gríð- arlega dulin framtíðarverðmæti sem ógerningur er að verðmeta nú. Þær lóðir sem eru nú „að fara í vinnu“ fyrir þessi fyrirtæki eru Álfheimar 49, Álfa- bakki 7, Egilsgata 5, Ægisíða 102, Hring- braut 12, Stóragerði 40, Skógarsel 10, El- liðabraut 2, Rofabær 39, Birkimelur 1, Skógarhlíð 16 og Suð- urfell 4. Komið hefur fram að virði byggingaréttar á lóðinni á Ægisíðu 102 er 2 milljarðar. Sú lóð er 0,6 hekt- arar og er því um 10% af þeim lóðum sem borgarstjóri er að gefa nú. Því má áætla að heildarvirði bygginga- réttar á lóðunum tólf losi um 20 milljarða. Þá eru framtíðarsamning- arnir ótaldir sem eiga eftir að hlaupa á tugum milljarða. Ég tel að svona samningar séu ólöglegir því ekki er hægt að mynda eignar- eða hefða- rétt á leigulóð. Enda vitnar Hæsta- réttardómur nr. 240/2003, Skelj- ungur hf. gegn Sveitarfélaginu Hornarfirði vitni um það. Í dómsorði kemur fram: „S hf. leigði lóð af sveit- arfélaginu H til tuttugu ára. Að loknum leigutíma var lóðin leigð hlutafélaginu áfram til fimm ára. Að þeim tíma liðnum náðist ekki sam- komulag um áframhaldandi leigu- rétt S hf. á lóðinni. Var sveitarfé- laginu heimilað að fá S hf. borið út af lóðinni með bensínstöðvar- og veit- ingahús sitt og öllu, sem því til- heyrði, þar með töldum olíu- og bensíntönkum í jörðu.“ Það er ljóst að þennan gjörning þarf að rann- saka og skoða. Því ætla ég að flytja tillögu á borgarstjórnarfundi sem verður haldinn 1. febrúar nk. sem er svohljóðandi: „Borgarstjórn sam- þykkir að Innri endurskoðanda verði falið skoða og leggja mat á lög- mæti samninga Reykjavíkurborgar við olíufélögin sem lagður var fram í borgarráði 24. júní 2021. Verði þeirri skoðun lokið fyrir 1. maí nk.“ Til grundvallar liggja samningarnir sem finna má á þessari slóð (stytt): http://mbl.is/go/9jef7 og áðurnefndur hæstaréttardómur. Ekki undir neinum kring- umstæðum getur sveitarfélag gefið frá sér eigur sínar, land eða auðlind- ir. Það er ekki borgarstjórans í Reykjavík að taka þátt í að um- breyta olíufélögunum í fjárfestinga- og/eða fasteignafélög þegar stefna stjórnvalda er orkuskipti í sam- göngum. Bensínstöðvadíll borgarstjóra Eftir Vigdísi Hauksdóttur » Það er ekki borgar- stjórans í Reykjavík að taka þátt í að um- breyta olíufélögunum í fjárfestinga- og/eða fasteignafélög. Vigdís Hauksdóttir Höfundur er lögfræðingur og borgarfulltrúi Miðflokksins.Á hraðferð Trölla tókst ekki að stela jólunum í þetta skiptið á Njálsgötu. Eggert

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.