Morgunblaðið - 29.01.2022, Page 22

Morgunblaðið - 29.01.2022, Page 22
22 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 29. JANÚAR 2022 Undanfarnar vikur höfum við fengið fréttir af yfirvofandi orku- skorti hér á landi. Í desember fengu fiski- mjölsverksmiðjur þá tilkynningu frá Lands- virkjun að ekki væri hægt að veita þeim hreina raforku í upp- hafi loðnuvertíðar. Þær neyðast til að skipta yf- ir í óákjósanlega orkugjafa, eins og olíu, með tilheyrandi kostnaði og um- hverfisáhrifum. Áætlað er að um 20 milljónum lítra af olíu verði brennt á yfirstandandi vertíð. Neyðarkall Á þriðjudaginn í síðustu viku sendu umhverfis- og auðlindaráðu- neytið og Orkustofnun neyðarkall til íslenskra raforkuframleiðenda. Ósk- að var eftir aukinni orkuframleiðslu umfram þær skuldbindingar sem áð- ur höfðu verið gerðar. Ofangreint neyðarkall varðar húshitun á köldum svæðum því vegna raforkuskorts búa t.d Orkubú Vestfjarða og RARIK sig undir að brenna milljónum lítra af olíu á næstu mán- uðum til þess að tryggja húshitun á Vestfjörðum og á Seyð- isfirði. Þessu fylgir töluverður kostnaður fyrir íbúa og fyrirtæki þessara svæða. Og nú berast fregnir af því að til standi að skerða raf- orku til ferjunnar Herj- ólfs og mun olíunotkun skipsins þá margfaldast. Þetta er sorgleg og ótrúleg staða sem við eigum ekki að þurfa að búa við sem íslensk þjóð með allar okkar endurnýjanlegu orkuauðlindir. Þetta getur ekki verið svona til frambúðar. Þetta er ástand sem við viljum ekki búa við, svo einfalt er það. Ástandið er alvarlegt Staðan í orkumálum er alvarleg og kom meginþorra landsmanna líkleg- ast verulega á óvart. Þessi staða hef- ur hins vegar haft sinn aðdraganda. Landsnet varaði í skýrslu um afl- og orkujöfnum 2019-2023 við mögu- legum aflskorti árið 2022. Þar var bent á að á tímabilinu myndi ekki nægilega mikið af nýjum orkukost- um bætast inn á kerfið til að duga fyrir sívaxandi eftirspurn eftir raf- magni samkvæmt raforkuspá. Skiljanlega spyrja landsmenn sig; hvað kemur til? Hvernig endar þjóð, sem er þekkt fyrir sjálfbæra hreina orku, í ástandi sem þessu? Stað- reyndin er sú að mörg ljón eru á veg- inum. Nauðsynlegt er að kljást við þau til að leysa orkumál, tryggja orkuöryggi og hagsæld þjóðarinnar. Tryggja þarf nægt framboð af grænni orku fyrir heimilin í landinu, atvinnulífið og orkuskiptin. Upp á síðkastið hefur í umræðunni verið rætt um hvort þörf sé á meiri raf- orku fyrir orkuskiptin. Ég spyr, hvernig getur verið að ekki þurfi meiri orku fyrir orkuskiptin þegar svo lítið má út af bera til að ekki sé næg raforka fyrir núverandi not- endur? Glötum bæði orku og tækifærum Styrking flutningskerfis raforku þolir enga bið. Í viðtali við fjölmiðla áætlaði forstjóri Landsnets að orkan sem tapast í flutningskerfinu á hverju ári samsvari afkastagetu Kröfluvirkjunar sökum annmarka flutningskerfisins. Á hverju ári tap- ast milljarðar króna vegna þess og enn meira vegna glataðra atvinnu og uppbyggingartækifæra um allt land. Í dag er verið að leggja nýjar raf- línur á hinum ýmsu stöðum. Þó eru sumir hlutar kerfisins hátt í 50 ára gamlir og því er augljóst að þörf er á bráðnauðsynlegri uppfærslu. Sífellt fleiri gígavattstundir tapast á þenn- an hátt og í fyrra var talið að um 500 gígavattstundir hefðu glatast sökum annmarka flutningskerfisins. Það samsvarar meðalorkunotkun 100.000 heimila, sem eru tveir þriðju allra heimila á Íslandi. Sérfræðingar telja þá tölu einungis fara vaxandi í óbreyttu ástandi. Af þessu er ljóst að bregðast þarf hratt við. Viðfangs- efnið er stórt en ekki óyfirstíganlegt. Tími aðgerða er núna Mikilvægt er að ráðast í eflingu fyrirliggjandi virkjana þar sem það er hægt, hefja undirbúning að þeim orkukostum sem auðveldast er að hrinda í framkvæmd fljótlega og ein- falda svo ferlið frá hugmynd að fram- kvæmd þannig að nýting orkukosta sem samfélagið þarfnast gangi betur og hraðar fyrir sig í framtíðinni. Á Íslandi hefur það sýnt sig að tíminn sem það tekur frá hugmynd um hefð- bundna orkukosti þar til fram- kvæmdir verða að veruleika er um 10-20 ár. Sagan sýnir að það er of langur tími ef tryggja á orkuöryggi þjóðarinnar. Vissulega eru til að- stæður þar sem það er vel skiljanlegt og alltaf þarf að vanda til verka. En oft og tíðum eru óþarfa tafir sem sóa dýrmætum tíma án þess að það skili sér í betri framkvæmd með tilliti til umhverfisins. Við okkur blasir að úr- bóta er þörf og tími aðgerða er núna. Eftir Ingibjörgu Isaksen »Ég spyr, hvernig getur verið að ekki þurfi meiri orku fyrir orkuskiptin þegar svo lítið má út af bera til að ekki sé næg raforka fyr- ir núverandi notendur? Ingibjörg Ólöf Isaksen Höfundur er þingmaður Framsóknar. Orkuskortur – sorgleg staða sem varðar okkur öll Fyrir viku sagði stjórnarandstöðuþing- maður í útvarpi að hann tryði á vísindin og átti með því við að sótt- varnasjónarmið ættu ein og sér að stjórna af- léttingaráformum – en ekki misvitrir stjórn- málamenn, eins og hann bætti við – og bað hann síðan ríkisstjórn- ina þess lengstra orða að fara að ráð- um sóttvarnalæknis. Stjórnun ríkisins Ásökunarfælni (e. blame avoid- ance) stýrir afstöðu ríkisstjórn- arinnar í sóttvarnamálum. Fyrir tveimur árum setti hún upp sérstakt stjórnvald yfir almenningi og at- vinnulífi með sterku lögregluvaldi og skýlir sér bak við það. Þetta stjórn- vald stýrir með sértækum þröngum sjónarmiðum (e. highly specific point of view), svo þröngum að aðeins inn- vígðir eru samræðu- hæfir um forsendur þess. Þetta stjórnvald hef- ur á síðustu dögum haldið með lög- regluvaldi um 25 þús. manns í stofufangelsi sem jafngildir 4,7 millj. manns í Bretlandi, að- gerð sem á sér senni- lega enga hliðstæðu í lýðræðisríki. Það hefur tekið ferðafrelsi, sam- komufrelsi og hluta at- vinnuréttinda til baka og lamað eina af helstu atvinnugreinum lands- manna. Stjórnvaldið sem slíkt er ábyrgðarlaust þótt kjörin stjórnvöld séu það aldrei, en almenningur og at- vinnulíf borgar. Hvað með lýðræðið? Með hinum þröngu fræðilegu sjón- armiðum hefur þetta stjórnvald ýtt lýðræðinu til hliðar – hefðbundið regluverk og stofnanir eru valda- lausar því enginn getur andæft. Á Al- þingi leggja fáir í að færa sóttvarna- aðgerðir á plan almennra sjónarmiða og gaumgæfa málið frá mörgum hlið- um, nema helst einstaka stjórnar- þingmenn. Hin sértæku vísindi eru eins og er yfirstæð almennum sjón- armiðum við stjórn landsins, allt á grundvelli þess að þau geta gripið inn á stuttri hættustund. Þegar stjórnarandstaða er ekki fyrir hendi falla fjölmiðlarnir og al- menningur í sömu gryfjuna og hún – og niðurstaðan er jafnvel enn meiri meðvirkni með stjórnvöldum en ríkti í aðdraganda fjármálahrunsins. Sértæk sjónarmið eða almenn Nú er ég einn þeirra sem trúa á vísindin og tel mikilvægt að þau styðji við stjórnvaldsákvarðanir. En samspil almennra sjónarmiða og sértækra er þannig að landinu er stjórnað á grundvelli almennra sjón- armiða – með almennri skynsemi (e. common sense), en með tilstyrk sér- tækra sjónarmiða hinna ýmsu fræði- greina, kenninga og að teknu tilliti til hagsmuna – og með stuðningi fjöl- margra annarra sjónarmiða sem stjórnmálamenn leiða saman. Forsenda kosningaréttar almenn- ings er líka að hann geti með al- mennri skynsemi myndað sér rök- studda skoðun á hverju máli og stjórnmálamenn eru ekki sérfræð- ingar heldur fulltrúar hans. Ef einstaka vísindagreinar gætu stjórnað heilu þjóðfélagi farsællega þyrftum við ekki lýðræði. Við trúum því að stjórnmálamenn stjórni þjóð- félaginu best og höfum fyrir því sterk reynslurök. Skyldur stjórnarandstöðunnar Stjórnarandstöðunni er skylt að krefjast lýðræðis í þjóðfélaginu og að hið nýja stjórnvald verði lagt niður og allt sem því tilheyrir. Henni hefur all- an tímann borið að gera almenn sjón- armið að grundvelli aðgerða; fé- lagsleg, efnahagsleg og menningarleg og að leiða saman ólík- ar forsendur. Núna þarf hún líka að takast á við gagnrýnið uppgjör vegna aðgerðanna. Rökstyðja má að marg- háttuð lögbrot hafi átt sér stað og jafnvel þarf að kalla saman Lands- dóm vegna vanrækslu heilbrigðis- ráðherra við að setja upp sóttvarna- deild. Stjórnarandstaðan á að verja rétt þjóðarinnar til frelsis, krefjast þess að lýðræði verði endurvakið, að mannréttindi séu virt og að fullu ferðafrelsi, samkomufrelsi og tján- ingarfrelsi í fjölmiðlum verði komið á. Þá er einnig mikilvægt að rakningum og eftirlit með almenningi verði hætt og öllum gögnum sem orðið hafa til í þeirri starfsemi verði eytt. Lögreglan þarf að snúa sér að lögbrotum en hverfa frá ofríki um daglegt líf al- mennings. Stjórnarandstaða sem er meðvirk stjórnvöldum er lítils virði – og ef hún trúir ekki á lýðræðið sem stjórnar- form á hún ekkert erindi. Vísindin og stjórnarandstaðan Eftir dr. Hauk Arnþórsson »Ef einstaka vís- indagreinar gætu stjórnað heilu þjóðfélagi farsællega þyrftum við ekki lýðræði Haukur Arnþórsson Höfundur er stjórnsýslufræðingur. haukura@haukura.is Vesturafríska ríkið Búrkína Fasó hefur lent í ofbeldisbylgju af hálfu ýmissa vopnaðra hryðjuverkahópa. Sum- ir þeirra eru tengdir Al- Kaida, aðrir Íslamska ríkinu og öðrum slíkum samtökum. Árásirnar eru sérlega harðar í norður- og austurhluta landsins. Þeir ráðast á og drepa óbreytta borgara, einnig ráðast þeir á her- og lögreglustöðvar. Mannskæðasta árásin á herstöð átti sér stað 14. nóvember sl. þar sem, samkvæmt opinberri skýrslu, 53 voru drepnir, 49 hermenn og fjórir al- mennir borgarar. Átta dögum síðar, á meðan þjóðin var að syrgja fórnar- lömb þessarar árásar, átti önnur árás sér stað í þorpinu Foube. Þar voru að minnsta kosti 19 manns drepnir, þar á meðal tíu almennir borgarar og níu hermenn. Hinn 26. desember lét 41 lífið í ofbeldisfullri hryðjuverkaárás í norðurhluta Loroum-héraðsins. Svip- aðir hlutir eru að gerast í nágranna- löndunum eins og Níger og Malí en því miður gerir alþjóðasamfélagið mjög lítið til þess að hjálpa Sahel- löndunum. Alþjóðlegir fréttamiðlar hafa lítið fjallað um þessar hræðilegu árás- ir, þar á meðal hér á Ís- landi. Herinn í Búrkína Fasó á í miklum erf- iðleikum með að koma í veg fyrir þetta ofbeldi sem hefur kostað meira en 1.800 manns lífið frá árinu 2015. Varnar- og öryggissveitir skortir mannauð og efnisleg úr- ræði til að berjast gegn þessum hryðjuverka- hópum. Sífellt ofbeldi hefur stuðlað að því að meira en 1,5 milljónir manna hafa orðið flóttamenn í eigin landi. Þetta veldur auknum matar- skorti og hefur leitt til þess að millj- ónir manna þurfa á mannúðaraðstoð að halda. Skólum, kirkjum og sjúkra- húsum er í sumum tilfellum gert að loka á þeim svæðum sem eru undir stjórn hryðjuverkahópa, þar á meðal á svæðinu þar sem ég ólst upp, mínir eigin foreldrar og systkini búa þar enn. Ég þekki marga presta, kennara og fjölskyldur þeirra sem hafa flúið vegna alvarlegra líflátshótana frá stöðunum þar sem þeir þjónuðu. Prestur sem ég þekkti mjög vel var myrtur af hryðjuverkamönnum ásamt fjórum drengjum á aldrinum 12-15 ára sem bjuggu hjá honum. Of- beldisspírallinn virðist óstöðvandi, ég fæ oft sendar myndir á What’s App og myndbönd sem sýna ofbeldi sem á sér þar stað og erfitt er að horfa á. Síðan 2011 hef ég, Björg kona mín og nokkrir vinir okkar stutt skóla- börn á svæði sem í dag er undir stjórn hryðjuverkahópa. Mörg þess- ara barna hafa verið neydd til að hætta í skóla á þessu svæði vegna þess að hryðjuverkamenn hafa hótað að drepa þau og foreldra þeirra ef þau mæta í skólann. Einn tólf ára frændi minn, sem hefur verið að stunda nám, sagði mér í haust að hann gæti ekki haldið áfram þar sem hann frétti að hryðjuverkamennirnir væru að hóta að drepa skólabörn og foreldra þeirra. Það er mjög erfitt að horfa upp á vonina sem námið hafði byggt upp hjá þeim hrynja. Árið 2013 stofnuðum við hjónin ásamt vinum okkar Fasó-félagið sem hefur stutt tvo skóla til kaupa á skóla- bekkjum, í Liptougou-héraði, en núna eru báðir skólarnir lokaðir, kennararnir hafa flúið til stærri borga af ótta um líf sitt. Í dag eru meira en 3.200 skólar lokaðir vegna óöryggis. Í landi þar sem hlutfall læsra var lágt áður en allt þetta hófst eru þetta ekki góðar fréttir. Mörg héruð landsins eru í dag undir stjórn hryðjuverkamanna. Þeir reyna að fá til liðs við sig stráka á aldrinum 15-17 ára og jafnvel yngri. Vegna fátæktar og veikrar stöðu stjórnvalda gagn- vart hryðjuverkahópum er auðvelt að tæla mörg ungmenni til að slást í hóp- inn. Sums staðar á landinu eru óbreyttir borgarar orðnir opnir fyrir því að vinna með hryðjuverkahóp- unum þar sem þeir telja að stjórn- völdum sé sama um þá. Einnig er mikil óánægja meðal hermanna. Fyrir tveimur vikum voru tíu her- menn og fimm almennir borgarar handteknir fyrir tilraun til valdaráns. Þann 22. janúar voru mótmæli gegn ástandinu, bæði í höfuðborginni Ouagadougou og í Bobo Dioulasso. Svo frá klukkan fjögur sunnudaginn 23. janúar heyrðust skothvellir frá ýmsum herstöðvum í nokkrum borg- um landsins. Strax óttuðust margir að þarna væri um aðra valdaráns- tilraun að ræða en talsmaður ríkis- stjórnarinnar, Alkassoum Maiga, kom fram í sjónvarpi og neitaði því. Svo kom í ljós daginn eftir að sú var raunin. Herinn hefur núna steypt for- setanum Roch Kabore af stóli og náð yfirráðum í landinu. Í kjölfar þess leystu þau upp ríkisstjórnina, þingið og afnámu stjórnarskrána. Þetta sögðu þau nauðsynlegt til þess að bregðast við versnandi öryggis- ástandi í landinu. Fjöldi fólks kom út í götunar til að fagna því sem herinn gerði. Ég efast engu að síður um að lausnin sé að losa sig við forsetann. Að mínu mati getur þetta skapað tómarúm sem hryðjuverkamenn gætu notað til að ná frekari ítökum og gera ástandið enn verra. Þetta grefur einnig undan lýðræðislegu skipulagi í landinu. Haldi þessi þróun áfram gæti svo farið að jafnvel öll Sahel-svæðin yrðu gróðrarstía hryðjuverkamanna. Þar sem hryðjuverk þekkja engin landa- mæri er mikilvægt að umheimurinn taki meiri þátt í þessari baráttu. Ég hvet ríkisstjórn Íslands og alþjóða- samfélagið til að leggja meira á sig til að aðstoða Búrkína Fasó í baráttu sinni gegn þessum hópum til að snúa þessari þróun við. Það er mjög mikil- vægt að muna að það er öllum heim- inum í hag að viðhalda friði og stöð- ugleika í Sahel-löndunum eins og Búrkína Fasó. Hryðjuverkahópar halda uppi árásum á Búrkína Fasó Eftir Souleymane Sonde » Þar sem hryðjuverk þekkja engin landa- mæri er mikilvægt að umheimurinn taki meiri þátt í þessari baráttu. Souleymane Sonde Höfundur er nemandi í stjórnmála- fræði við Háskóla Íslands og er frá Búrkína Fasó.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.